Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is CIRKUS CIRKÖR 14.-17. JÚNÍ Sirkusinn sem allir tala um! KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl 14 - UPPSELT, Í dag kl 17 - UPPSELT, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPSELT, Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR FRÁ SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar Stóra svið BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Þri 14/6 kl 20 - Styrktarsýning, Fi 16/6 kl 20, Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20 Síðustu sýningar HAMRAHLÍÐARKÓRINN lagði upp í tveggja vikna söngferðalag til Kanada og Bandaríkjanna síðastlið- inn miðvikudag. Kórinn, sem hefur 65 meðlimi á aldrinum 16–22 ára, auk Þorgerðar Ingólfsdóttur stjórnanda, mun taka þátt í kórahátíðinni og fagráðstefn- unni Raddir úr norðri, Northern Voices Choral Festival and con- ference. Hátíðin er hluti þekktrar og virtrar hátíðaraðar og er þema tekið fyrir hvert ár. Eins og titill hátíð- arinnar gefur til kynna er þemað í ár kórtónlist frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Einum kór frá hverju landi var boðið til þátttöku og er Hamrahlíðarkórinn fulltrúi ungs fólks á Norðurlöndunum. Hátíðin er hafin og mun íslenski kórinn syngja á átta tónleikum á vegum hennar fram til 16. júní en ásamt því heldur Þorgerður fyrir- lestur um þróun íslenskrar kór- tónlistar þar sem kórinn flytur lif- andi tóndæmi. Þrjú verk frumflutt Á hátíðinni frumflytur kórinn þrjú verk; Divinum Mysterium eftir finnska tónskáldið Olli Kortekangas, Á raupsaldrinum eftir Þorkel Sigur- björnsson og Húm I og II eftir Atla Heimi Sveinsson. „Krafa var gerð um frumflutning á finnska verkinu sem byggt er á gömlu kirkjustefi um hinn guð- dómlega leyndardóm,“ segir Þor- gerður. „Íslensku verkin eru samin sérstaklega fyrir Hamrahlíðarkór- inn en verk Atla Heimis er samið bæði með kórinn og Grím Helgason klarínettleikara og kórmeðlim í huga.“ Grímur er 21 árs nemi í Listahá- skóla Íslands og hefur verið í kórn- um síðan á öðru ári sínu í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. „Verkið er samið við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar úr ljóðabókinni Tengsl. Bókin byrjar á fyrra ljóðinu og endar á því síðara,“ sagði Grímur í samtali við Morgunblaðið daginn fyrir brottför til Kanada. „Ég hlakka mikið til ferðarinnar, hún verður erf- ið en skemmtilegustu ferðirnar eru þær þéttskipuðu.“ Grímur segir sönginn og klarín- ettspilið mjög skylt en þó finnist honum skemmtilegra að spila á hljóðfærið. Hann sé færari í klarín- ettleik enda spilað í tólf ár. 17. júní á Íslendingaslóðum Þann 16. júní flýgur hópurinn til Winnipeg í boði ræðismanns- skrifstofunnar og sendiráðs Íslands í Kanada. Þjóðhátíðardagurinn verð- ur þéttskipaður því kórinn mun syngja á ýmsum stöðum þann dag. „Við byrjum daginn á skóla- tónleikum í Gimli High School. Síðan syngjum við á skrifstofu Lögbergs Heimskringlu í Winnipeg og þar á eftir verður sungið við styttu Jóns Sigurðssonar. Að lokum flytjum við fullt prógramm á hátíðartónleikum í Listasafni Winnipegborgar,“ segir Þorgerður. Kórinn verður með fleiri tónleika í Íslendingabyggðum en mun svo ljúka tónleikahaldi sínu í vestur- heimi á elliheimili í Mountain í Norð- ur-Dakóta, Bandaríkjunum. Allt í allt mun kórinn syngja á fjórtán tónleikum á tíu