Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 52
52 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Erla GuðlaugSigmarsdóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 11. október
1942. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 11. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Sig-
mar Guðmundsson,
sjómaður og útgerð-
armaður frá Norð-
firði, f. 28. ágúst
1908, d. 4. júlí 1989,
og Þórunn Júlía
Sveinsdóttir, hús-
móðir Vestmanna-
eyjum, f. 8. júlí 1894 á Eyrarbakka,
d. 20. maí 1962. Albróðir Erlu er
Gísli Matthías Sigmarsson, skip-
stjóri og útgerðarmaður, f. 9. októ-
ber 1937. Hálfsystkini Erlu, sam-
mæðra, eru Ingólfur Símon
Matthíasson, skipstjóri og útgerð-
armaður, f. 17. desember 1916, d.
18. október 1999; Sveinn Matthías-
son, útgerðarmaður og matsveinn,
f. 14. ágúst 1918, d. 15. nóvember
arsson, f. 24. desember 1961, maki
Vilborg Friðriksdóttir, f. 23. nóv-
ember 1965. Börn: Friðrik Þór, f.
30. september 1989, Erla Rós, f. 2.
nóvember 1996, Daníel Már, f. 26.
apríl 2000, og Andri Snær, f. 23.
nóvember 2004. Faðir Sigmars er
Óskar Þórarinsson, útgerðarmað-
ur frá Vestmannaeyjum, f. 24. maí
1940. 2) Þórunn Júlía Jörgensdótt-
ir, f. 16. desember 1965, maki Ólaf-
ur Þór Snorrason, f. 23. ágúst 1968.
Börn: Arna Þyrí, f. 28. mars 1997,
og Jörgen Freyr, f. 5. janúar 1999.
3) Auðunn Jörgensson, f. 3. júlí
1969, hann á soninn Aron Jörgen, f.
11. ágúst 1991. 4) Laufey Jörgens-
dóttir, f. 8. ágúst 1975, maki Jónas
Þór Friðriksson, f. 12. ágúst 1970.
Erla fæddist á Byggðarenda við
Brekastíg 15a í Vestmannaeyjum
og ólst þar upp. Lengst af bjó hún
síðan við Bröttugötu 17 í Vest-
mannaeyjum. Erla gekk í Barna-
og Gagnfræðaskóla Vestmanna-
eyja. Á yngri árum stundaði hún
ýmis verslunarstörf, en lengst af
vann hún við fiskvinnslu í Vinnslu-
stöð Vestmannaeyja og seinustu
árin vann hún í Kertaverksmiðj-
unni Heimaey.
Útför Erlu verður gerð frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
1998; Óskar Matthías-
son, skipstjóri og út-
gerðarmaður, f. 22.
mars 1921, d. 21. des-
ember 1992; Gísli
Matthías Matthíasson,
f. 7. apríl 1925, d. 27.
maí 1933; Matthildur
Þórunn Matthíasdótt-
ir, húsmóðir, f. 13. júní
1926, d. 6. nóvember
1986. Uppeldisbróðir
Erlu er Sigmar Þór
Sveinbjörnsson, stýri-
maður, f. 23. mars
1946. Systkini Erlu
bjuggu öll í Vest-
mannaeyjum.
Erla giftist 23. desember 1969
Jörgen Nåby, sjómanni og útgerð-
armanni, f. í Reykjavík 10. apríl
1940. Foreldrar hans voru Olfert
Nåby, píanóleikari frá Reykjavík, f.
13. júní 1903, d. 28. júní 1942, og
Laufey Jörgensdóttir, húsmóðir
frá Reykjavík, f. 12. desember
1915, d. 24. september 1974. Börn
Erlu eru: 1) Sigmar Þröstur Ósk-
Elsku mamma, þá er komið að
kveðjustund og langar mig að rifja
nokkur minningabrot upp sem við
áttum saman. Fyrst er að minnast
móður þinnar sem þú hélst svo mikið
upp á. Þú áttir láni að fagna alla æv-
ina að hafa gaman af lífinu; vera með
fólki, dansa og hlusta á tónlist. Jörgen
ástin þín átti með þér fallegt heimili.
Þín brú var í eldhúsinu þar sem oft
var fjölmennt í kaffispjalli, spila, taka
þátt í gleði og sorg með væntumþykju
og auðmýkt. Einnig situr í minning-
unni fótboltagangurinn á Bröttó þar
sem við ömmu/afa nafna börnin öll
brutum nokkrar myndir og styttur
sem þú fyrirgafst okkur alltaf. Við
munum sárt sakna þín því maður
bjóst við að þú fengir tíma til að sjá
börnin þín þroskast meira; barna-
börnin blómstra og ekki síst að þú
hefðir sigur í veikindum þínum.
