Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00 á veg- um Átthagafélags Sléttuhrepps, Jón Borg- arson prédikar, Margrét Svavarsdóttir djákni les ritningarorð, félagar úr kór Ás- kirkju syngja, organisti Kári Þormar, prest- ur sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi í efri safn- aðarsal eftir guðsþjónustu á vegum Átthagafélags Sléttuhrepps. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Molasopi eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur en einnig syngur norskur gospelkór í messunni og fyrir messu. Marteinn Frið- riksson leikur á orgel. Vortónleikar barna- kórs Dómkirkjunnar kl. 17.00. Stjórnandi Kristín Valsdóttir. Undirleikari er Marteinn Friðriksson. Æðruleysismessa kl. 20.00. Sr. Karl Matthíasson leiðir, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar, en sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir okkur í bæn. Bræðra- bandið sér um tónlist. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins, – safn- aðardagur. Messa og barnastarf kl. 11.00. Í messunni syngja Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju og Unglinga- kór Hallgrímskirkju svo og hópur úr Mót- ettukórnum undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar og Harðar Áskelssonar, organista. „Kirkjutrúður“ kemur í heim- sókn. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Halldóri R.Á. Reynissyni, fræðslustjóra þjóðkirkj- unnar. Eftir messuna fá börnin ís og full- orðnir kaffi. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Rósa Kristjánsdóttir, djákni. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Þórunn Vala Valdi- marsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 13.00 með altarisgöngu í sal Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvæðinu að Hátúni 12. Bjarni Karlsson sóknarprestur þjónar ásamt Guðrúnu K. Þórsdóttur djákna, Gunnari Gunnarssyni organista og hópi sjálfboðaliða. Trúfræðsla kl. 19.00. Lesnir eru prédikunartextar dagsins. Hild- ur Eir Bolladóttir, sunnudagaskólastjóri og prédikari kvöldsins, greinir frá helstu áherslum sínum og leiðir umræður. Regn- bogamessa og barnasamvera kl. 20.00. Prestar Langholts-, Ás- og Laugarnes- kirkju þjóna í sameiginlegri messu safn- aðanna, þar sem fjölbreytileika lífsins er fagnað og samkynhneigðum og ástvinum þeirra er sérstaklega boðið til messu. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið, Kór Laugarneskirkju syngur og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. Börn taka þátt í upphafi messunnar eins og venjulega og svo er boðið upp á samveru við þeirra hæfi í safnaðarheimilinu eða farið út í leiki ef veður leyfir. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Barnakórinn syngur. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en síðan verður lagt af stað í árlega vorferð starfsins. Farið verður á Stokkseyri og er áætluð heimkoma um kl. 15. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng. Olga Lilja Ólafsdóttir og Þór- unn Bogadóttir, leiðtogar í barnastarfi kirkjunnar, lesa ritningarlestra. Organisti Pavel Manasek. Veitingar verða seldar eft- ir messuna og tekið verður á móti frjálsu framlagi til styrktar rannsóknum í Banda- ríkjunum á veikindum Pálínu Magnúsdóttir leiðtoga við kirkjuna. Einnig er bent á styrktarreikning 0512-14-110000. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson og sr. Arna Grétarsdóttir. Verið öll hjartanlega velkom- in. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Djassmessa kl. 11.00. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 11. Fermdar verða Alma Mjöll Ólafsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir. Barn verður borið til skírnar. Carl Möller, Anna Sigga og Frí- kirkjukórinnsjá um tónlistina. Allir vel- komnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Pró- fessor Leonard Sweet frá Bandaríkjunum prédikar. Prestur sr. Gísli Jónasson. Org- anisti Keith Reed. Aðalsafnaðarfundur Breiðholtssafnaðar að messu lokinni. Guðsþjónusta kl. 14 í umsjá Fáskrúðsfirð- ingafélagsins. Prestur sr. Jóna Kristín Þor- valdsdóttir. Kaffisala félagins eftir guðs- þjónustu. ÁRBÆJARKIRKJA: Messuferð í Skálholt og Slakka. Brottför frá Árbæjarkirkju kl. 9.30. Komið heim kl.15.00. Prestarnir DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju. Fermd verða: Daði Rafn Jónsson, Engja- seli 81, 109 Reykjavík; Haukur Magnús Einarsson, Fellasmára 2a, 201 Kópavogi; Ívar Örn Hákonarson, Lindasmára 35, 201 Kópavogi. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir söng undir stjórn Lenku Mátéovu organista. Boðið verður upp á súpu og brauð að guðsþjónustu lokinni. GRAFARVOGSKIRKJA: Siglufjarðarguð- sþjónusta kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Ægissyni og séra Braga Ingibergs- syni. Kirkjukórar Grafarvogskirkju og Siglu- fjarðar syngja. Organistar eru Hörður Bragason og Renata Ivan. Kaffisamsæti Siglufjarðarfélagsins er eftir messu. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Guðlaugur Gunn- arsson kristniboði prédikar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng.Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur predikar og séra Ægir Fr. Sigurgeirsson þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syng- ur og leiðir safnaðarsöng, kórstjóri og org- anisti Sigrún Steingrímsdóttir. Boðið verð- ur upp á kaffi að lokinni guðsþjónustu. LINDASÓKN í Kópavogi: Fjölskyldu- Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3.) Morgunblaðið/Einar Falur Kirkjan í Garði í Kelduhverfi, fornu höfuðbóli. Siglufjarðarmessa í Grafarvogskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag 22. maí verður haldinn Siglufjarð- armessa í Grafarvogskirkju. Mess- an hefst kl. 13:30, ath. breyttan messutíma. Prestar er hafa og þjóna Siglu- firði messa, þeir eru núverandi sóknarprestur séra Sigurður Æg- isson, séra Bragi Ingibergsson, og séra Vigfús Þór Árnason sem mun prédika. Kórar Siglufjarðar og Grafarvogskirkju munu syngja undir, stjórnendur eru Renata Ivan organisti Siglufjarðarkirkju og Hörður Bragason organisti Graf- arvogskirkju. Kvartett mun syngja í kaffisamsæti Siglufjarðarfélagsins eftir messu. Ferð eldri borgara í Grensáskirkju NÆSTKOMANDI miðvikudag, 25. maí, lýkur starfi eldri borgara í Grensáskirkju með stuttri vorferð. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13 og ekið austur fyrir fjall. Kaffi og meðlæti hefur verið pantað í Ing- ólfsskála. Áætluð heimkoma er kl. 17. Ferðin kostar hvern þátttakanda kr. 1.500,- og er kaffið innifalið í því verði en ferðin er niðurgreidd af söfnuðinum. Skráningu lýkur á mánudaginn í síma Grensáskirkju 5 800 800. Regnbogamessa í Laugarneskirkju REGNBOGAMESSA verður haldin í Laugarneskirkju sunnudaginn 22. maí kl. 20:00. Þar sameinast söfn- uðirnir þrír umhverfis Laugardal- inn, Langholts-, Ás- og Laugarnes- söfnuður, í almennri kvöldmessu og kalla samkynhneigða og fjölskyldur þeirra sérstaklega til þessa sam- félags. ÁST (Áhugahópur samkyn- hneigðra um trúarlíf) stendur einn- ig að messunni. Regnboginn táknar sáttmálann milli Guðs og manneskjunnar, hann brúar bilið á milli manna sem hafa fjarlægst vegna fordóma og hræðslu hver við annan, hann felur í sér fyrirheit fjölbreytileikans og hann er tákn réttindabaráttu sam- kynhneigðra. Regnbogamessan er tilboð um opið og öruggt samfélag í kirkju sem boðar skilyrðislausa gæsku Guðs. Í henni viljum við biðja saman og hvíla í samfélaginu við Guð sem hefur skapað okkur öll og elskar okkur öll. Allir eru velkomnir í regnboga- messuna, enda er þjóðkirkjan öllum opin og kallar alla til samfélags, lof- söngs og bænagjörðar. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni, sunnudaginn, 22. maí kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýk- ina. Anna Sigga, Hörður og Birgir Bragasynir og Hjörleifur Valsson sjá um tónlistina. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugleiðingu og sr. Karl V Matthíasson leiðir samkom- una. Þetta er síðasta reglulega sam- koma vetrarins. 26. júní verða sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og Ak- ureyringar með æðruleysismessu í Dómkirkjunni á Kirkjudögum. Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins – safnaðardagur MESSA og barnastarf í Hallgríms- kirkju 22. maí kl. 11.00. Í messunni syngja Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju og Unglingakór Hallgrímskirkju svo og hópur úr Mótettukórnum undir stjórn Frið- riks S. Kristinssonar og Harðar Ás- kelssonar sem einnig verður org- anisti.. Sérstakt efni verður fyrir börnin, „kirkjutrúður“ kemur í heimsókn. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Halldóri R. Á. Reynissyni fræðslustjóra þjóðkirkjunnar. Eftir messuna fá börnin ís og full- orðnir kaffi. Fjölskyldusamkoma í Selfosskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 22. maí, verður barna- og fjölskyldu- samkoma í Selfosskirkju klukkan 11.00. Stopp-leikhópurinn flytur brúðu- leikinn „Kamilla og þjófurinn“, eft- ir hinni vinsælu sögu Kari Vinje, sem út kom í íslenskri þýðingu síra Guðmundar Óskars Ólafssonar hjá bókaútgáfunni SALT í Reykjavík 1979. Leikendur eru Margrét og Eggert Kaaber, en þau hafa áður glatt kirkjugesti á Selfossi með snjöllum flutningi sínum. Þá verður mikill og fjörugur al- mennur söngur. Foreldrar, en ekki síður afar og ömmur, eru hvött til þess að sækja kirkju á Selfossi á sunnudaginn kemur. Djassmessa í Óháða söfnuðinum DJASSMESSA verður í Óháða söfnuðinum sunnudaginn 22 mai kl. 11:00. Mun djasstríóið Guitar Islandico – þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson – leika kirkjutónlistina, þar sem organist- inn okkar Peter Mate er austur í Ungverjalandi. Verður léttara form á messunni og sveiflan ríkjandi. Eftir guðsþjónustuna verður reiddur fram léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Sr. Gunnar Björnsson. Þemamessa um hjóna- band og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju NÚ er lokið í bili öllum hjóna- námskeiðum á vegum Hafnarfjarð- arkirkju. Námskeiðin fara fram á tímabilinu september–maí á hverjum vetri og hafa verið haldin óslitið frá árinu 1996. Undanfarin ár hefur einn sunnudagur að vori eftir að nám- skeiðunum lýkur verið helgaður hjónabandi og sambúð í Hafnarfjarð- arkirkju og næstkomandi sunnudag, 22.maí, verður haldin þemamessa um hjónaband og sambúð í kirkjunni. Þar gefst hjónum og sambúðarfólki tækifæri til þess að styrkja samband sitt með því að taka þátt í helgihald- inu, ganga til altaris saman, kveikja á bænakertum og íhuga gildi sam- búðar sinnar. Flutt verður hugleið- ing um hjónaband og sambúð. Þemamessan er opin öllum, bæði þeim sem hafa tekið þátt í nám- skeiðum kirkjunnar sem öðrum. Pör sem huga á giftingu í sumar eru þannig sérstaklega hvött til þess að mæta. Að messu lokinni verður afhentur bæklingurinn „Tíu leiðir til að lifa lífinu lifandi“ sem hjón og sambúð- arfólk geta notað sem handbók í sumar í sinni hjónavinnu. Þema- messan hefst kl.11.00. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en organisti Antonia Hevesi. Kór kirkjunnar leið- ir söng. Vorferð barnastarfs Neskirkju VETRARSTARFI sunnudagaskól- ans lýkur 22. maí með vorferð. Farið verður í nýja húsdýragarðinn á Stokkseyri og þaðan í Hveragerði, en þar verður grillað. Við byrjum, eins og venjulega, í messu í kirkj- unni klukkan 11. Lagt verður síðan af stað klukkan 11:15. Áætluð heim- koma er um klukkan 15. Allir eru boðnir velkomnir. Í sumar verður, eins og und- anfarin ár, leikjanámskeið á vegum Neskirkju. Þau er fjölþætt og lögð er áhersla á útiveru. Upplýsingar um námskeiðin er hægt að nálgast á heimasíðu kirkjunnar www.nes- kirkja.is Samkomur í KFUM og KFUK DR. Leonard Sweet, prófessor í bandrískri menningarsögu við Drew háskólann í Bandaríkjunum verður ræðumaður á samkomum dagana 22. – 24. maí, kl. 20:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Hann er sérfræðingur í banda- rískri nútímamenningu og hefur rit- að hundruð greina og tugi bóka um hana og framtíð hennar. Staða kirkj- unnar í samtímanum og sóknarfæri hennar á komandi árum er honum sérstaklega hugleikið viðfangsefni, enda hefur hann einnig verið titl- aður framtíðarfræðingur. Hann þykir hafa mjög spámannlegan boð- skap og er eftirsóttur ræðumaður og fyrirlesari víða um heim og er af þeim sökum á sífelldum ferðalögum heimshorna á milli. Mikill söngur og lofgjörð verður á samkomunum undir forystu Keiths Reed og lofgjörðarhóps KFUM og KFUK. Einnig verður boðið upp á öflugan boðskap og fyrirbæn. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Ingó Grafarvogskirkja KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.