Morgunblaðið - 10.05.2005, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Aðalsteinn JanusSveinjónsson
fæddist í Reykjavík
16. júlí 1986. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans við
Hringbraut 4. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar Aðalsteins eru
Kolbrún Aðalsteins-
dóttir danskennari, f.
16. ágúst 1956, og
Sveinjón Jóhannes-
son húsasmíðameist-
ari, f. 6. júlí 1947.
Foreldrar hennar
eru Aðalsteinn
Bjarnfreðsson, d. 9. apríl 2005 og
Jóhanna Bára Sigurðardóttir.
Foreldrar hans eru Guðrún Svein-
jónsdóttir og Jóhannes Árnason.
Systkini Aðalsteins Janusar
eru: a) Jóhanna Þóra Sveinjóns-
dóttir háskólanemi, f. 28. septem-
ber 1966, börn hennar eru Har-
aldur Ólafsson, f. 10. júní 1987,
Hinrik Þórsson, f. 2. apríl 1994 og
Eva Lind Þórsdóttir, f. 5. janúar
1997; b) Albert Sveinjónsson, f. 9.
maí 1969, börn hans
eru Sigvaldi Hjálm-
ar, f. 19. apríl 1993,
Helena Natalía, f. 20.
júní 1996 og Albert
Óli, f. 5. desember
1998; c) Aníta Rut
Harðardóttir lög-
reglumaður, f. 19.7.
1975, sambýlismað-
ur Eiríkur Emil
Beck lögreglumað-
ur, börn þeirra eru
Lúðvík Marinó
Karlsson, f. 29.11.
1996 og Alexander
Emil Beck, f. 4.8.
2004; og d) Brynjar Örn Svein-
jónsson flugmaður, f. 6.9. 1978.
Aðalsteinn Janus var tónlistar-
nemi. Hann bjó á Kýpur í tvö og
hálft ár og ferðaðist mikið. Hann
var í sveit á Bakka og var mikið
náttúrubarn.
Aðalsteinn Janus verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
Jarðsett verður í kirkjugarðinum
á Kotströnd.
Vorið er komið, fuglarnir syngja
og lömbin eru að fæðast. Þetta var
sá tími ársins sem þú skynjaðir sem
fegurð, þú Steini minn Janus, varst
svo mikið náttúrubarn, þú hlustaðir
á móður jörð, vindurinn flaksaðist í
hári þínu og þú settir nefið upp í
vindinn, dróst djúpt andann og
nærðir sál þína. Ekkert fór framhjá
fallegu heiðbláu augunum þínum,
elsku drengurinn minn, og þú viss-
ir …
Við vorum á leið austur til frænku
að hjálpa til með lömbin, en nú fer ég
ein án þín og knúsa þau fyrir þig, og
ég sé um hestinn síðan úr síðustu
réttum, ég veit að þú verður þar með
mér.
Þú varst svo duglegur að nema og
skynja, enda elskuðu þig allir, smáir
sem stórir, gamlir sem ungir, og
dýrin soguðust að þér eins og segull
við stál, enda var áhugamál þitt að
skoða menn og velta lífinu fyrir þér.
Hlýjan þín var með ólíkindum, og
fann ég það best með öllum kerta-
sendingunum sem við fjölskylda þín
erum búin að fá. Þú áttir svo auðuga
samhygð til og handa mönnum, allt-
af til í að hjálpa. Mér er minnisstætt
þegar þú baðst um leyfi til að tæma
ísskápinn til að búa til mat handa
vini þínum sem bjó einn, átti ekki
fyrir mat, og var fárveikur. Þú varst
snilldarkokkur, ég held þú hafir
slegið Brynjari Erni bróður þínum
við þar. Og hve góður þú varst á
bassann og stundirnar sem þú æfðir
með Árna í Royal Dirt, hljómsveit-
inni ykkar, og þegar þú varst að
leyfa mér að vera með og hlusta á
diskana sem þið tókuð upp. Ég fyllt-
ist stolti sem móðir að heyra hve
gott efni þið voruð að dunda ykkur
við, og þegar þið fóruð að spila op-
inberlega, þá var kátt í bæ … Nú á
ég tónleikana á dvd og get enn séð
þig og hlustað á þig. Ég á eftir að
sakna þín, elsku hjartans drengur-
inn minn, en ég veit að þú og afi eruð
saman. Gott að hafa afa, og í raun
bara ein vika á milli brottfarar ykkar
úr jarðvistinni. Ég veit að þú ert í
góðum höndum, nú ert þú búinn að
fá þitt síðasta flog, og laus úr veik-
indum þínum sem orsökuðu það að
hjarta þitt stoppaði. Svo oft hafði
hurð skollið nærri hælum í veikind-
um þínum, en í sameiningu, og oft
með góðra manna hjálp, náðum við
að hjálpa þér, Addi frændi, Steindór
húsvörður, starfsmenn sjúkrabif-
reiðanna. Þetta var erfitt, en saman
stóðum við þetta af okkur.