En enginn veit sína ævina en við
vitum að þú fylgist með okkur af
„balkon“ og strengurinn okkar sem
tengdi okkur í upphafi mun alltaf
vera til staðar.
Erla, góða Erla
ég á að vagga þér.
Svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
Kvæðið mitt er kveldljóð,
því kvöldsett löngu er.
(Stefán frá Hvítadal.)
Þinn sonur
Sigmar Þröstur Óskarsson.
Elsku mamma mín, sem alltaf
varst svo sæt og fín.
Svona byrjuðu næstum allar vís-
urnar þínar til mín en þú varst svo
dugleg að semja góðar vísur. Rosa-
lega er gott að eiga þær núna og
minnast góðu stundanna með þér. Ég
man í eldhúsinu á Bröttugötunni hvað
það var oft gaman hjá okkur, við spil-
uðum oft tveggja manna vist og kana.
Þegar þú varst að elda matinn þá
var hlustað á Vilhjálm Vilhjálmsson
eða útvarpsstöðina hjá Bjarna Jón-
asar því hann spilaði Eyjalögin eða
hressa íslenska tónlist og þá var oft
sungið og dansað yfir eldamennsk-
unni.
Elsku mamma mín, takk fyrir allt,
þú varst besta mamman í heiminum,
hetjan mín. Guð geymi þig og veri
með þér.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín dóttir,
Þórunn Júlía.
Elsku mamma mín. Mikið óskap-
lega sakna ég þín og það er sárt að
sakna eins og þú sjálf þekkir. Maður
er einhvern veginn aldrei fyllilega
undirbúinn, sama hversu vel við telj-
um okkur vera það. Þú varst búin að
berjast hetjulega síðustu mánuði en
barst þig einatt vel einsog þú varst
vön.
Þegar maður lítur til baka eru
minningarnar margar og góðar.
Fyrst og fremst minnist ég þín fyrir
hve þú varst hjartahlý og skemmtileg
persóna; sögurnar þínar, söngurinn
þinn, frasarnir og uppátækin þín voru
algjört met. Umhyggja þín átti sér
heldur engin takmörk – þú vildir allt
fyrir alla gera, þó sérstaklega þá sem
minna máttu sín. Fegurð þín birtist
okkur ekki einungis frá sál þinni því
þú leist alltaf svo vel út og varst ein-
staklega falleg. Svo varstu, mamma
mín, líka svo mikill dugnaðarforkur;
vannst úti meðan pabbi var á sjó,
þvoðir og straujaðir af fjórum íþrótta-
krökkum, umbarst allan boltaleikinn
á ganginum heima og varst tilbúin
með matinn á öllum tímum þegar við
komum heim af æfingum og þar voru
fiskibollurnar í sérflokki hjá þér.
Tónlistin var okkar sameiginlega
áhugamál. Mikil ósköp sem við hlust-
uðum saman á Villa Vill og Stebba
Hilmars, smituðum hvor aðra af dá-
læti okkar á söng þeirra. Manstu
hvað var gaman er við vorum með
okkar eigin útvarpsþátt í eldhúsinu á
Bröttó, kynningar milli laga og
hringdum til skiptis hvor í aðra til að
fá óskalög.
Manstu líka þegar við mæðgurnar
vorum allar saman, brjálað veður á
Stórhöfða og okkur fannst frábær
hugmynd að klæða okkur í strandföt
og setja upp sólgleraugu. Ji, þú hafðir
svo góða kímnigáfu og varst oft á tíð-
um svo skemmtilega kæruleysisleg.
Þú lagðir mikla áherslu á að vera
maður sjálfur, þannig varst þú svo
sannarlega – blátt áfram og sagðir
þínar skoðanir hreinskilnislega. Mik-
ill lærdómur var líka í boðskap þínum
um að eltast ekki við dauða hluti held-
ur láta miklu frekar drauma sína ræt-
ast, því það væri auðvitað meira gef-
andi en hitt. Í uppeldi ykkar pabba
voru aldrei mikil boð og bönn, þið
náðuð einhvern veginn að varpa
ábyrgðinni yfir á mann sjálfan og
treystuð svo vel, það fannst okkur svo
gott. Einnig náðuð þið að byggja upp
hjá okkur systkinum góða sjálfsmynd
og fyrir það er ég ykkur afar þakklát
því hún er svo einkar dýrmæt.
