Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 32
32 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Ég er enginn sérfræðingurum te,“ segir Peter Hol-brok, prófessor við tann-
læknadeild Háskóla Íslands, þegar
hann er beðinn um að segja frá mis-
munandi tegundum af tei og te-
drykkju. Þessi fullyrðing hans er
ekki alveg sannleikanum samkvæm
því starfsfólk hjá Te og kaffi, einu
sérversluninni með te hér á landi,
þekkir vel til hans. Allt frá stofnun
verslunarinnar hefur hann verið
einn af dyggustu viðskiptavinunum
auk þess að vera þeim innan handar
með upplýsingar um tetegundir sem
hann hefur meðal annars kynnst á
ferðum sínum til Hong Kong.
„Það te sem ég var alinn upp við
er allt annað en það sem ég drekk í
dag,“ segir Peter, sem ólst upp í
Bretlandi, en hefur verið búsettur á
Íslandi í 24 ár. „Ég þekkti ekkert
annað en Typhoo-te eða Melroses,
sem allir þekkja en það er dökkleit
indversk teblanda.“
Peter er svo lánssamur að hafa
verið beðinn um að vera prófdómari
við tannlæknadeildina í Hong Kong
undanfarin þrjú ár. „Þaðan hef ég
komið með ýmsar tetegundir og þar
kynntist ég meðal annars hvítu tei,“
segir hann. „Ég hef komið með te
sem heitir Funding Jasmin-Dragon
Pearl sem er með löng mjó lauf.
Þau eru tekin og þurrkuð áður en
þau byrja að gerjast og inn í þau
eru sett jasmín-blóm og laufin
lokast eins og kónguló yfir blómið.
Þetta er alveg rosalega gott te og
mjög dýrt. Ég hef líka komið með
grænt te sem er ólíkt því, sem fæst
hér. Mér finnst grænt te mjög gott
enda er það mikil heilsubót.“
Peter drekkur bolla af tei á
morgnana, stundum um hádegið, og
alltaf þegar hann kemur heim úr
vinnunni.
„Besti bollinn er morgunbollinn
og svo bollinn sem ég drekk þegar
ég kem heim á kvöldin,“ segir hann
og segist hafa ákveðna skoðun á
hvaða tegund á við hvern bolla. „Ég
drekk svart kínverskt te, Keemun, á
morgnana og ef ég er heima í há-
deginu þá drekk ég kínverskt oo-
longe-te frá Formósu sem er aðeins
reykt á bragðið og sterkt og gott en
það hef ég drukkið síðan ég var
unglingur. Á kvöldin drekk ég svart
indverskt te frá Darjeeling-héraði.
Það er frekar sterkt en eftir að ég
hætti að nota mjólk eða sítrónu í te
þá hef ég það þynnra.“
Peter hefur tekið eftir því að te-
drykkja Íslendinga hefur breyst á
undanförnum árum. „Ég sé að það
er kominn kassi með mismunandi
tegundum af jurtatei í vinnunni,
sem greinilega er vinsælt,“ segir
hann. „Englendingar vilja frekar
sterkt ekta te á morgnana og helst
þannig að teskeiðin standi sjálf í
bollanum en ég þynni það alltaf.“
Peter segist yfirleitt sleppa því að
hita teketilinn eins og sumir gera
áður en hann hellir vatninu út á
laufin.