Mér finnst svo dapurt, drengurinn
minn, að hafa ekki verið heima, svo
nú varst þú einn, en ég var hjá ömmu
að undirbúa jarðarför afa þíns. Ég
veit að þú veist þetta, en ég missti
þig þarna og mér finnst það svo vont.
Ég veit hvað þú vilt að ég geri og það
verður uppfyllt, sonur sæll, vega-
bréfið þitt var tilbúið og ég náði í það
í morgun, ég fylli það út í kvöld og þú
færð það áður en þú ferð í bálförina
þína …
Þú varst á útleið, til New York,
beint í ljósmyndastúdíó til að kanna
áhuga þinn á ljósmyndun en þar
varst þú snillingur í að sjá öðruvísi
og tókst frábærar myndir. Með
flestum myndunum þínum var mælt
með að stækka frá framköllunarfyr-
irtækjunum.
Israel beið eftir þér, en nú kemur
hann heim og gengur með þér hinstu
sporin. Þú færð líka kveðjur úr hin-
um stóra heimi, Crysty á Kýpur,
Jim, Karen Lee, Dejan sendir þér
stóran koss og segir sjáumst síðar.
Öll eru búin að biðja svo vel fyrir
drengnum með gullkrossinn sinn frá
Jerúsalem, sem aldrei fór af hálsi
þínum, enda áttir þú mikla og hreina
Guðstrú.
Verkefnið okkar, Pride of Janus,
getið í höfuðið á þér, fer af stað í
fyrsta sinn í haust, þú vissir þar af
MAX vini þínum, en nú er hann stað-
festur og kemur, ég veit að þar átt
þú eftir að fylgjast vel með af ljós-
myndaáhuga þínum og útkoman á
eftir að vera snilld, eins og þú sagðir
svo oft …
Stóra ástin í lífi mínu, engin móðir
getur verið annað en stolt af barni
sínu, þú varst einstakur, Steini minn
Janus, strax sem barn og þegar fram
liðu stundir þá kunnir þú að vinna í
kyrrðinni sem ekki öllum er gefið. Í
brjósti mínu bærist ást, svo mikil að
ég finn til, í hverjum andardrætti
sem ég dreg hugsa ég um þig. Ég
elska þig, minningarnar sem ég á
með þér, allt í fari þínu. Ég veit að þú
ert eins og ég þakklátur þeim á gjör-
gæslu Landspítalans, sem fóru svo
vel með þig, svo mikil virðing og
þægileg nærvera, hentuðu okkur vel
á þessum erfiða tíma.
Minning þín lifir, sonur sæll, það
er ég búin að sjá og finna frá fólki í
kringum mig …
Ég er þakklát móðir, að hafa borið
son sem var svo stór í sál sinni.
Ég elska þig,
mamma.
Elsku fallegi bróðir minn. Ég á
mjög erfitt með að skrifa á þessum
nótum til þín, er enn að bíða eftir að
ég vakni upp af ljótum draumi. Lífið
getur verið svo grimmt og ég skil
þetta ekki, mun aldrei skilja af
hverju þetta gerðist.
Ég man þegar þú fæddist, ég man
það ár vel því ég fékk þig svona eig-
inlega í afmælisgjöf, bara þrír dagar
á milli okkar. Lífið hafði kannski
ekki reynst þér það auðveldasta, ég
veit allt um það ástin mín, en það
breytti ekki hvernig bróðir þú ert,
þú ert sá besti. Þú hafðir svo margt
til brunns að bera, það var alltaf svo
gott að tala við þig, þú varst vinur
vina þinna, trúr þinni fjölskyldu
svona eins og afi, vildir allt fyrir alla
gera, sama hversu leiðinlegt þér
þótti það vera.
Þú komst til mín nokkrum dögum
fyrir slysið og við spjölluðum heil-
mikið saman, ég mun aldrei gleyma
því samtali. Þá var mikið ákveðið,
hlutir sem ég og þú ætluðum að ráð-
ast í. Það svíður sárt að það verður
ekki að veruleika því ég veit elsku
bróðir minn að við hefðum komist
þangað. Ég skildi loksins um hlutinn
sem þú hélst á inni í bílskúr, þú varst
að stríða mér þegar þú þóttist missa
hann á gólfið, bara til að sjá hvað
mér myndi bregða, ég er brosandi
núna. Það huggar mig mikið að við
vorum sammála um hvað við erum
lík, við vissum það bæði. Ég var
minnt á það í gær hvað Marínó leit
mikið upp til þín, þú hafðir líka alltaf
mikinn áhuga á að vita hvernig hon-
um gengi, hann er að safna hári, ég
gleymdi að segja þér það.
Ég veit að þú ert hjá afa núna,
nafna þínum, og ég veit að þér líður
vel. Samt finn ég að það er hluti að
mér sem er farinn og kemur ekki
aftur, ég finn að ég verð ekki sama
manneskja aftur.
Elsku besti bróðir minn, við sátum
saman úti í bíl í síðasta skiptið sem
við sáumst og héldum utan um hvort
annað, það er augnablik sem ég mun
varðveita alla ævi.
Ég sakna þín svo mikið og mun
gera það alla mína daga, þar til við
verðum saman á ný. Ég veit að þú
ert núna kominn á betri stað og að
þú passar mig og strákana mína.
Ég elska þig mest og best.
Þín systir
Aníta Rut.
Jæja elsku Steini minn, þá er
þessi mikla sorgarstund runnin upp.
Þegar ég skrifa þessi orð til þín þá
sit ég inni í herberginu þínu þar sem
ég sat og við horfðum á Cat Stevens-
tónleikana, kvöldið áður en þú fórst
á spítalann.
Minningarnar hellast yfir mig
þegar ég horfi yfir dótið þitt, mynd-
irnar á veggjunum og bassann sem
þú gast spilað á heilu og hálfu dag-
ana. Ég á mikið eftir að sakna sím-
talanna þegar þú hringdir í mig og
spilaðir fyrir mig lögin sem þið fé-
lagarnir voruð að semja. Hugurinn
reikar aftur til Ítalíu, þegar þú varst
ekki nema 2 ára og varst að hjálpa
mér að veiða krabba í smábátahöfn-
AÐALSTEINN
JANUS
SVEINJÓNSSON
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR JÓNSSON
lyfjafræðingur,
Þorragötu 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 12. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega
bent á líknarstofnanir.
Guðlaug Ágústa Hannesdóttir,
Jón Sigurðsson, Una Eyþórsdóttir,
Hannes Sigurðsson, Sesselja Guðmundsdóttir,
Ólöf Guðrún Sigurðardóttir,
Albert Páll Sigurðsson, Rannveig Sigurðardóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir
okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur
og afi,
HELGI HERMANNSSON
stýrimaður,
Heiðarbraut 1c,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtu-
daginn 12. maí kl. 11.00.
Valdís Þórarinsdóttir,
Hermann Helgason, Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir,
Jóhann Þór Helgason, Særún Rósa Ástþórsdóttir,
Pétur Örn Helgason, Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Jón Halldór, Soffía Axelsdóttir,
Áslaug Ólafsdóttir, Hermann Helgason,
Jóhanna Valtýsdóttir, Þórarinn Brynjar Þórðarson
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra, fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlá og útför
ÓLAFAR SIGURBJARNARDÓTTUR
frá Laxárholti,
Hraunhreppi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A1 á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir
ástúð og góða umönnun.
Inga Sigurjónsdóttir,
Selma Sigurjónsdóttir, Friðþjófur Björnsson,
Jóhanna Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson, Jóhanna Bruvik,
Ingigerður Jónsdóttir, Örn Hjörleifsson,
Guðrún S. Jónsdóttir.
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS SIGURÐSSONAR
bónda frá Hvoli,
Fljótshverfi,
til heimilis á
hjúkrunarheimilinu Klausturhólum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Klausturhóla.
Hannes Jónsson, Guðný M. Óskarsdóttir,
Sigurður Torfi Jónsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar yndislegi sonur, bróðir og dóttursonur,
HILMAR MÁR JÓNSSON,
lést á Grensásdeild Landspítala laugardaginn
7. maí.
Sigrún Guðjónsdóttir, Jón Kristjánsson,
Elsa Borg Jónsdóttir,
Ester Ýr Jónsdóttir,
Elsa Borg Jósepsdóttir, Guðjón Þorsteinsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÁSDÍSAR EINARSDÓTTUR,
Lóni,
Kelduhverfi.
Starfsfólki líknardeildar Landakots er þökkuð
mikil hlýja og frábær umönnun.
Björn Guðmundsson,
Stefanía Björnsdóttir, Árni Ingimundarson,
Margrét Björnsdóttir, Kristján Finnsson,
Guðlaug Björnsdóttir, Sveinn Geir Einarsson,
Ingunn Björnsdóttir,
Einar Ófeigur Björnsson, Guðríður Baldvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.