Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 4

Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 4
4 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BROTTFALL Íslendinga úr Evróvisjón í fyrra- kvöld kom flestum landsmönnum í opna skjöldu. Óhætt er að segja að flestir töldu algjörlega öruggt að Selma Björnsdóttir kæmist áfram og fáir leiddu hugann að þeim möguleika að hún kæmist ekki upp úr forkeppninni. Næsta víst er að stemningin í Evróvisjón- partíum í kvöld verður dapurlegri en við „eðlilegar“ aðstæður og heyrst hefur að sumir íhugi að spila upptöku af keppninni 1999 frekar en að horfa á beina útsendingu frá Kænugarði en eins og flestir vita gekk Selmu mun betur í það skiptið. En sem betur fer eru Íslendingar ekki einir um að vera furðu lostnir á afdrifum á íslenska framlagsins. Blaðamaður Aftonbladet í Svíþjóð var ómyrkur í máli og sagði að í Evrópu hefðu menn lélegan smekk og það hefði verið betur við hæfi að nota óeirðalögreglumennina sem stóðu vörð fyrir utan keppnishöllina í Kænugarði til að hafa hemil á þeim „fáfróða evrópska sveitalýð“ sem sparkaði Hvít- Rússlandi og Íslandi úr keppninni. Hann sá greini- lega mikið eftir Angelicu Agurbash, hvít-rússneska keppandanum, og sagði að sú staðreynd að hún féll úr keppni væri líkt og Astrid Lindgren hefði tapað í barnabókasamkeppni. Örlög Íslands í keppninni væru sömuleiðis sorgleg niðurstaða fyrir „málstað nútímans“ í keppninni. Norska ríkisútvarpið sagði frá því að fátt hefði komið á óvart, fyrir utan brottfall Selmu, þrátt fyrir góðar spár veðbanka, og að Makedónía komst áfram. Í salnum í Kænugarði hefði verið rætt um bræðralag Balkanþjóða við atkvæðagreiðsluna og menn hefðu ekki skilið hvers vegna fagmannleg framkoma Selmu hefði ekki fleytt henni í úrslitin. Á vef BBC er tekið í sama streng og er brottfall Selmu sagt hafa komið gríðarlega á óvart. BBC bendir á að söngdrottningar hafi ráðið lögum og lofum í forkeppninni og það hefði hitnað í kolunum þegar Selma kom á sviðið með hressilegt dans- atriði. Telur BBC að það hafi helst verið Norð- mennirnir í sveitinni Wig Wam, í glæsilegum glam- úrgöllum, sem hefðu bjargað heiðri karlmanna. Kosningaklíkur Margir hafa rætt um að framlag Íslands hafi átt erfitt uppdráttar vegna nýju þátttakendanna frá löndum Mið- og Austur-Evrópu. Bent hefur verið á að þessar þjóðir hafi einfaldlega annan smekk, aðr- ir tala um kosningabandalög og þeir allra hörðustu um allsherjarsamsæri. Í þessu samhengi er fróð- legt að íhuga niðurstöður rannsóknar sem gerð var á kosningum í Evróvisjón á árunum 1991–1996, áður en símakosning var leyfð. Á fréttavefnum icealing.co.uk segir frá rannsókn tveggja fræði- manna í sálfræði sem hafi leitt í ljós að dómnefndir einstakra þjóða tilheyrðu „kosningaklíkum“ sem gáfu yfirleitt hver annarri stig, og fengu í staðinn frekar stig frá þjóðum í sömu klíkunni. Klíkurnar voru sem hér segir:  Bretland, Svíþjóð, Ísland, Austurríki og Írland.  Finnland, Frakkland, Holland, Portúgal og Sviss.  Tyrkland, Bosnía-Hersegóvína, Spánn og Kró- atía, ásamt Írlandi sem virtist klofið í tvær klíkur. Rannsóknin byggðist á tölfræðigreiningu og sagði annar vísindamannanna, Alex Haslam pró- fessor, að þó að tölfræðin leiddi þessa klíkumyndun í ljós, hefði tilvist klíknanna verið neitað af keppn- ishöldurum og raunar væri óvíst að dómnefndirnar sjálfar gerðu sér einu sinni grein fyrir því að þær væru í einhverri klíku. Af þessu má álykt að kosn- ingaklíkurnar hafi myndast vegna þess að smekkur þessara tilteknu dómnefnda var svipaður, frekar