Morgunblaðið - 21.05.2005, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
HÓPUR starfsmanna Heilbrigðisstofnunar-
innar á Siglufirði mun í hádeginu á morgun
leggja af stað frá Siglufirði til Reykjavíkur.
Það væri kannski ekki í frásögur færandi
nema vegna þess að hópurinn ætlar að
hjóla þessa rúma 400 km í tilefni af því að
hann vann til verðlauna í keppninni Hjólað í
vinnuna sem fram fór dagana 2.–13. maí.
Áætlar hópurinn að vera kominn í bæinn í
síðasta lagi á hádegi á mánudaginn kemur.
Þá er ráðgert að hann taki á móti verðlaun-
um sínum. Hópurinn hlaut 2. sætið fyrir
flesta hjólaða daga í flokknum 70–149
starfsmenn.
„Við áttum alls ekki von á því að vinna til
verðlauna, því við gerðum þetta nú meira
okkur til gamans,“ segir Sigurbjörg
Björnsdóttir, liðsstjóri hjólasveitarinnar, en
viðurkennir þó að mikill keppnisandi hafi
skapast á vinnustaðnum þar sem keppt var
í fjórum liðum. Segir hún lengstu leið í og
úr vinnu hafa verið um 2 km, en að menn
hafi lengt ferðir sínar og hjólað allt upp í 11
km daglega. Aðspurð hvort starfsfólk
vinnustaðarins hjóli almennt mikið í vinn-
una segir Sigurbjörg alltaf eitthvað um það
þó vissulega mætti fólk alltaf vera duglegra
við að taka fram hjólið.
Að sögn Sigurbjargar er ráðgert að hjóla
frá Siglufirði til Reykjavíkur í þremur holl-
um sem skiptist á, en gert er ráð fyrir að
fólk skiptist á að hjóla á 5–10 km köflum.
Hjóla frá
Siglufirði til
Reykjavíkur
SPENNA ríkir um það hver verð-
ur kjörinn varaformaður Samfylk-
ingarinnar á landsfundi flokksins í
dag. Þingmennirnir Ágúst Ólafur
Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson
hafa þegar gefið kost á sér. Fleiri
hafa verið orðaðir við embættið,
m.a. Jóhanna Sigurðardóttir þing-
maður. Björgvin G. Sigurðsson
þingmaður bættist í hópinn í gær.
Björgvin sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að á sig
hefði verið skorað. „Ég útiloka
ekkert. Ég mun skoða þetta þegar
úrslitin í formannskjörinu liggja
fyrir.“
1.400–1.500 flokksmenn
á fundinum
Allir landsfundarfulltrúar eiga
rétt á því að kjósa í varaformanns-
kjörinu. Ingvar Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri flokksins, segir að
um 1.400 til 1.500 félagsmenn séu
skráðir til þátttöku í fundinum.
Miðað er við að úrslitin í for-
mannssæti framkvæmdastjórnar
flokksins. Tveir hafa gefið kost á
sér, þau Gunnar Svavarsson, for-
seti bæjarstjórnar í Hafnarfirði
og Sigrún Grendal, varaformaður
í Samfylkingarfélaginu í Reykja-
vík.
Ekki valdið
harkalegum deilum
Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, sagði m.a. í
setningarræðu sinni á landsfundi
flokksins í Egilshöll í gær að kosn-
ingabaráttan í formannskjörinu
hefði ekki vakið svo harkalegar
deilur að þær skildu eftir sár til
langframa.
„Flokkadrættir hafa fráleitt
verið slíkir að úr þeim geti ekki
fljótlega jafnast. Lokaáhrifin velta
hins vegar nokkuð á okkur sem
vorum í framboði. Það er ákaflega
brýnt að sá okkar frambjóðend-
anna sem ber sigur úr býtum
kappkosti að verða formaður
Samfylkingarinnar allrar.“Framboðsfrestur rennur út kl.
12.50. Eftir kjörið fara fram kosn-
ingar í önnur embætti, m.a. í for-
mannskjörinu verði tilkynnt kl. 12
í dag. Varaformannskjörið fari
síðan fram klukkutíma síðar.
Spenna ríkir um kjör í
embætti varaformanns
Morgunblaðið/Golli
Ljóst verður upp úr hádegi í dag hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eða
Össur Skarphéðinsson verður næsti formaður Samfylkingarinnar.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Landsfundur | 10–11
FULLTRÚAR Handknattleikssam-
bands Íslands hafa lýst yfir áhuga við
Handknattleikssamband Evrópu,
EHF, um að fá að kanna grundvöll
þess að Evrópumót karla eða kvenna í
handknattleik fari fram hér á landi ár-
ið 2010. „Með því að leggja nafn okkar
í pottinn erum við eingöngu að opna
dyr til þess að geta skoðað möguleika
okkar á að halda mót af þessu tagi. Við
eigum alveg eftir að skoða hvort ein-
hver grundvöllur sé fyrir hendi að
halda Evrópukeppnina hér á landi.
