Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÁTASMIÐJA Guðmundar í Hafnarfirði sjósetti í byrj- un maí fyrsta bátinn af gerðinni Sómi 1200. Bát- urinn heitir Anna GK 540 og er í eigu Festar í Grinda- vík. Báturinn er nú á sýn- ingarferð um landið Báturinn mælist 15 tonn, er 11,8 metra langur og mesta breidd er 3,7 metrar. Í honum er 650 hestafla Volvo Penta-aðalvél og siglingatæki eru öll frá R Sigmunds af Raymarine gerð. Línuspil og renna eru frá Sjó- vélum. Bógskrúfan er 25 hestöfl og sjálf aðalskrúfan er óvenju stór, 36 tommur í þvermál og er frá Clem- ents á Englandi. Í lest er rými fyrir tólf 660 lítra fiskikör. Í lúkar er svefnpláss fyrir fjóra. Anna GK verður gerð út á línuveiðar. Að sögn Óskars Guðmundssonar hjá Bátasmiðju Guðmundar stóðst báturinn allar væntingar um stöð- ugleika og sjóhæfni, enda sé orðin mikil reynsla í smíði hraðfiskibáta hjá fyrirtækinu. „Þessi bátur er númer 401 í röð Sómabátanna og er með sama sniði og fyrri bátar. Nú orðið sækjast menn eftir stærri bát- um og við höfum útbúið mótið þann- ig að við getum smíðað í því enn stærri bát, 14 metra langan sem mælist 24 tonn og með yfirbyggingu ef menn óska þess,“ segir Óskar. Óskar og félagar eru þessa dag- ana með Önnu GK á hringferð um landið, voru í gær á Snæfellsnesi en verða í dag á Patreksfirði, Tálkna- firði, Bolungarvík og Ísafirði. Þeir fara síðan fyrr Horn á Skagaströnd og verða í Grímsey á mánudag. „Við höfum haft það fyrir venju að fara með nýja báta til væntanlegra við- skiptavina til að sýna þá og kynna. Eins þykir okkur nauðsynlegt að prófa bátana sjálfir við ólíkar að- stæður,“ segir Óskar. Nýr og stærri Sómi „HEIMAMENN hafa verið að veiða í kuldanum síðustu daga og þeir hafa verið að ná bleikjunni með beitu, maðk og makríl, og á spún, en minna á fluguna,“ sagði Þröstur Elliðason, leigutaki Breiðdalsár, en í fyrradag náðu veiðimenn 70 sjóbleikjum í ánni og daginn þar á undan 90, þrátt fyrir að menn hafi staðið við í norðan blæstri og jafnvel éljum. „Þar af voru sjö sjóbirtingar, sem er mjög óvenjulegt. Talan í Breiðdalnum er eitthvað á fjórða hundrað silungar í maí, sem er mjög ánægjulegt.“ Sil- ungurinn er allt að fimm pundum, en af öllum stærðum. Þröstur sagði einnig frá bleikju- skotum í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, en menn sem veiddu þar í byrjun vikunnar náðu 27 bleikjum á tveimur dögum og sögðu þær hafa verið vel haldnar. Menn hafa annars einkum verið að skjótast vestur um helgar og hefur veiðin verið upp og ofan til þessa. Þegar Þröstur var spurður um Minnivallalækinn, sagði hann að ekki væri gaman að veiða urriða á flugu í kulda. „Þá tekur hann ekki vel. Menn hafa verið að fá einhverja fiska en það fer ekkert í gang fyrr en það fer að hlýna.“ Birtingur tekur enn Hægt hefur yfir sjóbirtings- veiðum, enda telja kunnugir að birt- ingurinn sé víða genginn til sjávar. Í Vatnsmótunum hafa veiðimenn samt verið að taka einn og einn fisk, einn náði þannig horaðri á að giska sex punda hrygnu af Bökkunum á mið- vikudag og synti hún aftur út í strauminn. Og síðar sama dag náðu tveir félagar 15 fiskum í Tungulæk, á stuttum tíma; með tíu birtingum, niðurgöngufiski og geldingum, voru fimm vænar bleikjur. Mikil hrygning – minni veiði Fjölmennt var á af- mælisráðstefnu Stangaveiðifélags Reykjavíkur í vikunni, þar sem rætt var um veiða-sleppa aðferðina og viðkomu laxaseiða í ánum. Meðal framsögu- manna var Jón Krist- jánsson fiskifræðingur, sem kynnti kenningar sínar um að undan stórum hrygning- arstofnum kæmu lé- legri laxaseiði og heimtur yrðu minni Þetta gerði það að verkum að hrygning þau sumur sem mikið væri af laxi í ánum skilaði lé- legri laxveiði er þeir árgangar skil- uðu sér aftur í viðkomandi á og afföll yrðu meiri. Orri Vigfússon greindi frá árangri þess að sleppa fiski í Selá í Vopna- firði, og hefðu þær aðgerðir skilað sér í mun meiri laxgengd og mun meiri lax væri í ánni fram á haustið. Með þessu mætti auka efnahagsleg áhrif stangaveiða, verðmæti veið- anna ykjust, svo og ánægja og um- gengni veiðimanna um árnar. Sjóbirtingi sleppt aftur í Tungulæk. Góð sjó- bleikjuveiði í Breiðdal veidar@mbl.is.s Morgunblaðið/Einar Falur STANGVEIÐI JÓHANNES M. Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) segir að með breytingum sem gerðar voru á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna árið 1996 hafi vald ráð- herra til að ráða og reka starfsmenn flust yfir til ríkisstofnana. Því sé það ekki rétt sem Tómas Zoëga, fyrrver- andi yfirlæknir á geðsviði LSH, held- ur fram, að ráðherra hafi einn vald til að segja honum upp störfum, þar sem hann var ráðinn til starfa áður en breytingin tók gildi. Jóhannes segist hins vegar ekki líta svo á að Tómasi hafi verið sagt upp sem yfirlækni, heldur hafi starfi hans verið breytt. Tómas heldur hinu gagnstæða fram og hefur höfðað mál á hendur LSH vegna breytinga sem gerðar voru á starfi hans frá 1. maí. Mun hann samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar LSH frá þeim degi gegna störfum sérfræðilæknis en ekki yfirlæknis þar sem hann hafi ekki farið eftir ákvörðun stjórnar- nefndar LSH frá 2001 um að hætta stofurekstri meðfram yfirlæknis- starfi sínu á sjúkrahúsinu. Langur aðlögunartími Jóhannes segir þá yfirlækna sem séu með sjálfstæðan stofurekstur ut- an sjúkrahússins teljandi á fingrum annarrar handar. Hann segir að vissulega eigi eitt yfir alla að ganga og verði það gert. Bendir hann á að Tómas muni halda óskertum launum eftir breytinguna. „Spítalinn hefur reynt að fram- fylgja þessari stefnu sinni mildilega. Hann hefur gefið fresti og langan að- lögunartíma. Það eru nokkrir ein- staklingar sem eru enn með stofu- rekstur og við erum að fara í þau mál núna.“ Tómas telur ákvörðun stjórnar- nefndar frá árinu 2001 um helgun yf- irmanna ekki standast lög en því and- mælir Jóhannes. „Þessi ákvörðun var hluti af stefnumótun sjúkrahússins. Starf yfirlæknis er fullt starf og ég tel að það geti orðið árekstar á milli þess og sjálfstæðs stofureksturs úti í bæ. Það eru ákvæði í starfsmannalög- unum sem segja það alveg skýrt að vinnuveitandi hafi íhlutunarrétt ef starfsmaður stofnar til atvinnu- rekstrar eða ræður sig að hluta til í annað starf meðfram. Ég held að það sé siðferðilega rangt að starfsmaður geti einhliða átt þann rétt.“ Jóhannes segir að mál Tómasar sé mikið prófmál. „Ef svo ólíklega fer að niðurstaðan verði sú að við hefðum ekki þann rétt að marka stefnu sem þessa þá mun það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ekki bara fyrir spítalann heldur op- inbera stjórnkerfið allt saman. Þetta fjallar um grundvallaratriði, hvort opinber fyrirtæki hafi rétt til þess að gera þá kröfu á sína stjórnendur að þeir starfi ekki annars staðar.“ Stórmál ef LSH hefur ekki rétt til að krefjast helgunar yfirmanna UPPI eru hugmyndir um að sameina Félag skipstjórnarmanna og Far- manna- og fiskimannasamband Ís- lands. Þetta kom fram í ræðu Árna Bjarnasonar, formanns Félags skip- stjórnarmanna, á fyrsta aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var í gær. Félag skipstjórnarmanna var formlega stofnað hinn 24. janúar 2004 við sameiningu þriggja félaga í eitt, en það voru Skipstjóra- og stýri- mannafélag Norðlendinga, Aldan og Félag íslenskra skipstjórnarmanna. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir á Suðurnesjum hafnaði samein- ingu við FS fyrr í þessum mánuði. Sagði Árni að nú þyrfti að skoða hvernig bregðast ætti við þessari nið- urstöðu. Árni sagðist persónulega þeirrar skoðunar að ekki væri viðunandi til lengri tíma litið að halda úti Far- manna- og fiskimannasambandi við hlið FS. Sagði hann að þeirri hug- mynd hefði verið komið á framfæri að sameina FFSÍ og FS. „Þetta er all- róttæk hugmynd og erfitt að sjá fyrir hvaða afleiðingar slík tillaga hefði. Hvort hún myndi flýta eða tefja fyrir sameiningu félaganna eða hvort hug- myndin væri hreinlega ekki tímabær. Þetta er eitt af þeim málum sem horfa verður til í náinni framtíð og marka þá stefnu sem heillavænlegust verður fyrir okkar unga félag.“ Sagði Árni að þeir tæplega sextán mánuðir sem liðnir væru frá stofnun FS hefðu verið viðburðaríkir. Í maí 2004 var undirritaður kjarasamning- ur milli FS fyrir hönd farmanna og Samtaka atvinnulífsins. Einnig er bú- ið er að semja við Björgun og í gangi eru samningaviðræður milli FS og samninganefndar ríkisins vegna skip- stjórnarmanna hjá Landhelgisgæsl- unni. Þá er einnig nýverið lokið samn- ingum milli FS og Hafrannsókna- stofnunar vegna skipstjórnarmanna á þeirri stofnun. Hinn 30. október sl. var svo und- irritaður samningur milli Landssam- bands íslenskra útvegmanna annars- vegar og Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands og Sjómannasam- bands Íslands hinsvegar, að afloknum u.þ.b. 60 samningafundum. Sagði Árni að þá hefði verið of langt um liðið síðan tekist hefði að klára samninga milli sjómanna og útvegsmanna án ut- anaðkomandi afskipta. Ræða sameiningu við FFSÍ Morgunblaðið/Jim Smart Frá fyrsta aðalfundi Félags skipstjórnarmanna. ÚR VERINU George Lucas á morgun  Skarphéðinn Guðmundsson hitti heilann á bak við stjörnustríðið í Cannes
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.