Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 135. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Sundurgerð í
réttarsalnum
Hinir ýmsu alklæðnaðir sakborn-
ingsins Michaels Jackson | Menning
Lesbók | Friðrik og Agnes fyrir og eftir dauðann Tungan
sem hljóðfæri hugans Börn | Við erum vatn Íþróttir | Ísland
vann England í körfubolta Allt um bikarúrslitin í Englandi
„EFTIR langa veru hér inni
er tilhugsunin um að fara út
aftur mjög erfið,“ sagði fangi á
Litla-Hrauni í líflegum um-
ræðum sem spunnust milli
fanga á Litla-Hrauni og lista-
manna Þjóðleikhússins á mið-
vikudagskvöld, eftir sýningu
Þjóðleikhússins á leikritinu
Grjóthörðum, eftir Hávar Sig-
urjónsson, innan veggja fang-
elsisins. Þetta var óvenjuleg
uppákoma, en leikritið segir
frá fimm mönnum sem allir
sitja í fangelsi fyrir afbrot sín.
Verkið var sýnt á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins í vetur í
leikstjórn Hávars, en hug-
myndina að sýningunni á
Litla-Hrauni átti Jón Sigurðs-
son, deildarstjóri þar, sem sá
sýningu á verkinu í leikhúsinu
ásamt fleiri fangavörðum.
Það var almenn skoðun
fanganna að leikritið lýsti vel
raunveruleikanum innan fang-
elsisveggja. „Maður þekkir vel
þessa karaktera, og sam-
skiptin á milli þeirra,“ sagði
einn úr hópnum.
Aðbúnaður og líf fanga voru
þau mál sem föngunum á
Hrauninu voru hugleiknust, en
þrátt fyrir allt getur kvíðinn
fyrir því að koma út aftur verið
mikill, eins og fanginn sem
vitnað er í hér fremst sagði
þegar Jóhann Sigurðarson
leikari spurði hvort menn
stefndu ekki almennt að því að
koma ekki aftur. „Það gengur
misvel. Langtímafangarnir
eru þó ekki svo mikið að hugsa
um það sem gerist fyrir utan.
Þeir eru bara að taka út dóm-
inn. En það er rétt, að vegg-
irnir fyrir utan eru oft miklu
þykkari, og það skynja menn
þegar fer að líða að því að þeir
sleppi. Þá fara þeir að hugsa
eins og stubbakallarnir.“
Stubbakarlarnir eru þeir
fangar sem koma inn með
stutta dóma. Langtímaföng-
unum finnst erfitt að fá slíka
menn inn á sínar deildir, þar
sem lífið er komið í ákveðna
rútínu, en þeim finnst ekki allt-
af nógu vel raðað niður á deild-
irnar. Í framhaldinu spyr
Pálmi Gestsson að því hvort
það sé ekki erfitt fyrir lang-
tímafangana að horfa upp á
stubbakarlana koma og fara.
„… og koma aftur!“ bætir einn
fanganna við. „Maður er búinn
að sjá sömu mennina koma
jafnvel fimm sinnum inn.“ Fé-
lagi hans segir að best sé að
setja sig strax inn í rútínuna.
„Gæinn í leikritinu [persóna
Jóhanns, lögfræðingurinn
Jónas] er alltaf að hringja eitt-
hvað – í ráðuneytið eða eitt-
hvað til að reyna að redda sér
út. Það er bara della. Því fyrr
sem menn byrja að afplána í
hausnum líka, því betur geng-
ur að láta þetta líða.“
„Veggirnir úti eru miklu þykkari“
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
Atli Rafn Sigurðarson og Pálmi Gestsson í hlutverkum sín-
um í Grjótharðir, sem sýnt var fyrir fanga á Litla-Hrauni. Allt öðruvísi | 30
Haag, París. AFP, AP. | Andstaða Hollendinga
við stjórnarskrá Evrópusambandsins
(ESB) vex stöðugt og samkvæmt nýrri
skoðanakönnun munu 54% landsmanna
hafna henni í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem
haldin verður um hana þar í landi 1. júní, en
aðeins 27% samþykkja hana.
Meira en helmingur þeirra sem segjast
ætla að hafna stjórnarskránni vill meðal
annars koma í veg fyrir hugsanlega aðild
Tyrkja að ESB.
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Hollandi er
ekki bindandi. Stærstu stjórnmálaflokkar
landsins ætla þó að taka niðurstöður hennar
til greina við meðferð málsins í þinginu
verði þátttakan yfir 30%.
Þá fer andstaða Frakka við stjórnar-
skrána einnig vaxandi, en þjóðaratkvæða-
greiðslan þar í landi fer fram næsta laug-
ardag. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
ætla 53% þeirra sem afstöðu tóku að hafna
henni og 47% samþykkja hana, en 19% að-
spurðra voru óákveðin. Fyrr í mánuðinum
voru þeir sem eru samþykkir í meirihluta.
Staðan er því tvísýn nú þegar aðeins vika er
í kosningarnar.
Stjórnar-
skrá ESB
missir fylgi
VEGNA blóðugra átaka í Úsbekistan hafa hundruð manna flúið til ná-
grannaríkisins Kirgistan, þeirra á meðal þessir menn sem hvíla sig í
flóttamannabúðum.
