Morgunblaðið - 10.05.2005, Side 23

Morgunblaðið - 10.05.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 23 Í REYKJAVÍKURBRÉFI, dagsettu 7. maí, er fjallað um fjárfestingar íslenskra aðila í löndum sem áður töldust til Sov- étríkjanna. Farið er víða um og m.a. segir á einum stað „Ekki eru mörg ár liðin frá því, að Íslands- banki féll frá áformum um að kaupa banka á þessum slóðum [Eystrasaltsríkjunum]. Þótt það hafi ekki verið sagt opinberlega á þeim tíma má telja líklegt að meginástæðan hafi verið sú, að bankinn hafi komizt að því, að peningaþvætti ætti sér stað í við- komandi banka.“ Undirritaður tók þátt í gerð samninga og hafði umsjón með kostgæfniathugun fyrir hönd Ís- landsbanka í tengslum við fyr- irhuguð kaup á Rietumu Banka vorið 2001. Ekkert kom fram í þeirri vinnu sem gaf tilefni til þess að ætla að Rietumu Banka hafi verið viðriðinn peninga- þvætti. Það væri því ósanngjarnt í garð fyrrum viðsemjenda minna, stjórnenda og eignenda Rietumu Banka, ef getgátur um slíkt fengju að lifa á prenti. Bið ég ritstjóra Morgunblaðsins því að birta þessa athugasemd á svipuðum stað og ofangreind full- yrðing var sett fram. Virðingarfyllst. Erlendur Magnússon Athugasemd við Reykjavíkurbréf Höfundur er starfsmaður Íslandsbanka. ,,Honum fannst þessi saga áhugaverð og hvernig tekist var á um þessa auðlind,“ sagði Hall- dór en yfirstandandi viðræður Bandaríkjanna og Íslands um varnarmál bar ekki á góma. Eins og gefur að skilja voru stríðslokin og hátíðarhöldin í Moskvu í gær ofarlega á baugi í samtölum þjóðarleiðtoganna. Heimssýningin í Japan og vænt- anleg þátttaka Íslendinga í henni var sérstaklega rædd í samtali Halldórs við Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, og þegar stutt tækifæri gafst til spjalls við gest- gjafann, Vladímír Pútín, voru rifjaðar upp fyrri heimsóknir Halldórs til Moskvu, m.a. nokkr- um sinnum sem sjávarútvegs- ráðherra og þegar hann var við- staddur útför Konstantíns Chernenkós, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna, árið 1985. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú kemur hingað,“ sagði Pútín er hann tók í hönd Halldórs. Hátíðarhöldunum í Moskvu lauk um miðjan dag í gær og að þeim loknum hélt Halldór ásamt fylgdarliði heim á leið til Íslands. ríðslokaafmæli í Moskvu í gær oga thöfnina msson í móttöku og hádegisverði í Kreml í Íslandsmiðum. Ljósmyndir/Steingrímur S. Ólafsson , og kanslarahjón Þýskalands, þau Gerhard Schröder og frú Doris Schröder-Köpf. „BÍLALESTIN náði frá Austurvelli og alla leið upp í Holtagarða,“ segir Halldór Sveinsson en hann er einn þeirra sem skipulögðu mótmæli í nafni Ferðaklúbbsins 4x4, Félags hópferðaleyfishafa, Landssambands sendibílstjóra, Frama – stéttar- félags leigubílstjóra og Bifreiða- stjórafélagsins Átaks. Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er ósátt við mótmælin og segir þau sér- hagsmunaleg. Mótmælendahópurinn afhenti Geir H. Haarde fjármálaráðherra áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem farið er fram á að lítraverð dísil- olíu verði að minnsta kosti 20 krón- um lægra en lítraverð á bensíni. Ný lög um dísilbíla taka gildi 1. júlí nk. en þau fela í sér að þungaskattur verður lagður af og í staðinn tekið upp olíugjald á hvern lítra af dísil- olíu. Halldór segir að mótmælin hafi ekki verið gegn þessari breytingu heldur því að olíugjaldið væri of hátt með þeim afleiðingum að það verði jafnvel dýrara að aka dísilbíl en bensínbíl. Halldór segir að á Norðurlöndun- um sé dísilbílaeign yfir 50% á meðan hún er aðeins 8% hér á landi. „Við teljum að þessi breyting hafi letjandi áhrif á fólk að fara yfir í dísilbíl og þess vegna mun það ekki þjóna markmiði laganna að auka hlutdeild dísilbíla,“ segir Halldór og vísar til þess að dísilbílar séu umhverfis- vænni en bensínbílar. Halldór segir að á Norðurlöndun- um sé lítrinn af dísilolíu venjulega 20 krónum ódýrari en af 95 oktana bensíni en að með lagabreytingunni hér á landi verði dísilbifreiðar óhag- kvæmari kostur en bensínbifreiðar. „Dísilbílar eru frá 200–600 þúsund krónum dýrari en bensínbílar. Ef þú ætlar að kaupa dísilbíl og spara á því tekur það svo mörg ár að borga upp bílinn að það er ekki hagkvæmara,“ segir Halldór og bætir við að þunga- skattskerfið sé æskilegra en nýju lögin í óbreyttri mynd. Þungaskattskerfið meingallað Á heimasíðu Félags íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB) eru þessi mót- mæli kölluð sérhagsmunaleg og því fagnað að fjármálaráðherra hafi lagt til fjögurra króna lækkun á olíu- gjaldinu enda sé það mikilvægt skref til að sátt ríki um breytinguna úr þungaskatti í olíugjald. