Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 19

Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 19 ERLENT Flísar - úti og inni - Varanleg lausn Verðdæmi: 30 x 30 kr. 1.150,- m2 Gegnheilar útiflísar á svalir, tröppur, sólstofur og jafnvel bílskúrinn. TALSMENN Alþjóða Rauða kross- ins gagnrýndu í gær harðlega þá ákvörðun breska götublaðsins The Sun að birta ljósmyndir af Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, þar sem hann sést m.a. á nærbux- unum einum fata. Telja þeir mynd- birtinguna brot á Genfarsáttmál- anum um mannúðlega meðferð stríðsfanga en þar er m.a. kveðið á um að stríðsföngum sé hlíft við „for- vitni almennings“. Breska ríkisútvarpið, BBC, hafði eftir lögfræðingi Saddams í gær- kvöldi að hann hygðist höfða mál gegn The Sun vegna myndbirting- arinnar. Fyrirsögnin á forsíðu The Sun í gær var: harðstjórinn á brókunum. Fylgdi með heilsíðumynd af Saddam sem virðist þar vera að klæða sig í fötin í fangaklefa í Írak. Saddam var handsamaður í desember 2003 og hefur síðan þá dvalið í fangaklefa einhvers staðar í Írak. Farið er háðulegum orðum um Saddam í The Sun, hann sagður orð- inn gamall maður, „búinn að vera“. Blaðið segist hafa fengið myndirnar af Saddam frá heimildarmanni í Bandaríkjaher sem vonaðist til þess að birting þeirra yrði til að veikja uppreisnina í Írak. Með því að birta þessar myndir af Saddam yrði írösk- um almenningi ljóst að hann væri ekkert „ofurmenni“, heldur „aðeins gamall og venjulegur maður“. BBC hefur hins vegar eftir sér- fræðingum í málefnum Mið- Austurlanda að margir arabar muni álíta myndbirtinguna grófa móðgun og að hún ali því enn frekar á hatri á Bandaríkjunum í heimshlutanum. „Frábærar, táknrænar myndir“ Talsmenn Bandaríkjahers sögðust telja að myndirnar væru frá því fyrir um ári. Rannsókn hefur verið fyr- irskipuð á því hver tók myndirnar og menn ráða einnig ráðum sínum um hvernig eigi að refsa þeim sem tók þær og kom á framfæri við fjöl- miðla, að sögn Don Dees, fulltrúa Bandaríkjahers. Dees sagði að reglur bandaríska varnarmálaráðuneytisins bönnuðu að gert væri lítið úr föngum með þessum hætti, auk þess sem mynd- irnar væru jafnvel brot á Genfar- sáttmálunum. The Sun varði hins vegar þá ákvörðun að birta myndirnar. Hafði BBC eftir Graham Dudman, rit- stjóra blaðsins, að ritstjórnin hefði velt því lengi fyrir sér hvort birta ætti myndirnar en komist að þeirri niðurstöðu, að fréttagildi þeirra væri slíkt að ekki væri annað hægt. „Þetta eru frábærar, táknrænar myndir og ég efast um að nokkurt dagblað, tímarit eða sjónvarpsstöð, sem hefði fengið myndirnar hefði ákveðið að birta þær ekki.“ „Þetta er maður sem myrti minnst 300 þúsund manns – eigum við að vorkenna honum af því einhver tók mynd af honum?“ Gagnrýna birtingu mynda af Saddam Reuters Ætlar að höfða mál gegn The Sun Havana. AFP. | Andófsmenn á Kúbu hófu tveggja daga ráðstefnu um lýðræði í Havana í gær og ögruðu þannig Fidel Castro, leiðtoga kommúnistastjórnar landsins, sem meinaði fjórum evrópskum þing- mönnum að sitja ráðstefnuna. Castro gagnrýndi ráðstefnuna harkalega og sagði að Bandaríkja- stjórn stæði fyrir henni. George W. Bush Bandaríkjaforseti sendi andófsmönnunum skrifleg skilaboð þar sem hann kvaðst vera viss um að Kúba yrði senn frjálst land. „Enginn harðstjóri getur staðið gegn mætti lýðræðisins til eilífð- ar.“ Um 200 manns voru við setn- ingu ráðstefnunnar. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem slík lýð- ræðisráðstefna er haldin í landinu. Áður voru fjórir þingmenn – tveir frá Póllandi, einn frá Þýska- landi og sá fjórði frá Tékklandi – stöðvaðir á flugvellinum í Havana og þeim var vísað úr landi. Þeir voru allir með vegabréfsáritun og ætluðu að sitja ráðstefnuna. Utanríkisráðherrar Þýskalands og Tékklands fordæmdu brottvís- anirnar. „Þær sýna svo ekki verð- ur um villst að alræðisstjórn er við völd á Kúbu,“ sagði Cyril Svoboda, utanríkisráðherra Tékklands. Andófsmenn bjóða Castro birginn Evrópskum þingmönnum vísað frá Kúbu vegna ráðstefnu um lýðræði Peking. AFP. | Kínversk stjórnvöld leit- uðu í gær eftir sáttum við Bandaríkin og Evrópusambandið í deilu um stór- aukinn útflutning á kínverskum vefn- aðarvörum og sögðust ætla að hækka útflutningsgjöld á 74 vöruflokkum frá og með 1. júní. Kínverska fjármálaráðuneytið hafði áður lagt 2-4% útflutningsgjöld á 148 vöruflokka eftir að alþjóðlegur samningur, sem takmarkaði útflutn- ing á vefnaðarvörum, féll úr gildi 1. janúar. Þessi gjöld höfðu hins vegar lítil áhrif og ráðuneytið hefur nú ákveðið að hækka gjöldin á 74 þess- ara vöruflokka um allt að 400% til að draga úr útflutningnum sem hefur aukist um allt að 500% frá áramótum. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði að hún vildi fá frekari upplýsingar um gjöldin áður en hún tæki afstöðu til þess hvort þau dygðu til að draga úr út- flutningnum. Stjórnvöld í Kína gefa eftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.