Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 69

Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 69 Hetja. Þjóðsögn. Svampur Svampur Sveinsson og félagar eru komnir með sína fyrstu bíómynd. Með íslensku og ensku tali.   AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar 20. maí ÁLFABAKKI Frá þeim sem færðu okkur Princess Diaries og Freaky Friday. Byggð á metsölubók Clive Cussler Kvikmyndir.is Ice Princess   Debra Messing Dermot Mulroney i t l Frábær og léttleikandi rómantísk gamanmynd með Debra Messing úr „Will &Grace“ þáttunum Fyrsta stórmynd sumarsins  DV FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR MBL SLÓ RÆKILEGA Í GEGN Á ÍSLANDI, USA OG Á BRETLANDI  ICE PRINCESS kl. 4-6-8 HITCHHIKERS... kl. 6-10 THE WEDDING DATE kl. 8 - 10 SVAMPUR SVEINSSON kl. 4 Star Wars - Episode III kl. 2 - 5 - 8 -10.45 Wedding Date kl. 8 - 10 Hitchhikers. kl. 3.40-5.50 CRASH kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. CRASH VIP kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 1.40-3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 THE WEDDING DATE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 THE JACKET kl. 10.30 B.i. 16 ára. SAHARA kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2-4 THE PACIFIER kl. 1.40 - 6 - 8 THE WEDDING DATE kl. 4 - 6 - 8.15 - 10.30 HITCHHIKERS... kl. 12-1.50 4-5.50-8- 10.10 SAHARA kl. 10 THE ICE PRINCESS kl. 12 - 2.10 - 4 - 6 - 8 SVAMPUR SVEINSSON kl. 12 - 2 m/ísl.tali. H Á D E G I S B Í Ó 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL.12 UM HELGINA Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársinser komin í bíó. Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. j t f l t í i i í í . i i i l t l i i fti l . MERGUR málsins er að George Lucas tekst það sem Stjörnustríðs- aðdáendur vonuðu: Að loka hringn- um með reisn. Satt best að segja benti fátt til þess því The Phantom Menace og Attack of the Clones, tvær fyrri myndir seinni þríleiksins, standa upphafsþrennunni góðu að flestu leyti langt að baki. Engu lík- ara en hinn frábæri sögumaður væri búinn að missa flugið á meðan brellusmíðin sótti í sig veðrið. En nú geta unnendur bálksins og allra góðra afþreyingarmynda andað léttar, lokakaflinn stendur fyrir sínu, hartnær þrjátíu ára gamlir leyndardómar upplýsast með til- heyrandi sverðaglami, spennu, róm- antík og harmagráti. Það er engin spurning, Hefnd Sith á eftir að trekkja að áhorfendur og verða a.m.k. ein mest sótta mynd ársins, ef ekki allra tíma. Áhangendurnir eru fyrir hendi, þeir hafa aðeins beðið eftir því að skikkan kæmist á liðið og nú spila allir af kúnst. Líkt og Stjörnustríðsunnendur vita er Hefnd Sith bakgrunnur at- burðarins sem er siðferðileg þunga- miðja bálksins; hér stígur Jedaridd- arinn Anakín Geimgengill skrefið til fulls og verður að Svarthöfða, hverfur úr ljósinu og gefur sig Myrku öflunum á vald. Segir frá þeim hádramatísku átökum sem áttu sér stað næst á undan atburða- rásinni í Star Wars, upphafsmynd- inni sem markaði tímamót árið 1977. Án þess að skemma ánægju væntanlegra áhorfenda með því að segja of mikið er óhætt að geta þess að umskiptin eru ekki auðveld fyrir hinn unga og efnilega Anakín (Christensen), helstu von og verð- andi leiðtoga Jedariddaranna í ei- lífri baráttu þeirra við Myrkuöflin illu. Hinn slægvitri kanslari, síðar keisari, Palpatín (McDiarmid), kem- ur mikið við sígilda sögu af átökum góðs og ills, líkt og Jedariddarinn Obi-Wan Kenobi (McGregor), sem fær ekki við neitt ráðið og fær lítið að gert er Anakín, fyrrverandi nem- andi hans og vinur, tekur algjörum sinnaskiptum um það leyti sem stríðsátökin komast á lokastig. Palpatín svífst einskis og beitir öll- um bellibrögðum til að telja Anakín hughvarf. Hjá því verður ekki komist að mikill tími fer í útskýringar á þeim flóknu aðstæðum sem eru að baki sögusviði Hefndar Sith, nauðsyn- legt er að gera grein fyrir hinum mikla og litskrúðuga fjölda persóna og flóknu ástæðum margbrotinna átaka á milli ólíkra stríðsaðila. Fyr- ir vikið verður myndin feikilöng. Samt sem áður heldur Lucas áhorf- endum yfirleitt á tánum, ógn og spenna liggja í loftinu í myrkustu mynd bálksins. Þriðji kaflinn nýtur líka stórkostlegustu brellna sem sést hafa á tjaldinu, við áhorfand- anum blasir sú hrollkalda staðreynd að það er ekkert lengur ófram- kvæmanlegt höndum brellumeist- aranna og stafrænu tækninnar sem Lucas ræður yfir, fátt kemur leng- ur á óvart. Söguþráðurinn er vitaskuld ekki jafn ferskur og í fyrri helmingi bálksins þegar Lucas leiddi okkur inn í fullkomlega framandi ævin- týraheim með öllum þeim gjörn- ingum, sögupersónum og dulmagn- aða andrúmslofti sem honum fylgdi. Nú erum við öllu vön, á Lucasi hvíl- ir hins vegar sú mikla ábyrgð að ná endunum saman í áhrifamesta kvik- myndabálki sögunnar og að lukkast það með fléttu viðunandi atburða- rásar og enn frekar mikilfenglegs sjónarspils er vel þegið afreksverk. Leikurinn skiptir minna máli en það er lítið út á hann að setja, jafn- vel Christensen tekst að reka af sér slyðruorðið í lokakaflanum, en hinn ábúðarmikli McDiarmid er senu- þjófurinn. Hvort sem það hefur ver- ið ætlunin eður ei. Menn geta leikið sér að tilvís- unum í samtímann en Hefnd Sith er, líkt og aðrar myndir þessa magnaða bálks, hreint og klárt bíó, afþreying eins og hún best getur orðið. Úti er ævintýri, og því fylgir vissulega söknuður, en hver veit – ef myndin malar gull, fáum við þá ekki lokakaflana þrjá? Stórbrotin stríðslokKVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: George Lucas. Aðalleikendur: Ewan McGregor, Natalie Portman, Hayden Christensen, Christopher Lee, Samuel L. Jackson, Frank Oz, Ian Mc- Diarmid, Jimmy Smits, Anthony Daniels, Kenny Baker, Peter Mayhew. 140 mín. Bandaríkin 2005. Stjörnustríð: Kafli III – Hefnd Sith / Star Wars: Episode III – Revenge of the Sith  Sæbjörn segir í dómi að lokakaflinn standi fyrir sínu, „hartnær þrjátíu ára gamlir leyndardómar upplýsast með tilheyrandi sverðaglami, spennu, rómantík og harmagráti“. Hér má sjá persón- urnar Palpatín (Ian McDiarmid), Obi-Wan Kenobi (Ewan McGregor) og Anakín Geimgengill (Hayden Christensen) en þeir eru fangar um borð í skipi í Stjörnustríði: Kafla III – Hefnd Sith. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.