Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 21.05.2005, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 61 DAGBÓK FRÍMERKJAKAUP Notuð íslensk frímerki á pappír óskast. Klippið frímerkin af umslögunum og sendið þau til okkar. Við borgum ca 2 krónur á stk., upp að ca 10 þúsund kg. Scandinavian Philatelic Company P.O. Box 61, DK-3940 Paamiut, Grænland. OPIÐ HÚS! Sími 595 9000 Grafarvogsbúar ath. að skrifstofan í Hverafold er opin alla virka daga og síminn er 595 9082. verður í Sæviðarsundi 90 laugardag og sunnudag milli kl. 13 og 15 Frábær staðsetning og gott tæki- færi að eignast einbýlishús á Reykjavíkursvæðinu. Húsið er 207 fm með innbyggðum bílskúr. Ræktaður skjólgóður garður og stór sólstofa með heitum nudd- potti og sturtu. Arinn í stofu. Upplýsingar um húsið gefur Margrét Sölvadóttir á staðnum og í síma 693 4490. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasaliAPÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa gulli betri Nissan Pathfinder árg. 2003, sjálfskiptur, cruisecontrol, rafmagn í rúðum, álfelgur o.fl. Ekinn 14 þús. km. Verð 3,2 millj. Sími 898 2128. TIL SÖLU NISSAN PATHFINDER Skógræktarfélag Mosfellsbæjar fagnaði ígær 50 ára afmæli, en það var stofnað20. maí árið 1955. Formaður félagsins erElísabet Kristjánsdóttir og hefur hún gegnt embættinu undanfarin tvö ár. Elísabet segir að í félaginu séu á þriðja hundr- að félagar sem starfi að skógrækt í sjálfboða- vinnu. Auk þess fái félagið árlega liðstyrk frá fermingarbörnum, en þau setji niður plöntur sem félagið fái frá Landgræðsluskógum. „Mest hefur verið plantað á skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð, sem félagið fékk að gjöf frá Blika- staðahjónum árið 1957,“ segir Elísabet. „Félagið hefur gróðursett plöntur út um allar sveitir og í sumar stefnir í að milljónasta plantan verði sett niður hér í Mosfellsbæ.“ Auk Hamrahlíðar hefur Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar meðal annars ræktað upp land í Þor- móðsdal, Lágafelli, Æsustaðahlíð, Minna- Mosfelli, Reykjarhvolshlíð og hlíðum Úlfarsfells. Félagið á part í jörðinni Fossá í Kjós og er með jólatrjárækt í Brynjudal í Hvalfirði. Að sögn Elísabetar vann forveri hennar, Guðrún Haf- steinsdóttir, mikið starf að því að fá land til ræktunar, en hún var formaður Skógræktar- félags Mosfellsbæjar í tvo áratugi. Tveir aðrir hafa gegnt formennsku í félaginu. „Meðal fastra viðburða í starfi Skógræktar- félagsins er svonefndur skógardagur sem hald- inn er árlega í byrjun júní, en þá koma félagar saman í Hamrahlíð eða Lágafelli og gróðursetja. Fyrir jólin stöndum við fyrir jólatréssölu og njótum þá aðstoðar skáta, sem fá í staðinn að nota sumarhúsið okkar við Hafravatn yfir vetr- artímann. Allir eru mjög ánægðir með þessi skipti.“ Elísabet segir skógræktarsvæðið í Hamrahlíð við Vesturlandsveginn mjög vinsælt útivistar- svæði. „Þar er mesti skógurinn, enda hefur verið gróðursett þar frá 1957, og þar af leiðandi mesta lognið. Í Hamrahlíð má finna 41 tegund af trjá- plöntum og við erum því komin með vísi að trjá- safni. Ætlunin er að koma einnig upp trjásafni í Lágafelli.“ Formaðurinn er ekki í vafa um gildi skógrækt- ar. „Ef ræktaður væri meiri skógur þá myndi umhverfishitinn verða hærri, lognið meira og mannlífið betra. Meiri skógur þýðir meira skjól og það veitir nú ekki af í rokinu hér á landi. Við vonumst til að öll fell í Mosfellsbæ verði umvafin trjágróðri, það er framtíðarstefnan.