Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 44
44 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Úrslitin
úr
ítalska
boltanum
beint í
símann þinn
ÓSKÖP sárnaði okkur Samfylking-
arfólki þegar samstarfsflokkarnir í
borgarstjórn hröktu farsælan borg-
arstjórann okkar úr
stóli sínum. Hún Ingi-
björg Sólrún hafði ekk-
ert gert nema standa
sig vel í því trún-
aðarstarfi sem Reykja-
víkurlistinn fól henni.
Það var ekkert sem
við ekki vildum gera
fyrir svo góðan foringja
þegar þannig var hallað
á hann. Enda er Sam-
fylkingin byggð upp á
mörgum afbragðs for-
ingjum og formanni
sem gefur þeim svig-
rúm og tengir þá sam-
an í eina litríka en sam-
fellda heild. Brotin sem
Samfylkinguna mynda
hefðu ekki hangið sam-
an og Samfylkingin
hefði aldrei orðið svo
stór ef hún hefði verið
beygð undir einhvers
konar Davíð Oddsson
með annars fullri virð-
ingu fyrir honum. Það
síðasta sem Samfylk-
ingin þyrfti nú væri
„sterkur“ foringi af
þeirri gerð, alveg sama hvort hann
væri karlkyns eða kvenkyns. Sam-
fylkingin er einfaldlega þess konar
flokkur að allar aðrar pólitískar jurtir
og plöntur sem hafa blómstrað innan
Samfylkingarinnar myndu visna og
deyja í skugga af þeirri gerð foringja.
Brotin hafa verið að gróa saman
Brotin sem Samfylkingin er mynd-
uð úr hafa verið að gróa saman en
langur vegur er í að þau séu fullgróin
þó svo yfirborðið hafi verið heilt um
stund undir formennsku Össurar
Skarphéðinssonar. Honum hefur ver-
ið það einkar lagið að leyfa hinum fjöl-
mörgu foringjum Samfylkingar að
njóta sín. Bæði efnilegum og lang-
reyndum, konum og körlum. Þannig
hefur fylgið verið að koma aftur
„heim“ allt frá því Össur tók við for-
mennsku.
Það varð mér því mikið áfall þegar
sú sem við svona bárum á höndum
okkar og hófum snarlega til forsætis-
ráðherraefnis vegna þess að hún var
óverðskuldað hrakin úr borg-
arstjórastóli og annar mikilvægur
foringi MF vék úr varaformannsstóli,
svo til væri verðugur sess sem við
gætum boðið hinum sára að tylla sér í,
þá fann Ingibjörg Sólrún hjá sér þörf
á að gefa út nýja yfirlýsingu. Nú lof-
aði hún stuðningsmönnum sínum að
hrekja formanninn okkar, sem svo vel
hafði farnast, úr sínu embætti.
Hún lofaði að fara eins að við Össur
og komið hafði verið fram við hana í
borgarstjórastóli, að launa honum
gott starf með því að hrekja hann á
braut. Ingibjörg hefði getað sagt
kröfuhörðum stuðningsmönnum sín-
um að varaformennska í Samfylking-
unni væri verðugt og mikilvægt verk-
efni og tíminn yrði að leiða í ljós hvað
seinna yrði. Það hefði verið í þágu
Samfylkingarinnar.
Eru allir karlar
óhæfir stjórnendur?
Virtur prófessor (SK)
í stjórnmálafræði hefur
komið fram og lýst alla
karla óhæfa til stjórn-
unar en konur fæddar til
þess að stjórna og af
þeirri ástæðu eigi að
gera Ingibjörgu Sólrúnu
að formanni. Ef ég vissi
ekki betur teldi ég hér
kominn helsta stuðn-
ingsmann Margrétar
Thatcher því vart hafa
margar konur kynnt
betur stjórnunarstíl sinn
en hún. En hvernig á
annars að svara svona
rökum? Þessar miklu
kvenréttindaáherslur
eru alltof þröng skír-
skotun fyrir breiðan
flokk. Þær áherslur
gætu allar fallið undir
„jafnrétti“ því svo
óskaplega víða hallar á
það, en í aðdraganda síð-
ustu kosningabaráttu
dugði það ekki stuðningsmönnum
Ingibjargar heldur varð „kvenfrelsi“
gert að þema kosningabaráttu flokks-
ins og fylgið tók að dala.