Elsku mamma, það er illt að hugsa
til þess að ekki skuli maður eyða með
þér fleiri stundum – við skildum hvor
aðra eitthvað svo vel og nærvera þín
var svo notaleg. Það eru svo sann-
arlega forréttindi að hafa fengið að
eiga svona góða mömmu eins og þig
og mikið óskaði ég þess að ófætt barn
mitt og Jónasar myndi fá að kynnast
ömmu sinni aðeins, en það mun gera
það í gegnum minningu þína.
Ég veit að ég á eftir að gráta meira
næstu daga, finnst þú tekin of fljótt
frá okkur. En minning þín lifir í ljósi
okkar og hvert tár verður tákn um
minningu. Takk fyrir allt, elsku
mamma. Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Laufey Jörgensdóttir.
Elsku Erla mín, en hvað það er nú
skrítið að þú skulir vera farin frá okk-
ur. Að hugsa til þess að ég fái aldrei
að sjá þig aftur reynist mér erfitt. Þú
hefur alltaf reynst mér vel og verið
góð amma barna minna.
Eins og vorblær vonin hlý
vefji þig örmum sínum
svo þú megir sjá í því
sól á vegum þínum.
Elsku Jörgen, Sigmar Þröstur,
Þórunn Júlía, Auðunn og Laufey,
Guð gefi ykkur styrk í sorginni.
Vilborg.
Elsku Erla mín. Það er sárt til þess
að hugsa að við sjáumst ekki aftur.
Frá því að ég kynntist þér fyrst, hef
ég alltaf haft orð á því hversu heppinn
ég teldi mig vera að eiga svona frá-
bæra tengdamömmu. Þú tókst mér
svo vel alveg frá upphafi og er ég þér
mjög þakklátur fyrir það.
Það var í ófá skiptin, þegar við
Laufey komum í heimsókn til ykkar
Jörgens, að þú kallaðir í mig og
bauðst mér einn kaldan og fékkst þér
þá stundum einn líka mér til samlæt-
is. Söng- og danshæfileikarnir þínir
voru oft virkjaðir og þá oftast með
lögunum hans Villa Vill. En nú ertu
farin og við sjáumst ekki framar, en
minning þín mun lifa áfram. Það er
sárt fyrir okkur Laufeyju að vita til
þess að þú verðir ekki hér til þess að
sjá ófætt barn okkar, en við munum
gera allt sem við getum til þess að það
fái að kynnast því hversu yndisleg
manneskja þú varst.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Laufey mín, Jörgen, Sigmar
Þröstur, Þórunn og Auðunn. Megi
guð gefa ykkur styrk á þessum sorg-
artímum.
Jónas Þór Friðriksson.
Erla Sigmarsdóttir, frænka mín og
uppeldissystir, er látin aðeins 62 ára
gömul. Hún átti við erfið veikindi að
stríða síðustu árin.
Erla fæddist á Byggðarenda sem
stendur við Brekastíg 15a í Vest-
mannaeyjum. Til gamans má geta
þess að Erla var stærst allra mey-
barna í Eyjum á sínum tíma, 25
merkur, og var móðir hennar, Þórunn
Sveinsdóttir, 49 ára gömul þegar hún
ól hana.
Við 12 ára aldur fluttist Erla með
fjölskyldu sinni að Sunnuhvoli við
Miðstræti og þar bjó hún unglings-
árin og þangað til hún byrjaði sjálf
búskap.
Mér er minnisstætt hve Erla var
alltaf létt og skemmtileg sem ung-
lingur, hún hafði gaman af dansi og
var sjálf góður dansari. Hún sótti
böllin vel þegar hún hafði aldur til og
mér er það eftirminnilegt sem smá-
peyja að fylgjast með því þegar hún
undirbjó sig fyrir tjúttið um kvöldið,
laus og liðug þá. Sett var kröftug
rokktónlist á fóninn og Erla notaði
hurðirnar á Sunnuhvoli fyrir dans-
herra, hún tók um báða hurðarhún-
ana og dillaði sér sitt á hvað, sneri sér
svo eldsnöggt í hring og greip svo aft-
ur í húnana.
Erla fór snemma að vinna eins og
flestir unglingar í Eyjum. Hún vann
mikið í fiski og þótti hörkudugleg við
öll þau verk sem hún tók sér fyrir
hendur.
