Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 55 DAGBÓK • Þekkt verslun með heimilis- og gjafavörur. • Stór heildverslun með hjólbarða. • Heildverslun með þekktan fatnað. • Rótgróin sérverslun með mikla vaxtarmöguleika. Ársvelta 37 m. kr. • Lítil heildverslun með bjór og vín. Heppileg til sameiningar. • Þekkt lítil bílaleiga. • Heildverslun með búnað og vélar til notkunar í iðnaði. Ársvelta 130 m. kr. • Gistihús í Hafnarfirði með 25 herbergjum. • Stórt ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi. • Iðnfyrirtæki í sérhæfðri vinnslu og framleiðslu matvæla. Ársvelta 100 m. kr. • Stórt innflutningsfyrirtæki með tæknivörur. Ársvelta 360 m. kr. • Jarðvinnufyrirtæki á Suðurlandi. • Þekkt sérverslun/heildverslun með fallegar vörur fyrir heimili og fyrirtæki. Ársvelta 50 m. kr. • Heildverslun með tæknivörur. Ársvelta 80 mkr. • Dalakjör - verslun, veitingasala og bensínstöð í Búðardal. Góður rekstur. Ársvelta 170 m. kr. • Stór blómaverslun í góðu hverfi. • Heildverslun/sérverslun með rafmagnsvörur. Ársvelta 200 m. kr. • Lítil heildverslun með tæki fyrir byggingariðnaðinn. Heppilegt fyrir trésmið sem vill breyta til. • Þekkt veitingahús í eigin húsnæði. Velta 10-12 m. kr. á mánuði. • Útgerðarfélag á Reykjavíkursvæðinu. • Þekkt veitingahúsakeðja með austurlenskan mat. • Ferðaskrifstofa með sérhæfðan rekstur. • Gott fyrirtæki í kynningar- og markaðsþjónustu. • Rótgróið þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 250 m. kr. • Sérvöruverslun með 220 m. kr. ársveltu. EBIDTA 25 m. kr. • Arðbært útgáfu- og prentþjónustufyrirtæki. • Stór fiskvinnsla í eigin húsnæði í nágrenni Reykjavíkur. • Sérverslun með fatnað. • Iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu og öruggan markað. 90 m. kr. ársvelta. • Húsgagnaverslun í góðum rekstri. • Þekkt verslun með föndurvörur. Ársvelta 60 m. kr. Meðvirkninámskeið verður haldið dagana 25. og 27. apríl (kvöldnámskeið). Skráning og nánari upplýsingar í síma 867 2710. BIRTA ráðgjafastofa Valdís Larsdóttir ráðgjafi Ráðgjöf fyrir fólk með áfengis- og vímuefnavanda. valdisla@simnet.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans í Ásgarði í kvöld kl. 20.00, Klassík spilar fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Miðviku- daginn 20. apríl verður farið í heim- sókn að Hellu á Rangárvöllum, leið- sögn staðkunnugir. M.a heimsókn á dvalarheimilið Lund, handverkshúsið Heklu, versl. Vörufell, ekið um Þykkvabæ kartöfluverksm. heimsótt, kaffiveitingar í skólanum að Lauga- landi í Holtum. Lagt af stað kl. 12, skráning hafin. Háteigskirkja | Alla mánudaga er spiluð félagsvist í Setrinu, Háteigs- kirkju, kl. 13. Kaffi kl. 15. Upplýsingar hjá Þórdísi í síma 511 5405. Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur frá Egilshöll kl. 11:00 á morgun. Vesturgata 7 | Bingó verður þriðju- daginn 26. apríl kl. 13. Rjómaterta með kaffinu, allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Fundur í Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju kl. 20. Fríkirkjan í Reykjavík | Lokasamvera vetrarins hjá barnastarfi Fríkirkjunnar í Reykjavík kl. 11:00. Létt og skemmti- leg dagskrá. Öndunum gefið. Svala- drykkir o.fl. Öll börn og aðstandendur þeirra hjartanlega velkomin. Fríkirkju- söfunuðurinn í Reykjavík. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20:00 alla sunnudaga. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 09–17 í síma 587 9070. Grindavíkurkirkja | Sr. Yrsa Þórð- ardóttir, héraðsprestur, heldur erindi um sorg í kjölfar sjálfsvíga mánu- dagskvöldið 18. apríl kl. 20. Sr. Yrsa verður með viðtalstíma í kirkjunni þriðjudag og miðvikudag kl. 18–21 vegna ástvina– og vinamissis. Hægt að panta viðtalstíma í síma 692 3627. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11:00 Ræðum. Stefán Ágústsson. Almenn samkoma kl. 16:30 Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Ald- ursskipt barnakirkja á meðan sam- komu stendur. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK þriðjudagskvöld kl. 20 að Holtavegi 28. Lofgjörðar– og bænasamvera í umsjá Þórdísar Ágústsdóttur, Krist- ínar Bjarnadóttur og fleiri. Kaffi. Allar konur eru velkomnar. Kotstrandarkirkja | Aðalsafn- aðarfndur Kotstrandarsóknar verður haldinn í Kotstandarkirkju sunnudag- inn 17. apríl kl. 12.30. Dagskrá: Venju- leg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd Kotstrandarsóknar. Pallbílar í Hval- fjarðargöngum ÉG fór í gegnum göngin um daginn sem er ekki í frásögur færandi nema að ég var á pallbíl sem er 6,05 m. Það gekk vel að fara frá Reykjavík, þá borguðum við 1.000 kr. sem er það gjald sem fólksbílar borga. En þegar við vorum að fara til baka var okkur tjáð að við þyrftum að borga 3.000 vegna þess að bíllinn væri of langur (0,5!). Þetta sættum við okkur ekki við svo við snerum við og keyrðum Hvalfjörðinn. Það sem ég get ekki skilið er að pallbílar yfir 6 metra borga tvisvar sinnum meira en venjulegur fólksbíll sem getur þess vegna verið jeppi sem er svipaður á stærð en eitthvað minni og hann getur dregið á eftir sér hestakerru. En það sem meira er; flutn- ingabílar sem eru miklu stærri og geta dregið margar tengikerrur borga 3.800 kr.! Þarna munar bara 800 krónum, ég get ekki skilið hvað er á bak við þetta. Kannski þykir það svona mikill lúx- us að vera á pallbíl en þetta eru bílar sem flæða inn í landið núna sökum þess hve dollarinn er lágur þannig að þetta eru ekkert dýrari bílar en t.d. jeppar. Svo finnst mér líka svolítið asnalegt að geta ekki keypt miða og borgað þrjá miða í stað eins en mér var tjáð það þegar ég athugaði að það væri ekki hægt. Ef pallbílar þurfa að borga meira en aðrir bílar þarf það að vera sann- gjarnt. Fyrir 6.000 kr. er hægt að fara tvisvar fram og til baka til Ak- ureyrar því flestir eru þetta dísel- bílar. Á meðan þetta er svona fer ég Hvalfjörðinn, legg bara fyrr af stað. Kannski verður Hvalfjörðurinn ið- andi af pallbílum! Sig. H. Góðir tónleikar Vallargerðisbræðra MÉR hefur fundist vanta í blaðið um- fjöllun um Vallargerðisbræður sem sungu í Salnum í Kópavogi 5. apríl sl. við afskaplega mikla hrifningu sam- komugesta. Stjórnendur voru Þór- unn Björnsdóttir og Martin Hunger Friðriksson. Mig langar að vekja at- hygli á þessu því þetta var svo skemmtileg samkoma. Ég vil koma á framfæri þökkum frá mér og minni konu fyrir afskaplega skemmtilega stund. Ef þessir drengir eiga ekki framtíðina fyrir sér í þessum söngstíl þá veit ég ekki hverjir. Minna mann á MA-kvartettinn á Akureyri sem var og hét í þá daga. Sæmundur Þorsteinsson. Lyklakippa týndist íKópavogi BRÚN leðurlyklakippa týndist í eða við Listasafn Kópavogs sl. sunnudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 3226. Borvél týndist HITACHI bor-él í tösku týndist 13. apríl á leiðinni frá Olís Gullinbrú upp á Krókháls. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 898 2889. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir KIRSTI Huttunen heldur píanó- tónleika í Norræna húsinu á mánu- daginn kl. 20. Á efnisskrá eru „Pílagrímsárin“ eftir Franz Liszt. Kirsti Huttunen hlaut 1. verð- laun í Maj Lind píanókeppninni í Finnlandi árið 1979. Hún nam pí- anóleik hjá próf. Edward Auer ár- in 1979–81 í Los Angeles og í Kaupmannahöfn hjá prof. Stan- islav Knor 1981–82 og lauk einleik- araprófi frá Sibelius-akademíunni 1986 þar sem aðalkennari hennar var prof. Eero Heinonen árin 1982–86. Framhaldsnám stundaði hún við Tsjaíkovskí-tónlist- arháskólann í Moskvu hjá prof. Dmitri Bashkirov 1988–90. Þá hef- ur hún tekið þátt í námskeiðum hjá nokkrum þekktum píanóleik- urum eins og Bellu Davidovitch, Aleksei Lybimov og György Sebök. Kirsti Huttunen hefur komið fram sem einleikari með öllum helstu sinfóníuhljómsveitum Finn- lands svo sem Útvarpshljómsveit- inni undir stjórn Okku Kamu o.fl. Sem píanóleikari hefur hún sér- hæft sig í verkum Franz Liszt, en hún hefur leikið „Pílagrímsárin“ í heild sinni og hin trúarlegu verk Liszts í Sibelius-akademíunni og vinnur nú að doktorsritgerð um verk Franz Liszt. Aðgangur er ókeypis. Liszt í Norræna húsinu 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. g3 c6 4. Rf3 e4 5. Rd4 Db6 6. Rb3 d5 7. cxd5 cxd5 8. d3 Rc6 9. Bg2 exd3 10. Be3 Da6 11. exd3 Bg4 12. Dd2 Hd8 13. 0–0 Be7 14. Rc5 Db6 15. Rd7 Da5 16. Rxf6+ Bxf6 17. Bg5 Bxc3 18. Hfe1+ Kf8 19. bxc3 f6 20. Df4 Bh5 Staðan kom upp á meistaramóti Danmerkur sem lauk fyrir skömmu í Køge. Curt Hansen (2.633) hafði hvítt gegn Jacob Aagaard (2.449). 21. Bxf6! gxf6 22. Dh6+ Kg8 23. Dxh5 Re5 24. Df5 Kg7 25. Hxe5! fxe5 26. Dxe5+ Kf7 27. c4 og svartur gafst upp enda erfitt að vera mörgum peðum undir eftir t.d. 27. … Hhe8 28. Bxd5+ Hxd5 29. Dxd5+ Dxd5 30. cxd5. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. SÖNGNEMENDUR Nýja söng- skólans Hjartansmál flytja óperuna Cosi fan tutte eða Skóli elskend- anna eftir Wolfgang Amadeus Moz- art í styttri gerð á næstu dögum. Þetta er ópera í 2 þáttum sem eins og nafnið gefur til kynna fjallar um elskendur og reynslu þeirra á gam- ansaman hátt. Óperan var fyrst sýnd í Vín 1. maí 1786. Textann samdi Lorenzo da Ponte sem einnig samdi textann við Brúðkaup Fíg- arós. Leikstjóri og tónlistarstjóri er Guðbjörn Guðbjörnsson. Píanóleik- ari er Raúl Jiménez. Flytjendur eru: Anna Klara Georgsdóttir, Katla Jörundsdóttir, Dagrún Leifs- dóttir, Auður Kristinsdóttir, Þóra Dögg Jónsdóttir, Vilborg Helga- dóttir, Herdís Álfsdóttir, Sæberg Sigurðsson, Páll Líndal, Elmar Þór Gilbertsson, Sævar Kristinsson, Árni S. Björnsson auk fleiri nemenda skólans. Sýningar verða í dag, sunnudag, mánudaginn 18. og fimmtudaginn 21. apríl í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð og hefjast þær kl 20.00 alla dagana. Hjartansmál flytur Cosi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.