Framtíðarhópurinn
Hvar erum við stödd ef foringi
Framtíðarhópsins vill ekki gangast
við ábyrgð sinni á hópnum um leið og
sama manneskja vill samt verða for-
maður flokksins? Ingibjörgu Sólrúnu
var falið að leiða og stýra vinnu
Framtíðarhópsins og Framtíðarhóp-
urinn lagði fram tillögur um einka-
væðingu hverfisskólanna. Hvergi í
heiminum hefur tekist að „þýða“
markmið almennrar grunnmennt-
unar samfélagsins yfir í markmið
einkarekstrar. Börnin okkar þurfa
ekki að vera fórnarlömb tilrauna með
skólagöngu sína til að við getum séð
það sem hefur verið margprófað um
allan heim.
Garðurinn blómstrar
Margs konar pólitískar skrautjurt-
ir hafa þrifist vel og vaxið í þeim garði
sem Össuri Skarphéðinssyni var trú-
að fyrir. Of fyrirferðarmikill garð-
yrkjumaður gæti allt eins traðkað
garðinn niður og ekki kunnað að næra
þær fjölbreyttu jurtir sem þar hafa
blómstrað. Þegar garðurinn er í
blóma og allt gengur vel er tilgangs-
laus áhætta af því að reka hinn far-
sæla garðyrkjumann fyrir annan.
Óþörf áhætta
Helgi Jóhann Hauksson
fjallar um formannskjör
Samfylkingarinnar
Helgi Jóhann Hauksson
’Margs konarpólitískar
skrautjurtir
hafa þrifist vel
og vaxið í þeim
garði sem Öss-
uri Skarphéð-
inssyni var trú-
að fyrir.‘
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
BRÆÐRABORGARSTÍGUR 7 - ALLT HÚSIÐ
Um er að ræða nýlega uppgert fjölbýlishús
með lyftu. Húsið er teiknað af Þóri Sandholt.
Heildarstærð er um 1580 fm Eignin skiptist í 9
stórar íbúðir, verslunarrými og tvær vinnustofur
í kjallara auk sameignar, þar af eru nokkrar
íbúðirnar nýlega innréttaðar á glæsilegan hátt.
Allar íbúðirnar eru með svölum. Húsið skiptist
þannig:
Verslun 0101 er 134 fm
Íbúð 0102 er 129,4 fm
Íbúð 0201 er 139,5 fm
Íbúð 0202 er 141,5 fm
Íbúð 0301 er 179,9 fm
Íbúð 0401 er 107,4 fm
Íbúð 0402 er 121,5 fm
Íbúð 0501 er 73,9 fm
Íbúð 0502 er 59,5 fm
Vinnustofa 0001 er 103,8 fm
Vinnustofa 0002 er 105,1 fm
Eignin selst í einu lagi eða í hlutum. 4873
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9-17:30.
Sími 588 4477
Til sýnis í dag fallegt 125 fm
einbýlishús ásamt 40 fm bíl-
skúr (þarfnast standsetningar)
á eftirsóttum stað. Hæðin er
87 fm og kjallarinn 37 fm.
Hæðin er öll tekin í gegn að
innan. Endurnýjað gler, glugg-
ar, rafmagn, eldhús, baðherb.,
gólfefni o.fl. Góður garður.
V. 26,5 fm.
Húsið verður til sýnis í dag á milli kl. 14.00-17.00.
Langholtsvegur 65 - opið hús
KLETTABERG - HF. - SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR
Hraunhamar fasteignasala er
með í einkasölu á þessum frá-
bæra útsýnisstað glæsilega
arkitektahannaða 134 fer-
metra íbúð í pallbyggðu klasa-
húsi, ásamt 27,9 fermetra bíl-
skúr, samtals um 161,9 fer-
metrar, vel staðsett í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Eignin skiptist í
forstofu, hol, herbergi, baðherbergi og þvottahús. Á efri hæð er
eldhús, hol, stofa, borðstofa, sólstofa, tvö herbergi og baðher-
bergi. Stórar svalir og frábært útsýni yfir Hafnarfjörð og víðar.
Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar. Gólfefni er hlynparket og
portúgölsk skífa. Glæsieign sem vert er að skoða.
Verð 29,5 millj. 109730. Myndir af eigninni á mbl.is .