Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú skoðuð Shanghai-safnið í gær sem hefur aðgeyma allt að fjögur þús- und ára gamla fornmuni, í opin- berri heimsókn forsetans til Kína. Þá héldu forsetahjónin til borg- arinnar Qingdao þar sem þau skoð- uðu m.a. frystihús en þau eru vænt- anleg aftur til Peking í dag. Á morgun heldur forsetinn heim ásamt föruneyti Þessi mynd var tekin í fyrrakvöld þar sem forsetinn og forsetafrú nutu útsýnisins á Bund, vestur- bakka Huangpu, sem liggur í gegn- um Shanghai. Sagt hefur verið að vestrið hafi nánast stofnað eigið borgríki á Bund á fyrri hluta tutt- ugustu aldar. Nú er staðurinn órækasta vitnið um uppgang Kína á 21. öldinni. Á hinum bakkanum stendur hverfið Pu Dong þar sem hvert glæsta háhýsið tekur við af öðru. Morgunblaðið/Karl Blöndal Halda heim á morgun Að sögn Ellerts B. Schram, for- manns Samtakanna 60+, var einkum fjallað um kjör og hag eldri borgara á fundinum í gærmorgun auk þess sem greint var frá helstu viðburðum í fé- lagsstarfinu. Samtökin voru stofnuð fyrir tveimur árum og segir Ellert þau enn vera á mótunarstigi en innan þeirra eru nú um 800 félagar. Á fund- inum var samþykkt ályktun þar sem skorað var á þingmenn Samfylking- arinnar að beita sér fyrir hækkun bóta til aldraðra þannig að þær fari ekki undir 140 þúsund krónum á mán- uði, en samtökin telja upphæð bót- anna í dag vera undir fátæktarmörk- um og ekki mannsæmandi. Sigrún Grendal, formaður lands- fundarnefndar, segir að um 1.000 manns eigi seturétt á landsfundinum og að búist sé við því að fjöldi gesta fari yfir þá tölu í hádeginu í dag, þeg- ar úrslit í formannskjöri verði til- kynnt og kosning í önnur embætti flokksins hefjist. Gagnrýndi smöl- un á kjörskrár STEFÁN Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylking- arinnar, sagði á landsfundi flokks- ins í gær að hann væri ósáttur við að formannskosningar eða prófkjör væru notuð til að smala fólki á kjör- skrár, sem ekki hefði áhuga á flokknum og ekki ætlaði að starfa innan hans. Stefán tók fram í upphafi að póst- kosningin í formannskjöri flokksins hefði að mörgu leyti tekist vel. Margir hefðu gengið í Samfylk- inguna af eigin áhuga til að taka þátt í kjörinu. Það væri bjarta hlið málsins, sagði hann og bætti við: „Ég er ósáttur við það þegar kosn- ingar eins og þessar eða prófkjör eru notuð til að smala fólki á skrár, fólki sem vitað er og opinberlega viðurkennt að hafi ekki áhuga á flokknum, muni ekki starfa innan hans og hafi jafnvel gengið frá því áður en það skráði sig í flokkinn að það verði afmáð af skrám um leið og það hefur gegnt svokallaðri skyldu sinni eða greiðasemi við við- komandi frambjóðanda.“ Hann sagði að menn gerðu sér upp heimsku og spyrðu og hvort það væri ekki gott að flokkurinn skyldi stækka. Svarið við spurning- unni væri já, ef innganga í flokkinn væri á forsendum heiðarlegs starfs og einlægs áhuga. „En við vitum að oft er um brögð að ræða. Og gegn hverjum beinast þau? Þau beinast gegn þeim sem eru fyrir í flokkn- um. Vegna þess að fjöldi sem kem- ur á skrár flokksins undir fölskum forsendum rýrir í raun áhrifavald þeirra sem fyrir eru og starfa af heiðarleika. Áhrifavald einlægra flokksmanna er gengisfellt.