Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjartarafstuðtæki Powerheart G3 Auðvelt í notkun, aðeins einn hnappur Íslenskt tal og textaskilaboð Framkvæmir sjálfspróf daglega Powerheart G3 með Star biphasic tækni Rescue Ready - ávallt tilbúið til notkunar Íslenskur leiðbeiningabæklingur Ábyrgð á tæki er 7 ár Ísmed ehf, Lyngháls 13, 110 Reykjavík. Sími 520 4300 www.ismed.is        Bjargar mannslífum UMFANGSMIKIL AÐGERÐ Greinaflokkur um Landspítala – háskólasjúkrahús hefur göngu sína í Morgunblaðinu í dag. Þar er m.a. greint frá einni umfangsmestu lýta- aðgerð sem framkvæmd hefur verið á spítalanum, þegar heilagúll var fjarlægður úr ungum dreng. Fimm skurðlæknar komu að aðgerðinni, þar af þrír íslenskir. Auknar húsaleigubætur Áætlað er að heildargreiðslur sveitarfélaga vegna húsaleigubóta nemi um 1.800 milljónum króna á þessu ári, sem yrði um 20% aukning frá síðasta ári. Fjórar af hverjum tíu krónum koma úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Yngri Hornafjörður Ný rannsókn bendir til að Horna- fjörður sé mun yngri en áður hefur verið talið, eða um fjögur þúsund ára gamall. Áður var talið að fjörðurinn hefði orðið til fyrir um tíu þúsund ár- um, væri frá lokum ísaldar. Rostungstönn, sem fannst í Hoffells- jökli, var aldursgreind og styður þessa nýju kenningu en talið er að tönnin sé ekki nema 7000 ára gömul. Kirkjur í varnarstöðu Á leiðtogaþingi lútherskra kirkna í Evrópu sem fram fór í Reykholti kom m.a. fram að kristnar kirkjur í Evrópu væru í varnarstöðu. Hins vegar hefðu þær styrkst í öðrum heimshlutum, t.a.m. í Afríku. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að ákveðin pólskipti hafi átt sér stað í kristinni trú. Að sögn biskups segja um sex þúsund manns sig úr kristn- um kirkjum í Evrópu á ári en í Afríku taka um tuttugu og þrjú þúsund manns kristna trú á degi hverjum. Skuldum aflétt Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims (G-8 ríkjanna) náðu á fundi sínum í gær rammasamkomu- lagi um að fella niður skuldir 18 af fátækustu ríkjum heims. Fjármála- ráðherrarnir hittust til að undirbúa leiðtogafund G-8 ríkjanna sem hald- inn verður í Skotlandi í næsta mán- uði, en þar verða málefni þróunar- ríkja í brennidepli. 64 fórust í flóði í barnaskóla 64 fórust, þar af 62 börn, þegar flóðbylgja skall á barnaskóla í Heil- ongjang-héraði í Kína á föstudag. 352 börn á aldrinum sex til fjórtán ára og 31 kennari voru í skólanum þegar flóðið skall á honum. 455 hafa beðið bana í flóðum og skriðum í Kína frá því í byrjun maí. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is REKSTRI Gistiskýlisins í Þing- holtsstræti hefur verið breytt en vel- ferðarráð borgarinnar ákvað í síð- ustu viku að skýlið skyldi rekið innan velferðarsviðs borgarinnar til næstu tveggja ára til reynslu. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum R- listans en fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir miklu skipta að ekki sé boðinn út jafn viðkvæmur rekstur og þjónusta við þá sem eru verst settir í samfélaginu. „Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að okk- ur hefur fundist vera helst til mikil fjarlægð þar sem aðrir hafa verið að sinna þessum málaflokki.“ Borgin hafi verið í stefnumótunar- vinnu um málefni heimilislausra og því hafi þótt rétt í því sambandi að borgin ræki Gistiskýlið til reynslu. Björk segir að í þessu felist enginn áfellisdómur yfir fyrrverandi rekstr- araðila, sem hafi sinnt þjónustunni með miklum ágætum. Gistiskýlið í Þingholtsstræti 25 var stofnað 1969 og rekið á vegum Reykjavíkurborgar í 20 ár. Þá tók Samhjálp við. Frá 1999 var rekstur- inn í höndum fyrrverandi forstöðu- manns Samhjálpar en frá síðustu áramótum hefur Samhjálp séð um reksturinn. Að sögn Bjarkar eru á bilinu 40-60 heimilislausir í dag, þ.e. utangarðs- fólk sem býr á götunni. „Þetta er alltof stór hópur og við þurfum auð- vitað að skoða það hvernig við getum þjónustað þennan hóp sem best,“ segir Björk en bendir á að borgin hafi boðið upp á ýmis úrræði s.s. með rekstri heimila á Miklubraut 18 og 20 og styrkjum til Rauða krossins. Borgin tekur við rekstri Gistiskýlisins „VIÐ erum að vinna stjórnarskrá fyrir nýja öld, fyrir þá sem til framtíðar byggja þetta land,“ sagði Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar, við setningu ráðstefnunnar Stjórnarskrá til framtíðar, sem nefndin efndi til í Reykjavík í gær. Jón sagði m.a. að það væri tak- mark stjórnarskrárnefndar að vinna fyrir opnum tjöldum og að örva umræður á opinberum vett- vangi um stjórnarskrármál. Ráðstefnan væri liður í því. Þá vísaði hann einnig til vefsíðu stjórnar- skrárnefndar til marks um viljann til að hlusta, taka til umfjöllunar, vega og meta. Jón rakti nýlegar stjórnarskrárbreytingar, svo sem á kjördæmaskipan og á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. „Nú er tímabært að fjalla bæði um 5. kafla stjórnarskrárinnar, ákvæðin um eign- arhald á auðlindum og þann kafla sem fjallar um embætti forseta Íslands svo dæmi séu tekin, þótt stjórnarskráin sé öll undir í þeirri vinnu sem þarf að fara fram. Það er mikilvægt að samstaða takist um það á vettvangi stjórnmálanna hvernig á að skjóta málum til þjóðarinnar og brýnt að ná sam- komulagi um skýrar reglur og skiljanlegar um þau mál.