Það verður gert á næstum vikum og
mánuðum,“ segir Einar Þorvarðarson,
framkvæmdastjóri HSÍ.
HSÍ hefur tíma til 17. september nk.
til að taka ákvörðun um hvort formleg
umsókn verður send inn. Ákvörðun
um staðsetningu mótanna verður tek-
in í byrjun maí á næsta ári. Auk Ís-
lendinga hafa tvær þjóðir lýst yfir
áhuga á EM kvenna 2010 og sex þjóðir
sýnt karlakeppninni áhuga.
Heimsmeistaramót karla í hand-
knattleik var haldið hér á landi árið
1995. | D1
Verður EM
í handbolta á
Íslandi 2010?
HOLLENSKU 250 tonna skipi var komið til
hjálpar skammt utan við Garðskaga í gærkvöldi
þegar vélarbilun varð með þeim afleiðingum að
skipið rak stjórnlaust undan veðri. Neyðarkall
var sent út og var Landhelgisgæslan í við-
bragðsstöðu en ekki þurfti á hennar aðstoð að
halda því íslensk skip komu því hollenska,
unaraðila um ástand mála. Kiddi Lár frá Sand-
gerði kom stuttu síðar á vettvang og setti taug í
Daphne og sneri því við uns Sæmundur GK 185
tók við og dró skipið til hafnar í Sandgerði. Var
þangað komið klukkan 20:42.
Norðanrok var þegar björgun fór fram, sam-
kvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga.
Daphne að nafni, til bjargar. Neyðarkallið barst
kl. 18:30 þegar skipið var hálfa mílu suðsuðvest-
ur af Garðskaga. Björgunarskipin Oddur VE
frá Grindavík og Ásgrímur Björnsson frá
Reykjavík fóru af stað til bjargar en það var
hins vegar Fylkir KE 102 sem var á landleið
sem fyrstur kom á vettvang og upplýsti björg-
Hollensku skipi bjargað við Garðskaga
Víkurfréttir/Þorgils
ÓSKILAMUNIR hjá Lögreglu-
stjóraembættinu í Reykjavík
verða boðnir upp í dag, laugar-
dag. Að sögn Sólmundar Más
Jónssonar, framkvæmdastjóra
hjá LR, verða um 200 reiðhjól
boðin upp ásamt um 100 öðrum
hlutum, þ.á m. sjónvarps-
tækjum og heimilistækjum af
ýmsum toga.
Uppboðið hefst klukkan
13.30 og fer fram í porti við
Borgartún 7b.
Á sama tíma verður lög-
reglan með kynningu á starf-
semi sinni, til sýnis verða lög-
reglubílar og mótorhjól,
lögregluhundur kemur í heim-
sókn og lögreglumenn verða á
staðnum.
Steinþór Hilmarsson
lögreglumaður lítur hér yfir
reiðhjólaflotann sem boðinn
verður upp í dag.
Um 200 hjól á uppboði
Morgunblaðið/Júlíus
MANNBJÖRG varð í gær þegar
Hildur ÞH sökk 7 mílur austur af
Raufarhöfn. Báturinn varð vélar-
vana kl. 12:30 og komst mikill sjór í
vélarrúm hans. Skömmu síðar
lagðist hann á hliðina og byrjaði að
sökkva. Tveir skipverjar voru um
borð og tókst þeim að forða sér í
gúmmíbát. Kl. 12:55 var björgun-
arsveitin Pólstjarnan á Raufarhöfn
kölluð út vegna neyðarkalls og fór
björgunarsveitin á bs Gunnbjörgu
á slysstað. Tókst að bjarga skip-
verjunum heilum á húfi og voru
þeir komnir í skip kl. 13.40. Komið
var með skipbrotsmenn til Rauf-
arhafnar kl. 14.20 og voru þeir í
skýrslutökum hjá lögreglunni fram
á kvöld.
Hildur ÞH er 20 tonna bátur og
hét áður Skálafell ÁR.
Björguðu sér
í gúmmíbát er
Hildur sökk
LÍTILL sendiferðabíll valt á Rangárvalla-
vegi eystri klukkan hálfsex síðdegis í gær.
Tveir menn voru í bílnum og sluppu þeir
ómeiddir, að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur
ef ekki ónýtur. Ökumaður mun hafa misst
stjórn á bílnum í lausamöl.
Þá varð harður árekstur tveggja fólksbíla
á gatnamótum Dynskála og Freyvangs á
Hellu rétt fyrir klukkan fjögur. Enginn
slasaðist en bílarnir eru mikið skemmdir.
Talið er að ökumaður annars bílsins hafi
ekki virt stöðvunarskyldu.
Þá tók lögreglan í Kópavogi tíu ökumenn
fyrir hraðakstur í gær. Allir voru þeir tekn-
ir á svæði þar sem hámarkshraði er 50 km/
klst. Sá sem ók hraðast var á 87 km hraða.
Sluppu ómeiddir
úr bílveltu