Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gunnsi, babbi. Á leiðtogafundi Evr-ópuráðsins íVarsjá á dögunum fjallaði Davíð Oddsson ut- anríkisráðherra um mál- efni Mannréttindadóm- stóls Evrópu í Strassborg og taldi nauðsynlegt að breytingar yrðu á starf- semi dómstólsins. Vel þyrfti að athuga hvaða mál væru tekin til efnismeð- ferðar hjá dómstólnum, sem eigi ekki að vera áfrýjunardómstóll aðildar- ríkjanna heldur einbeita sér að brotum á grundvallarmann- réttindum. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunar- og þjóðarétti, segir að á vettvangi Mannrétt- indadómstólsins sé horft til þess að minnka þurfi málafjölda. Á síð- asta ári hafi til dæmis aðeins um 100 af 800 dómum, sem dómstóll- inn kvað upp, haft þýðingu fyrir skýringu Mannréttindasáttmála Evrópu og þar af gífurlegt hlutfall eingöngu fjallað um málshraða, sem sé kaldhæðnislegt í ljósi þess að þannig lengist málshraði hjá dómstólnum sjálfum. „Með því að beita nýju ákvæði 14. viðauka sem breytir 35. gr. sáttmálans er hugsanlegt að takist að minnka kæruflóðið. Samkvæmt ákvæðinu verður minni háttar óhagræði þannig ekki skoðað hjá dómstólnum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig dómstóllinn beitir þessari heimild.“ En álagið á dómstólnum kemur einnig til af því ný ríki eru orðin aðilar, ríki þar sem mannréttinda- brot eru jafnvel kerfislæg vanda- mál. „Í Rússlandi til dæmis getur fangi kvartað yfir óviðunandi að- stæðum í fangelsi, sem er brot á þriðju grein sáttmálans um ómannúðlega meðferð. Málið nær fram að ganga og hann fær bætur en þá koma 100.000 fangar á eftir honum, sem ekki er hægt að banna að kæra“ segir Björg. Leiðtogaráð Evrópuráðsins samþykkti nýlega ályktun þar sem aðildarríki eru hvött til þess að auka vitneskju um efni sáttmál- ans og rétta framkvæmd Mann- réttindadómstólsins. Þannig eiga dómstólar að geta tekið með í reikninginn og beitt þessari vitn- eskju til að sjá fyrir um hver er fyrirsjáanleg niðurstaða miðað við túlkun Mannréttindadómstólsins. Sérstök áhersla er lögð á kynn- ingu í þeim ríkjum sem eru nýir aðilar og hafa litla þekkingu á sáttmálanum og framkvæmd hans. Á Íslandi og öðrum eldri aðild- arríkjum er sáttmálinn talinn vel kynntur og ýmislegt gert til að stuðla að þekkingu á honum. Það mun raunar einnig ein ástæðna þess að kærum fjölgar. Jafnvel þótt dómstólar fari ítarlega yfir og rökstyðji út frá Mannréttindasátt- málanum getur kærandi engu að síður verið ósáttur ef hann tapar málinu. Ef engin fordæmi liggja fyrir er engu hægt að slá föstu um niðurstöðu Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Á heildina litið telur Björg þó að megi ætla að ef efni Mannréttindasáttmálans er betur þekkt meðal dómstóla aðildarríkj- anna verði mannréttindi betur vernduð. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður segir að ef litið sé á þá dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sé lítið um dóma sem ekki skipta máli með einhverjum hætti og ekki eru liður í réttarþróun Evrópu. Að vísu komi vissar teg- undir af sambærilegum málum endurtekið fyrir. „Í slíkum tilfell- um þarf Evrópuráðið að beita póli- tískum þrýstingi á aðildarríkin um að lagfæra sín mál.“ Að öðru leyti telur Ragnar ekki tímabært að draga saman segl dómstólsins, ekki síst þegar ný ríki eru gengin inn í Evrópuráðið. Hann segir að ef litið er til Íslands hafi allir dómar og sáttir sem tengjast Íslandi verið merkileg fyrir íslenska réttarþróun. „Því vil ég ekki þrengja aðgang að dóm- stólnum. Ég bendi á að áhrif hans eru ekki síst fólgin í að hafa áhrif á dómstóla heimalandanna sem taka mið af hans afstöðu þegar dæmt er í mannréttindamálum, vitandi að dómnum gæti verið snúið við. Mál geta virst smávægi- leg, eins og mál Þorgeirs Þorgeir- sonar gegn Íslandi. Hann fékk 10.000 króna sekt í Hæstarétti en mál hans olli þó byltingu í ís- lenskri réttarframkvæmd.“ Ragnar vill því alls ekki fórna málskotsréttinum. Kosta þurfi meira til dómstólsins í peningum, fjölga deildunum og auka afköstin. „Hérlendis þarf að bæta þekk- ingu á mannréttindum. Mannrétt- indaskrifstofa Íslands átti að sinna því hlutverki en ekki tekist nógu vel þar sem á síðari árum hefur hún mætt andstöðu þeirra sem með ríkisvaldið fara. Því vantar upp á þekkingu á mann- réttindum. Oft verða frumvörp til í ráðuneytum sem stangast á við okkar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Ekki er nóg að ræða um vernd mannréttinda á ráðstefnum erlendis. Það þarf að tala um mannréttindi hér heima, bæði okkar sem hér búum og okk- ar þátttöku í alþjóðlegu mannrétt- indastarfi,“ segir Ragnar. Fréttaskýring | Gífurlegt álag á Mannrétt- indadómstól Evrópu Færri mál til meðferðar? Þúsundir mála af nákvæmlega sama efnislegum toga berast til Strassborgar Aðsetur Mannréttindadómstóls Evrópu. Öll réttindi í sáttmálanum grundvallarmannréttindi  Þrátt fyrir að Mannréttinda- dómstóll Evrópu hafi nú heimild til að vísa „minni háttar hags- munamálum“ frá, er í Mannrétt- indasáttmála Evrópu enginn greinarmunur gerður á vægi mismunandi réttinda. Dómstóll- inn hefur því fjallað um ólík rétt- indabrot og mál þar sem um lítil óþægindi var að ræða fyrir stefn- endur haft gífurleg áhrif á rétt- arframkvæmd í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.