„Það er alveg óþarfi í heitum
heimahúsum,“ segir hann. „Ég er
með grisjupoka, sem ég set laufin í,
eina teskið fyrir hvern bolla og
hengi inn á teketilinn og læt trekkja
í um 3-4 mínútur. Tek þá grisjupok-
ann úr katlinum því ég vil ekki að
teið verði of sterkt en þegar ég er í
sumarbústaðnum nota ég síu í stað-
inn fyrir grisju.“
Peter færist í aukana þegar talið
berst að tedrykkjunni í sumar-
bústaðnum. „Þar er ég með eina
mjög sjaldgæfa tetegund, sem er
eins og klesstur köggull og lítur
helst út fyrir að vera af fjósgólfi og
lyktin er svipuð,“ segir hann og
hlær. „Þetta te er mjög skemmti-
legt á bragðið. Það er næstum því
appelsínugult á litinn með sterkri
fjósalykt og mjög hressandi. Ein af
þessum kínversku tetegundum sem
eru á óþekktum aldri.“
Peter segist gjarnan taka með
sér te frá Hong Kong þar sem úr-
valið er mikið. „Þegar fyrsta sér-
verslunin Te og kaffi var opnuð
spurði ég hvort þau gætu flutt inn
svart kínverskt Keemun-te og það
hefur verið til hjá þeim síðan,“ segir
hann. „Græna teið er í sókn enda er
það talið heilsubætandi og þegar ég
hef verið að vinna í Hong Kong
drekk ég helst grænt kínverskt te,
sem ritarinn færir mér á klukku-
tíma fresti þegar ég er að lesa yfir
próf. Síðast þegar ég var þar fór
TE | Peter Holbrok hefur ákveðnar skoðanir á tedrykkju
Eins og klesstur
köggull af fjósgólfinu
Eftir Kristínu Gunnarsdóttur
krgu@mbl.isTe er hollt, hollara en kaffi,segja sannir teunnendur.Þeir drekka helst ekkert
nema „ekta“ te af terunnum Cam-
ellia sinensis, allt annað te er að
þeirra mati soðið
vatn með aukaefn-
um. Te er ræktað
víða um heim en
fimm stærstu te-
ræktarlöndin eru
Indland, Kína, Sri
Lanka eða Ceylon,
Rússland og Indó-
nesía. Yfir 3.000
mismunandi tegundir
eru til en þrjár þær þekkt-
ustu eru, svart te, oolong te
og grænt te. Svörtu tei má líkja
við rauðvín, oolong tei við rósavín
og grænu tei við hvítvín.
Best þykir fyrsta uppskeran
sem kemur yfirleitt snemma á
vorin og eru einungis tvö fyrstu
blöðin tekin ef um gæðate er að
ræða eins og Darjeeling, te, sem
ræktað er við rætur Himalaja en
það er dýrasta te sem völ er á.
Aðrar vinsælar tetegundir eru
dökkt Assam-te, kennt við Assam
á Norður Indlandi.
Ceylon-te frá Sri Lanka og er
Nuwara Eliya talin vera ein besta
tegundin sem þaðan kemur.
Flestir þekkja Earl Grey-te,
sem er í raun teblanda. Oft sam-
sett úr laufum frá Assam og Ceyl-
on.
Í Formósa Oolong-tei eru hálf-
gerjuð telauf frá Taívan og Gun-
powder er grænt te, með örlitlum
ávaxtakeim, og á rætur til Kína og
Taívan. Grænt Gyokuro-te þykir
eitt besta græna teið, sem kemur
frá Japan. Hvítt te þykir bera af
en laufin eru tekin áður en þau
breiða úr sér og eru þau ljós á lit-
in jafnvel eftir gerjun. Jasmin-te
er það te, sem mest er drukkið í
Kína og er til bæði sem grænt te
og oolong te blandað jasmín-
blómum.
Keemun-te kemur frá Norður-
Kína og þykir eitt besta svarta
kínverska teið. Nilgiri-te er sterkt
ilmandi te frá hálendi Suður-
Indlands en Sencha-te er milt,
grænt te frá Japan.
TE | Svart, oolong, grænt og hvítt
Morgunblaðið/Eyþór
Þrjár tegundir af tei, grænt Bancha te frá Japan, Margaret’s hope frá
Indlandi og Yunnan te frá Kína.
Voruppskeran
er best
ENGLENDINGAR eru þekktir fyrir tedrykkju
og ber þar hæst það sem kallað er „síðdegiste“.
Sagan segir að Anna her-
togaynja af Bedford sem
uppi var 1788–1861, hafi
ráfað um eitt síðdegi,
svöng með tóman maga og
hálf undarlega tilfinningu og
langt til kvöldverðar. Henni datt þá í
hug að biðja um te og eitthvað „lítið“ og
„ljúffengt“, til dæmis samloku eða köku. Hug-
myndin féll í góðan jarðveg og fljótlega bauð hún
vinum og ættingjum í síðdegiste. Áður en varði
komst síðdegistedrykkja í tísku og farið var að gefa
út bækur með uppskriftum af smáréttum sem þóttu
við hæfi.
Eitthvað lítið og ljúffengt
Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677
www.steinsmidjan.is