Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00 á veg- um Átthagafélags Sléttuhrepps, Jón Borg- arson prédikar, Margrét Svavarsdóttir djákni les ritningarorð, félagar úr kór Ás- kirkju syngja, organisti Kári Þormar, prest- ur sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi í efri safn- aðarsal eftir guðsþjónustu á vegum Átthagafélags Sléttuhrepps. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Molasopi eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur en einnig syngur norskur gospelkór í messunni og fyrir messu. Marteinn Frið- riksson leikur á orgel. Vortónleikar barna- kórs Dómkirkjunnar kl. 17.00. Stjórnandi Kristín Valsdóttir. Undirleikari er Marteinn Friðriksson. Æðruleysismessa kl. 20.00. Sr. Karl Matthíasson leiðir, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédikar, en sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir okkur í bæn. Bræðra- bandið sér um tónlist. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins, – safn- aðardagur. Messa og barnastarf kl. 11.00. Í messunni syngja Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju og Unglinga- kór Hallgrímskirkju svo og hópur úr Mót- ettukórnum undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar og Harðar Áskelssonar, organista. „Kirkjutrúður“ kemur í heim- sókn. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Halldóri R.Á. Reynissyni, fræðslustjóra þjóðkirkj- unnar. Eftir messuna fá börnin ís og full- orðnir kaffi. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Landakot: Guðsþjónusta kl. 11.30. Rósa Kristjánsdóttir, djákni. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Þórunn Vala Valdi- marsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 13.00 með altarisgöngu í sal Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvæðinu að Hátúni 12. Bjarni Karlsson sóknarprestur þjónar ásamt Guðrúnu K. Þórsdóttur djákna, Gunnari Gunnarssyni organista og hópi sjálfboðaliða. Trúfræðsla kl. 19.00. Lesnir eru prédikunartextar dagsins. Hild- ur Eir Bolladóttir, sunnudagaskólastjóri og prédikari kvöldsins, greinir frá helstu áherslum sínum og leiðir umræður. Regn- bogamessa og barnasamvera kl. 20.00. Prestar Langholts-, Ás- og Laugarnes- kirkju þjóna í sameiginlegri messu safn- aðanna, þar sem fjölbreytileika lífsins er fagnað og samkynhneigðum og ástvinum þeirra er sérstaklega boðið til messu. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið, Kór Laugarneskirkju syngur og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. Börn taka þátt í upphafi messunnar eins og venjulega og svo er boðið upp á samveru við þeirra hæfi í safnaðarheimilinu eða farið út í leiki ef veður leyfir. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Barnakórinn syngur. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en síðan verður lagt af stað í árlega vorferð starfsins. Farið verður á Stokkseyri og er áætluð heimkoma um kl. 15. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng. Olga Lilja Ólafsdóttir og Þór- unn Bogadóttir, leiðtogar í barnastarfi kirkjunnar, lesa ritningarlestra. Organisti Pavel Manasek. Veitingar verða seldar eft- ir messuna og tekið verður á móti frjálsu framlagi til styrktar rannsóknum í Banda- ríkjunum á veikindum Pálínu Magnúsdóttir leiðtoga við kirkjuna. Einnig er bent á styrktarreikning 0512-14-110000. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson og sr. Arna Grétarsdóttir. Verið öll hjartanlega velkom- in. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Djassmessa kl. 11.00. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 11. Fermdar verða Alma Mjöll Ólafsdóttir og Helga Dögg Ólafsdóttir. Barn verður borið til skírnar. Carl Möller, Anna Sigga og Frí- kirkjukórinnsjá um tónlistina. Allir vel- komnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Pró- fessor Leonard Sweet frá Bandaríkjunum prédikar. Prestur sr. Gísli Jónasson. Org- anisti Keith Reed. Aðalsafnaðarfundur Breiðholtssafnaðar að messu lokinni. Guðsþjónusta kl. 14 í umsjá Fáskrúðsfirð- ingafélagsins. Prestur sr. Jóna Kristín Þor- valdsdóttir. Kaffisala félagins eftir guðs- þjónustu. ÁRBÆJARKIRKJA: Messuferð í Skálholt og Slakka. Brottför frá Árbæjarkirkju kl. 9.30. Komið heim kl.15.00. Prestarnir DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju. Fermd verða: Daði Rafn Jónsson, Engja- seli 81, 109 Reykjavík; Haukur Magnús Einarsson, Fellasmára 2a, 201 Kópavogi; Ívar Örn Hákonarson, Lindasmára 35, 201 Kópavogi. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir söng undir stjórn Lenku Mátéovu organista. Boðið verður upp á súpu og brauð að guðsþjónustu lokinni. GRAFARVOGSKIRKJA: Siglufjarðarguð- sþjónusta kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Ægissyni og séra Braga Ingibergs- syni. Kirkjukórar Grafarvogskirkju og Siglu- fjarðar syngja. Organistar eru Hörður Bragason og Renata Ivan. Kaffisamsæti Siglufjarðarfélagsins er eftir messu. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Guðlaugur Gunn- arsson kristniboði prédikar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng.Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Þorgils Hlynur Þorbergsson guðfræðingur predikar og séra Ægir Fr. Sigurgeirsson þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syng- ur og leiðir safnaðarsöng, kórstjóri og org- anisti Sigrún Steingrímsdóttir. Boðið verð- ur upp á kaffi að lokinni guðsþjónustu. LINDASÓKN í Kópavogi: Fjölskyldu- Guðspjall dagsins: Kristur og Nikódemus. (Jóh. 3.) Morgunblaðið/Einar Falur Kirkjan í Garði í Kelduhverfi, fornu höfuðbóli. Siglufjarðarmessa í Grafarvogskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag 22. maí verður haldinn Siglufjarð- armessa í Grafarvogskirkju. Mess- an hefst kl. 13:30, ath. breyttan messutíma. Prestar er hafa og þjóna Siglu- firði messa, þeir eru núverandi sóknarprestur séra Sigurður Æg- isson, séra Bragi Ingibergsson, og séra Vigfús Þór Árnason sem mun prédika. Kórar Siglufjarðar og Grafarvogskirkju munu syngja undir, stjórnendur eru Renata Ivan organisti Siglufjarðarkirkju og Hörður Bragason organisti Graf- arvogskirkju. Kvartett mun syngja í kaffisamsæti Siglufjarðarfélagsins eftir messu. Ferð eldri borgara í Grensáskirkju NÆSTKOMANDI miðvikudag, 25. maí, lýkur starfi eldri borgara í Grensáskirkju með stuttri vorferð. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13 og ekið austur fyrir fjall. Kaffi og meðlæti hefur verið pantað í Ing- ólfsskála. Áætluð heimkoma er kl. 17. Ferðin kostar hvern þátttakanda kr. 1.500,- og er kaffið innifalið í því verði en ferðin er niðurgreidd af söfnuðinum. Skráningu lýkur á mánudaginn í síma Grensáskirkju 5 800 800. Regnbogamessa í Laugarneskirkju REGNBOGAMESSA verður haldin í Laugarneskirkju sunnudaginn 22. maí kl. 20:00. Þar sameinast söfn- uðirnir þrír umhverfis Laugardal- inn, Langholts-, Ás- og Laugarnes- söfnuður, í almennri kvöldmessu og kalla samkynhneigða og fjölskyldur þeirra sérstaklega til þessa sam- félags. ÁST (Áhugahópur samkyn- hneigðra um trúarlíf) stendur einn- ig að messunni. Regnboginn táknar sáttmálann milli Guðs og manneskjunnar, hann brúar bilið á milli manna sem hafa fjarlægst vegna fordóma og hræðslu hver við annan, hann felur í sér fyrirheit fjölbreytileikans og hann er tákn réttindabaráttu sam- kynhneigðra. Regnbogamessan er tilboð um opið og öruggt samfélag í kirkju sem boðar skilyrðislausa gæsku Guðs. Í henni viljum við biðja saman og hvíla í samfélaginu við Guð sem hefur skapað okkur öll og elskar okkur öll. Allir eru velkomnir í regnboga- messuna, enda er þjóðkirkjan öllum opin og kallar alla til samfélags, lof- söngs og bænagjörðar. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni, sunnudaginn, 22. maí kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýk- ina. Anna Sigga, Hörður og Birgir Bragasynir og Hjörleifur Valsson sjá um tónlistina. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugleiðingu og sr. Karl V Matthíasson leiðir samkom- una. Þetta er síðasta reglulega sam- koma vetrarins. 26. júní verða sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og Ak- ureyringar með æðruleysismessu í Dómkirkjunni á Kirkjudögum. Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins – safnaðardagur MESSA og barnastarf í Hallgríms- kirkju 22. maí kl. 11.00. Í messunni syngja Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju og Unglingakór Hallgrímskirkju svo og hópur úr Mótettukórnum undir stjórn Frið- riks S. Kristinssonar og Harðar Ás- kelssonar sem einnig verður org- anisti.. Sérstakt efni verður fyrir börnin, „kirkjutrúður“ kemur í heimsókn. