Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 49
MINNINGAR
verið vel á móti þér af þeim sem þú
elskaðir, og þú ert elskuð af. Þú
munt fylgjast með okkur eins og þú
hefur alltaf gert, og svo að lokum
hittumst við á nýjum stað, þar sem
þú munt taka á móti okkur eins og
þú hefur alltaf gert. Með þessum fá-
tæklegu orðum vil ég votta Nonna,
Agli föður hennar og öllum aðstand-
endum mína dýpstu samúð.
Elsku Edda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Hulda Þorbjarnardóttir.
Mig setur hljóða og tár læðast
niður kinnar mínar þegar ég sest
niður við tölvuna til að skrifa minn-
ingabrot um Eddu tengdamóður
mína. Ég kynntist Eddu fyrir nær
25 árum þegar ég og Vilhelm sonur
hennar hófum sambúð. Við sem átt-
um því láni að fagna að kynnast
Eddu vitum að fallin er frá
hjartahlý og yndisleg manneskja
sem bar hag allra sinna afkomenda
fyrir brjósti og hún mátti ekki neitt
aumt sjá. Hún hafði mjög gaman af
því að snúast í kringum barnabörn-
in sín. Þegar við Vilhelm bjuggum á
Eskifirði og Sigrún og Páll voru á
leikskólanum var samið um það að
amma næði í þau kl. 5 og liti eftir
þeim til 6 þar til við værum búin í
vinnunni, oft kom það fyrir að
amma sagðist hafa litið vitlaust á
klukkuna svo hægt væri að ná í þau
fyrr. Edda sýndi barnabörnum sín-
um mikla þolinmæði og var mjög
dugleg að teikna og lita með þeim,
einnig að lesa fyrir þau, ef bókin var
ekki alveg nógu skemmtileg þá var
bara bætt inn í og stundum mátti
varla á milli sjá hvor höfðu meira
gaman af sögunni börnin eða amma.
Á sumrin fannst Eddu yndislegt
að fara upp á tún og upp í fjall fyrir
ofan heimili sitt á Fossgötu og litlu
angarnir hennar skokkuðu með, þá
var meðferðis nesti, snúður með
bleiku kremi og djús. Eftir að Jón
Andrés fæddist komu Edda og Jón
á hverjum degi í heimsókn í Fögru-
hlíðina til að kíkja á strák, hún var
stolt af öllum sínum. Eftir að við
fluttum til Reykjavíkur var farið
austur í fríum en stundum fengu
börnin að fara ein og vera hjá ömmu
og afa. Við Edda töluðumst oft við í
síma með reglulegu millibili og gátu
þau símtöl tekið nokkuð langan
tíma. Edda átti við vanheilsu að
stríða í gegnum árin en kvartaði
aldrei og hafði miklu meiri áhyggjur
af okkur hinum.
Því er nú best lýst með því að
þegar hún var flutt núna heim í vor
af spítalanum bað hún um að henni
væri keyrt fram í eldhús í hjóla-
stólnum því hún þyrfti að skoða í
frystikistuna og aðgæta hvort til
væri nægur matur fyrir þau sem
ætluðu að annast hana heima. Í apr-
íl síðastliðnum eignaðist Edda sitt
annað langömmubarn sem hún náði
ekki að sjá nema á mynd, nú er kall-
ið komið og ég veit að Andrés hefur
tekið á móti mömmu sinni og saman
munu þau vaka yfir okkur og passa
á allan hátt.
Minningarnar hrannast upp í
huganum og fljúga framhjá eins og
myndir í sjónvarpi en er sýnt svo
hratt að það er erfitt að festa þær
allar á blað, þær lifa í hjarta mínu
um ókomna tíð.
Sorg eftir Magnús Jóhannesson
frá Hafnarnesi lýsir vel líðan minni í
dag:
Eins og blóm án blaða
söngur án raddar
skyggir dökkur fugl heiðríkjuna.
Vorið, sem kom í gær,
er aftur orðið að vetri.
Elsku Nonni, börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn,
megi góður Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Bjarney Aðalheiður
(Heiða Badda).
