Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 56

Morgunblaðið - 17.04.2005, Page 56
56 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ástarævintýri, íþróttir, listræn við- fangsefni og skemmtanir með börnum eru viðeigandi í dag. Hrútinn langar til þess að ganga í barndóm. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið beinir sjónum nautsins að heim- ili, fjölskyldu og málefnum þeim tengd- um. Talaðu við fjölskyldumeðlimi, taktu til á heimilinu og bættu skipulag þitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Notaðu daginn í dag fyrir verslun og viðskipti og stuttar ferðir. Þig langar til þess að spjalla við gesti og gangandi. Þú vilt vita hvað er efst á baugi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu daginn til þess að fara í búðir. Það sem þú kaupir mun ekki bara veita þér gleði, heldur reynast góð fjárfesting. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í þínu merki núna, kæra ljón. Láttu ljós þitt skína. Þú þráir bæði skemmtanir og athygli. Hvernig væri að taka upp símann og liðka málbeinið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjunni gengur best í einrúmi í dag, allur tími sem hún á með sjálfri sér verður henni til ánægju og yndisauka. Það er í lagi að draga sig stundum í hlé. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Staða tunglsins ýtir undir vináttu í lífi vogarinnar. Leggðu þig sérstaklega fram í samræðum við aðra. Hringdu í vin, skrepptu á kaffihús, blandaðu geði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugsanlegt er að eitthvað sem sporð- drekinn gerir í dag veki á honum sér- staka athygli. Hafðu það í huga og vertu í þínu besta pússi til vonar og vara. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn finnur sig knúinn til þess að gera eitthvað óvenjulegt í dag. Eirð- arleysi gerir vart við sig innra með hon- um. Vertu úti undir beru lofti ef hægt er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hnýttu lausa enda í tengslum við skatta, skuldir, sameiginlegar eignir og erfða- mál. Smáa letrið er vissulega þreytandi, en óráðlegt að lesa það ekki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er beint á móti vatnsberanum núna og ljær samtölum við maka og nána vini aukið mikilvægi. Þú vilt vita hvað aðrir hugsa og segja þeim hug þinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Taktu frá tíma í dag til þess að taka til. Þig langar að ná tökum á hlutunum og bæta skipulag þitt. Þú hefur ekki séð gólfið á fataskápnum þínum í háa herr- ans tíð. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú ert einstaklega ábyrgðarfull og vilja- sterk manneskja. Þú veist hvað þú vilt og berð þig eftir því. Ekkert fær þér aftrað, enda ertu knúin áfram af innri sannfær- ingu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Grand Rokk | Síðasta djassaða hvíld- ardagskvöldið í vetur á efri hæð. Sýningar hefjast stundvíslega kl. 20, aðgangur ókeypis. Hafnarborg | Óperu- og Vínartónleikar Óp- erukórs Hafnarfjarðar kl. 20. stjórnandi er Elín Ósk Óskarsdóttir. Listasafn Reykjanesbæjar | Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja. Stjórnandi Dagný Þórunn Jónsdóttir, píanóleikari Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Á efnisskránni er söng- leikjatónlist, dægurlög, þjóðlög og ítölsk óperutónlist. Einsöngvari er Sigurbjörg Hjálmarsdóttir. Samkomuhús Akureyrar | Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Fjölskyldu- tónleikar kl. 16. Listasýning Ráðhús Reykjavíkur | Dropar af regni – Amnesty International á Íslandi í 30 ár. Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson. Café Karólína | Baldvin Ringsted. Energia | Ólöf Björg. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Anna Hallin Hugarfóstur, kort af samtali. Gallerí Dvergur | Baldur Bragason. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson. Gallerí Gyllinhæð | 17% Gullinsnið kl. 14– 17. Sýnendur eru Árni Þór Árnason, Maríó Múskat og Sindri Már Sigfússon. Gallerí i8 | Hrafnkell Sigurðsson. Gallerí Sævars Karls | Regína Loftsdóttir. Gallerí Terpentine | Halldór Ásgeirsson. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir norrænna myndarlistarmanna. Sigurður Þorleifsson silfurlistamaður. Saltfisksetur Íslands | Fríða Rögnvaldsd. Yzt – gallerí og listverslun | Vatnsheimar – verk Mireyu Samper. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ricc- ione – ljósmyndir úr fórum Man- fronibræðra. Þrastarlundur, Grímsnesi | Sveinn Sig- urjónsson sýnir olíumálverk. Dans Klink og Bank | Danshöfundasmiðja Ís- lenska dansflokksins í samstarfi við Klink og Bank sýnir Játningar Minnisleysingjans eftir Jóhann Frey Björgvinsson kl. 17. Mannfagnaður Ólsaragleði | Ólsaragleði verður haldin laugardaginn 23. apríl í Gullhömrum, Graf- arholti. Dagskrá hefst kl. 20 með borð- haldi, ræðumaður, skemmtiatriði og Klaka- bandið leikur fyrir dansi. Miðaverð er kr. 4.800 og er hægt að kaupa miða til 17. apríl. Miðasala og nánari upplýsingar: Nína s. 691 1771, Sjöfn s. 897 1411, Þórheiður s. 820 4468. Réttó | Þeir sem fæddir eru 1953 og voru í Breiðagerðis- eða Réttarholtsskóla, ætla að hittast í tilefni þess að í vor eru 35 ár frá því árgangur 1953 kvaddi Réttó. Nánari upplýsingar og skráning á netfangið edda- @simnet.is eða í síma: Addý. s. 5530653, Gústi s. 8983950, Edda s. 848-3890. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10 – 17. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn- @gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til– menning og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í vesturheimi 1955 ljós- myndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Manfroni bræðra. Opið kl 11–17. Skemmtanir Café Victor | DJ Jón Gestur spilar dans og RnB tónlist að hætti hússins. Fundir AA-samtökin | Uppkomin börn, aðstand- endur og alkóhólistar halda 12 spora fundi öll mánudagskvöld frá kl. 20–21.30 að Tjarnargötu 20 Rvík. Verið velkomin. Eineltissamtökin | Eineltissamtökin eru með fundi alla þriðjudaga kl. 20–21, í húsi Geðhjálpar Túngötu 7. Flugvirkjasalurinn | Kvenfélagið Keðjan heldur fund í Flugvirkjasalnum Borgartúni 22, 18. apríl kl. 20. Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna verður með „Opið hús“ í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, 19. apríl kl. 20. Snarrót | Á fundi MFÍK, Menningar og frið- arsamtakanna, 19. apríl kl. 18.30, munu Guðrún Ögmundsdóttir, Svala Norðdahl og Þuríður Bachmann segja frá för sinni til Palestínu. Spoex Samtök psoriasis- og ex- emsjúklinga | Aðalfundur SPOEX verður haldinn 27. apríl kl. 20, á Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38. Auk venjulegra aðal- fundastarfa fjallar Ragnheiður Alfreðs- dóttir hjúkrunardeildarstjóri um: Bláa Lón- ið – Ný húðlækningastöð. Einnig verður fjallað um breytingar á húsnæði félagsins. Fyrirlestrar Verkfræðideild Háskóla Íslands | Meist- arafyrirlestur í verkfræði verður 18. apríl kl. 13. Purevsuren Dorj heldur fyrirlestur á ensku um verkefni sitt til meistaraprófs í verkfræði. Fyrirlesturinn verður í stofu 102 í Lögbergi. Námskeið Alþjóðahúsið | Amal Tamimi fé- lagsfræðingur frá Palestínu, heldur nám- skeið um konur og Islam, 18. og 20. apríl kl. 20–22 báða dagana. Hvaða áhrif hefur Islam á líf kvenna í löndum múslima? Hvað segir Kóraninn og hver er raunveruleikinn? Verð er 5.000 kr. og skráning í síma 5309300 og á amal@ahus.is. www.ljosmyndari.is | 3ja daga námskeið (12 klst) fyrir stafrænar myndavélar, 18., 20. og 21. apríl og 25., 27. og 28. apríl kl. 18 – 22, alla dagana. Verð kr. 14.900. Fyrir byrjendur og lengra komna. Skráning á www.ljosmyndari.is eða síma 898–3911. Einnig er boðið upp á námskeið í fjarnámi. Þar fá nemendur eigin vefsíðu og eru í tengslum við sinn leiðbeinanda í gegnum tölvupóst. (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmannahöfn og Hafnarborg, hefur Jo- hannes Larsen safnið sett saman stóra sýningu um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Jóhannes Dagsson – „Endurheimt Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum 1. hæð. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal. Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930- 1945. Rúrí Archive Endangered waters. Leiðsögn um sýningarnar kl. 15 í dag. Næstsíðasta sýningarhelgi. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Markmið XI. Hörður Ágústsson. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Menntagátt | Menntagátt opnaði í febrúar myndasafn á vefnum menntagatt.is/ gallery. Þar hafa allir grunnskólanemendur haft tækifæri til að senda inn myndir til birtingar. Skilyrði er að myndirnar sýni á einhvern hátt íslenskan vetur. Hægt er að senda inn myndir fram til 18. apríl. Norræna húsið | Farfuglarnir, sýning sex 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 blautur inn að skinni, 8 pyngju, 9 hitann, 10 skartgripur, 11 nauta, 13 áann, 15 karldýr, 18 eitthvað smávegis, 21 hreinn, 22 látni, 23 verk- færið, 24 skipshlið. Lóðrétt | 2 lýkur, 3 níska, 4 þreifa fyrir sér, 5 bolflík, 6 viðbót, 7 sæla, 12 lát- bragð,14 spor, 15 fnykur, 16 sjúkdómur, 17 stíf, 18 alda, 19 saurnum, 20 fugl- inn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt |1 áheit, 4 sópur, 7 önduð, 8 rollu, 9 arg, 11 nýra, 13 rita, 14 feyra, 15 vagl, 17 krám, 20 eir, 22 liðug, 23 ungar, 24 norpa, 25 launi. Lóðrétt | 1 áhöfn, 2 eldur, 3 taða, 4 sorg, 5 polli, 6 rausa, 10 reyfi, 12 afl, 13 rak, 15 valan, 16 góðir, 18 ruggu, 19 myrti, 20 egna, 21 rugl. Skref í átt til hamingju“ er yfirskrift nám-skeiðs sem búddanunnan Kelsang Ny-ingpo heldur í Reykjavík dagana 25. apr-íl og 2., 9. og 16. maí, kl. 20–21.30, og fer fram í stofu 204 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Þar verða kynntar hugmyndir búddisma um hvernig þróa megi með sér afslappaðri afstöðu til lífsins og þeirra erfiðleika sem kunna að steðja að. Einn- ig verða skoðaðar leiðir til að bæta persónuleg sambönd, svo sem við maka, fjölskyldumeðlimi og vinnufélaga. Nyingpo segir að námskeiðið sé óformlegt og afslappað, að fólki gefist tækifæri til að spjalla og spyrja spurninga, auk þess sem því verði leið- beint varðandi hugleiðslu. Hún tekur fram að námskeiðið sé öllum opið og að fólk þurfi ekki að vera búddistar til að taka þátt í því. Flestir sem sæki slík námskeið sé fólk sem vilji einfaldlega læra undirstöðuatriði í hugleiðslu og bæta lífs- gæði sín. Á hvern hátt geta hugleiðsla og búddismi bætt líf fólks? „Í hugleiðslu er unnið með hugann á djúpu plani. Samkvæmt búddisma er innri ró frum- forsenda lífshamingju. Sé þessi ró ekki til staðar þá upplifum við ekki hamingju, jafnvel þótt við búum við mjög góðar ytri aðstæður. Höfum við á hinn bóginn öðlast innri ró þá erum við ham- ingjusöm, burtséð frá því hvar við erum, með hverjum og hvað við erum að gera. Neikvæðar hugsanir, svo sem reiði, pirringur, afbrýðisemi og streita, eyðileggja hugarró manns. Ef við erum ánægð en verðum auðveldlega pirruð, þá erum við ekki hamingjusöm. En með því að læra að bregðast við á jákvæðari hátt, tekst okkur smám saman að takast á við fleiri af erfiðleikum lífsins. Hugleiðsla, samkvæmt búddisma, kennir margar ólíkar aðferðir við að breyta viðbrögðum huga manns við hverju því sem kemur upp á í lífinu.“ Er hugleiðsla eitthvað sem á við alla? „Allir geta stundað hugleiðslu. Samkvæmt minni reynslu í gegnum árin er enginn ákveðinn hópur sem hugleiðir fremur en annar. Ég hef séð fólk á öllum aldri og með alls konar ólíkan bak- grunn hafa gagn af hugleiðslu. Ég tel að hug- leiðsla henti vel vestrænum nútímalifnaðarhátt- um og vegna hraðans og streitunnar þá þurfum við greinilega að stunda hugleiðslu. Það þarf ekki að breyta lífsstíl sínum til að hugleiða, það er auð- velt að fella hugleiðslu samkvæmt búddisma inn í hvaða dagskrá sem er. Til dæmis er hægt að beita aðferðum búddismans á dagleg viðfangsefni og öðlast þar með meiri hugarró. Hugleiðsla er þó engin skyndilausn við daglegum vandamálum, en með því að beita hugleiðsluaðferðum sjáum við svo sannarlega góðan árangur með tímanum.“ Hugleiðslunámskeið | Skref í átt til hamingju Innri ró er forsenda hamingju  Kelsang Nyingpo er fædd árið 1972 á Eng- landi. Hún er landfræð- ingur að mennt, lærði í Sussex-háskóla í Brighton. Þegar hún bjó þar byrjaði hún að stunda hugleiðslu og hóf nám við búdd- istaháskóla í Brighton. Nyingpo tók vígslu sem búddanunna árið 1996 og hefur unnið sjálfboðastörf fyrir ýmis búdd- istasamtök síðan. Nú tekur hún þátt í und- irbúningi við að koma á fót búddistamið- stöðvum í nokkrum Evrópulöndum. Þegar hún dvelur á Íslandi heldur hún hugleiðsl- unámskeið. Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.