Morgunblaðið - 21.05.2005, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 65
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa gulli betri
Lesendur tískublaða ættu aðhafa tekið eftir því að alltafer að aukast að kvikmynda-
stjörnur og annað frægt fólk auglýsi
hinar og þessar vörur. Helstu tísku-
hús hafa nú keppst við að fá stærstu
stjörnurnar í auglýsingaherferðir
og eru þær mjög áberandi um þess-
ar mundir. Sú hugsun hvarflar að
manni að hætt sé við því að vinnan
hjá fyrirsætunum dragist saman
vegna þessa.
Í júníhefti breska Vogue sést þessi
þróun greinilega. Strax glittir í
Umu Thurman með Louis Vuitton-
tösku, svo má sjá Michelle Pfeiffer
með Giorgio Armani-sólgleraugu,
Umu Thurman á ný með Tag Heuer-
úr og Liv Tyler með Givenchy-
ilmvatn þegar aðeins er komið á
síðu 41 af 248 í blaðinu. Að vísu er
Kate Moss með gleraugu og tösku
frá Dior snemma í blaðinu en það
telst varla með því hún er orðin
meira en fyrirsæta og er orðin fræg
fyrir margt annað.
Vel er þekkt að stjörnur legginafn sitt við hinar ýmsu vörur
en hátískuhúsin hafa ekki leikið
þennan leik fyrr í svo miklum mæli.
Valið á stjörnunni fer líka ekki fram
með sama hætti og hjá annars konar
fyrirtækjum. Þar hefur markaðs-
fólk legið yfir valinu vikum eða
mánuðum saman og notast við kann-
anir og rýnihópa. Hjá tískuhúsunum
er innsæið látið ráða en það er
stefna sem sumir segja að virki alls
ekki.
Madonna er út um allt í vor- og
sumarherferð Versace en hún var
valin til verksins eftir afslappað
spjall í matarboði, að því er New
York Times upplýsir í fræðandi
grein. Söngkonan sat að snæðingi á
veitingastaðnum Cipriani í London
ásamt Donatellu Versace og Mario
Testino, ljósmyndaranum sem hafði
tekið myndir af Madonnu í herferð
Versace árið 1994, þegar málið kom
upp. Þau rifjuðu upp hversu gaman
þetta var síðast og ákváðu að end-
urtaka leikinn.
Markaðsfólk er ekki sammála um
ágæti þessa vals. „Þessi herferð hef-
ur engan neista. Það er enginn hissa
eða fær innblástur af samvinnu
Madonnu og Donatellu Versace,“
sagði markaðsfræðingurinn Steven
Stoute í samtali við New York Tim-
es. Enda virðist dæmið ekki vera að
ganga upp og orðrómur er um að
Demi Moore taki við af Madonnu hjá
Versace.
Samt sem áður er talið ljóst að
stjörnurnar séu áhrifameiri í her-
ferðum en fyrirsætur og viðkom-
andi merki festist betur í huga al-
mennings með slíkum stuðningi.
Hvað tískuheiminn varðar var þessi
tækni óþekkt fyrir um fimm árum
eða svo og svokallað fólk á A-lista
var ekki spennt fyrir því að taka að
sér fyrirsætustörf. Slík aukavinna
var litin hornauga og óttuðust
stjörnurnar að það liti út fyrir að
þær væru að reyna að bjarga hnign-
andi ferli.
Farsælasta samvinnan millifræga fólksins og ákveðinna
merkja er þegar persónuleiki
stjörnunnar samrýmist þeirri ímynd
sem fyrirtækið vill gefa frá sér. Uma
Thurman er til dæmis fáguð en samt
sem áður óútreiknanleg, sem er
sama ímynd og Louis Vuitton hefur
þróað. Michelle Pfeiffer er dularfull
og glæsileg á hæverskan hátt, sem
er nákvæmlega þau skilaboð sem
Giorgio Armani vill gefa frá sér.
Hérlendis er þekkt fólk farið að
sitja fyrir í auknum mæli. Gott dæmi
um það er opnuauglýsing Lands-
banka Íslands með Selmu Björns-
dóttur í Evróvisjónblaði Morg-
unblaðsins. Þar setur Selma sjálfa
sig í fyrsta sætið og eyðir þess vegna
í sparnað. Reyndar vann hún ekki
Evróvisjón en hún er ákveðin og
þann eiginleika þurfa þeir sem eru
að spara vissulega að hafa.
Frægt fólk situr fyrir
’Farsælasta samvinnanmilli fræga fólksins og
ákveðinna merkja er
þegar persónuleiki
stjörnunnar samrýmist
þeirri ímynd sem fyrir-
tækið vill gefa frá sér.‘
AF LISTUM
Inga Rún Sigurðardóttir
Michelle Pfeiffer í auglýsingu fyrir
Giorgio Armani en hún er dularfull
og glæsileg líkt og Armani.
ingarun@mbl.is
MIÐASALA á tónlistarhátíðina
Reykjavík rokkar, Reykjavík Rocks,
hefst í dag klukkan 11 og fer fram í
verslunum 10-11 í Lágmúla, Austur-
stræti og Akureyri. Í dag verða ein-
ungis til sölu miðar sem gilda á bæði
kvöld hátíðarinnar og þá í fremra
áhorfendasvæðið, en sem kunnugt
er fer hátíðin fram í Egilshöll 30.
júní, þegar Duran Duran spilar, og
5. júlí, þegar Foo Fighters og
Queens of the Stone Age spila.
Í fyrramálið kl. 11 hefst svo al-
menn miðasala á stökum miðum á
hátíðina, í öllum verslunum 10-11.
Miðasala á
Reykjavík rokk-
ar hefst í dag
Dave Grohl, höfuðpaur rokksveit-
arinnar Foo Fighters.
Læknar hafa staðfest að brjósta-krabbamein sem hrjáir ástr-
ölsku söngkonuna Kylie Minogue
hafi ekki dreift sér til annarra lík-
amshluta. Þá bendir allt til þess að
læknar hafi náð að fjarlægja meinið í
skurðaðgerð sem hún gekkst undir í
gær og að hún þurfi því ekki að
gangast undir lyfjameðferð sem
gæti ógnað möguleikum hennar á að
eignast börn. Hún mun þó eftir sem
áður þurfa að gangast undir fimm
vikna geislameðferð.
Fólk folk@mbl.is
♦♦♦