Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 63
    Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 3.40 Sýningartímar Sýnd kl. 8 b.i. 16 ára. HIDE AND SEEK Sýnd kl. 5 Hotel Rwanda Sýnd kl. 5.40 What the Bleep do we Know Sýnd kl. 3.30 Kinsey Sýnd kl. 3.40 Dear Frankie Sýnd kl. 6 Darknes Sýnd kl. 6 Mean Creek Sýnd kl. 3  S.V. MBL.  K&F X-FM Túlkun Bruno Ganz á Hitler er stórkostleg. Ein besta stríðsmynd allra tíma. Magnþrungið meistaraverk um síðustu dagana í lífi Hitlers séð með augum Traudl Junge sem var einkaritari Hitlers i i í í lí i i l l i i i i l   FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! Every family could use a little translation F R Á L E I K S T J Ó R A AS GOOD AS IT GETS S.K. DV Sýnd kl. 8 og 10.40 FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! i il ll j t lli f ! Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10  Sýnd kl.10.15 Sýnd kl. 10.15 Nýjasta mynd eins allra virtasti leikstjóri heims Pedro Almódavar sem hefur fengið lof gagnrýnenda og verðlaun um allan heim. „Sterkasta mynd Almódavar í tvo áratugi.“ (Village Voice). Í aðalhlutverki er latneska súperstjarnan Gabriel Garcia Bernal og Fele Martinez. HOUSE OF FLYING DAGGERS 553 2075 - BARA LÚXUS ☎ Sýnd kl. 2 og 4 m/ísl. taliSýnd kl. 2 og 4. m. ísl. tali Magnaður spennutryllir T H E INTERPRETER Forsetinn er í lífshættu og hún er sú eina sem getur fundið morðingjann JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! Heimsfrumsýnd á Íslandi Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Bi 16 ára T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R . A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA  B.B. Sjáðu Popptíví Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10 Sýnd kl. 2 og 4 Ísl. tal. Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir  M.J. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 Spurt og svarað með Adam Bhala Lough og Mark Webber. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 63 Prix Föroyar-keppnin í Fær-eyjum er hljómsveitakeppni íætt við Músíktilraunirnar ís- lensku sem haldin hefur verið á tveggja ára fresti allt frá árinu 1995 (ég skrifa „ö“ en ekki „ø“ þar sem fyrrnefndi stafurinn er færeyskur en sá síðarnefndi danskur. Þennan rithátt er farið er að taka upp í rík- ari mæli í eyjunum í seinni tíð). Úr- slitakvöld keppninnar fer fram næsta laugardag, hinn 23. apríl, í Norræna húsinu í Þórshöfn. Fyrir fimm árum hafði grein- arhöfundur ekki svo mikið sem leitt hugann að færeysku tónlistarlífi, fannst Færeyjar pínu hlægilegar. Stuttu síðar losnaði blessunarlega um þessa óafsakandi fordóma. Þungarokkssveitin færeyska Týr sló í gegn hérlendis með laginu „Orm- urin langi“ (skrifað með einu n-i) og í kjölfarið hrúguðust til landsins fær- eyskar hljómsveitir og listamenn, þar á meðal Eivör nokkur Páls- dóttir. Ég var svo heppinn að vera viðstaddur þegar Prix Föroyar 2003 fór fram, sat þá í dómnefnd, og þá opnuðust augu og eyru endanlega fyrir því að það er óvenjulega margt á seyði í tónlistarlífi þessa 45.000 manna samfélags, rétt eins og í þess- ari eyju sem er ögn norðar og býr yf- ir ögn meiri íbúafjölda. „Eldsál- unum“ færeysku er mikið í mun að halda tónlistarlífinu þar virku og kynna það fyrir öðrum þjóðum en færeyskt tónlistarlíf og listalíf al- mennt hóf að blómstra sem aldrei fyrr í kjölfar kreppunnar sem reið yfir eyjarnar árið 1992. Prix Föroy- ar er liður í þessari starfsemi.    