en að um samsæri hafi verið að ræða. Í nýjasta tímariti Economist er vitnað í splunku- nýja rannsókn vísindamanna við Oxford-háskóla sem staðfestir tilurð þessara óopinberu klíka en sú rannsókn nær yfir tímabilið frá 1992-2003. Sumar niðurstöður voru fyrirsjáanlegar s.s. sú að Norð- urlöndin styðja gjarnan hvort annað og að Kýpur og Grikkland tilheyra sömu klíkunni. Á hinn bóginn kom á óvart að Bretar voru líklegri til að fylgja öðr- um Evrópubúum að málum en Frakkar voru yfir- leitt ekki í takt við meirihlutaálitið í álfunni. Þó að illa hafi farið fyrir íslenska laginu að þessu sinni geta Íslendingar enn haft áhrif á úrslit keppn- innar með því að taka þátt í símakosningunni í kvöld. Þeir eru hvattir til að láta klíkuskap lönd og leið en kjósa þess í stað besta lagið. | 68 Brottfall Selmu Björnsdóttur úr Evróvisjón kom flestum í opna skjöldu Morgunblaðið/Sverrir Selma Björnsdóttir með sveit sinni á sviðinu í Kænugarði. Ekki bara Ís- lendingar sem eru undrandi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is PÁLL Óskar Hjálmtýsson, söngvari og keppandi fyrir Íslands hönd í Evróvison árið 1997, fór ekki í fýlu þó að Ísland kæmist ekki upp úr forkeppni Evróvision. Að hans mati klikkaði eitthvað hjá Selmu en hann bætti við að auðvitað væri auðvelt að vera vitur eftir á. „Það er bara mjög flókið mál að taka þátt í svona keppni, það þarf allt að ganga upp og það þarf allt að ná í gegn. Þetta er mjög flókið samspil lags, texta, söngs, bún- ingahönnunar, danshönnunar, ef einhver er, og svo framvegis. Svo skiptir líka máli hvernig þetta er útfært fyrir sjón- varp og þar fannst mér kannski úkr- aínska sjón- varpið ekki gera laginu hennar Selmu nógu góð skil,“ sagði hann. Stundum hefði andlitið á Selmu verið í mynd en svo kannski sést í puttana á einum dansara og hökuna á öðrum. Páll Óskar sagði þó að hann og aðrir Evróvisjón-aðdáendur væru á einu máli um að Selma hefði sungið lagið betur en hún söng „All out of luck“ í Jerúsalem. Eitthvað hefði á hinn bóginn vantaði upp á til að lag- ið og flutningurinn næðu til áhorf- enda. „Að minnsta kosti er stað- reyndin sú að eftir að lagið var búið gat ég ekki risið úr sæti og klappað. Ég klappaði hins vegar sjálfkrafa fyrir Noregi og ömmunni með trumburnar, var hún ekki frá Moldavíu?“ sagði hann. Páll Óskar blæs á bollaleggingar um að Ísland eigi litla möguleika í keppninni eins og hún er í núver- andi mynd. „Það vantaði ekki hrokann í okk- ur fyrir keppni. Við vorum búin að taka því sem sjálfsögðum hlut að Selma kæmist áfram. Sú eina sem var með lappirnar niðri á jörðinni, það var Selma sjálf. Síðan, þegar ekki gengur nógu vel, byrjar sama tautið í okkur um að enginn gefi okkur stig af því að við erum svo fá, við eigum enga nágranna og eng- inn „fíli“ okkur, við getum gleymt þessu og við eigum aldrei að taka þátt aftur. En ef við tölum svona þá erum við að næra minnimáttar- kenndina. Hættum þessu tuði og verum í stuði,“ segir Páll Óskar. „Hættum þessu tuði og verum í stuði“ Páll Óskar Hjálmtýsson „ÉG varð eins og aðrir hér undrandi á þessari niður- stöðu, ég horfði á þetta og þótti atriði okkar takast af- bragðs vel. Miðað við spár um gott gengi kom þetta verulega á óvart og olli miklum von- brigðum á mínu heimili, eins og annars staðar,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri. Markús sagði að ræða mætti hvernig lag og flytjandi er valinn til þátttöku í keppninni en að þessu sinni var það hópur fagmanna, skipaður af RÚV sem sá um valið. Nú væri stefnt að því að halda undankeppni á næsta ári í