Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 45 UMRÆÐAN MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um dómsmál Ingibjargar Ingadótt- ur enskukennara gegn Ólínu Þor- varðardóttur f.h. Menntaskólans á Ísafirði. Málið er rekið til að fá áminningu hnekkt sem Ólína veitti Ingibjörgu fyrir ónákvæmni í yf- irferð á jólaprófi í ENS 103 og að hafa gefið nemendum of háar einkunnir. Undirritaður hefur fylgst með málinu í návígi frá fyrstu hendi og átt að vissu leyti hlut að máli sem sambýlismaður Ingi- bjargar. Ekki verður lengur setið undir ósannindum sem fram hafa komið í um- ræðunni að mati und- irritaðs. Byrjum á yfirlýs- ingu stjórnenda „Hafa skal það sem sannara reynist“ sem er að finna á heimasíðu Mennta- skólans fvi.is. Stjórnendur fullyrða þar að milli stjórnenda og annarra starfsmanna ríki eðlilegir sam- skiptahættir. Þegar öll stjórn kennarafélags skólans segir af sér vegna yfirgangs og ofríkis skóla- meistarans hlýtur eitthvað að ganga á. Í afsagnarbréfi stjórn- armanna segir eftirfarandi: „Framkoma skólameistara und- anfarna daga gagnvart kjörnum trúnaðarmönnum kennara skólans hefur verið ágeng, ógnandi og fjarri meðalhófi góðrar stjórn- sýslu“. Er það kannski það sem skólameistari telur eðlilega sam- skiptahætti? Að vísu lýsti skóla- meistari yfir að hún vissi ekki til þess að nokkur sá ágreiningur hefði verið uppi sem leitt gæti til afsagnar stjórnarmanna. Það sýnir að mínu áliti að skólameistari skeytir ekkert um viðhorf annarra starfsmanna skólans. Í sömu yfirlýsingu skólastjórn- enda segir einnig: „jafnframt lýs- um við því yfir að engin stjórn- sýslukæra hefur verið lögð fram“. Upplýst hefur verið að minnst fimm stjórnsýslukvartanir hafi borist menntamálaráðuneytinu. Þar við bætist svo áðurnefnt dómsmál. Guðjón Ólafsson, fyrrverandi enskukennari við MÍ, var valinn af Ólínu sem hlutlaus aðili til að fara yfir prófúrlausnir í ENS 103. Guð- jón hafði á starfstíma sínum við MÍ samið það próf sem Ingibjörg lagði fyrir nemendur. Guðjón studdist við sinn eigin leiðrétting- arstuðul við sína yfirferð en hann ræddi ekkert við Ingibjörgu um forsendur hennar fyrir einkunna- gjöf. Í greinargerð Guðjóns gerir hann athugasemdir við yfirferð 15 prófúrlausna og einkunnadreif- ingin verður meiri en hjá Ingi- björgu. Enginn nemandi var þó nálægt því að falla í áfanganum. Rifjum nú upp að skólameistari og aðstoðarskólameistari breyttu 9 einkunnum eftir þeirra yfirferð í desember. Guðjón segir í skýrslu sinni, sem lögð hefur verið fram í Héraðsdómi Vestfjarða, að mis- ræmis hafi gætt í yfirferð hjá skólameistara og aðstoðarskóla- meistara milli prófúrlausna og vill- ur verið í yfirferð þeirra. Ef við rifjum einnig upp ástæðuna fyrir áminningunni sem Ólína veitti Ingibjörgu þá var það fyrir sams konar ónákvæmni og misræmi og skólameistari og aðstoðarskóla- meistari gerðu sig sek um, þó í minna mæli væri. Auk þess er auðvelt að sanna og sýna fram á að 2 einkunnir af 9 sem þau breyttu hjá nemendum Ingibjargar voru rangt reiknaðar með tilliti til 60% prófseinkunnar og 40% vetrareinkunnar. Nem- endur sitja uppi með rangar tölur á skír- teinum sínum. Eru þetta ekki ámælisverð vinnu- brögð? Hvað segja nem- endur Ingibjargar? Nemendur í ENS 203, þeir sömu og voru í 103 fyrir jól, svöruðu kennslukönn- un 4. og 5. apríl sl. sem trúnaðarmaður kennara fór yfir. Hver kennari mætti vera hreykinn af því mati nemenda sinna sem þar kemur fram. Sem dæmi í 18 manna bekk í ENS 203 svöruðu nemendur spurningunni: „Hvernig myndir þú lýsa Ingi- björgu Ingadóttur sem enskukenn- ara“? Mjög góð, 15 stig, – Góð 3 stig – Hvorki góð né slæm 0 stig – Léleg 0 stig – Mjög léleg 0 stig. Svipuð útkoma var hjá öðrum bekkjum. Ingibjörg er af nemendum talin góður enskukennari, öfugt við það sem Ólína hefur haldið fram og fram kemur í skýrslu hennar fyrir Héraðsdómi. Með bréfi dagsettu 23. febrúar 2005, hálfum mánuði eftir að Ingi- björg stefndi Menntaskólanum á Ísafirði vegna áminningarinnar, er Ingibjörgu sagt upp stöðu sviðs- stjóra í erlendum málum. Það var gert á þeirri forsendu, eins og seg- ir í uppsagnarbréfinu: „Í ljós hefur komið nýlega að þú uppfyllir ekki skilyrði...