Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.05.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Egilsstaðir | Hitaveita Egilsstaða og Fella og Jarðboranir hafa undirritað samning um borun nýrrar jarðhita- holu á núverandi virkjunarsvæði hitaveitunnar við Urriðavatn. Í fréttatilkynningu segir að með fram- kvæmdinni sé Hitaveitan að bregðast við mikilli uppbyggingu á svæðinu, en bygging álvers á Reyðarfirði, ásamt framkvæmdum við Kárahnjúka, hef- ur haft mjög jákvæð áhrif á byggða- mál á Héraði. Mikil bjartsýni ríkir á svæðinu og nefna má að um 400 lóð- um hefur verið úthlutað undir íbúðir á veitusvæði hitaveitunnar. Standist nýja holan þær væntingar sem til hennar eru gerðar, mun Hitaveitu Egilsstaða og Fella verða kleift að mæta fyrirsjáanlegri aukningu á þjónustuþörf á svæðinu auk þess að stuðla enn frekar að öryggi í rekstri veitunnar. Guðmundur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, er ánægður með samning- inn og væntir þess að framkvæmdin reynist gjöful. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að Hitaveitan geti lagt sitt af mörkum til þess mikla vaxtar sem við blasir,“ segir Guðmundur. Bent S. Einarsson, forstjóri Jarðborana, seg- ir að það sé félaginu mikið ánægju- efni að taka þátt í áframhaldandi nýt- ingu jarðhita eystra með þeirri aukningu lífsgæða, hagræði og mögu- leikum til verðmætasköpunar sem henni fylgja. Íslenskar orkurannsóknir hafa val- ið jarðhitaholunni stað og er henni ætlað að skera nærri lóðrétt vatns- leiðandi sprungubelti, sem liggur undir Urriðavatni, á 900–1.000 m dýpi. Jarðhitaholan verður staðsett á bakka Urriðavatns og stefnuboruð inn undir vatnið. Áætlaður verktími er um 5 vikur og er gert ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir mitt sumar. Áður hafa verið boraðar 9 jarðhita- holur á jarðhitasvæðinu við Urriða- vatn. Hola 1 var boruð í 116 m dýpi árið 1963 og hola 9 í 1.841 m árið 2001. Holur 8 og 9 eru aðalvinnsluholur Hitaveitu Egilsstaða og Fella og hef- ur sú fyrrnefnda gefið nægilegt magn 75°C heits vatns til að standa undir rekstri Hitaveitunnar allt frá því hún var boruð árið 1983 og þar til hola 9 var tengd við veitukerfið tuttugu ár- um seinna. Vonir standa til að eftir að nýja holan bætist við muni þessar þrjár jarðhitaholur gera HEF kleift að mæta hinni miklu uppbyggingu, auk þess að stuðla að auknu rekstr- aröryggi. Ný jarðhitafram- kvæmd á Héraði Ljósmynd/ÁÓ Samið um borun Þór Gíslason og Bent Einarsson frá Jarðborunum og Guðmundur Davíðsson og Hrafnkell Elísson HEF. Eskifjörður | Á dögunum var tekin fyrsta skóflu- stungan að nýrri útisundlaug sem rísa mun á Eski- firði sunnan við íþróttavöll bæjarins. Það voru fé- lagar úr sunddeild Austra sem sáu um verkið ásamt formanni deildarinnar, Gunnari Jónssyni. Stjórnaði Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri athöfninni sem fór hið besta fram þrátt fyrir að veðurguðirnir væru henni ekki hliðhollir. Bygging sundlaugarinnar fer nú á fullt skrið en það eru Íslenskir aðalverktakar sem byggja hana fyrir eignarhaldsfélagið Fasteign, sem mun svo leigja Fjarðabyggð mannvirkið þegar það