Morgunblaðið - 12.06.2005, Side 38

Morgunblaðið - 12.06.2005, Side 38
38 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 5340 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Glæsileg 137 fm íbúð á 2. hæð og risi auk bílskúrsréttar í litlu fjölbýli. Íbúðin er með vönduðum innréttingum og gólf- efnum. Skipting íbúðarinnar er forstofa, hol, eldhús, stofa og borðstofa, þvotta- herbergi, baðherbergi og þrjú svefn- herbergi á hæðinni. Í risi er sjónvarpshol og svefnherbergi. Tvennar svalir. Húsið er nýlega viðgert að utan. Fyrir liggur að byggja bílskúr. Mjög góð staðsetning. Verð kr. 28.400.000 LAXAKVÍSL - REYKJAVÍK Mjög góð 90 fm hæð auk 31 fm bílskúrs í mjög góðu steinhúsi, byggðu árið 1952. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, stofu, borðstofu og þrjú svefnherbergi. Eignin er öll hin snyrtilegasta og húsið í sérlega góðu ástandi að utan, þak ný- lega yfirfarið og málað. Frábær stað- setning. Verð kr. 22.700.000 BARÐAVOGUR - REYKJAVÍK Mjög góð 105 fm íbúð auk 25 fm bílskúrs í góðu steinsteyptu fjöleigna- húsi, byggðu 1989. Eignin er mjög vel skipulögð og innréttuð. Verð kr. 25.900.000 GRANDAVEGUR - REYKJAVÍK Vegna mikillar sölu vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Góð einkasölukjör Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali. TIL SÖLU HJÁ ÁSBYRGI FASTEIGNASÖLU 255,6 fm mjög gott einbýlishús með 25 fm bílskúr. Húsið skiptist í kjallara, hæð og rishæð. Á hæðinni er m.a. eldhús og tvær samliggjandi stofur. Í risi eru þrjú stór svefnherbergi, baðher- bergi og sjónvarpshol. Í kjallara eru tvö mjög stór herbergi auk þvottaherbergis og geymslu. Góður bílskúr. Falleg ræktuð lóð. Húsið er á fallegum útsýnisstað í grónu hverfi í Kópavogi. Verð 49,5 millj. (Tilv. 36152) BREKKUTÚN 9 - KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14.00-17.00 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Fallegt 130,8 fm endaraðhús, tvær hæðir og kjallari. Neðri hæðin er mjög björt og opin. Anddyri með skápum. Stofa/borð- stofa með útg. í skjólgóðan suðurgarð. Eldhús með snyrtilegri innréttingu. Á efri hæðinni eru tvö rúmgóð svefnherb. með skápum og flísalagt baðherbergi með sturtuklefa. Lítið mál að útbúa þriðja her- bergið. Í kjallara er stórt herbergi, salerni, þvottahús og geymsla. Þetta er falleg eign á eftirsóttum stað - stutt í skóla og almenna þjónustu. OPIÐ HÚS VERÐUR MILLI KL. 16.00-18.00. HÖRÐUR OG ELÍN TAKA VEL Á MÓTI GESTUM. Opið hús í dag RÉTTARHOLTSVEGUR 81 - LAUST FLJÓTLEGA Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30 Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. ● 6. hæðin samtals 400 fm. Glæsilegar skrifstofur, mjög góð staðsetning. Gott lyftuhús, glæsilegt útsýni yfir höfuðborgina. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs Glæsilegt útsýni. Eignin er í eigu Landsafls sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. www.landsafl.is Höfðabakki - Til leigu OPIÐ 9-18 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15-17 FLÚÐASEL 67 - 5 HERB. Falleg og mikið endurnýjuð 5 herbergja íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. Eldhús með nýl. innréttingu, stofa með glæsilegu útsýni og flísal. yfirbyggðum svölum (með ofni), 4 svefnherbergi, endurnýjað baðherbergi. Nýl. parket og flísar á gólfi. Frið- sælt og