Morgunblaðið - 17.04.2005, Side 60

Morgunblaðið - 17.04.2005, Side 60
60 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Íslandsbanki veitir á þessu ári sex félögum í Námsmannaþjónustu Íslandsbanka 200.000 kr. námsstyrk. Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um fyrir 10. maí nk. og þú gætir hlotið styrk. Sæktu um núna á isb.is/namsstyrkur Færð þú 200.000 kr. námsstyrk? Allar hreintrúarstefnur ítónlist bera feigðina íbrjósti sér því þar hlýturað koma að ekki verði gengið lengra í trúnni – þegar menn spila eins hratt og fræðilega er unnt, eða eins hátt og græj- urnar heimila, eða eins lágt og eyr- að greinir hvað á þá að gera, hvert á að stefna? Svo er því farið með harðkjarnann, hann hlaut að breyt- ast um það leyti sem menn voru komnir að endimörkum hörkunnar. Úr ýmsum áttum Ekki má þó skilja þessi orð svo að menn séu hættir að spila harð- kjarna, hann er sígildur, en flestir eru þó farnir að krydda hann og skreyta, breyta áherslum og áferð. Sumir leiddust út í emo-rokk, aðrir í átt að þungarokki og enn aðrir í eitthvað annað líkt og Hot Snakes sem einmitt er sprottin úr harð- kjarnanum með smá viðkomu í emo og liðsmenn sveitarinnar eru úr ýmsum áttum. Þeir Ric Froberg gítarleikari og John Reis söngvari léku á sínum tíma með harðkjarnasveitinni Pitchfork og síðan með Drive Like Jehu, en Reis söng líka með Rock- et From the Crypt undir dulnefn- inu Speedo, og trymbillinn Jason Kourkounis lék lengi með The Delta 72. Í Hot Snakes var enginn eiginlegur bassaleikari framan af í það minnsta, en þó lék með þeim félögum bassaleikarinn Gar Wood sem spilaði á gítar í Fishwife. Þar sem þeir félagar bjuggu hver í sinni borginni, Reis og Wood í San Diego, Froberg í New York og Kourkounis í Philadelphia, höfðu þeir þann háttinn á við laga- smíðar að Reis og Kourkounis sömdu lögin í snarpri vinnulotu í San Diego, yfirleitt á viku, og sendu síðan til Froberg til að semja sönglínur og texta og taka upp jafnharðan. Fyrsta breiðskífan, Automatic Midnight, kom út 2000 hjá þeirri ágætu útgáfu Sympathy for the Record Industry (White Stripes meðal annars). Á plötunni var æv- intýralegur hrærigrautur af hráu drífandi rokki sem spannaði allt frá tilraunanýbylgju í harðkjarna. Tveimur árum síðar kom Suicide Invoice, enn betri plata sem tekin var upp í bílskúr til að tryggja að hljómur á henni yrði hæfilega hrár. Suicide Invoice, sem Swami, út- gáfa Reis, gaf út vestan hafs, var enn betur tekið en plötunni á und- an, mun betri plata líka, og í kjöl- farið fór sveitin í sína fyrstu löngu tónleikaför. Ári síðar, 2003, var Reis kominn í tvær hljómsveitir til viðbótar við Hot Snakes, Rocket From the Crypt og The Sultans, aukinheldur sem hann rak Swami útgáfuna. Hann langaði þó til að gera meira með Hot Snakes og hafði samband við Froberger sem tók hugmynd- inni vel. Þeir hringdu í Kourkoun- is, en hann var ekki til í tuskið, hann var að taka upp breiðskífu með nýrri sveit sinni, Burning Brides, og ætlaði að halda sig við eina hljómsveit í einu. Á endanum hljóp í skarðið samstarfsmaður Reis í Rocket From the Crypt, Mario Rubalcaba, sem hefur líka spilað með Black Heart Process- ion, Clikitat Ikatowi og Sea Of Tombs, og þeir félagar byrjuðu að semja efni á nýja plötu. Nýjar pælingar og nýr taktur Með nýjum trommuleikara komu nýjar pælingar, nýr taktur, og tón- list sveitarinnar breyttist talsvert, meðal annars fyrir það að nú var bassaleikari nýttur í öllum lögum en ekki bara stöku sinnum. Breytt- an hljóm má þó lítillega einna helst skýra með því að platan var unnin af öllum liðsmönnum sveitarinnar, þ.e. í stað þess að menn voru