“ ákveðinna lagagreina um kennsluréttindi í ensku. Hvernig getur ábyrgur skóla- meistari ráðið starfsmann í tví- gang 2002 og 2003 til sviðsstjóra- starfa án þess að vita hvaða menntun viðkomandi kennari hef- ur? Slíkt er ámælisvert. Ingibjörg er með BA-próf í hót- el- og ferðamálafræðum og kennsluréttindi frá KHÍ. Á starfsmannafundi í áheyrn allra starfsmanna skólans fullyrti Ólína aðspurð, að hún hefði ekki vitað að Ingibjörg starfaði án rétt- inda sem enskukennari. Er það trúverðugt? Ingibjörg á hins vegar aðeins eftir 30 einingar til BA- prófs í ensku. Allir kennarar við MÍ vita að annar sviðsstjóri hefur heldur ekki réttindi til að gegna stöðu sviðsstjóra og ætti því að hafa verið sagt upp á sömu for- sendum og Ingibjörgu en svo er ekki. Í sjónvarpsviðtali á RÚV hótaði Ólína Félagi framhaldsskólakenn- ara lögsókn vegna ummæla Elnu Katrínar Jónsdóttur, f.v. for- manns, í kvörtunarbréfi til menntamálaráðuneytisins. Þar kom fram að fimm kennarar við MÍ hefðu orðið fyrir barðinu á „ógnarstjórn“ skólameistarans. Í bréfinu stóð m.a. ,,Gögn sem afhent hafa verið ráðuneytinu sýna svo ekki verður um villst að hrein ógnarstjórn ríkir í samskiptum skólameistarans við kennarana.“ Í sjónvarpsviðtalinu gaf hún stjórn KÍ viku frest til að biðja sig afsökunar á ummælunum, að öðr- um kosti íhugaði hún málsókn á hendur FF. Síðar framlengdi hún frestinn um þrjá daga en ekkert bólar á lögsókninni. Í öðru viðtali, á Stöð 2 „Ísland í bítið“, baðst Ólína „griða“ af hálfu fjölmiðla því nóg væri komið af fjölmiðlaumfjöllun um málefni Menntaskólans á Ísafirði. Óskaði eftir því að fá frið til að leysa mál- in í rólegheitum innan skólans. Nú hefur hún sjálf haft samband við fjölmiðla til að koma sínum mál- flutningi á framfæri við þjóðina og brotið eigin griðaboðskap. Í stað þess að vinna af heilindum við að koma málum í eðlilegt horf beitir skólameistari að mínu mati fá- fengilegum vinnubrögðum stjórn- málamanns í einhvers konar árróð- ursstríði. Eru það heiðarleg vinnubrögð? Í sama þætti talaði Ólína um að átökin við kennara sína væru eins og „taumaskak“ við tamningar á góðhestum svo spyrja má hvort MÍ sé hesthús. Hvar er virðingin fyrir starfsmönnum skólans? E.s. Menntaskólinn á Ísafirði er frá- bær skóli, nemendur meiriháttar og kennarar mjög góðir. Telst það eðlilegt að skólameistari eigi í erj- um við nemendur og kennara? HN Með samstöðu við baráttu verkamannsins til að ná rétti sín- um og starfsvirðingu. Sannleikurinn um ósannindi Hermann Nielsson fjallar um deilurnar innan Menntaskólans á Ísafirði ’Hvernig getur ábyrg-ur skólameistari ráðið starfsmann í tvígang, 2002 og 2003, til sviðs- stjórastarfa án þess að vita hvaða menntun viðkomandi kennari hefur? ‘ Hermann Nielsson Höfundur er kennari við Menntaskólann á Ísafirði. TIL SÖLU einbýlishúsalóð á besta stað í Norðlingaholti Óskað er eftir tilboðum Tilboð sendist til auglýsingadeildar Morgunblaðins eða á box@mbl.is, merkt: „N - 16984.“ Ármúla 15 • sími 515 0500 - fax 515 0509 www.fasteignakaup.is • fasteignakaup@fasteignakaup.is Einbýli eða parhús með aukaíbúð óskast í Hafnarfirði Til okkar hefur leitað viðskiptavinur sem vill kaupa parhús eða einbýlis- hús, helst með séríbúð í kjallara, sem má kosta allt að 50 milljónum, ná- lægt miðbæ Hafnarfjarðar, frá Víðistaðartúni að Hvömmum. Rúmur af- hendingartími. Traustir kaupendur sem eru með góða eign (140 fm einbýlishús auk bílskúrs) á besta stað í Hafnarfriði. Nánari upplýsingar er gefur Páll Höskuldsson, sölustjóri hjá Fasteignakaupum. Páll Höskuldsson, Gsm 864 0500 Erna Valsdóttir, löggiltur fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.