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB, segir að þungaskatts- kerfið sé meingallað þar sem það verðlauni í raun þá sem keyra mikið og á þungum bílum. Olíugjaldið miði hins vegar við að menn borgi gjald miðað við notkun eins og bensínbíl- eigendur gera. „Ég get skilið að sá sem ekur 30–40 þúsund kílómetra á ári vilji halda í þungaskattskerfið en mér finnst skrítið að ætla að réttlæta það í heilum samtökum,“ segir Run- ólfur og bendir á að það sé ekki sanngjarnt að sá sem á dísilbíl borgi margfalt minni skatt en sá sem á bensínjeppa enda fari skattarnir í að byggja upp vegakerfið. „Það er eðlilegt að það sé einhver munur en hann má ekki fara langt úr hófi fram. FÍB hefur alltaf talað fyr- ir því að það sé ákveðin jafnræðis- regla. Ég sé ekki að það sé tilgangur í að refsa þeim sem eiga sparneytna bensínbíla,“ segir Runólfur. Bílalest frá Holtagörð- um að Austurvelli FÍB segir mótmælin sérhagsmunaleg Eftir Örnu Schram og Höllu Gunnarsdóttur arna@mbl.is, halla@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Eigendur dísilbifreiða mótmæltu fyrirhuguðu olíugjaldi, sem þeim þykir of hátt, við Alþingi í gær. við annað ígræðslusjúkrahús á Norður- löndum kunni að veita íslenskum sjúkling- um betra aðgengi að líffærum til ígræðslu. Sjúkratryggingar lifandi nýrnagjafa eru í ólestri Fram kemur í ritstjórnargrein Runólfs að biðlisti eftir nýra á Íslandi væri án efa lengri ef ekki kæmi til hátt hlutfall lifandi gjafa sem hafa verið um 70% allra nýrna- gjafa undanfarin 15 ár og er með því hæsta sem þekkist. Runólfur segir einnig að sjúkratryggingar lifandi nýrnagjafa séu í ólestri og þarfnist tafarlausra úrbóta. Að rannsókninni stóðu, auk Sigurbergs, Runólfur Jóhannsson, læknir í sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum, Krist- ín Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, Páll Ásmundsson, sérfræðingur í lyflækn- ingum og nýrnasjúkdómum og Kristinn Sigvaldason sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Ræða þeir einnig hugsanlegar leiðir til að fjölga líffæragjöfum, m.a. með mark- vissari fræðslu, t.d. meðal ungs fólks sem er að taka bílpróf, og að settar verði sam- an opinberar skrár yfir viljuga líffæra- gjafa t.d. hjá embætti landlæknis. Í rannsókninni var einnig könnuð eft- irspurn eftir líffærum til ígræðslu og kom í ljós að árlega hafa verið sjö sjúklingar að meðaltali á biðlista á tímabilinu sem skoð- að var. Líffæri sem fást á Íslandi fara til Rík- isspítalans í Kaupmannahöfn og fer líf- færaígræðsla fram þar. Höfundar grein- arinnar benda á að þótt líffæragjafir á Íslandi virðist samsvara þörfum lands- manna fyrir líffæri þá voru helmingi fleiri árlega á biðlista eftir líffærum en fengu. Að sögn Sigurbergs er hugsanlega skortur á líffærum á Ríkisspítalanum í Danmörku. Runólfur Pálsson segir í grein sinni að nauðsynlegt sé að kanna hvort samstarf nsóknina var farið yfir gögn étust á gjörgæsludeild í Foss- 002 og upplýsinga aflað um líf- á öðrum deildum, fjölda á bið- g fjölda líffæraþega. Í num kemur m.a. fram að alls á deildinni á þessu árabili. Af 68 eða 13% úrskurðaðir látnir dauða. Sótt var um leyfi til líf- já aðstandendum í 50 þessara ékkst leyfi hjá 30 eða í 60% til- lun höfunda rannsóknarinnar m að á heimsvísu megi búast við andenda um líffæragjöf í 20 til eftir löndum. „Bent hefur ver- leitt gætir ósamræmis milli al- fstöðu í samfélaginu, þar sem rihluti er jafnan fylgjandi líf- m, 80-90%, en einungis fæst hjá 40-50% þegar leitað er eftir í greininni. slandi á tímabilinu 1992 til 2002 birtar í Læknablaðinu ndendur hafni líffæragjöf GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að þegar hafi verið komið til móts við sjónarmið þeirra bílstjóra sem mótmæltu við alþingishúsið í gær. Vísar hann þar til frumvarps um tímabundna lækkun olíugjalds á dísilolíu, sem hann lagði fram á Alþingi á laugardag. Nái það fram að ganga verður útsöluverð á dís- ilolíu fimm krónum lægra, hinn 1. júlí nk., en ella hefði orðið. „Þeir eru að biðja um 20 króna lækkun. Það tel ég vera óraun- hæft,“ segir ráðherra. Hann tekur þó fram að nýja olíugjaldskerfið, sem tekur gildi 1. júlí, verði end- urmetið í haust. „Það mun taka einhverja mánuði að fínstilla þetta allt saman og koma þessu kerfi þannig fyrir að allir geti verið þokkalega sáttir,“ segir hann. „En það er ákveðið skref af minni hálfu að beita mér fyrir þessari lækkun.“ Ráðherra telur reyndar að skipuleggjendur mótmælanna hafi ekki vitað af umræddri lækkun ol- íugjaldsins, þegar mótmælin voru undirbúin, enda hafi lækkunin verið tilkynnt á laugardag. „En ég skil vel að menn vilji koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það er fínt. Ég hef alltaf lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við þessa bílamenn og hef beitt mér fyrir margs konar ívilnunum fyrir þá í gegnum árin.“ Tuttugu króna lækkun óraunhæf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.