Prix Föroyar hefur tekið nokkr-um stakkaskiptum frá því sem var. Í fyrra kepptu sex sveitir til úr- slita (og sigraði þá nýrokksveitin Gestir frá Götu) en í ár eru þær að- eins þrjár, Go Go Blues, Terji Ras- mussen Band og Eyðun Nolsøe og Showmenn. Athygli vekur að þessar sveitir eru allar skipaðar tónlist- armönnum sem eiga sumir hverjir áratuga reynslu að baki í tónlist- arbransanum. Ólíkt Músíktilraunum er ekki lögð áhersla að að veita ein- vörðungu ungu og upprennandi tón- listarfólki tækifæri, allir starfandi tónlistarmenn í eyjunum eru gjald- gengir til keppni. Undanúrslitin hafa farið fram víðsvegar um eyj- arnar. Upprunalega tóku 24 sveitir þátt en 32 sveitir sóttu um, sem verð- ur að teljast harla gott. Verðlaunin eru svo af ýmsum toga; hljóðverstímar, boð um að fá að spila á skandinavískum tónlist- arhátíðum og fleira. Í leiðinni verð- ur tekinn nettur „Færeysku tónlist- arverðlaunin“-vinkill og verðlaunað fyrir bestu plötuna, söngvarann, gít- arleikarann og svo frv. Úrslitakvöldið er kynnt sem Atl- antic Music Event og er um að ræða kvöld sem verður einslags blanda af áðurnefndri keppni og svo kynning- artónleikum í anda Iceland Air- waves. Ásamt þeim þremur sveitum sem komust áfram í Prix keppninni munu valinkunnar færeyskar sveitir og listamenn spila. Þeir eru Gestir, Kristleif Zachariasen, 200 (hresst pólitískt pönkband sem heimsótt hefur Ísland), Týr, Eivör, Högni Lis- berg (trommari Clickhaze, hljóm- sveit sem Eivör var í, og nú starfandi sólólistamaður), Makrel (tóku þátt í íslensku Músíktrilraununum árið 2002), Guðrun Sólja Jakobsen og Deja Vu (höfnuðu í öðru sæti á síð- asta Prix).    Fulltrúar frá ýmsum norrænummiðlum verða viðstaddir þenn- an viðburð, meðal annars héðan, og getur höfundur staðhæft að ekkert verður til sparað á þessu úr- slitakvöldi, sem sent verður beint út í þarlendu sjónvarpi og útvarpi. Einnig verður gefin út plata með upptökum frá kvöldinu. Það kom mér í opna skjöldu á síð- ustu keppni hversu vandað var til verka og þá er ég ekki að meina í einhverjum „litlu Færeyingarnir eru svo duglegir“-skilningi heldur var skipulagið slíkt að það tók fram mörgum af þeim viðburðum sem ég hef upplifað hérlendis. Rétt er að nefna fyrir áhugasama að Flugfélag Íslands flýgur til Fær- eyja mánudag, miðvikudag og föstu- dag. Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á www.prix.fo. Meira síðar... Prix Föroyar 2005 ’„Eldsálunum“ fær-eysku er mikið í mun að halda tónlistarlífinu þar virku og kynna það fyrir öðrum þjóðum en fær- eyskt tónlistarlíf og listalíf almennt hóf að blómstra sem aldrei fyrr í kjölfar krepp- unnar sem reið yfir eyj- arnar árið 1992.‘ AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Arnold Ludvig, bassaleikari Go Go Blues, sem er ein þeirra þriggja sveita sem keppa til úrslita. arnart@mbl.is HVAÐ sem öðru líður læðist oft að manni sá grunur að mannfólkið hætti alltof ungt að sækja afþrey- ingu í bernskuleikina. Einhver fram- taksamur náungi ætti að standa fyr- ir nýju alheimsátaki til styrktar líkama og sál sem mætti gjarnan heita eitthvað í ætt við „Stay Young and Play“. Í þeim samtökum væru þátttakendur, börn gamalmenni og allt þar á milli, ekkert að kljást við met eða markaskor heldur færu í Fallin spýtan, Eitt strik og sto, nú eða þá Útilegumannaleik. Haldið að það yrði ekki fjör? Þörfin eftir bernskuleikjunum kemur m.a. fram í þeim hlutverka- leikjum og annarri skyldri afþrey- ingu sem um er fjallað í Über Goober, dálítið skondinni heimild- armynd um aðdáendur dreka og dýflyssna, skrýmsla, galdrakarla og annarra slíkra fyrirbrigða og sjá draumana rætast í leikjunum. Af myndinni að dæma mæli ég eindregið með hollustu Fallin spýt- an, þetta er undarlegur selskapur sem virðist hverfa um of á vit leikja- óranna. Upp í hugann koma orð leik- arans Williams Shatner úr Star Trek -þáttunum og -myndunum. Hann var mættur á afar fjölmenna samkomu Trekkara og var heið- ursgesturinn beðinn að segja nokkur vel valin orð við söfnuðinn, sem allur var íklæddur gervum persónanna. Svarið var stutt og snaggarlegt: „Go, get a life!“ Ef þú átt þér drauma um dreka KVIKMYNDIR Háskólabíó - IIFF Leikstjóri: Steve Metze. Þáttakendur: Peter Adkison, E.Gary Gygax, John Ko- valic ofl. 85 mín. Bandarísk. 2004. Über Goobers  Sæbjörn Valdimarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.