Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT VLADÍMÍR Pútín Rússlandsfor- seti hét því í ræðu í Moskvu í gær að leggja sitt af mörkum til þess að heimsbyggðin stæði aldrei á ný frammi fyrir styrjöld og gilti þá einu hvort um væri að ræða raun- veruleg, vopnuð átök eða „kalt stríð“ ólíkra hugmyndakerfa. For- setinn lét þessi orð falla er þess var minnst að 60 ár eru liðin frá sigri bandamanna í heimsstyrjöld- inni síðari í Evrópu. Stjórnmála- leiðtogar frá 50 ríkjum tóku þátt í hátíðarhöldum í Moskvu í gær af þessu tilefni þ.á m. Halldór Ás- grímsson, forsætisráðherra Ís- lands. Pútín sagði heimsbyggðina nú um stundir standa frammi fyrir nýjum ógnum sem krefðust alþjóð- legrar samvinnu líkt og gerst hefði á árum síðari heimsstyrjaldarinn- ar. „Nú þegar við stöndum frammi fyrir raunverulegri hryðjuverkavá . . . megum við ekki svíkja minn- ingu þeirra sem á undan okkur eru gengnir,“ sagði forsetinn sem heyr sitt „hryðjuverkastríð“ við aðskiln- aðarsinna í Tétsníu og hefur fellt þau átök undir hið „hnattræna hryðjuverkastríð“ sem starfsbróðir hans í Bandaríkjunum lýsti yfir að hafið væri eftir árásina 11. sept- ember 2001. Ræðu sína flutti Pútín á Rauða torginu í Moskvu, rétt við grafhýsi Vladímírs Leníns þaðan sem leið- togar Sovétríkjanna fylgdust forð- um með gríðarmiklum hersýning- um og fjöldagöngum, sem hafðar voru til marks um styrk ríkisins og hugmyndafræðilega yfirburði kommúnismans. Viðstaddur í gær var m.a. George W. Bush forseti Bandaríkjanna og fylgdust leiðtog- arnir með er um 2.500 uppgjafa- hermönnum úr heimsstyrjöldinni síðari og Föðurlandsstríðinu mikla eins og Rússar nefna átökin er þeir sigruðust á innrásarsveitum Adolfs Hitlers var ekið í herflutn- ingabílum yfir torgið. Sergej Ív- anov varnarmálaráðherra leið um torgið í silfurlitaðri, opinni ZIL- bifreið og ávarpaði hermennina um þráðlausan hljóðnema: „Á 60 ára afmæli sigursins í Föðurlandsstríð- inu mikla færi ég ykkur hamingju- óskir,“ sagði hann. Þúsundir her- manna báru fána Rauða hersins um torgið, gömul hergöngulög voru leikin ásamt þjóðsöng Rúss- lands en yfir höfðum viðstaddra flugu herþotur og gáfu frá sér rauðan, ljósan og bláan reyk, liti fána Rússlands. Þurfti ekki boðskort á vígstöðvarnar Um 8.000 manns var boðið að fylgjast með hátíðarhöldunum á Rauða torginu en almenningi var haldið fjarri því af öryggisástæð- um. Öryggisgæsla hefur verið mjög ströng í Moskvu undanfarna daga vegna ótta við hryðjuverk. Nokkuð bar á óánægju gamalla hermanna sem ekki höfðu fengið boðskort og gátu ekki verið við- staddir hátíðarhöldin við múra Kremlar. „Ég særðist illa í orr- ustu, þegar ég barðist fyrir sov- éska föðurlandið. Á ég ekki rétt á að vera hérna?“ sagði Pjotr Kom- arov, 79 ára fyrrverandi hermaður sem ferðaðist til Moskvu frá Úkra- ínu í von um að fá að vera með í hátíðarhöldunum. Honum var neit- að því hann hafði ekki fengið op- inbert boðskort. „Ég þurfti ekki opinbert boðskort til að fara á víg- stöðvarnar,“ sagði hann. Þá hafa margir gagnrýnt yfirvöld fyrir að eyða miklum fjármunum í að bjóða tugum erlendra leiðtoga til athafn- arinnar í stað þess að gefa pen- ingana til fátækra uppgjafaher- manna. Einstök sátt Rússa og Þjóðverja Auk þess að ræða hryðjuverka- ógnina lagði Vladímir Pútín áherslu á friðarvilja Rússa og nauðsyn þess að heimsskipulag sem grundvallað væri á öryggi og réttlæti yrði varið. Sagði forsetinn að slíkt skipulag bæri að byggja á vilja þjóða sem einsett hefðu sér að stríð skyldi aldrei brjótast út á ný og gilti þá einu hvort þau átök væru „heit eða köld“ þ.e.a.s. raun- veruleg eða hugmyndafræðileg líkt og við átti um kalda stríðið. Pútín vék sérstaklega að þeim sáttum sem tekist hefðu með Rúss- um og Þjóðverjum. Sagði hann það eitt mesta afrek Evrópusögunnar á síðari tímum. Á þeim áratugum Hafnar átökum og „köl Pútín lagði áherslu á friðarvilja Rússa og ægilegar fórnir þjóðarinnar er hann minntist þess í gær að 60 ár eru liðin frá sigri bandamanna á nasistum Rússneskir hermenn klæddir einkennisbúningum frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar skunda yfir Rauða torgið. AP Vladímír Pútín Rússlandsforseti fylgist með hinum bandaríska starfs- bróður sínum er lagður var blómsveigur við minnismerki um óþekkta her- manninn við Kremlarmúr í gær. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is NÆSTU vikur geta orðið þær mik- ilvægustu á pólitískum ferli Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, en í Verkamannaflokknum eru uppi kröfur um, að hann axli ábyrgð á „ósigri“ flokksins í þingkosning- unum og segi af sér sem fyrst, jafn- vel ekki síðar en í haust. Það væri þó ekki Blair líkt að svara ekki fyrir sig enda eru hann og stuðnings- menn hans farnir að snúast til varn- ar. Breytingarnar, sem Blair gerði á stjórn sinni fyrir helgi voru ekki veigamiklar og sú helst, að Geoff Hoon varnarmálaráðherra var skipt út fyrir John Reid, sem fór með heilbrigðismálin í síðustu stjórn. Þá kom David Blunkett, fyrrverandi innanríkisráðherra, aftur inn og nú sem atvinnu- og eftirlaunaráðherra. Í gær, mánudag, ætlaði Blair að tilkynna frekari breytingar, einkum á aðstoðar- og lægra settum ráð- herraembættum, og var beðið eftir því með nokkrum spenningi þar sem það getur sagt ýmislegt um stefnu stjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Þá skiptir líka miklu hverja hann skipar, hvort það verða menn hon- um hollir eða Gordon Brown fjár- málaráðherra, líklegan eftirmann Blairs í forsætisráðuneytinu. Breska þingið kemur aftur saman á morgun en áður mun Blair flytja mikilvæga ræðu á fundi með þing- mönnum Verkamannaflokksins. Þar mun hann skýra frá megináherslum stjórnarinnar á þessu kjörtímabili og hugsanlega taka af skarið um sína eigin framtíð í embætti. „Hvenær fer hann?“ Nokkrir fyrrverandi ráðherrar, þar á meðal þeir Frank Dobson og Robin Cook, eru meðal þeirra, sem skorað hafa á Blair að draga sig í hlé og ekki á næstu árum, heldur á næstu mánuðum. Segja þeir eins og Clare Short, fyrrverandi þróunar- málaráðherra, að Blair eigi mesta sök á, að Verkamannaflokkurinn tapaði 47 þingsætum í kosningunum og sé nú eins og hvert annað lík í lestinni. „Saga stjórnarinnar mun nú snú- ast um þessa spurningu: „Hvenær fer hann?“ Það verður engin end- urnýjun, engin ný hugsun meðan henni er ósvarað. Stjórnin mun sýn- ast sjálfri sér sundurþykk og við munum tapa enn meir í sveit- arstjórnarkosningunum á næsta ári,“ sagði Short og bætti við, að því miður teldi hún, að Blair myndi reyna að halda út kjörtímabilið. John Austin, einn þingmanna Verkamannaflokksins, segist tilbú- inn til að bjóða sig fram sem leið- toga flokksins á flokksþinginu í haust ef Blair hafi þá ekki ákveðið hvenær hann ætli að draga sig í hlé. Ekki þó vegna þess, að hann búist við að ná kjöri, heldur til að þrýsta á aðra um að taka þátt í kjörinu. Reyna að breyta sögulegum sigri í ósigur Fleiri þingmenn hafa tekið í þennan sama streng en stuðnings- menn Blairs eru nú að taka við sér. Segja þeir, að gagnrýnendur for- sætisráðherrans láti eins og flokk- urinn hafi tapað kosningunum en ekki unnið mjög sögulegan sigur. Alan Johnson, orku- og iðn- aðarráðherra, benti á, að stjórnin hefði á bak við sig meirihluta, sem allir flokkar myndu gera sig ánægða með, og Peter Hain, nýr Norður- Írlandsráðherra, skoraði í gær á andstæðinga Blairs að láta heldur í sér heyra á fundi þingflokksins í dag í stað þess að hlaupa á milli fjöl- miðla. David Blunkett, sem hefur nú aft- ur tekið við ráðherraembætti, sagði, að svo undarlegt sem það væri, væru sumir þingmenn flokksins að reyna að breyta sigri í ósigur og Alastair Campbell, einn helsti kosn- ingaráðgjafi Blairs, sagði, að þeir, Tekst Tony Blair að snúa vörn í sókn? Fréttaskýring | Innan breska Verkamannaflokksins eru nú nokkrar væringar og kröfur um, að Tony Blair segi af sér heldur fyrr en seinna. Koma þær meðal annars frá fyrrverandi ráðherrum, sem kenna Blair um fylgistapið í annars mjög sögulegum sigri, en Blair er þó ekki vanur að gefast upp baráttulaust að því er segir í grein Sveins Sigurðssonar. Margt bendir líka til, að hann og hans menn hans muni snúa vörn í sókn. Reuters Í kosningabaráttunni gekk ekki hnífurinn á milli þeirra Blairs og Browns. Ekki er þó víst, að forsætisráðherraembættið verði Blair jafnlaust í hendi og Brown og stuðningsmenn hans gera sér vonir um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.