“ Í tilefni afmælisins var efnt til veislu í Harð- arbóli í Mosfellsbæ í gær. Við það tækifæri var opnuð heimasíða félagsins, þar sem finna má upplýsingar og fréttir, auk hlekkja á síður ann- arra skógræktarfélaga. Slóðin er www.skogmos- .net. Skógrækt | Fimmtíu ára starf í Mosfellsbæ Meiri skógur, meira skjól  Elísabet Kristjáns- dóttir er fædd 3. ágúst 1939 í Fremri Hnífsdal í Norður-Ísafjarðarsýslu. Hún lauk húsmæðra- kennaraprófi frá Hús- mæðrakennaraskól- anum árið 1963 og hefur starfað sem kennari við gagnfræða- skólann í Mosfellsbæ frá árinu 1984. Elísabet er gift Sveini Frímannssyni og eiga þau fjögur börn. Snjöll vörn. Norður ♠ÁD103 ♥98 A/NS ♦KD95 ♣1072 Vestur Austur ♠5 ♠G94 ♥KD1065 ♥Á72 ♦86432 ♦7 ♣53 ♣ÁDG964 Suður ♠K8762 ♥G43 ♦ÁG10 ♣K8 Menn komast langt á því við spila- borðið að taka slagina sína í vörninni, en sannir meistarar ganga feti fram- ar – ná niður óhnekkjandi samn- ingum. Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 lauf 1 spaði Dobl * 4 spaðar Pass Pass Pass * neikvætt dobl – lofar hjartalit Fjórir spaðar er góður samningur, sem virðist öruggur í legunni, því ekki er að sjá að vörnin fái meira en tvo slagi á hjarta og einn á laufás. En snjall varnarspilari gæti gert sagn- hafa erfitt fyrir. Útspil vesturs er hjartakóngur. Hvaða vörn gæti komið í veg fyrir að suður næði tíu slögum? Prófum þetta: Austur yfirdrepur hjartakónginn og leggur niður laufás. Spilar svo hjarta til vesturs, sem enn kemur með hjarta. Setjum okkur nú í spor suðurs. Spilamennska austurs bendir til að hann hafi byrjað með ásinn annan í hjarta, en það þýðir að hættan á yf- irstungu er alvarleg. Sagnhafi gæti því látið sér detta í hug að stinga frá með ás og treysta á spaðann 2-2 (eða gosann blankan). En það mun kosta hann slag og samninginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Léleg þjónusta Símans ÉG er ein af þeim sem hafa verið með ADSL-áskrift í nokkur ár. Fyr- ir stuttu fluttist ég búferlum í Hvarfahverfi við Vatnsenda og bað um flutning á síma og ADSL. Það tók 5 daga að fá símann flutt- an en nú tveimur vikum síðar er ég ekki enn komin með ADSL. Svo virðist sem ekki hafi verið gert ráð fyrir að íbúar í þessu nýja hverfi væru nettengdir því eftir því sem ég heyrði frá starfsmönnum var ekki búið að ganga frá ADSL fyrir hverf- ið. Mikið er búið að reka á eftir þess- um flutningi því heimilisfólk notar Netið mikið, m.a. í sambandi við vinnu og kemur þetta sér mjög illa. Við eftirrekstur á þessum flutn- ingi hef ég hringt nokkrum sinnum í Símann og er vægast sagt orðin þreytt á símaþjónustu þess fyr- irtækis, sem er fyrir neðan allar hellur. Einn daginn þegar ég þurfti að ná í þjónustufulltrúa vegna þessa máls var ég númer 3 í röðinni og beið í 12 mínútur eftir að komast að. Þeg- ar ég komast að var ég send á annan og aftur var ég númer 3 í röðinni og beið í 10 mínútur þar til viðkomandi starfsmaður svaraði. Sem sagt 22 mínútur þar til ég náði í starfsmann sem gat svarað mér. Var mér þá lof- að að Netið yrði komið á seinnipart- inn. Ekki stóðst það frekar en annað og því er ég sest við símann daginn eftir til að fá skýringar. Þegar þetta er skrifað bíð ég á lín- unni, var númer 10 í röðinni kl. 10.03, kl. 10.10 