“ Hvatti hann til þess að fegurri stjórnmál yrðu ástunduð í kosningum í fram- tíðinni. FJÖLMARGAR ályktunartillögur hafa verið lagðar fram á lands- fundi Samfylkingarinnar. Meðal annars er lagt til að fundurinn álykti að setja þurfi stærstu fyr- irtækjum landsins lög um hlutfall kynjanna í stjórnum sínum, þ.e. ef hlutur kvenna eykst ekki til muna innan fimm ára. „Breytist ekki hlutfall kvenna þarf tímabundna löggjöf sem tryggir 40% hlut beggja kynjanna í stjórnum stærstu fyrirtækjanna,“ segir m.a. í drögum að stjórnmálaályktun fundarins. Í ályktun um heilbrigðismál er m.a. lagt til að nýr Landspítali verði byggður fyrir söluandvirði Símans. Þar er einnig lagt til að heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu verði skipt í tvö ráðuneyti; heilbrigðisráðuneytið sæi um veit- ingu heilbrigðisþjónustu en trygg- ingamálaráðuneytið sæi m.a. um að kaupa heilbrigðisþjónustu af opinberum eða einkareknum heil- brigðisstofnunum. Lög tryggi hlut kvenna í stjórn- um fyrirtækja HÉRAÐSDÓMUR Austurlands sýknaði í gær GT-verktaka ehf. og annan eiganda fyrirtækisins af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnurétt- indi útlendinga og lögum um útlendinga með því að hafa nýtt starfskrafta tveggja lettneskra rík- isborgara til aksturs hópbíla á Kárahnjúkasvæð- inu. Áður hafði dómurinn sýknað Lettana tvo af ákæru fyrir að hafa starfað hér á landi án atvinnu- leyfis. Í báðum dómunum eru rök dómsins þau, að Lettarnir, líkt og aðrir ríkisborgarar frá hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins, hefðu heimild til að koma til landsins og starfa hér í allt að þrjá mánuði frá komudegi, án sérstaks leyfis. Þá hefðu mennirnir verið launþegar hjá lettneskri starfsmannaleigu og því ekki þurft atvinnuleyfi. Annar eigandi GT-verktaka hélt því fram að Lettarnir hefðu ekki verið ráðnir til starfa hjá GT- verktökum heldur komið til landsins á grundvelli þjónustusamnings sem dregist hefði að undirrita þar til 29. mars sl. Hinn eigandinn staðfesti að verktakasamningur hefði verið á milli GT-verk- taka og Vislande, sem er lettnesk starfsmanna- leiga, en sagðist ekkert hafa komið nálægt samn- ingsgerð. Framburður hans fékk stoð í framburði framkvæmdastjóra Vislande sem bar að Lettarnir hefðu verið starfsmenn fyrirtækisins við að veita þá þjónustu sem þjónustusamningur þess og GT- verktaka kvæði á um. Þeir hefðu ekki verið verk- takar og hinir óundirrituðu samningar hefðu ein- ungis verið tillögur sem aldrei komu til fram- kvæmda. Lettarnir báru að þeir hefðu eftir að lögregluskýrslur voru teknar af þeim verið launþegar hjá Vislande en fram að því hefðu þeir verið einhvers konar verktakar hjá fyrirtækinu. Héraðsdómur taldi að þótt framburður Lett- anna þætti renna stoðum undir að ráðningarsam- band hefði ekki verið frá upphafi milli þeirra og Vislande, þætti ákæruvaldinu ekki með hliðsjón af framburði framkvæmdastjóra Vislande, hinum undirritaða þjónustusamningi og framburði ákærða hafa tekist að sanna það sbr. lög um með- ferð opinberra mála. Varð því að miða við að ráðn- ingarsamband hefði frá upphafi verið til staðar, en það væri eitt af skilyrðum laga um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja fyrir því að lögin gætu átt við. Málið dæmdi Þorgerður Erlendsdóttir héraðs- dómari. Verjandi var Marteinn Másson hdl. og sækjandi Helgi Jensson sýslufulltrúi. GT-verktakar og annar eigandinn sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands Brutu ekki lög með því að nýta starfskrafta Lettanna RÓTARÝKLÚBBURINN Reykja- vík-Austurbær hefur gefið fjóra fiskibáta ásamt veiðarfærum til fiskimannafjölskyldna í Andra Pradesh-fylki á Indlandi sem misstu aleigu sína í flóðbylgjunni í desember. Gjöfin er hluti af samstarfs- verkefni rótarýhreyfingarinnar í Andra Pradesh og 65 rótarý- kklúbba í 10 löndum. Alls voru gefnir 180 bátar og veiðarfæri og er verkefnið liður í uppbyggingu á svæðinu. Á þessum slóðum eru fiskveiðar aðalatvinnugrein íbúa og með hverjum báti geta tvær fjölskyldur séð sér farborða. Rót- arýgjöfin kemur því 360 fjöl- skyldum á þessum slóðum til góða. Myndin er af einum bátanna sem klúbburinn gaf ásamt eig- endum og félögum úr alþjóða Rótarýhreyfingunni. Rótarý gefur báta til fjölskyldna í Andra Pradesh-héraði. Gáfu fjóra báta til hamfarasvæðanna ÞORMÓÐUR Þormóðsson, rann- sóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa, hefur verið ráðinn til Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO, í Kanada. Mun hann gegna starfi ráðgjafa í flugslysarann- sóknum og hefur fengið leyfi frá störfum hjá RNF í þrjú ár frá 1. ágúst næstkomandi. Auglýst verður eftir staðgengli Þormóðs hjá RNF á allra næstu dögum. Þormóður segir að þetta sé spennandi starf hjá áhugaverðri stofnun. Starfssvið hans verður annars vegar að veita ráðgjöf innan stofnunarinnar varðandi flugslysarannsóknir og hins veg- ar að veita rannsóknarnefndum aðildarlandanna ráðgjöf. Felst starfið m.a. í því að fylgjast með nýjungum og þróun í flug- slysarannsóknum, leggja til hvernig þeim er hrundið í fram- kvæmd af hálfu ICAO og fylgja því eftir hjá rannsóknarnefnd- unum. Einnig verður Þormóður fulltrúi ICAO á ýmsum vettvangi varðandi flugöryggismál og flug- slysarannsóknir. Ánægjuefni að sóst er eftir Íslendingum Íslendingar hafa löngum átt fulltrúa hjá ICAO og segir Þor- móður að Gunnar Finnsson, sem starfaði þar í áratugi og stjórnaði m.a. fjármálum, hafi hvatt sig til að þiggja starf- ið. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, segir það ánægjuefni og heiður að sóst sé eftir starfs- kröftum Íslendinga á alþjóðavísu og því hafi Þormóði verið veitt leyfi frá starfinu hjá RNF í þrjú ár. Þormóður Þormóðsson lauk prófi í flugrekstrar- og tækni- stjórnun frá Embry-Riddle há- skólanum í Bandaríkjunum og tók jafnframt atvinnuflugmanns- próf og lauk námi í flugvirkjun. Þá hefur Þormóður sótt sérhæfð námskeið í Bretlandi og Banda- ríkjunum á sviði flugslysarann- sókna, m.a. um þyrluslys, þotu- hreyfla og mannlega þáttinn í flugi. Starfaði hann að gæða- málum hjá Flugleiðum, Atlanta og Íslandsflugi áður en hann réðst til Flugmálastjórnar og síð- ar Rannsóknarnefndar flugslysa. Þormóður og fjölskylda hans, kona og tveir drengir, flytja í sumar til Montreal í Kanada og tekur hann við starfinu 1. ágúst. Þormóður Þormóðsson í þriggja ára leyfi frá Rannsóknarnefnd flugslysa Ráðinn í ráðgjafar- störf til ICAO Þormóður Þormóðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.