er risið. Íslenskir aðalverktakar buðu 328.583.628 kr. í verkið, sem var undir kostnaðarmati. Heildarstærð byggingar er 876 fermetrar og sundlaugargarðs 1.565 fermetrar. Í sundlaugargarði er 25 metra sundlaug með fjórum brautum, vaðlaug, tveir heitir pottar, þrjár mismunandi rennibrautir og gufubað. Þá er í húsinu gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu, aukabún- ingsklefum fyrir íþróttaleikvang og vallargeymslu auk rýmis fyrir veitingar, afgreiðslu og búningsklefa sundlaugar. Sundlaugargarður verður hellulagður en grasflatir fjærst laugarhúsinu. Mannvirkið var hann- að af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Sundlaugarstunga á Eskifirði Afstöðumynd af nýrri sundlaug á Eskifirði.Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hátíðleg hagléljastund Krakkar úr sunddeild Austra taka ásamt Gunnari Jónssyni, skóflustungu að nýrri 25 m langri sundlaug við fótboltavöllinn á Eskifirði. Fáskrúðsfjörður | Kirkjudagur eldri borgara á Suður- fjörðum var á uppstigningardag í Stöðvarfjarð- arkirkju. Sóknarpresturinn, séra Gunnlaugur Stef- ánsson, messaði. Eftir messu var boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á vegum Ung- mennafélagsins Súlunnar á Stöðvarfirði. Þar komu nokkrir nemendur Tónlistarskólans á Stöðvarfirði ásamt kennara sínum, Valdimar Mássyni, og skemmtu með hljóðfæraleik við góðar undirtektir. Kirkjudagur eldri borgara er orðinn árviss og haldinn til skiptis í kirkjunum á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Heydalakirkju. Morgunblaðið/Albert Kemp Ljúfir tónar Katrín Ragna Jóhannsdóttir tónlistar- skólanemi og Valdimar Másson. Tónelskir Fáskrúðsfirðingar HEIMILD hefur verið veitt fyrir því að hefjast handa við hönnun á svonefndum fjórða áfanga ný- byggingar við Háskólann á Akur- eyri. Um er að ræða tveggja hæða byggingu, um 2.000 fermetra að stærð, sem kemur í beinu framhaldi af nýjustu byggingum við háskólann. Þar verða fyrirlestrasalir, kennslu- stofur og fjölnota rými auk þess sem þar verður háskólatorg og þá er einnig gert ráð fyrir bílastæðum. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Há- skólans á Akureyri, sagði að vonir stæðu til að unnt yrði að bjóða bygg- inguna út í byrjun næsta árs „og ef vel gengur ættum við geta tekið hana í notkun haustið 2007“, sagði Þorsteinn. Hann sagði væntanlega byggingu bæta mjög alla aðstöðu við háskól- ann, en það hefði háð starfseminni mjög til þess að engir fyrirlestrasalir væru fyrir hendi fyrir stóra náms- hópa. „Við höfum verið í vandræðum með stóru hópana og þurft að skipta þeim upp,“ sagði Þorsteinn. Þannig myndi hin nýja bygging bæta mjög aðstöðu til kennslu við háskólann. „Þetta er líka áfangi á þeirri leið að færa alla starfsemina á háskóla- svæðið við Sólborg,“ sagði Þor- steinn. Einnig mun aðstaða fyrir kennara og starfsmenn batna með tilkomu nýja hússins. Nýbygging við Háskólann á Akureyri Heimilt að hanna fjórða áfangann SKAUTAHÖLLIN á Akureyri ið- aði af lífi um helgina en þar fór fram alþjóðlegt mót í krullu, Ice Cup 2005. Alls mættu 16 lið til leiks, 11 frá Íslandi, 10 frá Ak- ureyri og eitt úr Reykjavík, þrjú