Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 54
Litli Svalur
© DUPUIS
Mímí og Máni
Kalvin & Hobbes
HEFURÐU EINHVERN
TÍMANN SPÁÐ Í
HEIMSENDI?
ÁTTU VIÐ
KJARNORKU-
STYRJÖLD?
NEI... ÉG HELD AÐ MAMMA
HAFI ÁTTI VIÐ ÞENNAN
SEM KEMUR EF ÉG HLEYPI
LOFTINU ÚR BÍLDEKKJUNUM
EINU SINNI ENN
Dagbók
Í dag er sunnudagur 17. apríl, 107. dagur ársins 2005
Flest stærri fyr-irtæki hafa und-
anfarin ár haft sér-
staka upplýsinga-
fulltrúa á sínum
vegum. Það finnst
Víkverja dagsins gott
og blessað og oft hefur
þetta fólk greitt götur
hans, bæði þegar hann
er að sinna starfi sínu
sem blaðamaður og
einnig þegar hann
þarf að leita upplýs-
inga sem notandi
ákveðinnar þjónustu.
Víkverji hefur bara
stundum áhyggjur af
því að upplýsingafulltrúarnir þjóni
sumir hverjir sama hlutverki og
borgarmúrs sem sé til þess gerður
að verja kóngana sína og keisara
(stjórnendur alla með tölu) með
kjafti og klóm. Þá er Víkverji ekki að
meina að upplýsingafulltrúarnir séu
að fegra foringja sína í eyru Vík-
verja heldur eru þeir mjög æstir í að
vera þeir einu sem svara fyr-
irspurnum er snerta fyrirtækið á
einhvern hátt.
Ákveðið fjarskiptafyrirtæki hér í
bæ hefur þennan háttinn á. Fyr-
irtækið hefur teflt fram öflugum
upplýsingafulltrúa sem er allur af
vilja gerður að hjálpa fólki. Stundum
finnst Víkverja þessi
upplýsingafulltrúi hins
vegar gera fyrirtækið
sem hann starfar hjá
einsleitt, þ.e. sama
hvaða mál kemur upp,
alltaf er rætt við upp-
lýsingafulltrúann. All-
ir vísa á upplýsinga-
fulltrúann. Erfitt er að
ná tali af öðrum starfs-
mönnum því alltaf er
bent á að upplýsinga-
fulltrúinn sé með allar
upplýsingar. Ef hann
hefur þær ekki, safnar
hann þeim saman.
Víkverja finnst
þetta eiginlega vera komið út í öfgar.
Þegar risastórt fjarskiptafyrirtæki
hefur aðeins eitt andlit er Víkverji
ekki svo viss um að það sé af hinu
góða. Hefur þetta fyrirtæki aðeins
eina rödd? Hefur þetta fyrirtæki að-
eins einn fulltrúa? Hafa aðrir starfs-
menn ekki skoðun á því sem þar fer
fram?
En upplýsingafulltrúar eru mis-
jafnir eins og þeir eru margir. Vík-
verji hefur t.d. lært það í sinni vinnu
að upplýsingafulltrúi Landspítalans
er fróður um margt, en ekkert mál
er að fá samband við stjórnendur og
aðra starfsmenn spítalans, sé þess
óskað.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Vínarborg | Í vorblíðunni sem verið hefur í Austurríki undanfarið færist líf í
Prater, skemmtigarð Vínarbúa, sem er ekki ósvipaður Bakkanum í Kaup-
mannahöfn. Þar er m.a. hið fræga Parísarhjól sem kom við sögu í hinni
þekktu kvikmynd Þriðji maðurinn með Orson Welles sem gerð var eftir sögu
Graham Greene.
Morgunblaðið/Ómar
Við „Bakka“ Vínarborgar
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroð-
ann. (Sálm. 57, 9.)