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Halldóri R. Á. Reynissyni fræðslustjóra þjóðkirkjunnar. Eftir messuna fá börnin ís og full- orðnir kaffi. Fjölskyldusamkoma í Selfosskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 22. maí, verður barna- og fjölskyldu- samkoma í Selfosskirkju klukkan 11.00. Stopp-leikhópurinn flytur brúðu- leikinn „Kamilla og þjófurinn“, eft- ir hinni vinsælu sögu Kari Vinje, sem út kom í íslenskri þýðingu síra Guðmundar Óskars Ólafssonar hjá bókaútgáfunni SALT í Reykjavík 1979. Leikendur eru Margrét og Eggert Kaaber, en þau hafa áður glatt kirkjugesti á Selfossi með snjöllum flutningi sínum. Þá verður mikill og fjörugur al- mennur söngur. Foreldrar, en ekki síður afar og ömmur, eru hvött til þess að sækja kirkju á Selfossi á sunnudaginn kemur. Djassmessa í Óháða söfnuðinum DJASSMESSA verður í Óháða söfnuðinum sunnudaginn 22 mai kl. 11:00. Mun djasstríóið Guitar Islandico – þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson – leika kirkjutónlistina, þar sem organist- inn okkar Peter Mate er austur í Ungverjalandi. Verður léttara form á messunni og sveiflan ríkjandi. Eftir guðsþjónustuna verður reiddur fram léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Sr. Gunnar Björnsson. Þemamessa um hjóna- band og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju NÚ er lokið í bili öllum hjóna- námskeiðum á vegum Hafnarfjarð- arkirkju. Námskeiðin fara fram á tímabilinu september–maí á hverjum vetri og hafa verið haldin óslitið frá árinu 1996. Undanfarin ár hefur einn sunnudagur að vori eftir að nám- skeiðunum lýkur verið helgaður hjónabandi og sambúð í Hafnarfjarð- arkirkju og næstkomandi sunnudag, 22.maí, verður haldin þemamessa um hjónaband og sambúð í kirkjunni. Þar gefst hjónum og sambúðarfólki tækifæri til þess að styrkja samband sitt með því að taka þátt í helgihald- inu, ganga til altaris saman, kveikja á bænakertum og íhuga gildi sam- búðar sinnar. Flutt verður hugleið- ing um hjónaband og sambúð. Þemamessan er opin öllum, bæði þeim sem hafa tekið þátt í nám- skeiðum kirkjunnar sem öðrum. Pör sem huga á giftingu í sumar eru þannig sérstaklega hvött til þess að mæta. Að messu lokinni verður afhentur bæklingurinn „Tíu leiðir til að lifa lífinu lifandi“ sem hjón og sambúð- arfólk geta notað sem handbók í sumar í sinni hjónavinnu. Þema- messan hefst kl.11.00. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en organisti Antonia Hevesi. Kór kirkjunnar leið- ir söng. Vorferð barnastarfs Neskirkju VETRARSTARFI sunnudagaskól- ans lýkur 22. maí með vorferð. Farið verður í nýja húsdýragarðinn á Stokkseyri og þaðan í Hveragerði, en þar verður grillað. Við byrjum, eins og venjulega, í messu í kirkj- unni klukkan 11. Lagt verður síðan af stað klukkan 11:15. Áætluð heim- koma er um klukkan 15. Allir eru boðnir velkomnir. Í sumar verður, eins og und- anfarin ár, leikjanámskeið á vegum Neskirkju. Þau er fjölþætt og lögð er áhersla á útiveru. Upplýsingar um námskeiðin er hægt að nálgast á heimasíðu kirkjunnar www.nes- kirkja.is Samkomur í KFUM og KFUK DR. Leonard Sweet, prófessor í bandrískri menningarsögu við Drew háskólann í Bandaríkjunum verður ræðumaður á samkomum dagana 22. – 24. maí, kl. 20:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Hann er sérfræðingur í banda- rískri nútímamenningu og hefur rit- að hundruð greina og tugi bóka um hana og framtíð hennar. Staða kirkj- unnar í samtímanum og sóknarfæri hennar á komandi árum er honum sérstaklega hugleikið viðfangsefni, enda hefur hann einnig verið titl- aður framtíðarfræðingur. Hann þykir hafa mjög spámannlegan boð- skap og er eftirsóttur ræðumaður og fyrirlesari víða um heim og er af þeim sökum á sífelldum ferðalögum heimshorna á milli. Mikill söngur og lofgjörð verður á samkomunum undir forystu Keiths Reed og lofgjörðarhóps KFUM og KFUK. Einnig verður boðið upp á öflugan boðskap og fyrirbæn. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Ingó Grafarvogskirkja KIRKJUSTARF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.