Sem táningur fór hún til Reykja-
víkur í vist til frænku sinnar og síðar
vann hún um tíma sem þjónustu-
stúlka á Hressingarskálanum í
Reykjavík. Einnig vann hún á þess-
um árum við verslunarstörf í Eyjum.
Meðan börn hennar voru ung vann
hún við heimilisstörf, en lengst vann
hún við fiskvinnu í Vinnslustöðinni hf.
Sú vinna var erfið og eins og oft vill
verða með fólk sem er ósérhlífið fór
heilsan að bresta. Hún fór þá í léttari
vinnu og vann síðustu árin í Vinnslu-
stöðinni við þvotta á vinnufötum.
Á Þorláksmessu 1969 giftist Erla
góðum manni, Jörgen Nåby. Þau
bjuggu fyrst á Reynifelli við „Reglu-
braut“ í lítilli íbúð. Eftir nokkur ár,
þegar fjölskyldan stækkaði, keyptu
þau stærri og betri íbúð á Herjólfs-
götu 9. Þar áttu þau Erla og Jörgen
fallegt heimili þar sem ríkti góður
andi. Við hjónin vorum tíðir gestir
þar, enda skemmtilegt að umgangast
þessa fjölskyldu. Oftast var stutt í
grín og hlátur. Það er gott að eiga nú
þessar góðu minningar.
Síðustu árin í Eyjum bjuggu þau
Erla og Jörgen á Bröttugötu 17, í
góðri íbúð með frábært útsýni yfir
bæinn og Heimaklett. Erla hafði oft
orð á þessu útsýni þegar við vorum í
heimsókn hjá þeim hjónum.
Árið 2000 fluttust þau Erla og
Jörgen frá Vestmannaeyjum til Þor-
lákshafnar og hafa þau búið þar síð-
an.
Erla var sjálf frændrækin og dug-
leg að heimsækja fólk. Hún átti það
til að líta inn hjá okkur Kollu á öllum
tímum, kom kannski undir miðnótt,
bankaði á dyrnar og kom snaggara-
leg inn og sagði: „Hæ, ég sá ljós og
ætla bara að fá einn kaffibolla og smá-
spjall.“ Hún stóð við það, drakk
kaffið, reykti kannski eina sígarettu
og spjallaði við okkur stutta stund og
síðan var hún horfin. Okkur Kollu
þótti afar vænt um þessi innlit Erlu
því að hún var alltaf létt og skemmti-
leg. Við söknuðum oft þessara heim-
sókna eftir að við fluttumst frá Eyj-
um.
Þótt Erla stundaði sjálf ekki íþrótt-
ir hafa börn hennar gert það og þeim
gengið vel á því sviði, einkum í hand-
bolta, og má ég til með að nefna Sig-
mar Þröst Óskarsson sem varð lands-
frægur markmaður, og systurnar
Þórunni og Laufeyju sem voru góðar
handboltakonur, enda eru öll systk-
inin hörkuduglegt fólk sem fetar í fót-
spor foreldra sinna í þeim efnum.
Erla var alla tíð ákveðin og hrein-
skilin og sagði alltaf meiningu sína
umbúðalaust á mönnum og málefnum
og var ekki feimin við að gagnrýna
það sem henni fannst ósanngjarnt.
Hún hafði óvenjusterka réttlætis-
kennd og var ávallt tilbúin að standa
með þeim sem minna mega sín. Þess
vegna átti Erla marga trausta vini
sem kunnu að meta hana sem heið-
arlega og góða manneskju. Hún var
einnig glaðlynd og skemmtileg kona,
jafnvel í veikindum sínum gerði hún
að gamni sínu og fékk mann til að
hlæja í heimsóknartímum á sjúkra-
húsinu. Ég veit fyrir víst að margir
munu sakna hennar. Erla fór allt of
fljótt.
Við Kolla og fjölskylda okkar þökk-
um henni góða samferð. Minning um
góða vinkonu og frænku lifir með
okkur.
Við biðjum Guð að blessa Jörgen,
Sigmar Þröst, Þórunni, Auðun og
Laufeyju þegar þau kveðja nú í sökn-
uði elskulega eiginkonu og móður.
Sigmar Þór.
Elsku Erla amma, við viljum
kveðja þig með þessum bænaversum:
Láttu nú ljósið þitt
lýsa upp rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaður Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vörn og skjól þar ég finn.
