Morgunblaðið - 21.05.2005, Side 68
68 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
EUROVISION-keppnin
hefur tekið stöðugum
breytingum í gegnum ár-
in, þjóðunum sem keppa
hefur fjölgað mikið sem
kallað hefur á breytingar
á keppnisreglum en einnig
hafa reglurnar breyst í
takt við tíðarandann og
sumt það sem var skylda á
árum áður, eins og til að
mynda að keppendum var
óheimilt að hreyfa sig á
sviðinu, þykir hlægilegt í
dag.
Hneykslismálin eru
mörg sem komið hafa upp
í Eurovision í gegnum ár-
in þótt þau þyki flest létt-
væg og jafnvel hlægileg í
dag.
Það vakti til að mynda
mikla hneykslan hve illa
tókst til með atkvæða-
greiðslu Norðmanna í
London 1963 og þurfti
norska dómnefndin að
greiða atkvæði aftur.
Í Lúxemborg 1966 varð
uppþot þegar ítalski þátt-
takandinn, Domenico Mo-
dugno, strunsaði af svið-
inu á aðalæfingu vegna
þess hve hljómsveitin var léleg.
Mikla hneykslun vakti þegar
spurðist að Katie Boyle, kynnir í
Lundúnum 1974, hefði ekki verið í
neinu innanundir níðþröngum
kjólnum.
Frakkar voru nálægt því að vera
vísað úr keppni þegar í ljós kom í
keppninni í París 1978 að franska
lagið var gefið út þar í landi tveim-
ur árum fyrir keppnina. Ef þeir
hefðu sigrað hefðu þeir verið svipt-
ir verðlaununum.
Álíka kom upp á í Dyflinni 1988
þegar í ljós kom að lag Kýpur
hafði verið gefið út löngu fyrir
keppnina. Kýpurbúar drógu sig úr
keppni til að komast hjá þeirri nið-
urlægingu að vera vísað úr henni.
Spillingarmál varð til þess að
keppnin á Ítalíu 1991 var færð til
Rómar á síðustu stundu frá San
Remo.
Fleira þótti hneykslanlegt við
keppnina á Ítalíu 1991: Ítölsku
kynnarnir átti í miklum erfið-
leikum við að gera sig skiljanlega á
öðrum tungumálum en móðurmál-
inu. Atkvæðagreiðslan var jöfn
fram undir það síðasta þegar talið
var hversu oft hver þjóð hefði
fengið tólf eða tíu stig. Þegar ljóst
varð að Carola hin sænska hefði
sigrað heyrðist í beinni útsendingu
er umsjónarmaður talningarinnar
sagði: „Þetta þýðir að litla nornin
hefur unnið.“
Pólska söngkonan Edyta Górni-
ak gerði allt vitlaust þegar hún
söng lag sitt á ensku í Dyflinni
1994, en það var þá bannað –
syngja átti á opinberu máli hvers
lands. Sex þjóðir kröfðust
þess að Pólverjum yrði
vísað úr keppni, en þar
sem þrettán þurfti til
fengu Pólverjar að halda
áfram og hrepptu annað
sætið.
Framkoma Páls Óskars
Hjálmtýssonar í Dyflinni
1997 hneykslaði marga og
Terry Wogan, Eurovisi-
onþulur breska ríkis-
útvarpsins til fjölda ára,
lét þau orð falla á meðan
á laginu stóð að Eurovisi-
on yrði aldrei samt. Hann
sagði einnig undir lok
lagsins: „Ég vona að
mamma þín sé ekki að
horfa á þetta“ og beindi
þeim orðum til áheyr-
enda, en hann var já-
kvæður í garð lagsins.
Þess má geta að Páll Ósk-
ar fékk hátt í helming
stiga sinna frá Bretlandi
sem var með almenna
símakosningu í fyrsta
sinn.
1998 gekk breski kynn-
irinn Ulrika Johnsson
fram af hollenskum
áheyrendum þegar hún
móðgaði dómnefndarformann Hol-
lands, Corry Brokken: Brokken lét
þau orð falla að hún hefði sungið í
Eurovision og Johnsson svaraði að
bragði: „Það hlýtur að vera langt
síðan.“ Nokkrir áheyrenda púuðu
á Johnsson.
Deilur spruttu af því í Jerúsalem
1999 að fleiri bakraddasöngvarar
voru í söngsveit Króatíu en leyfi-
legt var.
Ísraelska söngsveitin Ping Pong
hneykslaði fyrir það í Stokkhólmi
2000 að keppendur kysstust inni-
lega, karlar karla og konur konur,
og sýndi síðan sýrlenska fánann í
lokin.
Rússnesku söngkonurnar
t.A.T.u. hneyksluðu fyrir að neita
að syngja á æfingum og neita að
tala við fréttamenn í Riga 2003.
Hneyksli í Eurovision
Morgunblaðið/Ásdís
Páll Óskar vakti mikla athygli fyrir búninga og fram-
komu árið 1997, þegar hann tók þátt í Evróvisjón.
ÍTALSKA tískuhönnuðinum Donatella Ver-
sace er ekkert mannlegt óviðkomandi. Hér
sést hún á kynningu sem haldin var í gær á
sérstakri Versace-Mini Cooper-bifreið, en
hún verður boðinn upp á 13. árlega Lífs-
ballinu („Life Ball“). Ágóðinn rennur til
verkefna sem ætlað er að stemma stigu við
útbreiðslu HIV-veirunnar. Verkefnin eru í
samvinnu Life Ball og AIDS-stofnunar Elt-
ons Johns og fer uppboðið fram í dag.
Til styrktar eyðnivörnum
Reuters
Ó.H.T Rás 2
Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með
Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira
Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”.
Crash kl. 5.50 - 8.10 - 10.30 b.i. 16
The Jacket kl.5.45 - 8 - 10.10 b.i. 16
The Motorcycle Diaries kl. 5.30 - 10.20
The Hitchhikers guide... kl.5.45 - 8 - 10.15
Napoleon Dynamite kl. 8.05
Vera Drake kl. 8
Maria Full og Grace kl. 6 - 10 b.i. 14
Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársins
er komin í bíó.Byggð á einni vinsælustu bók
alheimsins eftir Douglas Adams.
j l í i
i í í . i i i l
l i i i l .
H.L. MBL
Ó.H.T Rás 2
S.V. MBL
Ó.H.T Rás 2
SLÓ RÆKILEGA Í GEGN
Á ÍSLANDI, USA OG Á BRETLANDI
I Í
Í I, I
MBL
DV Í hraða lífsins kemur að því að
við rekumst á hvert annað
lí i í
i
Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann,
Paul Haggis (“Million Dollar Baby”).
Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma.
Kvikmynd eftir
Óskarsverðlaunahafann, Paul
Haggis (“Million Dollar Baby”).
Sláandi og ögrandi mynd sem
hefur fengið einvala dóma.
ROGER EBERT
ROLLING STONE
ROGER EBERT
ROLLING STONE
Í hraða lífsins kemur að því að
við rekumst á hvert annað