lið frá Bandaríkjunum, eitt lið frá Kanada og annað frá Bretlandi og voru keppendur um 70 talsins. Eftir harða keppni fór svo að lok- um að kanadíska liðið Margarita Canada sigraði eftir góðan úrslita- leik gegn besta liði Íslands, Fimm- tíuplús, úrslitin 8-6. Skytturnar frá Akureyri urðu í þriðja sæti eftir nauman sigur í æsispennandi viðureign við Mammútana frá Ak- ureyri, 6-5. Það var krulludeild Skauta- félags Akureyrar sem stóð fyrir mótinu en mótið var nú haldið í annað sinn. Morgunblaðið/Kristján Sópað af krafti Sigurður Sæmundsson og Gunnlaugur Búi Gunnlaugsson, liðsmenn Norðan 12 frá Akureyri, sópa svellið af miklum móð. Einbeitt á svip Akureyringurinn Rebekka Sigurðardóttir hefur bú- ið í Kanada í tæpan áratug en hún var mætt á krullumótið og keppti sem gestaspilari með heimaliðinu Örnunum. Kanadískur sigur á krullumótinu Listadagar verða í tengslum við „List án landamæra“ í Hæfing- arstöðinni við Skógarlund dagana 11. maí og 12. maí kl. 9.30 til 11. Samvinna mun verða á milli listamanna og notenda þjónustu Hæfingarstöðvarinnar báða dag- ana. Á miðvikudaginn mun textíl- listakonan Guðrún Hadda Bjarnadóttir heimsækja Hæfing- arstöðina og vinna með notend- um. Á fimmtudaginn mun mynd- listarmaðurinn Guðmundur Ármann Sigurjónsson svo koma og vinna að sama skapi með not- endum. Af þessu tilefni eru allir vel- komnir í Hæfingarstöðina til að fylgjast með þessu samstarfi. Listsköpun er einn af þáttum starfs Hæfingarstöðvarinnar. Fyrir einu og hálfu ári tóku not- endur þátt í sýningu með hópi fatlaðs fólks alls staðar af á land- inu. Sú sýning var haldin í Reykjavík. Sýning verka sem unnin voru í Hæfingarstöð var í Deiglunni á Akureyri á svipuðum tíma. Voru þessar sýningar báðar í tengslum við List án landamæra. Stefnt er að sýningu í desem- ber á þessu ári, í tengslum við dag fatlaðra. List án landamæra STYRKJUM úr Háskólasjóði KEA hefur verið úthlutað, en alls bárust 19 umsóknir, sam- tals að upphæð 16,5 milljónir króna. Til úthlutunar nú voru 5 milljónir og voru 10 verk- efni styrkt. Hæsta styrkinn að þessu sinni fengu þrír starfsmenn auðlindadeildar, 1,5 milljónir til rannsókna á hverastrýtum í Eyjafirði. Þá voru m.a. styrkt verkefni um notkun lífvirkra efna í lúðu- eldi, fóður í vetni, þátt vinnsluminnis í hreyfanlegu umhverfi, tengsl fyrirbura- fæðinga og tannholdsbólgu, gerð margmiðlunarvefjar um menningar- og atvinnusögu Eyjafjarðar og fjölnýtingu jarðhita. Tíu styrkir Stjórn Hollvinafélags | Á fram- haldsstofnfundi Hollvinafélags Iðnaðarsafnsins sem haldinn var fyrir skömmu var kosin stjórn. Hana skipa Jón Arnþórsson. Margrét H. Marvinsdóttir, Krist- inn Arnþórsson, Hjörleifur Hall- gríms, og Þorsteinn E. Arnórsson sem kosinn var formaður félags- ins. Ákveðið var að vera ekki með árgjald í félaginu en óska þess í stað eftir frjálsum framlögum til félagsins. Þeir sem vilja teljast til stofn- félaga Hollvinafélagsins geta gert það með því að leggja inn á reikning Hollvinafélagsins í Ís- landsbanka fyrir 1. júní nk. Reikningsnúmerið er 0565-14- 605970 kt. 430505-1650.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.