Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 59 MENNING Green tea extract Orka og vellíðan H á g æ ð a fra m le ið sla Góð heilsa - Gulli betri -fyrir útlitið Hver þátttakandi hefur 10 mínútur til ráðstöfunar og getur nýtt þann tíma að eigin vild (leikur, söngur, dans). Í Þjóðleikhúsinu þri. 26/4 kl. 16:15 og mið. 27/4 kl. 16:15 Áhugasamir geta skráð sig með því að senda tölvupóst á hlin@leikhusid.is eða með símtali í s. 585 1231. Taka þarf fram nafn, símanúmer og netfang. Nánari upplýsingar er að finna á www.leikhusid.is Áheyrnarpróf fyrir leikara Fögnum sumri með Össuri Á fimmtudaginn gengur sumarið í garð og þá bjóða stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar til sumarfagnaðar í Starfsstöð Össurar, Ármúla 40, klukkan þrjú. Sumarkaffi, grillbíllinn mætir, tónlistarmenn og skemmtikraftar leika listir sínar. Verið velkomin og takið fjölskylduna með. Dagskráin nánar auglýst á heimasíðu stuðningsmanna Össurar, www.formadurinn.is! Á réttri leið 517 6705 Sími stuðningsmanna KVENNAKÓR Kópavogs heldur tónleika á mánudag kl 20:00 í Hjalla- kirkju. Efnisskráin er fjölbreytt, svo sem þjóðlög frá ýmsum löndum, negrasálmar, lög eftir Lennon og McCartney og fleira. Stjórnendur og undirleikarar eru Natalía Chow Hewlett og Julian Hewlett. Síðan er kórinn að fara í sína fyrstu tónleikaferð út fyrir land- steinana til vinabæjar Kópavogs, Klakksvíkur í Færeyjum. Morgunblaðið/Sverrir Kvennasöngur í Hjallakirkju ÍSLENZKA sönglagið, sú sælukta sérgrein á heimsvísu þökk sé tak- markaðri útbreiðslu tungunnar, var í hásæti á Tíbrártónleikum í Salnum á þriðjudag. Aðsóknin var vel fyrir ofan 60-160 manna meðallag flestra kammertónleika eða um 200, enda lætur söngáhugi landans sjaldan að sér hæða – þó varla hafi áður kvisazt út að slegið yrði á óvenjulétta strengi undir lokin. Kom grínið því frekar sem óvæntur bónus. Prógrammið var viðamikið, heil 30 lög auk aukalaga. Sviðsljósinu var hnífjafnt skipt á milli söngvaranna, er gengu hvor stöðugt inn og út. En sé raðað eftir hvorum raddflytjanda og hverjum höfundi fyrir sig, söng Eyj- ólfur Eyjólfsson fyrir hlé eftir Emil Thoroddsen Í fögrum dal og Wiegen- lied (6), eftir Þórarin Guðmundsson Kveðju (3) og Vögguvísu Jóns Leifs. Eyjólfur náði allgóðu flæði í hend- ingamótun og bar að þrótti af í 3, og úthaldi í 6 – þó að inntónun hefði mátt vera aðeins hreinni á kafla. Hallveig Rúnarsdóttir söng í fyrri hluta eftir Jórunni Viðar Únglíng- urinn í skóginum (4) – nú auðkennt „I“, því síðbúið framhaldið, Únglíng- urinn í skóginum II, frumfluttu þau Árni Heimir Ingólfsson næst á eftir. Var ekki að heyra nein ellimörk á spræku dadaíska ungmenni Jór- unnar og Laxness eftir hálfrar aldar hlé. Jórunn átti líka hið öllu tónteygð- ara Im Kahn, þar sem söngkonan m.a. reyndi textans vegna við slétt- söng með eftirtektarverðum árangri. Loks söng Hallveig þroskaárameistaraverk Páls Ísólfs- sonar, hina sex Söngva úr Ljóða- ljóðum, með stæltum glansi á hæstu nótum og í krefjandi stökkum síðustu laganna, þótt maður saknaði nokk- urrar breiddar í túlkun, og einkum hljómfyllingar á botnsviði. Yngri tónskáldin komust að í seinni hálfleik. Einsöngsnúmer Hallveigar eftir Tryggva M. Baldvinsson voru hið kyrrlátt einfalda Þú ein (17), og Piaf-kenndi Parísarvalsinn Véný séní (24), Hvar ertu? og Stólar úr Heims- kringlu-flokki hans við samnefnd ljóð Þórarins Eldjárn, er Tryggvi á raun- ar skilda öfundarhnútu fyrir að tón- setja engu óhnyttilegar en ljóðskáldið orti. Einnig söng hún Það kom söng- fugl að sunnan (19) Atla Heimis Sveinssonar. Tókust bezt 17 og 24. Eyjólfur söng eftir feðgana Ragn- ar H. Ragnar og Hjálmar H. Ragn- arsson Hjarðmeyna (15) og Hjá fljótinu (16), Krotað í sand (18) Atla Heimis og Heimskringlulögin Öfug- meginframúrstefnu, Heimskringlu (25), Völuspá (27) og Fingurbjörg. Fallegt pastorale-legató var yfir 15, og 16 var líðandi lýrískt með tærum lokavókalísum, þó eitthvað virtist vanta í 18. Hins vegar var víða gaman að kómískum tilþrifum hans í Heims- kringluflokknum, mest að sýndar- ábúðinni í 27. Þau Hallveig frumsungu nýjan þriggja laga örflokk eftir systur söng- konunnar, Hildigunni Rúnarsdóttur, Vísur fyrir vonda krakka við ljóð Davíðs Þórs Jónssonar. Var þar, líkt og síðast í Eldjárnslögunum, glettnin í algleymingi. Áheyrendur tóku þess- um gamansmáperlum afar vel, þó að píanistinn væri örlítið stífur á sveifl- unni í gospel-merseybíti síðasta lags- ins (líkt og í „vampi“ 25). Í þessum lokahluta tónleikanna kórónaðist sviðskersknin með kostulegu tangó- atriði Vonds og góðs (30) er sannaði að Vengerov hafði ekki nýsótt okkur heim til einskis, enda verðskulduðu ástríðufull argversk atlot söngvar- anna fyllilega hlátrasköll áheyrenda. Hér sem fyrr dró nákvæmur píanóundirleikur Árna Heimis vel fram stílrænu sérkenni laganna í full- komnu jafnvægi, og var áslátturinn oft leiftrandi vakur, t.d. í kvakandi trillurunum 19. Ástríðufull atlot TÓNLIST Salurinn Íslensk sönglög eftir Pál Ísólfsson, Jón Leifs, Jórunni Viðar (frumfl.), Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hildi- gunni Rúnarsdóttur (frumfl.), Tryggva M. Baldvinsson o. fl. Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Árni Heimir Ingólfsson píanó. Þriðjudaginn 12. apríl kl. 20. Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Hallveig Rúnarsdóttir Eyjólfur Eyjólfsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.