“ Jón sagði einnig brýnt á tímum mikilla breyt- inga í samskiptum þjóða og breyttra hugmynda um alþjóðlegt samstarf að það tækist að setja skýr ákvæði um hvernig þeim atriðum yrði fyrir komið í stjórnarskrá. Að lokinni setningu ráðstefnunnar voru á dag- skrá erindi um meginmarkmið endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Páll Skúlason prófessor ræddi um efnið: Hvers vegna stjórnarskrá? Hann setti fram þrjár staðhæfingar: Ríkið er til, ríkið er af hinu góða og ríkið þarf að rækta. Páll varpaði fram þeirri hugmynd að ein leið til að horfa á stjórn- arskrána og tilganginn með að hafa stjórnarskrá væri að standa vörð um þessar þrjár staðhæfingar. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor fjallaði um stjórnarskrána í sögulegu ljósi 1874–2005. Hann benti m.a. á að lýsing stjórnarskrárinnar á íslenska lýðræðiskerfinu væri afar fátækleg. Rakti hann bakgrunn þeirra þriggja stjórnarskráa sem Ís- lendingum hafa verið settar 1874, 1920 og 1944. Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðu- neytinu og ritari stjórnarskrárnefndar, fjallaði um stjórnskipunarþróun í Evrópu frá stríðslokum. Sagði Páll m.a. að ekki væri auðvelt að greina til- tekna þróun stjórnskipunar í Evrópu undanfarna áratugi. Þó væri ljóst að grundvöllurinn væri ávallt sá sami, þótt farnar væru mismunandi leiðir að sama marki. Það er vernd mannréttinda, að tryggja lögbundna stjórn í almannaþágu, lýðræði og valddreifingu. Síðan voru haldnar þrjár málstofur, um lýðræði á upplýsingaöld, um þrískiptingu ríkisvalds – póli- tíska forystu – virkt eftirlit og að lokum um Ísland í alþjóðlegu umhverfi. Stjórnarskrárnefnd hélt í gær ráðstefnu um stjórnarskrá til framtíðar Ákvæði um auðlindir og forsetaembættið skoðuð Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar, setti ráðstefnu um stjórnarskrána. TENGLAR ........................................................................ www.stjornarskra.is ALGENGAST er að forsjá barna sé í höndum beggja foreldra eftir lög- skilnað og sambúðarslit en árið 2004 átti þetta við í 75,8% tilvika eftir sambúðarslit samanborið við 60,7% eftir lögskilnað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkomnum Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Ólöf Garðarsdóttir, deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Ís- lands, segir að þessi munur kunni að skýrast af því að fólk sem er í sam- búð sé yngra en fólk í hjónabandi og eins kunni aldur að skipta máli. Frá því um mitt ár 1992 hafa for- eldrar hér á landi átt þess kost að fara sameiginlega með forsjá barna sinna eftir skilnað og á allra síðustu árum hefur færst í vöxt að foreldrar nýti sér þetta fyrirkomulag. Framan af var algengast að móðir færi ein með forsjá en að sögn Ólafar hefur fólki sem velur að fara sameiginlega með forsjá fjölgað. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru lögskilnaðir 552 árið 2004 en sambúðarslit voru 670 en þar er átt við tilkynningu um slit formlegrar sambúðar hjá þjóðskrá. Meðal þeirra 670 sambúðarslita sem urðu á árinu 2004 voru 397 pör með börn undir 18 ára aldri og af 552 lögskiln- uðum var 31 barnafjölskylda. Alls voru börn úr skilnuðum og sambúð- arslitum 1.201. Í 35,5% tilvika fór móðir með forsjá eftir lögskilnað og í 23% tilvika eftir sambúðarslit. Sjald- gæft er að faðir fari einn með forsjá en samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 2003 var innan við 1% karla 18 ára og eldri í hópi einstæðra for- eldra. Sameiginleg forsjá algengari eftir sambúðarslit en lögskilnað TALSVERÐUR erill var hjá lög-reglunni í Reykjavík í fyrrinótt en töluverð ölvun var í miðborginni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu þurftu nokkrir að gista fanga- geymslur vegna ölvunarástands en fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir grun um ölvun við akstur í höfuð- borginni. Þrír þeirra voru stöðv- aðir milli klukkan 5 og 8 í gær- morgun. Þá var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í austurborginni um klukkan fjögur í fyrrinótt. Um ágreining tveggja karlmanna var að ræða og var annar þeirra vist- aður í fangageymslu lögreglu. Erill hjá lögreglunni Í dag Sigmund 8 Hugvekja 42 Fréttaskýring 8 Myndasögur 48 Hugsað upphátt 32 Dagbók 49 Menning 51/52 Víkverji 48 Sjónspegill 27 Staður og stund 50 Forystugrein 30 Leikhús 52 Reykjavíkurbréf 30 Bíó 54/57 Umræðan 33/36 Sjónvarp 58 Bréf 36 Staksteinar 59 Minningar 43/45 Veður 59 * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.