að sýsla hver í sínu horni líkt og forð- um komu þeir saman í sömu borg- inni, sömdu, æfðu og tóku upp. Platan, Audit in Progress, kom svo út seint á síðasta ári, Swami gaf út vestan hafs og One Little Indian austan, og er besta plata sveitarinnar til þessa, þétt, kraft- mikil og ákveðin. Það bar svo til tíðinda að sveitin fór í heljarinnar ferðalag til að fylgja skífunni eftir, en annars hefur hún verið löt við tónleikahald undanfarin ár vegna anna þeirra félaga og hafði reynd- ar ekkert spilað opinberlega í tvö ár þegar platan kom út. Tónleikaferðin hófst í september og með því fyrsta sem sveitin gerði var að taka upp þrjú lög fyrir þann mæta útvarpsmann John Peel sem hafði fyrir sið að fá þær sveitir sem honum þóttu spennandi til að taka upp nokkur lög fyrir útvarpsþátt sinn. Sveitin hélt í hljóðver BBC í október sl. og tók þar upp fjögur lög, tvo af nýju plötunni og tvö af fyrstu plötunni, en áður en kom að útsendingu lést Peel, áður en tókst að spila lögin í útvarpi. Lögin koma svo út í næstu viku á fjög- urra laga stuttskífu. Tvö laganna eru af nýju plötunni en í öðrum búningi þó og hin tvö af fyrstu plötunni. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hæfilega hrátt Rokksveitin Hot Snakes er sprottin uppúr harð- kjarnasenunni með smá viðkomu í emo-rokkinu og hefur gefið út sína bestu plötu Audit in Progress. Ljósmynd/Chris Woo NAPOLEON DYNAMITE, nafnið hæfir innihaldinu, er ekki aðeins óvenjuleg skemmtun heldur ein ábatasamasta mynd allra tíma. Þessi óhefðbundna grínmynd í berang- ursstíl fyrstu mynda Jarmisch, kost- aði smáura en hefur þegar halað inn 50 milljónir dala, aðeins í seldum að- göngumiðum. Hún hitti beint í mark hjá hallærisgrínmyndaaðdáendum sem eru fjölmennir vestan hafs, en verra að spá í hvernig hún spjarar sig hérlendis. Titilpersónan (Heder), stendur ekki beinlínis undir nafni heldur er hann einkar ámátlegur mennta- skólanemi, sem tæpast getur klætt sig hjálparlaust. Hann er ásamt net- lúðanum Kip bróður sínum (Ruell), á framfæri ömmu þeirra, þegar hún slasast (í sandspyrnukeppni), tekur frændinn Rico (Gries), við umsjánni. Hann er manna síst til þess hæfur, borubrattur moðhaus og vafasam- asti fáráður þremenninganna. Fjölskyldusagan er betrumbætt með árekstrum Napoleons við skóla- syskinin og (óvart) árangursríkt hjálparstarf hans við að koma vini sínum í stjórn skólafélagsins. Að ógleymdum sameiginlegum vand- ræðum persónanna í kvennamálum, gróðavonum, tímavélum, lamadýr- um og ýmsu þar fram eftir götunum. Ótrúlegt en satt, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er rétt liðlega tvítugur, en Napoleon Dynamite úir og grúir af for- kostulegum uppátækjum, sem áhorfandinn annaðhvort skemmtir sér konunglega yfir eða leiðist. Uppákomur hinna bandarísku bakkabræðra eru vissulega mis- hnyttnar en þær eru skemmtilega á skjön við normið og umhverfið, ut- anveltu útnári í dreifbýli Idaho, vek- ur upp góðar minningar um betri myndir á borð við Stranger Than Paradise og Leningrad Cowboys Goes America. Þó frumlegur sé og fundvís á létt- ruglaða leikara á Hess langt í land að ná í skottið á Jarmusch og Kaur- ismäki, en hver veit, í það minnsta verður spennandi að fylgjast með hvernig unga háðfuglinum reiðir af á næstunni. Er hann einnar myndar maður eða er upprisinn nýr snillingur? Bakkabræður í Idaho KVIKMYNDIR Háskólabíó - IIFF Leikstjóri: Jared Hess. Aðalleikendur: Jon Heder, Jon Gries, Aaron Ruell, Efren Ramirez, Tina Majorino. 85 mín. Banda- ríkin. 2004. Napoleon Dynamite  Sæbjörn Valdimarsson Furðufuglinn Napoleon og félagar hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.