Góð kona er fallin frá og orð
mega sín lítils. Það var lán okkar
mæðgna að kynnast Eddu fyrir
nokkrum árum þegar okkur var
tekið með opnum örmum í fjöl-
skyldu Jónasar. Það er okkur efst í
huga hversu annt Eddu var um vel-
ferð allra í fjölskyldunni hvort sem
þeir voru tengdir henni blóðböndum
eða á annan hátt. Umhyggja og
hlýja í garð annarra var henni í blóð
borið svo að síst datt henni í hug að
hugsa um sjálfa sig. Þannig var það
að ef spurt var um hennar líðan þá
komu yfirleitt svör um það hvernig
aðrir hefðu það. Edda var reynslu-
rík og afar næm kona sem var fljót
að skynja líðan annarra. Það kom
því fyrir að hún hringdi til að styðja
og styrkja ef hún taldi að eitthvað
bjátaði á hvernig sem hún gat þá
verið búin að fá vitneskju um slíkt,
við því fáum við nú líklega aldrei
skýr svör. Hún var óhrædd við að
tjá sínar skoðanir en gerði það á
þann máta að hlustað var eftir og
tekið tillit til þeirra.
Edda var fagurkeri og vildi hafa
fallega hluti í kringum sig og hafði
einnig gaman af því að spá í hvað
hentaði í fatavali eða öðru sem lýtur
að útliti hvers og eins.
Við mæðgur erum ríkari að hafa
kynnst Eddu og átt með henni
ánægjulegar samverustundir og
mörg góð símtöl þar sem spáð var í
hlutina hvort sem um var að ræða
af efnislegum eða andlegum toga.
Okkur Jónasi þykir mikils virði
að hún Sif litla skyldi ná að koma í
fangið hennar ömmu sinnar, Sif
kemur til með fá að sjá fallegar
myndir frá þeim stundum þegar
hún verður eldri.
Kæri Jón, þið Edda hafið átt á
sjötta tug ára saman þar sem þið
hafið deilt sorgum og gleði. Þú
stóðst eins og klettur við hlið henn-
ar í veikindunum og hefur sýnt mik-
inn dugnað við umönnum hennar og
heimilisins að undanförnu. Við trú-
um því og treystum að minning-
arnar nái að ylja og verða sorginni
yfirsterkari þegar fram líða stundir.
Með kærri kveðju og þakklæti,
Vigdís Sif og Freyja.
Þegar ég var lítil man ég eftir því
að ég fékk að fara sjálf alein labb-
andi í heimsókn í ömmu- og afahús.
Svo þegar ég var eldri var mér sagt
að pabbi og Aubi bróðir hefðu laum-
ast á eftir mér og fylgst með hvort
ekki væri allt í lagi. Seinna var
þetta þannig að fyrst var hringt í
ömmu og sagt að ég væri að koma
og hún fylgdist síðan með mér úr
stofuglugganum.
Þegar gestir voru hjá ömmu og
gott að borða, þá neitaði ég oft að
fara heim.
Ef ég var eitthvað leið gaf amma
mér eitthvað, kom mér í gott skap
eða gerði eitthvað með mér. Hún
hafði alltaf tíma til að gera eitthvað
með manni. Oft vorum við að teikna
eða mála. Hún kenndi mér að
prjóna og við prjónuðum trefil sam-
an, sem ég hef ekki ennþá getað
klárað.
Amma var með krabbamein og
var á sjúkrahúsinu á Norðfirði og
hafði fengið páskaegg um páskana.
Þegar ég kom til hennar gaf hún
mér páskaeggið.
Núna þegar amma er dáin, átta
ég mig fyrst á hvað hún var stór
partur af lífinu mínu, núna þegar ég
hef hana ekki lengur, verður allt svo
mikið öðruvísi en áður.
Katrín Kristín Gísladóttir.
Amma mín er dáin og ég sé hana
aldrei aftur. Þetta er það sem ég
hugsa þegar einhver byrjar að tala
um Eddu ömmu. Ég var hjá henni
næstum hvern einasta dag. Og gat
alltaf farið til hennar ef mig vantaði
huggun eða hjálp við eitthvað, og
gerði það.
Þegar amma var lítil bjuggu for-
eldrar hennar í Reykjavík, en afi
hennar og amma á Norðfirði. Einu
sinni strauk hún með strandferða-
skipi austur til afa síns og ömmu, og
tók Ellýju litlu systur sína með.