Yfirvöld í Úsbekistan hafa vísað á bug kröfu Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þess efnis að fram fari alþjóðleg
rannsókn á rás atburða í borginni Andijan þar sem fullyrt er að her-
menn hafi drepið hundruð óbreyttra borgara í liðinni viku. Íslam Kar-
ímov, forseti Úsbekistan, hefur kennt íslömskum uppreisnarmönnum
um ólguna í landinu og borið til baka fréttir þess efnis að stjórnarher-
inn hafi skotið á óbreytta borgara. Talsmenn stjórnarandstöðunnar og
mannréttindasamtaka fullyrða að stjórnarherinn hafi myrt 700 manns
hið minnsta. Ólguna megi rekja til stjórnarhátta Karímovs og örvænt-
ingar stórs hluta þjóðarinnar sökum fátæktar.
Reuters
Hvergi höfði að að halla
að enn komi upp ný tilfelli. „Tím-
inn vinnur ekki með okkur, hann
vinnur með veirunni sem getur þá
frekar aðlagast okkur og orðið
vandamál fyrir menn. Við eigum
að vera mjög á varðbergi,“ segir
Haraldur.
Hætta á stökkbreytingu
Fyrir nokkrum mánuðum kom
fuglaflensan upp í köttum og tígr-
isdýrum en ekki hafði verið talið
að hún gæti breiðst út meðal þess-
ara dýra. Sérfræðingar hafa því
áhyggjur af að veiran, sem veldur
flensunni, stökkbreytist og geti þá
auðveldlega smitast milli manna.
Ríki Evrópusambandsins hófu í
gær sólarhringsvöktun vegna far-
sótta sem kynnu að berast til Evr-
ópu. Vöktunin fer fram í Evrópsku
sóttvarnastöðinni (ECDC) sem ný-
lega var sett á laggirnar í Solna í
Svíþjóð. Ísland á fulltrúa í stjórn
og starfshópi stöðvarinnar.
FULLTRÚAR
á þingi Alþjóða-
heilbrigðis-
málastofnunar-
innar (WHO)
samþykktu í
gær að innleiða
hertar öryggis-
reglur á heims-
vísu vegna
bráðdrepandi
farsótta. Vöktunar- og viðbragðs-
kerfi vegna farsótta á borð við
fuglaflensu verður nú eflt til muna.
Haraldur Briem sóttvarnalækn-
ir átti sæti í starfshópi sem samdi
umrædda reglugerð ásamt öðrum
Íslendingi, Sólveigu Guðmunds-
dóttur, yfirlögfræðingi hjá heil-
brigðisráðuneytinu. Haraldur seg-
ir mest um vert að tekist hafi að fá
allar þjóðir heims til að taka hönd-
um saman gegn vandanum.
WHO varaði fyrr á þessu ári við
hættunni á að skæð fuglaflensa
yrði að heimsfaraldri. Alls hafa 97
tilvik fuglaflensu komið upp í
mönnum í S-Asíu frá árslokum
2003. Þar af hafa 53 látist.
Reglugerðin gerir ráð fyrir
vöktun og ákveðnu skipulagi í flug-
höfnum og höfnum, hvernig skuli
bera sig að við rannsóknir á fólki
o.þ.h., auk þess sem ríkjum ber að
tilkynna um öll tilvik sem þau telja
að hafi alþjóðlega skírskotun.
Haraldur segir að þótt engin
eðlisbreyting hafi orðið á fugla-
flensu eða umfangi hennar á allra
síðustu mánuðum sé mjög slæmt
Hertar örygg-
isreglur gegn
farsóttum
Aðildarríki WHO sameinast gegn
hættu á heimsfaraldri fuglaflensu
Eftir Kristján Geir Pétursson
kristjan@mbl.is
Sofiu. AFP. | Búlgörsk stjórnvöld íhuga að
hafa happdrætti samhliða almennum
kosningum sem verða haldnar þar í landi í
næsta mánuði. Hugmyndin er sú að hvetja
fólk til að mæta á kjörstað með því að
draga þar út vinninga svo sem farsíma og
úr. Fjölmiðlar í landinu hafa gagnrýnt rík-
isstjórnina fyrir uppátækið og segja að
hún sé að reyna að kaupa atkvæði fólks.
Dimitar Kalchev, ráðherra í ríkisstjórn-
inni, hafnar slíkum ásökunum og segir að
markmiðið með happdrættinu sé að auka
kjörsókn sem komi öllum flokkum til góða,
ekki bara stjórnarflokkum.
Skoðanakannanir í landinu sýna að 30–
40% Búlgara hafi ákveðið að taka ekki
þátt í kosningunum og að stærsti stjórn-
arandstöðuflokkurinn sé líklegastur til að
sigra í þeim.
Kjósendur
keyptir?
♦♦♦
EITT af því sem felst í hertum ör-
yggisreglum WHO er, að rætt er
um að aðstaða verði til staðar í til-
teknum flughöfnum til að bregð-
ast við ef veikindi koma upp um
borð í flugvélum. Flugstöðin í
Keflavík er ein þeirra flughafna
sem kæmi til greina að hefðu slíka
aðstöðu. Haraldur Briem áréttar
þó að framundan sé frekari vinna
við að ákveða hvernig hertar
reglur verði innleiddar.
Aðstaða í
Keflavík?
Haraldur Briem
Lesbók, Börn og Íþróttir