(Hallgr. Pét.)
Amma er best í heimi.
Kveðja.
Friðrik Þór, Aron Jörgen,
Erla Rós, Arna Þyrí,
Jörgen Freyr, Daníel Már
og Andri Snær.
11. maí, á lokadegi vetrarvertíðar,
andaðist vinkona mín Erla Sigmars-
dóttir, fædd og uppalin í Vestmanna-
eyjum.
Ég kynntist Erlu fyrst sumarið
1961 er hún gekk með elsta barn sitt,
Sigmar Þröst, bróðurson minn. Síðan
þá hefur vinátta okkar haldist og
aldrei borið skugga á. Þau tímabil
sem ég ekki bjó í Eyjum gengu gömlu
góðu sendibréfin á milli, síðan símtöl
og heimsóknir á báða bóga. Börnin
okkar urðu góðir vinir og eru það enn
í dag.
Erla var með afbrigðum skemmti-
leg kona, söngelsk og oftar en ekki er
maður bankaði upp á hjá henni hljóm-
uðu lögin með Ellý og Vilhjálmi um
allt hús og hún tók svo sannarlega
undir. Einnig hafði hún svo sérstaka
frásagnarhæfileika að unun gat verið
að hlusta er hún var í því stuði. Man
ég margar stundir við eldhúsborðið
heima hjá annarri hvorri okkar ásamt
vinkonum að grípa þurfti til eldhús-
rúllunnar, því það var hreinlega grát-
ið af hlátri af frásögnum og hnyttnum
svörum hennar.
Erla tók líka þátt í erfiðleikum lífs-
ins ef hún vissi að einhver átti erfitt.
Þá var hún fyrst á staðinn að bjóða
aðstoð sína. Alveg er ég viss um að
það eru fleiri sem muna hana berandi
fisk, nýtt slátur eða heimabakaðar
kökur á milli húsa og sagði um leið og
hún gaf að hún hefði gert svo mikið af
þessu. Svona var hún. Vildi öllum gott
gera.
Erla mín, þetta var skemmtilegt
tímabil í Eyjum á þessum árum og
eigum við vinkonurnar sem kveðjum
þig í dag óteljandi minningar um þig.
Því hagaði þannig til að þú fluttist til
Þorlákshafnar og mig grunar að þú
hafir alltaf saknað Eyjanna, enda
fórstu þangað meðan heilsan leyfði í
heimsóknir til barna og barnabarna.
En því miður var heilsan orðin það
slæm að þú treystir þér ekki þegar
yngsta barnabarn þitt var skírt eða í
fermingu elsta barnabarns þíns síð-
astliðið vor. Ég veit að þér þótti það
miður þó ekki værir þú að kvarta.
Ég er þakklát fyrir að hafa getað
komið til þín og fylgst með þér í þín-
um erfiðu veikindum og stundina sem
ég fékk með þér rétt áður en þú
kvaddir.
Jörgen, börnum og barnabörnum
sendi ég og fjölskylda mín innilegar
samúðarkveðjur.
Erla mín, ég ætla að enda þetta
eins og þú endaðir síðasta jólakortið
til okkar: Ég elska ykkur öll.
Ásta Þórarinsdóttir.
Kær frænka mín og vinkona, Erla
Sigmars, er fallin frá langt um aldur
fram. Erla fæddist og ólst upp í Vest-
mannaeyjum, dóttir hjónanna Þór-
unnar Júlíu Sveinsdóttur frá Ósi á
Eyrarbakka og Sigmars Gíslasonar
frá Miðbæ í Norðfirði.
Þórunn var ömmusystir mín. Þeg-
ar foreldrar mínir byrjuðu búskap
var það í einu herbergi og eldhúsi í
húsi þeirra hjóna „Byggðarenda“ við
Brekastíg, og þar fæddumst við Erla
með tveggja ára millibili. Við urðum
vinkonur strax sem börn og hélst sú
vinátta alla tíð.
Við áttum það til að stríða hvor
annarri, en allt í góðu. Ég man þegar
við vorum í gagnfræðaskólanum þá
urðum við oft samferða í skólann.
Stundum bað ég þig að halda á skóla-
töskunni fyrir mig á meðan ég setti á
mig vettlingana. Svo spjallaði ég um
alla heima og geima og þú gleymdir
þér og hélst alltaf á töskunni, en þú
reiddist mér ekkert, hlóst bara með
ERLA
SIGMARSDÓTTIR