Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
U
mræðan um fjölgun
öryrkja að und-
anförnu, og sú ofur-
áhersla sem verið
hefur á þá örfáu ein-
staklinga sem hugsanlega misnota
kerfið, hefur vakið hörð viðbrögð
hjá okkur sem sækjum endurhæf-
ingu í iðjuþjálfun geðsviðs LSH.
Við erum öll á örorku vegna veik-
inda okkar, en við erum öll ein-
staklingar sem erum að vinna í
okkar málum, að reyna að byggja
okkur upp til þess að geta farið aft-
ur í skóla eða út á vinnumark-
aðinn,“ segir Margrét Dögg
Hrannardóttir, sem ásamt sex öðr-
um skjólstæðingum iðjuþjálfunar
og starfsmanni, settist niður með
blaðakonu til að ræða þessi mál.
Eftir því sem samtalinu vindur
fram má ljóst vera að viðmælendur
undirritaðrar eru ósáttir við að
ekki sé meira rætt um þau úrræði
sem öryrkjum standa til boða við
að komast aftur út á vinnumarkað,
sem að þeirra mati virðast oft af
skornum skammti og jafnvel ekki
nægilega vel kynnt skjólstæðing-
unum. Lýsti einn í hópnum því sem
svo að í raun væri kerfið að svíkj-
ast um að hjálpa fólki aftur út í lífið
og nefndi í því samhengi langa bið-
lista og skort á upplýsingum um
úrræði. Eins velti hópurinn upp
þeirri spurningu af hverju sjónum
yfirvalda væri ekki í meira mæli
beint að því hvers vegna fólk verð-
ur öryrkjar. „Getur hugsast að
fjölgun öryrkja þýði ekki sjálfkrafa
að vandinn sé að aukast heldur
fremur að fólk sé orðið betur upp-
lýst um þau úrræði sem þó séu fyr-
ir hendi og leiti sér fremur að-
stoðar en áður? Og er það ekki
góðs viti?“ spyr Dagný Karlsdóttir
og bendir á að ef yfirvöld hafi grun
um að fólk sé að komast á örorku
sem ekki eigi þar heima þá hljóti
ábyrgðin að miklu leyti að liggja
hjá læknunum sem ávísa ör-
orkunni.
að slíkur stuðningur sé óm
anlegur, en benda á að ein
staklingur ráði auðvitað ek
sinna öllum sem á stuðning
að halda. Einnig nefna þau
samninga öryrkja sem afar
kvætt úrræði.
Litið á geðræn vandam
sem aumingjaskap
Umræðan berst næst að
dómum í garð öryrkja. Þeg
blaðakona varpar fram þei
spurningu hvort viðmælen
hennar finni fyrir fordómu
garð, svara þau öll játandi
„Það eru klárlega margir s
á geðræn vandamál sem le
aumingjaskap sem fólk eig
faldlega að rífa sig upp úr,
Helena Kolbeinsdóttir. Hr
Helga Indriðadóttir tekur
með Helenu og segist oft u
það að fólk líti á sig sem au
þegar hún segist vera öryr
hef líka oft fengið að heyra
ég hreinlega nenni ekki að
Mig langar hins vegar ekk
ar en að komast aftur anna
skóla eða vinnu,“ segir Hrö
Talið berst að starfsendurhæf-
ingunni í iðjuþjálfuninni, en ljóst
má vera að hún tekur mislangan
tíma eftir einstaklingum. Af sam-
ræðum við blaðakonu verður ljóst
að mikilvægt er að einstaklingar
fái ráðrúm til að undirbúa sig vel
og fari ekki of snemma aftur út á
vinnumarkað. Margir í hópnum
segjast hins vegar finna fyrir tölu-
verðri pressu um það að drífa sig
nú aftur út á vinnumarkaðinn og
einnig fái þau ósjaldan að heyra
það að þau séu nú bara letingjar
sem nenni ekki að vinna.
„Síðast þegar ég veiktist þá fór
ég á lyf og mánuði seinna fékk ég
vinnu, en ég hafði verið óvinnufær í
8–9 mánuði þar áður. Ég entist í
nýju vinnunni í þrjá mánuði, en þá
var ég orðinn úttaugaður, þjakaður
af þunglyndi og varð fyrir vikið
mun veikari en ég hafði verið áður.
Ég var hreinlega alls ekki nægi-
lega vel undirbúinn til þess að tak-
ast á við vinnuna. Ég hefði þurft
miklu lengri tíma og betri und-
irbúning til þess að vera andlega
tilbúinn til að þola álagið sem
fylgir því að vera aftur á vinnu-
markaði. Ég hafði svo lítið sjálfs-
traust að ég var sífellt stressaður
yfir því að ég gerði ekki hlutina
nógu vel,“ segir Gunnar Ólafsson.
Í framhaldinu berst talið að því
hvaða úrræði myndi auðvelda
mönnum í hans stöðu það að fara
aftur út á vinnumarkaðinn. Allir
eru sammála um að lykilatriðið sé
að hjálpa fólki við að byggja upp
sjálfstraustið til að takast aftur á
við vinnuumhverfið og þar gegni
endurhæfingin í iðjuþjálfuninni
gríðarstóru hlutverki. Annað sem
hefur sýnt sig virka vel er að veita
fólki handleiðslu þegar það snýr
aftur út á vinnumarkað og benda
þeir á að nú um stundir sé einn
iðjuþjálfi starfandi hjá Heilsugæsl-
unni í Reykjavík sem sinnir því
hlutverki á vegum Hugarafls. Allir
eru viðmælendurnir á einu máli um
Því miður virðist það oft vera afstaðan þegar kemur að geðrænum vandamálum, ólíkt öðrum sjúkdómu
um. Þetta er mat þeirra Sigurðar Hólms Gunnarssonar, Ástu Gunnarsdóttur, Margrétar Daggar Hrann
Dagný Karlsdóttir, Hrönn
Okkur hefur
skort rödd í
umræðunni
„VIÐ vi
vitum a
að hver
því að þ
Elín Eb
Landsp
Að sö
og þar a
ungt fó
unum u
Ebba og
af biðlis
hægt að taka inn alla sem
sóttu um núna í apríl og m
vitað afar bagalegt.“
Að meðaltali mæta dagl
40 í starfsendurhæfingu. A
að segja til um hversu lang
urhæfingu. Segir hún með
ið sé fljótt inn í þurfi fólk o
vegar út af því þeir eru að
sér að eigin endurhæfingu
Að sögn Elínar Ebbu ræ
einstaklingarnir eru á sig
seint að sjálfmyndin er alv
hana upp og fá þau til að e
kerfið okkar þannig upp b
orðið bráðveikt og þá teku
Vildum get
Af hverju einblína menn á þá örfáu öryrkja sem
hugsanlega misnota kerfið, í stað þess að beina
sjónum að því hvað veldur fjölgun öryrkja og
hvaða úrræði þau hafi til að byggja sig upp og
komast aftur út á vinnumarkaðinn? Þetta voru
meðal þeirra spurninga sem brunnu á viðmæl-
endum Silju Bjarkar Huldudóttur, sem allir eru í
starfsendurhæfingu í iðjuþjálfun geðsviðs LSH.
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
KÍNAMÚRAR GEGN
ÓDÝRUM INNFLUTNINGI?
Það er gömul saga og ný aðþeir, sem hæst tala um mik-ilvægi frjálsra alþjóðavið-
skipta, eru jafnframt fljótastir að
stökkva til og koma á viðskipta-
hindrunum þegar sérhagsmunahóp-
ar byrja að kvarta. Það á við um
bandarísk stjórnvöld, sem nú hafa
gripið til þeirra „neyðaraðgerða“ að
setja innflutningskvóta á nokkrar
tegundir vefnaðarvara frá Kína. Og
sama hljóð er í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, þótt hún hafi
enn ekki viljað grípa til neinna að-
gerða. ESB segist nú skoða vand-
lega þær aðgerðir, sem kínversk
stjórnvöld gripu til í gær, þ.e. að
hækka útflutningstolla á ýmsum
vefnaðarvörum, og ætla að meta
hvort þær dugi til þess að sam-
bandið efni ekki til viðskiptadeilu.
Um síðustu áramót var í þágu frí-
verzlunar afnumið áratuga gamalt
alþjóðlegt kerfi innflutningskvóta á
vefnaðarvörum. Ákvörðunin um að
afnema þetta kerfi var tekin fyrir
um áratug. Á fyrstu mánuðum árs-
ins hefur innflutningur ýmissa vefn-
aðarvara, framleiddra í Kína, til
Evrópusambandsins og Bandaríkj-
anna margfaldazt, þrátt fyrir að
kínversk stjórnvöld hafi hækkað
skatta á vefnaðarvörufyrirtæki.
Þannig er talið að innflutningur
bómullarbuxna og -stuttbuxna frá
Kína til Bandaríkjanna hafi fimm-
tánfaldazt á fyrstu fjórum mánuðum
ársins, en algengt er að innflutning-
urinn hafi fimmfaldazt. Kínversku
vörurnar eru á mun lægra verði en
þær, sem framleiddar eru í lönd-
unum sem flytja þær inn. Þannig
hefur verð á stuttermabolum lækk-
að um 22% í ESB það sem af er
árinu vegna kínverska innflutnings-
ins.
Áhrifin á vefnaðariðnaðinn í ESB
og Bandaríkjunum eru hins vegar
neikvæð. Margar verksmiðjur geta
ekki keppt við innflutninginn og
gætu þurft að hætta starfsemi.
