Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ
Sirkusinn sem allir tala um!
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Í dag kl 14 - UPPSELT,
Í dag kl 17 - UPPSELT,
Lau 18/6 kl 14,
Su 19/6 kl 14 - UPPSELT,
Su 26/6 kl 14,
Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14,
Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20,
Mi 15/6 kl 20,
Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20
Aðeins þessar sýningar
Stóra svið
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Þri 14/6 kl 20 - Styrktarsýning,
Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20
Síðustu sýningar
HAMRAHLÍÐARKÓRINN lagði
upp í tveggja vikna söngferðalag til
Kanada og Bandaríkjanna síðastlið-
inn miðvikudag.
Kórinn, sem hefur 65 meðlimi á
aldrinum 16–22 ára, auk Þorgerðar
Ingólfsdóttur stjórnanda, mun taka
þátt í kórahátíðinni og fagráðstefn-
unni Raddir úr norðri, Northern
Voices Choral Festival and con-
ference. Hátíðin er hluti þekktrar og
virtrar hátíðaraðar og er þema tekið
fyrir hvert ár. Eins og titill hátíð-
arinnar gefur til kynna er þemað í ár
kórtónlist frá Norðurlöndunum og
Eystrasaltsríkjunum. Einum kór frá
hverju landi var boðið til þátttöku og
er Hamrahlíðarkórinn fulltrúi ungs
fólks á Norðurlöndunum.
Hátíðin er hafin og mun íslenski
kórinn syngja á átta tónleikum á
vegum hennar fram til 16. júní en
ásamt því heldur Þorgerður fyrir-
lestur um þróun íslenskrar kór-
tónlistar þar sem kórinn flytur lif-
andi tóndæmi.
Þrjú verk frumflutt
Á hátíðinni frumflytur kórinn þrjú
verk; Divinum Mysterium eftir
finnska tónskáldið Olli Kortekangas,
Á raupsaldrinum eftir Þorkel Sigur-
björnsson og Húm I og II eftir Atla
Heimi Sveinsson.
„Krafa var gerð um frumflutning
á finnska verkinu sem byggt er á
gömlu kirkjustefi um hinn guð-
dómlega leyndardóm,“ segir Þor-
gerður. „Íslensku verkin eru samin
sérstaklega fyrir Hamrahlíðarkór-
inn en verk Atla Heimis er samið
bæði með kórinn og Grím Helgason
klarínettleikara og kórmeðlim í
huga.“
Grímur er 21 árs nemi í Listahá-
skóla Íslands og hefur verið í kórn-
um síðan á öðru ári sínu í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
„Verkið er samið við ljóð Stefáns
Harðar Grímssonar úr ljóðabókinni
Tengsl. Bókin byrjar á fyrra ljóðinu
og endar á því síðara,“ sagði Grímur
í samtali við Morgunblaðið daginn
fyrir brottför til Kanada. „Ég hlakka
mikið til ferðarinnar, hún verður erf-
ið en skemmtilegustu ferðirnar eru
þær þéttskipuðu.“
Grímur segir sönginn og klarín-
ettspilið mjög skylt en þó finnist
honum skemmtilegra að spila á
hljóðfærið. Hann sé færari í klarín-
ettleik enda spilað í tólf ár.
17. júní á Íslendingaslóðum
Þann 16. júní flýgur hópurinn til
Winnipeg í boði ræðismanns-
skrifstofunnar og sendiráðs Íslands í
Kanada. Þjóðhátíðardagurinn verð-
ur þéttskipaður því kórinn mun
syngja á ýmsum stöðum þann dag.
„Við byrjum daginn á skóla-
tónleikum í Gimli High School. Síðan
syngjum við á skrifstofu Lögbergs
Heimskringlu í Winnipeg og þar á
eftir verður sungið við styttu Jóns
Sigurðssonar. Að lokum flytjum við
fullt prógramm á hátíðartónleikum í
Listasafni Winnipegborgar,“ segir
Þorgerður.
Kórinn verður með fleiri tónleika í
Íslendingabyggðum en mun svo
ljúka tónleikahaldi sínu í vestur-
heimi á elliheimili í Mountain í Norð-
ur-Dakóta, Bandaríkjunum.
Allt í allt mun kórinn syngja á
fjórtán tónleikum á tíu dögum og var
mikil eftirvænting í hópnum daginn
fyrir brottför.
Þorgerður segir mjög krefjandi að
taka þátt í alþjóðlegri hátíð eins og
þessari. Þar sé lögð mikil áhersla á
samtímatónlist svo íslenski hópurinn
þarf að kunna góð skil á helstu sam-
tímaverkum íslenskra tónskálda.
Þar að auki þarf að sinna því hefð-
bundna; lögum fyrir íslenskættað
fólk og skólakrakka.
Hamrahlíðarkórinn mun syngja í Listasafni Winnipeg-borgar í Kanada á þjóðhátíðardegi Íslendinga.
Tónlist | Hamrahlíðarkórinn í söngvíking til Vesturheims
Frumflytur tvö íslensk
verk og eitt finnskt
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Þorgerður Ingólfsdóttir er söng-
stjóri Hamrahlíðarkórsins.
Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur
valaosk@mbl.is
VIRÐINGARVOTTUR til stað-
gengilsins er yfirskrift þriggja
sýninga sem listamaðurinn JKB
Ransu hefur haldið með stuttu
millibili í þremur landshornum og
uppistaðan í þeim öllum málverk
af hringjum í mismunandi litum á
mismunandi litum flötum, hvort
heldur sem er á striga eða beint á
vegg.
