Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 37 UMRÆÐAN NÚ ERU liðin tæplega þrjátíu og þrjú ár síðan heimsmeistaraeinvígið í skák var haldið hér á landi. Ótrú- lega lítið hefur verið fjallað um þennan merka atburð sem borið hef- ur hróður landsins vítt og breitt um heims- byggðina. Fischer hefði gert hvaða land sem hélt einvígið frægt á sínum tíma, svo hátt skrifaður var hann á heimsvísu. Íslendingar eiga Fischer því margt að þakka. Hvernig gátu Ís- lendingar fengið svo stóran viðburð hingað til lands? Hver var bar- áttumaðurinn í hópi Ís- lendinga sem fylgdist glöggt með því sem var að gerast í skákmálum á heimsvísu? Hver kom málum fram á Alþjóðaþingi FIDE fyrir Íslands hönd? Hver lagði á sig þá miklu vinnu og kostnað sem fylgir því að berjast fyrir stöðu lands og þjóðar á erlendri grund? Og hver hafði til þess burði að koma einvíg- inu hingað til lands? Ísland var fá- mennast af þeim 14 þjóðum sem áttu kost á að halda einvígið en hinar þjóðirnar höfðu milljónir íbúa. Hvernig gat Íslendingur náð einvíg- inu úr höndum stórþjóðanna? Hver gætti þess að Ísland yrði ekki hlunn- farið í þeirri orrahríð og hvernig átti að verja hagsmuni okkar svo við yrð- um ekki undir í baráttunni? Okkar fámenna þjóð, sem var á þessum tíma um 200 þúsund manns, rúmast við eina götu í stórborg erlendis. Á þessum tíma var aðeins einn Ís- lendingur á alþjóðaþingum FIDE – Freysteinn Þorbergsson – en bar- áttan um einvígið fór þar fram. Freysteinn var fyrsti Íslendingurinn sem sótti Alþjóðaþing FIDE fyrir Íslands hönd í Gautaborg árið 1955 og hafði sótt allmörg þing þegar hér var komið sögu. Hann taldi að HM- einvígi milli Rússa og Bandaríkja- manns á tímum kalda stríðsins væri að auglýsingagildi á við Ólympíu- leika. Eftir að hafa horft á einvígi Botwinniks og Tals í Moskvu 1957, þar sem þeirri hug- mynd laust niður að fá slíkan viðburð til Ís- lands, hófst Freysteinn þegar handa við að kynna sér söguna þar sem Ólympíuleikar höfðu verið haldnir, jafnvel langt aftur í tímann. Sagðist hann vinna að þessu máli sem vísindamaður. Í hálfan annan áratug las hann mikið á bókasöfn- um erlendis, heimsótti háskóla í ýmsum lönd- um, austan hafs og vestan, og ræddi við prófessora. Þannig aflaði hann upplýsinga og ræddi við heimamenn um óljós atriði varðandi skipulag og framkvæmdir. Einnig um það atriði hvers vegna heimildum bar ekki saman. Yfirleitt var það vegna þess að einhverjir voru að gera hlut sinn stærri en þeim bar. Skyldi það einn- ig hafa gerst hér? Oft varð hann eftir í viðkomandi landi þegar hinir kepp- endurnir fóru heim, einmitt í þessum tilgangi. Hann sá að eina leiðin til að Íslendingar gætu átt möguleika á einvígi væri ef tilboð yrði gert í ein- vígið þar sem þjóðirnar ættu þá jafna möguleika, og bar hann upp þá tillögu á þingi FIDE sem var sam- þykkt. Hann komst að því að þar sem svo stórir viðburðir höfðu verið haldnir fylgdi nær undantekning- arlaust leiðtogafundur í kjölfarið. Einvígið færði Íslendingum fjóra stórmeistara og forsetastól FIDE (sem reyndar hvarf allt of fljótt úr höndum Íslendings), auk tveggja leiðtogafunda svo eitthvað sé nefnt. HM-einvígið 1972 er stærsti menn- ingarviðburður sem haldinn hefur verið hér á landi fyrr og síðar. Um það hafa verið skrifaðar yfir 140 bækur. Róbert James Fischer kom fyrst til Íslands 1960 fyrir tilstilli Freysteins Þorbergssonar. Hann átti að tefla á minningarmóti um Eggert Gilfer en mætti of seint og var þá slegið upp öðru móti svo Fischer kæmi ekki erindisleysu hingað. Guðmundur G. Þórarinsson vildi ekki að SÍ kostaði fulltrúa á þing FIDE þegar einvígismálið var á dagskrá og vildi ekki gera tilboð í einvígið. Hann var því á móti einvíg- inu í upphafi, en segir ekki hver bar- áttumaðurinn var sem gerði Íslend- ingum kleift að fá einvígið. Hann er þó enn að baða sig í sviðsljósinu af einvíginu eftir 33 ár. Ég býð Fischer velkominn til Ís- lands og óska honum friðar og far- sældar um ókomin ár. Heimsmeistara- einvígið í skák 1972 Edda Júlía Þráinsdóttir fjallar um skák ’HM-einvígið 1972 erstærsti menningar- viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi fyrr og síðar.