Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 58

Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hátíðir | Fjölbreytt Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju haldin í níunda skipti Sameinum kraftana og fáum góða gesti Kammerkór Biskupstungna ásamt Hilmari Erni Agnarssyni og ónefndum hundi úr sveitinni. KIRKJULISTAVIKA í Akureyrarkirkju, sú níunda, hefst í dag, sunnudaginn 17. apríl með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11, sem jafnframt er lokahátíð sunnudagaskólans í vetur. Síðan rekur hver viðburðurinn annan þar til hátíð- inni lýkur um næstu helgi með hátíðartón- leikum og æðruleysismessu. Formleg setning hátíðarinnar verður í Safn- aðarheimili kirkjunnar að lokinni messunni í dag og í framhaldi þess verður opnuð sýning Hrefnu Harðardóttur listakonu, sem hún nefn- ir Leirplötur, í kapellu kirkjunnar. „Síðdegis verður skemmtilegt verkefni þeg- ar Stúlknakór Akureyrarkirkju og Kamm- erkór Biskupstungna flytja Gloríu eftir Vi- valdi. Stúlknakórinn fór í æfingabúðir í Skálholt í vetur og nú koma hinir krakkarnir hingað norður; það hafa skapast skemmtileg tengsl á milli þessara hópa,“ segir Björn Stein- ar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju og listrænn stjórnandi hátíðarinnar – en hann leikur einmitt undir á þessum tónleikum. Í vikunni verða hefðbundnir liðir í safn- aðarstarfi kirkjunnar, þó með svolitlum hátíð- arbrag, að sögn Björns Steinars. Mömmumorgunn svokallaður er á milli 10 og 12 á miðvikudaginn í Safnaðarheimilinu þar sem Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, spjallar um starfsemi og námskeiðshald fyrir börn og ungt fólk. Kyrrðar- og bænastund verður í kirkjunni kl. 12 á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, og opið hús fyrir aldraða kl. 15 sama dag en þá verður farið í vorferð til Dalvíkur. Á miðvikudagskvöldið kl. 20.30 verður hljómsveitin Luther með tónleika í Safn- aðarheimilinu. Hljómsveitina skipa Björn Thoroddsen, Stefán S. Stefánsson, Jón Rafns- son og Benedikt Brynleifsson – og leika verk af plötunni Luther, sem kom út fyrir jólin. „Þeir eru þarna að vinna með sálmaarf Lúth- ers,“ segir Björn Steinar, en Marteinn Lúther var uppi undir lok fimmtándu aldar og fram á miðja þá sextándu; fæddur 1483 og dó 1546. Aftansöngur verður í kirkjunni kl. 18 á föstudaginn, en Vesper, eins og aftansöng- urinn er gjarnan nefndur, „er ein hinna klass- ísku tíðagjörða og er sunginn um miðjan aftan, klukkan sex. Þá reglu að syngja tíðir á þriggja stunda fresti allan sólarhringinn má rekja til heilags Benedikts frá Núrsíu sem uppi var á 6. öld. Þessar bænastundir varðveitast nú aðeins hjá okkur í aftansöng á aðfangadegi jóla og gamlársdegi. Vesper hefur verið fastur liður í Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju frá upp- hafi,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. Fermingarmessa verður í Akureyrarkirkju kl. 10.30 á laugardaginn og mikið verður um dýrðir að sögn Björns Steinars á lokadegi há- tíðarinnar, sunnudaginn 24. apríl. Kantötuguðsþjónusta hefst kl. 11 þar sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, predikar og sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir þjóna fyrir altari. Í messunni verða fluttir þættir úr kant- ötunni „Es ist euch gut, dass ich hingehe“ eftir Johannes Sebastian Bach, fyrir kór, einsöngv- ara og kammersveit. Kantata þessi er saman fyrir þennan sunnudag, fjórða sunnudag eftir páska, að sögn Björns Steinars Kór Akureyrarkirkju syngur en kamm- ersveitina skipa Marcin Lazarz, Tiina Kuus- mik, Maria Podhajska, Gunnar Þorgeirsson og Ülle Hahndorf. Björn Steinar leikur á orgel og einsöngvarar eru Sigríður Aðalsteinsdóttir og Michael Jón Clarke. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. „Á hátíðartónleikunum kl. 16 þennan síðasta dag hátíðarinnar verður glæsileg efnisskrá en auk þess að vera hluti Kirkjulistaviku er Kór Akureyrarkirkju í raun að fagna 60 ára afmæli með þessum tónleikum,“ segir Björn Steinar ennfremur. Á efnisskránni verða verk eftir frönsku tón- skáldin og orgelleikarana Charles-Marie Widor og Maurice Duruflé – aðalverkið eftir þann fyrrnefnda, fyrir blandaðan kór, karla- kór og tvö orgel. Kór Akureyrarkirkju og Kammerkór Norðurlands syngja og Voces Thules syngja hlut karlakórsins. Hörður Áskelsson, organisti við Hallgríms- kirkju í Reykjavík, verður gestastjórnandi á tónleikunum. „Það er okkur mikill heiður að Hörður, sonur Akureyrar, skuli vera gesta- stjórnandi. Við erum mjög ánægð með sam- starfið við hann,“ segir Björn Steinar, en því má bæta við að verkið verður aftur flutt þann 1. maí, í Hallgrímskirkju. Kirkjulistaviku lýkur svo sunnudagskvöldið 24. apríl með æðruleysismessu í Akureyr- arkirkju kl. 20.30. „Séra Jóna Lísa Þorsteins- dóttir er frumkvöðull að æðruleysismessunni, sem hefur fest sig í sessi hér í kirkjunni,“ segir Björn Steinar, en síðustu fimm ár hefur eitt sunnudagskvöld í mánuði yfir vetrarmánuðina verið helgað slíkri messu. „Heiti sitt draga þær af æðruleysisbæninni, sem margir þekkja. Þessar messur einkennast af einföldu formi, miklum almennum söng, bænagjörð og þátt- töku fólks sem hefur kynnst 12 spora leiðinni eða langar að kynnast henni. Andrúmsloftið er hlýlegt og einkennist af samkennd og ein- lægni. Æðruleysismessur eru öllum opnar og allir eru velkomnir sem hafa löngun til að kynna sér tengsl kristinnar trúar og sporanna tólf og læra að nota þau í eigin lífi,“ segir í til- kynningu frá hátíðinni. Björn Steinar segir að kirkjulistavikan í Ak- ureyrarkirkju hafi vaxið mjög að umfangi í gegnum árin. Hún er haldin annað hvert ár, þannig að næst – eftir tvö ár – verður haldið upp á 20 ára afmæli hennar með 10. hátíðinni. „Það er mjög gleðilegt hve allir eru viljugir til þess að taka þátt í hátíðinni. Hún er skipu- lögð með góðum fyrirvara og stóru menning- arstofnanirnar í bænum hafa allar komið mjög myndarlega að henni, einhvern tíma á þessu tímabili,“ segir Björn Steinar. Hann telur upp Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar, Amtsbókasafnið, Listasafnið á Ak- ureyri, Tónlistarskólann, Tónlistarfélagið og Minjasafnið á Akureyri. „Við erum að sameina kraftana í bænum og fáum líka alltaf góða gesti að til að taka þátt.“ Aðsókn hefur alltaf verið góð, segir Björn Steinar, en algjör metaðsókn var fyrir tveimur árum þegar Sálumessa Verdis, Requim, var flutt í Íþróttahöllinni. Þar komu fram auk Sin- fóníuhjómsveitar Norðurlands, Kórs Akureyr- arkirkju, Kórs Langholtskirkju og Kamm- erkórs Norðurlands einsöngvararnir Kristján Jóhannsson, Kristinn Sigmundsson, Björg Þórhallsdóttir og Annamaria Chiuri. Listvinafélag Akureyrarkirkju er ábyrgð- araðili hátíðarinnar „en bæði kirkjuleg yf- irvöld og yfirvöld menningarmála hafa stutt okkur vel,“ segir Björn Steinar Sólbergsson. Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning Ath: Miðaverð kr 1.500 HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 Aukasýningar SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Í kvöld kl 20, Fö 22/4 kl 20 Síðustu sýningar BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20, - UPPSELT, Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 20 - UPPSELT, Su 24/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 29/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 30/4 kl 20 - UPPSELT, Su 1/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 5/5 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Fáar sýningar eftir DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Fö 22/4 kl 20, Lau 23/4 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ - DANSLEIKHÚSIÐ fjögur tímabundin dansverk Fi 21/4 kl 19.09 - Frumsýning, Su 24/4 kl 19.09, Su 1/5 kl 19.09 Aðeins þessar 3 sýningar TERRORISMI e. Presnyakov bræður Mi 20/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20, Fi 5/5 kl 20 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Aðalæfing mi 20/4 kl 18 - UPPSELT, Frumsýning fi 21/4 kl 14 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 14, Su 24/4 kl 14, Su 1/5 kl 14, Su 1/5 kl 17 Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning Ath. Aðgangur ókeypis www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Pakkið á móti frumsýnt 15. Apríl Pakkið á móti Eftir Henry Adams Lau. 16.4 kl 20 2. kortas. UPPSELT Fim. 21.4 kl 20 3. kortas. UPPSELT Fös. 22.4 kl 20 4. kortas. UPPSELT Lau. 23.4 kl 20 5. kortas. UPPSELT Mið. 27.4 kl 20 Aukas. Nokkur sæti laus Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. Örfá sæti laus Lau. 30.4 kl 20 Örfá sæti laus GUÐRÚN Eva Mínervudóttir rithöfundur mun gefa næstu skáldsögu sína, Sirkus, út hjá Eddu – útgáfu undir merkjum Máls og menn- ingar. Guðrún Eva hefur fram að þessu gefið út bækur sínar hjá Bjarti en hefur nú ákveðið að ganga til liðs við Eddu – útgáfu. Guðrún Eva hefur sent frá sér 5 sagnaverk, smásagnasafnið Á með- an hann horfir á þig ertu María mey, og skáldsögurnar Ljúlí ljúlí, Fyrirlestur um hamingjuna, Al- búm og Sagan af sjóreknu píanó- unum. „Edda – útgáfa væntir mikils af samstarfinu við Guðrúnu Evu sem hefur með verkum sínum skipað sér í framvarðarsveit ungra ís- lenskra prósahöfunda,“ segir í frétt frá Eddu. Guðrún Eva til Eddu Guðrún Eva Mínervudóttir GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Með köldu blóði eftir Ian Rankin er komin út hjá Skruddu í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Aðalpersóna sögunnar er rann- sóknarlögreglumaðurinn Rebus sem þekktur er úr samnefndum sjón- varpsþáttum. „Þetta ætti að vera hin- um fjölmörgu aðdáendum Rankins hér á landi ánægjuefni. Bókin sem fengið hefur nafnið Með köldu blóði kom út á Bretlandseyjum í fyrra undir nafninu A Question of blood. Bókin kom út innbundin á íslensku fyrir síð- ustu jól og hlaut afbragðsviðtökur. Fyrir nokkrum árum var gerð sjón- varpssería upp úr nokkrum bóka hans með skoska leikaranum John Hannah í hlutverki Rebusar. Var hún m.a. sýnd í íslenska sjónvarpinu við miklar vinsældir. Ian Rankin hefur fyr- ir löngu fest sig í sessi sem einn helsti spennusagnahöfundur Breta og er um þessar mundir á hátindi fer- ils síns,“ segir í kynningu útgefanda. Tveir unglingar eru myrtir í skól- anum og morðinginn, uppgjafar- hermaður og einfari, fremur síðan sjálfsmorð. Í sjálfu sér er ekkert leyndardómsfullt við þetta ... nema ástæðan, að áliti lögreglunnar. Spenna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.