Sýningarnar fjalla allar um eðli
og möguleika afstraktlistarinnar í
ljósi skynheildarfræða og og vísar
listamaðurinn í því skyni í mynd-
röð Josef Alberts, Homage to the
Square, frá 1970 og húla-hopp-
hringinn í kvikmyndinni „The
Hudsucker Proxy“ frá 1994.
Fyrsti hluti sýningarinnar sem
var í Slunkaríki á Ísafirði hafði
undirtitilinn Theory of Perception,
þar sem vísað er til kenninga um
hvernig sjónin bregst við formum
og litum og hvernig listamenn
hafa nýtt sér það í myndlist. At-
hyglinni er sérstaklega beint að
ákveðnum skynvillum sjónarinnar
gagnvart formi og litum á
ákveðnum fleti eins og t.d. eftir-
sýn forma í andstæðum litum. Í
öðrum hlutaverksins sem var stað-
settur í Gallerí+á Akureyri í vor,
Principles of Perception, sem
mætti útleggja sem viðmið-
unarreglu eða útgangspunkt
skynjunar, var lögð áhersla á
hvernig skynjun okkar og skiln-
ingur á ákveðnum hlutum skilyrð-
ast af rými tíma og því samhengi
sem það er sett í. Þriðji og síðasti
hluti þessarar sýningar í Safni
sem ber titilinn Allegory of per-
ception, eða táknsamhengi skynj-
unar kemur inn á hve táknmyndir,
gamlar og nýjar spila stóran part í
því hvernig hlutir og form eru
meðtekin, skynjuð eða skilin.
Elstu táknmyndir eða lógó trúar-
bragðanna byggjast á einföldum
formum og línum og fela þannig í
sér víða skírskotun til einhvers al-
heimssannleika. Í tímanna rás
hleðst merking á ákveðin tákn,
þeim er breytt, eru endurunnin
eða endurnýtt í nýju samhengi og
geta því falið í sér á sama tíma al-
gildar jafnt sem sértækar skír-
skotanir. Í upphafi afstraktlist-
arinnar voru listamenn með
hugmyndir um einhvern sannleika
sem byggi í hreinum formum sem
vísuðu ekki í neitt nema í sig sjálf,
en eins og flestir viðurkenna er
slíkt ómögulegt í reynd þar sem
skynjun okkar kemst ekki undan
sögu og samhengi efnis og forma.
Lógó fyrirtækja og vörumerki
hverskonar byggjast einmitt á því
sem afstraktlistin hafnaði í byrj-
un, að hlaða merkingum og tilvís-
unum á táknmyndir eða lógó sem
þau eigna sér með endurtekn-
ingum eða markaðsreglum.
Fyrir nokkrum árum sýndi
Ransu í Gallerí Hlemmi málverk
af vörumerkjum NIKE og Adidas
í ýmsum litum. Þrátt fyrir einföld
eða geómetrísk form þessara
vörumerkja er varla hægt að sjá
myndirnar öðruvísi en sem við-
komandi vörumerki. En mynd-
listin sjálf framleiðir sínar eigin
táknmyndir þar sem form, litir,
efni eða aðferðafræði verða að
táknmyndum fyrir myndlistar-
stefnur eða verða lógó ákveðinna
listamanna. Svarti kassinn hans
Malevichs er gott dæmi um það og
sérstæður stíll listamanns getur
jafngilt undirskrift hans. Í dag
viðurkenna flestir listamenn að
listin sé ekki aðeins undirseld
ákveðnum markaðslögmálum held-
ur taki einnig þátt í að búa þau til.
Sýningarröðin gæti því skoðast
sem fræðileg sýnikennsla í sjón-
menningarfræðum og er í takti við
þá áherslu sem menning samtím-
ans leggur á vægi viðtakandans,
hvernig áhorfandinn tekur þátt í
að skapa merkingu þess sem hann
sér í samhengi við persónulega
reynslu sína eða vilja. En höfund-
urinn er ekki dauður, gengist er
við því að höndin kemur aldrei
saklaus að verki sínu frekar en
augað, annað væri óskhyggja í ætt
við hugmyndina um hlutleysi
hinna hreinu forma. Það má því
líta á þetta sýningarferli end-
urtekinna hringforma undir þeim
formerkjum sem gefin eru sem
innleiðingu nýrrar táknmyndar,
sem vísi framvegis í þá umræðu
og sýn sem liggur að baki sýning-
arinnar. Hringurinn verður lógó
listamannsins sem sameinar vís-
indaleg fræði, menningarlega víð-
sýni og (vegna þess að hið per-
sónulega verður ekki umflúið)
ákveðna lífsspeki og spámannlegt
kennivald. Það má því ímynda sér
að kynningin á hugmyndafræði
vörumerkisins sé rétt hafin og ef
neytandinn er áhugasamur þá
verði markaðssetningin möguleg.
Það áhugaverða í sýningunni er
að hún nær að snerta sameigin-
legan kjarna trúarbragða og lista,
hugsjóna og markaðar þar sem
einföldunin nær að ljá öllum þátt-
unum eitthvert sakleysi sameigin-
legs menningarlögmáls.
Tímanna tákn
MYNDLIST
Safn
Opið miðvikudaga til sunnudaga 14-18.
Sýningin stendur til 12. júní.
Ransu
Homage to the Proxy
Part 3, Allegory of perception
Morgunblaðið/Golli
„Það áhugaverða í sýningunni er að hún nær að snerta sameiginlegan
kjarna trúarbragða og lista, hugsjóna og markaðs.“
Þóra Þórisdóttir