Hún hefði samt alls ekki verið
ánægð ef ég hefði leikið þetta eftir.
Amma ólst að miklu leyti upp hjá
ömmu sinni og afa. Ég man skýrt
eftir því að hún sagði mér oft frá því
að þegar amma hennar fór að
mjólka kýrnar, hafi hún sagt ömmu
að sitja kyrr á kjallarahleranum
þangað til að hún kæmi aftur. Þá
fengi hún mola. Amma sat alveg
grafkyrr og stillt þó biðin hafi sund-
um verið löng og erfið. Svo kom
amma ömmu aftur og amma fékk
mola.
Það var hræðilegt að sjá ömmu
veslast svona upp úr krabbameini.
Ég mundi gera hvað sem er til að fá
hana aftur, en skaparinn mikli hefur
ákveðið þetta, og því fáum við ekki
breytt. Því vil ég kveðja ömmu
mína.
Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við
hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir
við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman
dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni er
svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna
tvær
stjörnur á blárri festinguni sem færast nær
og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin,
hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á
þinn fund.
(Megas.)
Auðbergur.
Elsku amma það eru hrein for-
réttindi að hafa átt þig að.
Það er sárt að missa jafn einstaka
manneskju eins og þú varst, þú
varst alltaf svo blíð og góð. Ég man
að það var alltaf svo gaman og gott
að koma í heimsókn til þín. Þú tókst
vel á móti öllum og varst ekki lengi
að taka til á borðið því það mátti
enginn fara svangur frá þér. Elsku
amma mín ég sakna þín rosalega
mikið, ég vildi að ég hefði getað
komið og heimsótt þig í sumar og
sýnt þér nýja langömmubarnið sem
þú eignaðist fyrir mánuði síðan.
Mig langaði svo að koma austur á
meðan þú varst á spítalanum en af
því ég var komin svo langt á leið þá
var það ekki hægt. Ég sendi þér alla
mínu hlýju strauma í staðinn. Síð-
asta símtalið sem við áttum saman
var mér svo dýrmætt, það var stutt
en það skipti mig miklu máli því ég
náði að segja þér í síðasta sinn að
mér þætti svo vænt um um þig.
Núna veit ég að ykkur Adda
frænda líður vel saman og og þið er-
uð á fallegum og góðum stað því þú
kenndir mér að hræðast ekki dauð-
ann, þú sagðir mér frá því að einu
sinni hefðir þú verið komin hálfa
leið til himna en komið svo til baka,
þú sagðir að það hefði verið svo fal-
legt og friðsælt þar. Frá því þú
sagðir mér þetta hræðist ég ekki
dauðann.
Ég mun geyma allar góðu minn-
ingarnar sem við áttum saman í
hjarta mínu.
Sigrún Andrea.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund, en í hjarta okkar lifir
minningin um stolta og heilsteypta
konu sem öllum vildi vel. Þegar við
hugsum um þig, elsku amma, er í
huga okkar sú staðreynd að þú
hugsaðir alltaf fyrst um aðra og
hvað það var mikilvægt fyrir þig að
öllum liði vel hjá þér. Jafnvel eftir
að þú varst orðin mikið veik og við
komum til þín á sjúkrahúsið þá
hafðir þú áhyggir af því að ekki færi
nógu vel um okkur bræðurna og
gerðir allt sem í þínu valdi stóð til
að láta okkur líða betur.
Öll þau skipti sem við komum
austur til ykkar afa áttum við góðar
stundir saman, við gerðum plön um
að stofna djúsbúð því að þú bland-
aðir heimsins besta djús, þú kenndir
okkur að teikna þó ekki væru hæfi-
leikar okkar jafnmiklir og þínir, því
þú teiknaðir svo vel. Og alltaf lagðir
þú þig alla fram um að okkur liði vel
og skorti ekkert. Við erum lánsamir
að hafa átt þig að, elsku amma, og
þakklátir fyrir allar stundirnar sem
við áttum með þér.
Páll og Jón Andrés.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kær systir mín er horfin sjónum.
Loks er hún laus við þrautir sínar
Þrátt fyrir að vita að hverju stefndi
var tilkynningin um andlátið ólýs-
anlega sár.
Margar góðar og kærar minning-
ar um hana leynast í hugskoti mínu.