tengslum við 40 ára afmæli Sjón- varpsins þó ekki væri búið að taka ákvörðun um það. Að mati Markúsar stóðu Selma og aðrir þátttakendur sig með miklum sóma. Hann var spurður að því hvað hefði orðið Íslendingum að falli. „Ég skal ekki um það segja. Það var nú velt vöngum yfir því hvort vægi þess- ara nýju þátttökuþjóða væri orðið svo mikið á niðurstöðurnar en smekkur manna þar væri öðruvísi en vestar í álfunni. Það má vel vera að það sé, að það sé einhver annar tónn, eða annar hljómur sem fólk leggur meira upp úr en við gerum,“ sagði hann. Um væri að ræða ólík menningarsvæði, í Vest- ur-Evrópu drægju menn gjarnan skil milli Suður- og Norður-Evrópu. Nú lægju hugsanlega skýrari mörk milli austurs og vesturs. Á ekki að leggja árar í bát Markús sagði að engum hefði dott- ið í hug að Ísland myndi hætta þátt- töku í keppninni. Engin ástæða væri til að bregðast þannig við. „Þetta eru vonbrigði en menn verða að komast yfir það. Það á ekki að leggja árar í bát þó þetta hafi farið svona í þetta skipti,“ sagði hann. Þó stöku sinnum hefði gengið illa hefðu Íslendingar komið aftur bjartsýnir að ári enda ættu þeir fullt erindi í keppnina. Og Markús er sannarlega ekki bú- inn að leggja ára í bát. „Við höfum alltaf verið að ræða þann möguleika að við færum með sigur af hólmi í þessari keppni. Við höfum nú ekki gert það ennþá en það hlýtur sann- arlega að koma að því. Og þá hafa menn spurt hvernig við ætlum að standa að keppninni. Ég óttast það ekkert að við gætum ekki tekið mynd- arlega á því verkefni,“ sagði hann. Stefnt að for- keppni fyrir Evróvisjón á næsta ári Markús Örn Antonsson MAÐUR finnur fyrir algeru magn- leysi enda eru þetta aðstæður sem maður hefur aldrei upplifað,“ segir Elsa Waage, söngkona á Ítalíu, um mannránið á Clementinu Cantoni í Kabúl sl. mánudag. Cantoni er mjög nákomin Elsu og fjölskyldu hennar því eiginmaður Elsu, Emil- io De Rossi, er móðurbróðir Cant- oni. „Hún er alveg yndisleg stúlka og hafði alla möguleika á að lifa þægilegu lífi en tók þá stefnu að sinna hjálparstarfi,“ segir Elsa. Cantoni hefur undanfarin þrjú ár starfað á vegum hjálparsamtak- anna CARE og hjálpað afgönskum ekkjum og einstæðum mæðrum. Er hún mjög virt og elskuð meðal skjólstæðinga sinna. Hún er 32 ára að aldri og nam alþjóðastjórnmál og sálfræði í Lundúnum. Aðeins vika var eftir af starfstíma hennar í Afganistan þegar henni var rænt á mánudagskvöld. „Það er engin lausn í málinu eins og er. Það hafa heyrst alls kyns raddir en það sem við hræð- umst mest er að hún verði seld. Málið er ekki pólitískt eins og er en sagt er að mannræningjarnir séu á eigin vegum – þeir vilji fá fanga leysta úr haldi og að áfengi verði bannað og að einhverjum sjónvarpsútsendingum verði hætt. Við trúum að hún sé á lífi og verð- um að trúa því að málið leysist.“ Gríðarmikið hefur verið fjallað um málið í ítölskum fjölmiðlum og sitja fjölmiðlamenn um heimili for- eldra Cantoni. Elsa segir að Cantoni hafi ávallt verið mjög passasöm á ferðum sín- um í Kabúl og klætt sig í samræmi við reglur þar að lútandi. „Hún hefur alltaf fylgt mjög þeim reglum sem fylgja sjálfboðaliða- starfi sem þessu.“ Fjölskyldu Cantoni hefur borist upptaka af rödd hennar þar sem hún segist vera við góða líðan. Ekkjur sem notið hafa aðstoðar CARE hafa síðustu daga mótmælt ráninu á Cantoni. Ítalski hjálparstarfsmaðurinn Clementina Cantoni í haldi mannræningja er nákomin Elsu Waage söngkonu á Ítalíu Finn fyrir algeru magn- leysi í svona aðstæðum Elsa Waage Clementina Cantoni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.