Samtök vefnaðarvörufyrirtækja
austan hafs og vestan þrýsta því
fast á stjórnvöld að grípa til „neyð-
araðgerða“ og nýta ákvæði í WTO-
samningum, sem beita má næstu
þrjú árin gegn vefnaðarvöruinn-
flutningi frá Kína, valdi hann „rösk-
un á markaðnum.“
En auðvitað er það eðli frjálsra
viðskipta að þeir, sem standa sig
bezt í samkeppninni, valda „röskun
á markaðnum“. Kínverskir vefnað-
arvöruframleiðendur framleiða
vöru, sem er miklu ódýrari en sú,
sem vestrænir framleiðendur bjóða
upp á. Aukinheldur er kínversk
vefnaðarvara nú orðin nánast sam-
bærileg að gæðum við vestræn föt.
Það segir sína sögu að ítalska tízku-
húsið Prada greindi frá því í fyrra-
dag að það kynni að færa hluta af
framleiðslu sinni til Kína. Og Hugo
Boss í Þýzkalandi hefur sagt að það
sé stutt í að kínverskar fataverk-
smiðjur nái sömu gæðum og þýzkar
– og þá verði Boss-jakkafötin fram-
leidd í Kína að hluta til. Þetta þýðir
auðvitað að þessi fyrirtæki flytja
störf frá Evrópu til Kína – en á móti
sparast peningar, sem notaðir verða
til annars konar atvinnusköpunar.
Það eru ekki aðeins framleiðend-
ur og launþegar í Kína sem græða á
frjálsum viðskiptum með vefnaðar-
vöru. Neytendur á Vesturlöndum
græða, því að þeir fá ódýrari vöru.
Fyrirtæki í alls óskyldum greinum
græða, því að neytendur eiga meira
afgangs til að kaupa vörur þeirra.
Fataverzlanir í Evrópu og Banda-
ríkjunum græða; þær fá ódýrari að-
föng. Tízkuhús og hönnuðir, sem
láta kínverskar verksmiðjur fram-
leiða fyrir sig, græða. Íslenzku
hjónin, sem rætt var við í Viðskipta-
blaði Morgunblaðsins á fimmtudag
og láta framleiða föt í átta verk-
smiðjum í Kína, m.a. fyrir íslenzka
viðskiptavini, hagnast. Íslenzkir
framleiðendur Cintamani-útivistar-
fatnaðarins, sem greint var frá í
sama blaði að hefðu samið um fram-
leiðslu vöru sinnar í Kína, græða
líka. Samtök vefnaðariðnaðarins eru
hins vegar betur skipulagðir hags-
munahópar en neytendur, tízku-
hönnuðir og fataverzlanir. Þau eru í
betri aðstöðu til að þrýsta á banda-
ríska þingmenn eða framkvæmda-
stjórn ESB að grípa til „neyðarað-
gerða“ gagnvart Kínverjum – að
reisa Kínamúr til að útiloka ódýran,
kínverskan innflutning.
Vestrænn vefnaðariðnaður hefur
þó haft tíu ár til að búa sig undir
aukna samkeppni frá Kína. For-
svarsmenn Evrópusambandsins
hafa sagt að þeir geti ekki staðið
hjá á meðan iðnfyrirtæki í aðild-
arríkjunum hætta starfsemi vegna
ódýrs innflutnings. Þeir ættu
kannski að rifja upp að slíkt hefur
oft gerzt áður, til dæmis þegar önn-
ur ríki hafa gert fríverzlunarsamn-
inga við Evrópusambandið. Eftir að
fríverzlunarsamningar EFTA við
Efnahagsbandalag Evrópu tóku
gildi í byrjun áttunda áratugarins
gáfust mörg íslenzk iðnfyrirtæki
upp, þar á meðal fyrirtæki í vefn-
aðariðnaði. Þau stóðust ekki sam-
keppnina við iðnað í ESB eftir að
innflutningshöftin voru afnumin.
Hvað gerðist? Atvinnulífið fann sér
annað að gera; tók upp starfsemi á
sviðum þar sem samkeppnisstaða
Íslands var sterkari. Neytendur
fengu ódýrari vöru. Til lengri tíma
litið græddu allir – eins og venju-
lega þegar fríverzlun er komið á.
Það er engin leið að halda því
fram að Kínverjar séu einhverjir
englar í fríverzlunarmálum. Í Kína
eru auðvitað ýmiss konar höft og
verndartollar fyrir innlenda fram-
leiðslu. Og talsvert er til í þeirri
ásökun Bandaríkjamanna að Kína
haldi gengi gjaldmiðils síns, júans-
ins, of lágu og hygli þannig eigin út-
flutningsgreinum.
Leiðin til þess að fá Kínverja til
að láta af verndarstefnu er hins
vegar auðvitað ekki að skella á þá
viðskiptahindrunum, sem yfirleitt er
svarað með viðskiptahindrunum –
og þá er orðið til viðskiptastríð.
Hún er miklu frekar sú að semja við
þá um að auka frjálsræði í hagkerf-
inu og efla frjáls viðskipti. En slík
leið hentar víst ekki skammtíma-
sjónarmiðum sérhagsmunahópanna.