Þrátt fyrir að aldursmunur á okkur
væri mikill, hún elst og ég yngstur
af systkinunum, var samband okkar
alltaf gott. Hún var ætíð mjög glað-
vær og aldrei sá ég hana reiðast. Ég
leit mjög upp til hennar og bar
mikla virðingu fyrir henni.
Tilhlökkunarefni var ætíð að
koma til Eskifjarðar, þar áttum við
margar góðar stundir.
Ég votta Jóni, börnum þeirra og
öðrum aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Hvíl í friði og guð geymi þig kæra
systir. Þinn bróðir
Steinar Bragi.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Jón frændi kynnti Eddu eins og
hún var kölluð fyrir fjölskyldunni
þegar við systurnar vorum 12 og 14
ára. Þótti okkur mikið til um þessa
17 ára laglegu og glaðværu mág-
konu pabba. Við komu hennar lifn-
aði yfir afahúsi í Hjarðarholti.
Bræðurnir Jón og Elis ásamt Eddu
og Aðalheiði konu Ella reistu sér
saman á Eskifirði nýtt hús við hlið-
ina á gamla húsinu hans afa. Edda
var hlédræg að eðlisfari og yfir
henni var ætíð mikil ró. Þótt oft
gæfi á lífsbátinn tók hún því með
æðruleysi.
Milli fjölskyldna bræðranna
þriggja voru góð fjölskyldutengsl.
Þegar eiginmennirnir fóru suður á
vertíð voru konurnar einar heima
og mæddi heimili og börn á þeim.
Ungu konurnar ásamt móður minni
urðu góðar vinkonur, sem studdu
hver aðra. Oft var glatt á hjalla!
Man ég er ég nýtrúlofuð kom á
Eskifjörð og þær komu í heimsókn
út á Hól. Ég opnaði forstofuna og
öll litlu andlit frændsystkina minna
mændu á mig, þá ellefu talsins, átta
drengir og þrjár stúlkur. Rúna syst-
ir bræðranna hafði slegist í hópinn
með sín börn.
Edda og Nonni eignuðust fimm
drengi og eina stúlku, Guðnýju.
Edda hugsaði um sinn stóra barna-
hóp með dyggri aðstoð Nonna.
Yngsti drengurinn, Andrés, var fjöl-
fatlaður. Í þá daga varð fólk að
treysta á eigin mátt og megin. Ekk-
ert barneignarfrí á launum né aðra
aðstoð var að fá í samfélaginu. Þeg-
ar Guðný, næstyngsta barnið, var
sex ára var hún eitt sinn spurð,
hvort henni fyndist ekki leiðinlegt
að bróðir hennar gæti ekki gengið.
Leit hún framan í konuna og sagði
einungis: Hann er fatlaður. Börn
eru rökvís og sýna oft mikinn skiln-
ing á lífinu.
Þegar heimili fyrir fatlaða var
komið á fót á Egilsstöðum að Von-
arlandi dvaldi Andrés þar síðustu ár
ævi sinnar. Edda og Nonni áttu erf-
itt með að sjá af honum en þarna
leið honum vel og lærði hann að tjá
sig gegnum Blisskerfi. Gerði hann
þá stundum að gamni sínu og bros
flæddi um litla andlitið þegar hon-
um tókst að gera sig skiljanlegan.
Andrés lést á sautjánda ári.
Það sem einkenndi Eddu alltaf
var innri gleði og friður. Aldrei
heyrðist hún kvarta né hallmæla
neinum en gladdist af einlægni með
okkur þegar vel gekk. Edda var list-
ræn í sér og smekkvís og var undra-
vert hvernig þessari hæglátu
hvunndagshetju tókst að hugsa um
svo stórt heimili.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Eddu og Nonna og nutum við
oft gestrisni þeirra. Þau tóku okkur
alltaf opnum örmum.
Síðastliðið haust héldu niðjar afa,
Andrésar Eyjólfssonar, ættarmót
sem var vel sótt. Ekki grunaði okk-
ur þá að þetta yrði síðasta skiptið
sem við værum öll saman. Edda
mín, útgeislun þín og góðar minn-
ingar munu ávallt lifa með okkur.
Stefanía og Erla Eyjólfsdætur.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta