Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 10, 12, 2 og 4 m. ísl talikl. 12 og 3.40 m. ísl tali
HL mbl
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
Sýnd kl. 6 og 8
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
HL mbl l
HL mbl l
kl. 8, 11, 2, 5, og 11 B.I 16 ÁRA
SK.dv
HL mbl
SK.dv
Miðasala opnar kl. 7.30
kl. 10 og 00.15 e.miðnætti B.I 12 ÁRA
kl. 9, 12, 3, 6, 9 og 00 á miðnætti
Skráðu þig á bíó.is
Sýnd kl. 1.50 og 8 Sýnd kl. 5.20 B.I 16 ÁRA
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
KINGDOM OF HEAVEN
ORLANDO BLOOM
„Allt sem maður getur mögulega viljað í
Star Wars-mynd og rétt rúmlega það“
Tómas Valgeirsson, kvikmyndir.is 1/2
„Lucas tekst það sem
Stjörnustríðsaðdáendur vonuðu: Að
loka hringnum með glæsibrag“
Sæbjörn Valdimarsson, MBL „
“
, .
„
:
“
,
STJÖRNUSTRÍÐ ER HAFIÐ!
Sýnd í Smárabíói kl. 8, 10, 11, 1, 2, 4, 5, 7, 8, 10 og 11
„Revenge of the Sith er áhrifamesta Star Wars
myndin síðan The Empire Strikes Back gerði
allt vitlaust árið 1980.
Dramatíkin og slagkrafturinn í þessum
magnaða lokakafla er með ólíkindum.
Máttur Lucasar er mikill og hér eyðir hann
engum tíma í óþarfa kjaftæði.
Þetta er einfaldlega 100% Star Wars.“
Þórarinn ÞóraRinsson, Fréttablaðið „
.
.
.
.“
,
8, 10 og 12 miðnæturkraftsýning
12, 2.40, 5.20, hádegiskraftsýning
b.i. 10 ára
Sýnd í Borgarbíói kl.
Cannes | ENGIN meistaraverk en heldur eng-
ir bömmerar voru afhjúpaðir í aðalkeppninni
á Kvikmyndahátíðinni í Cannes að þessu
sinni. Það virðist vera samdóma álit helstu
kvikmyndamiðlanna sem fylgjast náið með
gangi mála á hátíðinni; Variety, Screen Int-
ernational og The Hollywood Reporter m.a.
Menn sakna sárt einhverra framúrskarandi
mynda en þakka sínu sæla fyrir að hafa ekki
þurft að sitja undir neinni mynd á borð við
Brown Bunny, sem nær drap langflesta blaða-
menn í Cannes úr leiðindum er hún var sýnd í
aðalkeppninni 2002. Þetta virðist því vera ár
miðjumoðsins, þar sem reynsluboltarnir virð-
ast hafa haft betur en nýgræðingarnir, en
myndir eftir þá fáu ungu kvikmyndagerð-
armenn sem komust inn í aðalkeppnina hafa
almennt valdið mönnum vonbrigðum.
Ef einhver ein mynd þykir sigurstranglegri
en aðrar á kvikmyndahátíðinni í Cannes þá er
það mynd hins þýskættaða Austurríkismanns
Michael Haneke, Caché, eða Falinn. Hún hef-
ur í heildina fengið hvað besta dóma gagnrýn-
enda sem telja hana margir hverjir hans
sterkustu í langan tíma, jafnvel sumpart
sterkari en hina umdeildu Píanókennarinn,
sem færði honum dómnefndarverðlaun í
Cannes árið 2001. Í henni leika Daniel Auteuil
og Juliette Binoche vel sett hjón sem fá
óþægilega heimsókn úr fortíð hans, sem á eft-
ir að raska rækilega öruggri tilveru þeirra.
Myndin er um margt aðgengilegri en fyrri
verk Haneke. Hún er sálfræðitryllir með
óvæntum pólitískum undirtón og ádeilubroddi
sem tengist viðhorfi Vesturlandabúa í garð
innflytjenda.
Einnig hefur fengið góða dóma mynd Jims
Jarmusch, Broken Flower (Visið blóm), með
Bill Murray í hlutverki miðaldra piparsveins
sem leitar uppi gamlar kærustur sínar eftir að
hafa fengið veður af því að hann ætti uppkom-
inn son.
Belgíska smámyndin L’Enfant (Barnið) eft-
ir Dardenne-bræður hefur hrifið marga gagn-
rýnendur en hún fjallar á áhrifaríkan hátt um
ungan mann í lægsta þrepi samfélagsins sem
ákveður að selja nýfætt barnið sitt fyrir smá-
aura.
Í umsögnum um nýjustu og aðgengilegustu
mynd Davids Cronenbergs, spennutryllinn A
History of Violence, segir að Cronenberg hafi
ekki verið í svo góðu formi í lengri tíma og
hefur Viggo Mortensen fengið sérstaklega
mikið lof fyrir frammistöðu sína í aðal-
hlutverkinu. Hafa sumir blaðamenn því lýst
yfir að Cronenberg eigi einhver verðlaun skil-
ið.
Svo þorir ekki nokkur að afskrifa Lars Von
Trier þegar að verðlaunum í Cannes kemur;
jafnvel þótt mynd hans Manderlay hafi fengið
misjafna dóma og blendnar viðtökur gesta í
Cannes. Síðan verður ekki hjá litið að þótt
áhorfendur – og flestir gagnrýnendur – hafi
átt í mesta basli með að sitja undir hinni erf-
iðu endursköpun Gus Van Sants á síðustu
dögum Kurts Cobains í myndinni Last Days,
þá eru þeir til sem ekki halda vatni yfir þess-
ari ljóðrænu og óvenjulegu nálgun leikstjór-
ans.
Umsagnir hafa enn ekki birst um hina
áhrifaríku mynd Tommy Lee Jones The
Three Burials of Melquades Estrada. En mið-
að við fyrstu viðbrögð við mynd Wims Wend-
ers, Don’t Come Knocking, þá virðist hún eiga
lítinn séns, eins og mynd Atoms Egoyans
Where The Truth Lies með Kevin Bacon og
Colin Firth, sem fengið hefur mjög misjafna
dóma. Sin City virðist ekki falla eins vel í
kramið í Evrópu og hún gerði vestanhafs og
þótt hún þyki mikið tæknilegt afrek þá tala
fagritin um að hún sé yfrið léttvæg fyrir
Cannes.
Kvikmyndahátíðinni í Cannes lýkur form-
lega á morgun en verðlaunaafhending fer
fram í Hátíðarhöllinni í kvöld.
Kvikmyndir | Reynsluboltarnir sagðir sigurstranglegir í Cannes
Haneke og Jarmusch þykja heitir
Eftir Skarphéðin Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Nánar er velt vöngum yfir aðalkeppninni á
Kvikmyndahátíðinni í Cannes í Sjónarhorninu
sem er að finna í Lesbók Morgunblaðsins í
dag.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Lars Von Trier er alltaf í uppáhaldi í Cannes en Willem Dafoe og Danny Glover leika tvö
stærstu aðalhlutverkin í mynd hans, Manderlay, en hún hefur fengið misjafna dóma.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Viggo Mortensen skartar nú forláta yfirvar-
arskeggi vegna vestra sem hann er að leika í.