‘ Edda Júlía Þráinsdóttir Höfundur var eiginkona Freysteins Þorbergssonar, en hann lést í október 1974. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heim- ilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyr- irbyggja að það gerist. For- varnir gerast með fræðslu al- mennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 FOSS FASTEIGNASALA KYNNIR GOTT EINBÝLISHÚS Á AFAR VIN- SÆLUM STAÐ VIÐ HÁTÚN Í KEFLAVÍK. HÚSIÐ ER ALLS 201,4 FM (ÞAR AF 45 FM BÍLSKÚR). MJÖG FALLEGUR GARÐUR Í RÆKT OG GARÐHÚS. Tveir inngangar eru í húsinu. Einn aðalinngangur og annar hjá bílskúr. Hiti er í innkeyrslu að stórum hluta. Bílskúrinn er með sérrafmagni og rafmagni í hurð. Húsinu fylgir stór falleg viðarverönd með heitum potti. Húsið skiptist í fjögur svefnherbergi, stofu og borðstofu í alrými. Baðher- bergi, flísalagt hólf í gólf. Gott eldhús með snyrtilegri hvítri innréttingu og plássi fyrir eldhúsborð. Snyrtilegt þvottahús með flísum. Listar í loftum í stofu og borðstofu. Þrjú svefnherbergi er á fyrstu hæð. 2. HÆÐ RIS: Eitt svefnherbergi og mjög mikið rými sem er ekki nýtt en býður upp á mikla möguleika. GÓÐUR BÍLSKÚR FYLGIR EIGNINNI. GÓÐ EIGN Á AFAR VINSÆLUM STAÐ Í KEFLAVÍK. VERÐ 21,9 MILLJ. HÁTÚN 1 EINBÝLISHÚS - KEFLAVÍK Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, Fax 512 12 13, Netfang foss@foss.is Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Glæsilega innréttuð 104 fm íbúð á 3ju hæð í vel staðsettu lyftuhúsi í Smáranum. Íbúðin skiptist í stórar stofur, sjónvarpsstofu, tvö góð svefnherbergi, þvottahús inn af eld- húsi, eldhús og stórt baðherbergi með kari og sturtu - allt glæsilega innréttað. Svalir í suður. Sérstaklega er vandað til innréttinga í þessari íbúð. V. 24,5 m. 6584 Falleg íbúð á 12. hæð með einstöku útsýni til þriggja átta. Loft eru upptek- in í stofu og eldhúsi. Góðar svalir. Stór svefnherbergi og glæsileg eld- húsinnrétting - þvottahús í íbúðinni. V. 21,8 m. 6557 SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG GULLSMÁRI - SÉRLEGA VÖNDUÐ BLÁSALIR - EFSTA HÆÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. SUMARBÚSTAÐUR ÓSKAST SUMARBÚSTAÐUR Á SUÐURLANDI ÓSKAST FYRIR TRAUSTAN KAUPANDA, EKKI LENGRA EN Í 100 KM. AKSTURSFJARLÆGÐ FRÁ REYKJAVÍK. HITAVEITA SKILYRÐI. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Til sýnis í dag falleg 92 fm íbúð á jarðhæð/kjallara í góðu steinhúsi á frábærum stað rétt við Laugardals- laugina. Sérinngangur. Rúmgóð stofa. Parket. Fallegur garður með timb- urverönd. Verð 15,9 m. Jens og Kristín verða með opið hús í dag á milli kl. 14.00-18.00 - allir velkomnir. Hraunteigur 20 - opið hús kl. 14-18 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali 14.00-16.00 Kjartansgata 6 Sérstaklega björt, rúmgóð og mikið endurnýjuð 86,5 fm íbúð á 1. hæð. Eldhús með nýlegri innréttingu og miklu skápaplássi. Út frá stofu er gengið út á verönd og þaðan niður í sólríkan bakgarð. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Mjög gott geymslurými. Nýtt rafmagn er í húsinu, gluggar nýir, nýlegir ofnar með Danfosshitakerfi og þak end- urnýjað. Verð 23,4 millj. 15.00-16.00 Bólstaðarhlíð 8 16.00-17.00 Hamraborg 38 Falleg 95,2 fm 4ra herbergja íbúð með góðu útsýni. Stórar svalir. Íbúðin er nýmáluð og endurnýjuð að hluta. Ásett verð 19,8 millj. OPIÐ HÚS Sérhæð 117,4 fm ásamt 40 fm bílskúr á eftir- sóttum stað í Hlíðunum. Nýbúið er að steina allt húsið að utan. Nýlegir gluggar og þak. Íbúðin er í góðu ásigkomulagi fyrir utan parket í stofu. Bílskúrinn er í dag innréttaður sem stúdíó íbúð sem auðvelt er að breyta aftur. Góðar leigutekjur af bílskúrnum. Sunnan við bílskúrinn er 12 fm sólpallur sem tilheyrir íbúðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.