Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN BJARNFREÐSSON, Ljósheimum 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 19. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í kirkjugarðinum Kotströnd. Jóhanna Bára Sigurðardóttir, Kolbrún Aðalsteinsdóttir, Sigurjón Ingi Aðalsteinsson og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI JÓHANNESSON, Garðavegi 14, Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 14.00. Tryggva Margrét Eggertsdóttir Erna Snorradóttir, Marteinn Reimarsson, Jóhannes Snorrason, Valdís Valbergsdóttir, Elín Rósa Snorradóttir, Högni Jónsson, Eggert Snorrason, Guðfinna Jónsdóttir, Hulda Snorradóttir, Ragnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, JÓN HAFLIÐI KJARTANSSON, Kleppsvegi 128, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 5. apríl. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 18. apríl kl. 15.00. Sigríður Kjartansdóttir, Halldór Kjartansson, María Ólöf Kjartansdóttir. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR HANSEN frá Hólmavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 19. apríl kl. 13.00. Sigurður Einarsson, Ásta Kristjánsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Tómas Sigurbjörnsson, Elsa Hansen, Torsten Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, JÓHANN FRIÐJÓNSSON arkitekt, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 18. apríl kl. 13.00. Fyrir mína hönd og barna hans, Sigrún Þorleifsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við fráfall föður okkar, EINARS BRAGA rithöfundar. Borghildur Einarsdóttir, Jón Arnarr Einarsson og fjölskyldur. ✝ Helgi Vilhjálms-son fæddist á Dalatanga í Mjóafirði 15. september 1925. Hann lést á Landspít- ala í Fossvogi 7. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Vilhjálmur S. Helga- son, f. 26. september 1888, d. 28. maí 1971, og Jóhanna Sveins- dóttir, f. 24. janúar 1897, d. 14. október 1971. Systkini Helga eru: Helga Vilhjálms- dóttir, f. 11. júní 1916, d. 1. október 1999, Arngrím- ur Vilhjálmsson, f. 5. september 1919, Sveinn Vilhjálmsson, f. 17. ágúst 1922, d. 10. ágúst 1979, og Þorvarður Ingi Vilhjálmsson, f. 27. maí 1939. Helgi ólst upp á Dalatanga til 19 ára aldurs þar sem vitavarsla hafði haldist í ætt- inni óslitið frá 1819. Hann lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1945 og kvæntist 3. desember sama ár eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Ísfeld Kristjánsdóttur frá Sléttu í Mjóafirði, f. 11. maí 1924. Hann tók við vitavörslu á Dalatanga 1955 en flutti þremur árum síðar til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Þar starfaði hann við málmsmíði um árabil, en síðustu þrjá áratugina starf- aði hann við vél- gæslu í Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Börn Helga og Lilju eru: 1) Vilhjálmur, f. 20. júní 1952, kvæntur Teresitu Helgason og eiga þau soninn Helga Sebast- ian, f. 16. janúar 2000. 2) Pálína Kristín, f. 14. apríl 1955, synir hennar eru tveir: 1) Helgi Snær Sigurðsson, f. 3. október 1974, sambýliskona hans er Ólöf Ólafs- dóttir. Sonur Helga er Andreas Máni, f. 22. ágúst 1997. 2) Ari Freyr Hermannsson, f. 10. desem- ber 1982, unnusta hans er Eva Ómarsdóttir. Útför Helga var gerð frá Graf- arvogskirkju 15. apríl í kyrrþey. Við bræðurnir umgengumst afa mikið og bjuggum við þrír undir sama þaki um árabil. Afi var sérstak- lega góðhjartaður maður, afar stolt- ur af barnabörnum sínum og aldrei skorti hrós frá honum eða klapp á kollinn. Fingurnir á afa voru eins þykkir og gulrætur eftir margra ára erfiðisvinnu í vélsmiðju og ístran var myndarleg og freistandi fyrir litla stráka að pota í hana. Undir það síð- asta voru fingurnir orðnir mjóir og ístran horfin, afi varð skugginn af sjálfum sér. Það var sárt að sjá hversu illa honum leið seinustu vik- urnar og huggun að hann hafi loks fengið frið. Nú þegar sorgin tekur við rifjast upp góðar minningar um afa gamla. Við munum eftir því hversu tilþrifin voru mikil hjá afa þegar hann opnaði dyr með hurðarsprengjum um ára- mót, eftir á að hyggja held ég að hann hafi vitað af þeim en lék „ótt- ann“ vel þegar þær sprungu. Sá eldri okkar man eftir því að afi hafi kennt honum að hjóla, hjálpað honum að fljúga flugdreka, farið með hann á róluvöll. Þegar við bjuggum á Akur- eyri voru heimsóknir til afa og ömmu í Reykjavík lítil ævintýri. Faðmurinn var alltaf breiður og kossarnir marg- ir, alltaf fékk maður svið með róf- ustöppu og kartöflumús sem varð mikill uppáhaldsmatur. Allt var látið eftir manni, innan skynsamlegra marka þó. Ef maður vildi horfa á Disney-mynd fóru afi og amma með mann út á leigu, ef mann langaði í mjólkurhristing fóru afi og amma með mann á Hressingarskálann. Afi var mikill matgæðingur og borðaði alltaf vel og mikið. Eins sá hann til þess að aðrir borðuðu vel og mikið og spurði okkur bræður í sífellu hvort við ætluðum ekki að borða meira. Sjálfur átti afi afskaplega erfitt með að bíða eftir því að allir hefðu fengið sér á diskinn, sérstaklega á aðfanga- dag. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Án afa værum við ekki sömu menn og við erum í dag. Hann átti nóg til af ást og umhyggju og var aldrei spar á hlý orð. Við vitum að afi mun alltaf klappa okkur á kollinn með stóru hrömmunum sínum og minningin um hann verður alltaf sæt. Helgi Snær og Árni Freyr. HELGI VILHJÁLMSSON Kalli frændi, við sendum þér hinstu kveðju, hvíl í friði. Dauðinn því orkar enn til sanns, út slokkna hlýtur lífið manns, holdið leggst í sinn hvíldarstað. Hans makt nær ekki lengra en það; sálin af öllu fári frí flutt verður himna sælu í. (Hallgrímur Pétursson.) Guðmunda (Gulla) og fjölskylda. ✝ Þórir Ketill Valdimarssontrésmíðameistari fæddist í Shellvegi 4 (Skrúð) í Skerjafirði 25. mars 1943. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans v/ Hringbraut mánudaginn 4. apríl síðastliðinn, en ekki 4. mars eins og misritaðist í blaðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Útför Þóris fór fram frá Há- teigskirkju 15. apríl. ÞÓRIR KETILL VALDI- MARSSON Þegar ég minnist Stínu æskuvinkonu minnar er mér efst í huga hve okkur kom vel saman. Móðir hennar, Jóhanna Guð- laugsdóttir, og móðir mín, Una Pétursdóttir, voru mikl- ar vinkonur. Við Stína áttum það sameiginlegt að eiga ekki föður. Ég var fjögurra ára þegar ég missti föður minn af slysförum en Stína sá aldrei sinn föður. Mæður okkar beggja voru í kórum og sungu báðar mjög vel. Jóa átti aðra dóttur, Guðlaugu Bjarnadótt- ur, sem var fjórum árum eldri en Stína. Jóa mín vann við að þvo þvott fyrir frú í bænum og mamma sagði að þær systur mættu vera hjá okkur á meðan hún væri að vinna. Stína og Gulla komu þá til okkar niður á Laugaveg 8. Olga systir mín og Gulla voru jafn gamlar og urðu líka góðar vinkon- ur. Mamma saumaði eins kjóla á okkur Stínu fyrir ein jólin en þá vorum við fimm ára. Við Stína fór- um átta ára gamlar í Austurbæj- arskóla, við vorum saman í bekk í þrjá vetur og sátum saman. Kenn- arar okkar voru Jón Þórðarson og Jón Sigurðsson sem síðar varð skólastjóri. Svo fór Jóa að syngja í kirkju- kór aðventista. Þar kynntist hún KRISTÍN HANSDÓTTIR ✝ Kristín Hans-dóttir fæddist í Reykjavík 1. septem- ber 1922. Hún lést 15. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kapellu 29. mars. Ísak sem hún svo gift- ist. Þau bjuggu á Þórsgötu 20 og eign- uðust tvö börn, Guð- finnu og Pétur. Við Stína fórum oft með Guðfinnu í göngutúr en hún var með svo fallegt hár og líktist helst engli. Guðfinna litla fékk heilahimnu- bólgu og dó. Þá var mikil sorg. Pétur fæddist sama ár og Guðfinna lést. Svo nokkru seinna lést Ísak. Fjölskyldan bjó víða í Reykjavík eftir það. Þegar við vorum 15 ára veiktist Stína. Hún hafði dottið illa á Laugaveg- inum þegar hún var sex ára og þegar hún var 14 ára tóku meiðslin sig upp aftur og þurfti hún að liggja í margar vikur í gifsi á Víf- ilsstöðum. Þar kynntist hún fyrri manni sínum, Franklín Steindórs- syni. Hann var kátur og skemmti- legur maður og hjónabandið gekk vel en seinna fóru veikindi þeirra að segja til sín aftur. Þau eign- uðust þrjá syni, Grétar, Ómar Valdimar og Sigurjón. Stína varð fyrir ýmsum sorgum í lífinu. Hún missti Sigurjón son sinn ungan og eiginmanninn rétt um fimmtugt. Seinni maður Stínu var Magnús Þorleifsson og reynd- ist hann henni vel. Hann átti við vanheilsu að stríða og lést 2002. Ég kveð nú mína góðu vinkonu sem alltaf gat brosað gegnum tár- in. Ég vona að Franklín, Sigurjón og móðir hennar hafi tekið á móti henni og henni líði vel í Guðsríki. Ég þakka fyrir öll árin sem við vorum mest saman. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Mýktu sjúka og sára und svo ég ylinn finni. Gef þú mér nú góðan blund, Guð, af miskunn þinni. (Ingþór Sigurbjörnsson) Þín vinkona Ragna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.