var ég númer 9 í röð- inni og enn bíð ég kl. 10.15 – ennþá númer 9 í röðinni og sé fram á að þurfa að bíða til hádegis eftir af- greiðslu. Finnst mér það kaldhæðnislegt að símaþjónusta Símans skuli vera sú versta á landinu því hvergi hef ég lent í annarri eins þjónustu og eru þó mörg fyrirtæki ekki til fyrirmyndar. Já, og nú er klukkan 10.20 og ég er númer 8, jibbí! Íbúi í Hvarfahverfi. Pétur páfagaukur er týndur PÉTUR, páfagaukurinn okkar, flaug út frá Álfatúni 27, Kópavogi 15. maí sl. Hans er sárt sakn- að. Hann er líklegur til að fljúga inn um glugga eða svaladyr. Hann er skrafhreifinn og segir nafnið sitt. Ef einhver verður hans var þá vin- samlega látið vita í síma 862 9050. Grænn gári týndist GRÆNN gári týndist 11. maí sl. frá Framnesvegi í Vesturbænum. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 552 3982 eða 690 6786. Blátt drengjahjól týndist BLÁTT 16" hjól með svörtum brett- um, bögglabera, standara og gulum lás og bjöllu hvarf frá Eggertsgötu 6 sl. miðvikudag. Þeir sem vita um hjólið hafi samband í síma 659 1701. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is Gullbrúðkaup | Í dag, 21. maí, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli hjónin Einar Gunnarsson, málarameistari og Elín Sigurrós Sörladóttir. Á þessum merk- isdegi að njóta þau samverustunda með oddfellowbræðrum á Flúðum. 75 ÁRA afmæli. Í dag, 21. maí, er75 ára Þórarinn Óskarsson, hljómlistarmaður og fyrrverandi deildarstjóri hjá Varnarliðinu, Eið- istorgi 15, Seltjarnarnesi. Þórarinn dvelur erlendis um þessar mundir. ÞESSA dagana stendur yfir málverkasýning til minn- ingar um Karl Theódór Sæ- mundsson í Eden í Hvera- gerði sem lést í fyrra. Í fréttatilkynngu um lista- manninn segir: „Hugur hans hneigðist snemma til list- sköpunar og byrjaði hann ungur að teikna og mála auk þess sem hann mótaði í leir og skar í tré. Lærði hann tréskurð hjá Ríkharði Jónssyni auk þess sem góðvinir hans Einar Jónsson mynd- höggvari og Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari höfðu djúp áhrif á listsköpun hans.“ Karl lærði húsasmíði og starfaði lengst af sem bygg- ingameistari og síðar sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Hann sótti ýmis námskeið bæði í teiknun og málun og hélt málverkasýningar bæði í Bogasalnum og Ásmundarsal. Sýningin í Eden stendur til 31. maí. Sýning í Eden Á MORGUN, 22. maí, kl. 14 opn- ar Auður Vésteinsdóttir einka- sýningu í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Sýningin ber heitið Straumur og hafa myndverkin ekki verið til sýnis áður. „Und- anfarin ár hefur fossandi vatn í fjallalækjum og farvegir sem vatn mótar verið viðfangsefni hennar. Nú fer hún nær iðandi straumnum í vatnsfallinu í verk- um sínum. Hrosshár er megin- efniviðurinn í verkunum en hrosshárið notar hún til að túlka straum vatnsins,“ segir í frétta- tilkynningu um verkin. Auður er menntuð frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands og myndlistarkennari frá Kenn- araháskóla Íslands. Hún hefur starfað lengi við myndlist og tekið þátt í ótal sýn- ingum og er þetta tíunda einka- sýning hennar. „Straumur“ á Blönduósi Heimilisiðnaðarsafnið Árbraut 29 Blönduósi er opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst kl. 10:00 til 17:00. www.simnet.is/textile.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.