rólegt hverfi. Góð íbúð fyrir fólk á besta aldri sem og barnafólk enda stutt í skóla. Laus strax. Verð 18,9 millj. VERIÐ VELKOMIN. NÝLEGA afhenti Helgi Jensson forstöðumaður Framkvæmda- og eftirlitssviðs hjá Umhverfis- stofnun ásamt Tindi Hafsteins- syni sölustjóra hjá Tæknivali Guðlaugu Árnmarsdóttir Fujitsu Siemens tölvu frá Tæknivali. Guðlaug var dregin úr stórum hópi fólks sem tók þátt í um- hverfisvænum Svansleik sem staðið hefur yfir undanfarið á vegum Umhverfisstofnunar, Morgunblaðsins, Tæknivals og Rásar 2. Verðlaun í Svansleik LEIKKONURNAR Edda Björg- vinsdóttir og Helga Braga halda námskeiðið Hlæjum saman í sam- vinnu við Heilsustofnun NLFÍ í næsta mánuði. Haldin verða tvö fimm daga námskeið og segir Anna Pálsdóttir hjá Heilsustofn- uninni að það sé ætlað konum í því skyni að koma saman og „flissa og gera grín að körlunum og því betra að vera án þeirra,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið. „Markmið námskeiðsins er að læra að þekkja sjálfan sig, læra að laða fram það besta í fari hvers og eins og nýta það til að hafa já- kvæð áhrif á umhverfi sitt,“ segir m.a. í lýsingu námskeiðshaldara. „Í Hveragerði verður staldrað að- eins við, hlegið og hvílst.“ Fyrra námskeiðið verður dagana 6. til 10. júlí og það síðara 11. til 15. júlí. Verð er 35–37 þúsund krónur í tveggja manna herbergi og er matur innifalinn. Boðið er upp á heilsufæði og eru reykingar eða meðferð víns ekki leyft. Panta þarf á námskeiðið eigi síðar en 15. júní. Námskeið um hlátur hjá Heilsu- stofnun NLFÍ STOFNAÐUR hefur verið Fræðslu- sjóður um einhverfu af Fjölskyldu- deild Akureyrar, Fræðsluskrifstofu Kópavogs, Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins og Umsjónarfélagi ein- hverfra. Stofnfé sjóðsins er 1.700.000 kr. sem er ágóði af námstefnunni Einhverfa – Leikur – Félagsfærni sem sömu aðilar héldu í apríl 2004. Markmið fræðslusjóðsins er að efla enn frekar þá þekkingu sem námstefnan lagði grunn að í þágu barna með einhverfu hér á landi. Til- gangur hans er að stuðla að því að fagleg og hagnýt námskeið séu hald- in af viðurkenndum aðilum. Enn- fremur er hlutverk hans að styrkja fyrirlestrahald erlendra fræðimanna á sviði einhverfu og styrkja útgáfu á fræðsluefni. Verkefni sem eru skipu- lögð af stofnendum sjóðsins hafa for- gang um styrkveitingar úr sjóðnum. Úthlutun verður tilkynnt árlega þann 15. nóvember. Auglýst verður eftir umsóknum í september og þurfa þær að berast stjórn sjóðsins fyrir 15. október. Fræðslu- sjóður um einhverfu SUMARBÚÐASTARFIÐ í Ölveri í Borgarfirði er hafið og fyrsti flokk- urinn mætti á svæðið 7. júní. Geta alls verið 47 stelpur í hverjum flokki. Er fullbókað í flesta flokkana í sum- ar, og endað með unglingaflokki í ágúst. Sumarstarfsemi hinna hefð- bundnu sumarbúða lýkur með kaffi- sölu til styrktar starfinu 21. ágúst. Mörg herbergjanna voru endur- nýjuð í fyrra. Eru búðirnar leigðar út til hópa fyrir ráðstefnur og mót margs konar utan sumarbúðatím- ans, heitur pottur er á staðnum og annað til dægrastyttingar, jafnt fyr- ir sumarbúðastelpur sem og starfs- fólk. Morgunblaðið/PÞ Í fyrsta flokknum voru 6 stelpur úr sama bekknum í Melaskóla í Reykjavík, þær Ásta, Rósmarie, Daniella, Kristín, Jóhanna og Birta. Starfið hafið í Ölveri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.