dögum og var mikil eftirvænting í hópnum daginn fyrir brottför. Þorgerður segir mjög krefjandi að taka þátt í alþjóðlegri hátíð eins og þessari. Þar sé lögð mikil áhersla á samtímatónlist svo íslenski hópurinn þarf að kunna góð skil á helstu sam- tímaverkum íslenskra tónskálda. Þar að auki þarf að sinna því hefð- bundna; lögum fyrir íslenskættað fólk og skólakrakka. Hamrahlíðarkórinn mun syngja í Listasafni Winnipeg-borgar í Kanada á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Tónlist | Hamrahlíðarkórinn í söngvíking til Vesturheims Frumflytur tvö íslensk verk og eitt finnskt Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þorgerður Ingólfsdóttir er söng- stjóri Hamrahlíðarkórsins. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is VIRÐINGARVOTTUR til stað- gengilsins er yfirskrift þriggja sýninga sem listamaðurinn JKB Ransu hefur haldið með stuttu millibili í þremur landshornum og uppistaðan í þeim öllum málverk af hringjum í mismunandi litum á mismunandi litum flötum, hvort heldur sem er á striga eða beint á vegg. Sýningarnar fjalla allar um eðli og möguleika afstraktlistarinnar í ljósi skynheildarfræða og og vísar listamaðurinn í því skyni í mynd- röð Josef Alberts, Homage to the Square, frá 1970 og húla-hopp- hringinn í kvikmyndinni „The Hudsucker Proxy“ frá 1994. Fyrsti hluti sýningarinnar sem var í Slunkaríki á Ísafirði hafði undirtitilinn Theory of Perception, þar sem vísað er til kenninga um hvernig sjónin bregst við formum og litum og hvernig listamenn hafa nýtt sér það í myndlist. At- hyglinni er sérstaklega beint að ákveðnum skynvillum sjónarinnar gagnvart formi og litum á ákveðnum fleti eins og t.d. eftir- sýn forma í andstæðum litum. Í öðrum hlutaverksins sem var stað- settur í Gallerí+á Akureyri í vor, Principles of Perception, sem mætti útleggja sem viðmið- unarreglu eða útgangspunkt skynjunar, var lögð áhersla á hvernig skynjun okkar og skiln- ingur á ákveðnum hlutum skilyrð- ast af rými tíma og því samhengi sem það er sett í. Þriðji og síðasti hluti þessarar sýningar í Safni sem ber titilinn Allegory of per- ception, eða táknsamhengi skynj- unar kemur inn á hve táknmyndir, gamlar og nýjar spila stóran part í því hvernig hlutir og form eru meðtekin, skynjuð eða skilin. Elstu táknmyndir eða lógó trúar- bragðanna byggjast á einföldum formum og línum og fela þannig í sér víða skírskotun til einhvers al- heimssannleika. Í tímanna rás hleðst merking á ákveðin tákn, þeim er breytt, eru endurunnin eða endurnýtt í nýju samhengi og geta því falið í sér á sama tíma al- gildar jafnt sem sértækar skír- skotanir. Í upphafi afstraktlist- arinnar voru listamenn með hugmyndir um einhvern sannleika sem byggi í hreinum formum sem vísuðu ekki í neitt nema í sig sjálf, en eins og flestir viðurkenna er slíkt ómögulegt í reynd þar sem skynjun okkar kemst ekki undan sögu og samhengi efnis og forma. Lógó fyrirtækja og vörumerki hverskonar byggjast einmitt á því sem afstraktlistin hafnaði í byrj- un, að hlaða merkingum og tilvís- unum á táknmyndir eða lógó sem þau eigna sér með endurtekn- ingum eða markaðsreglum. Fyrir nokkrum árum sýndi Ransu í Gallerí Hlemmi málverk af vörumerkjum NIKE og Adidas í ýmsum litum. Þrátt fyrir einföld eða geómetrísk form þessara vörumerkja er varla hægt að sjá myndirnar öðruvísi en sem við- komandi vörumerki. En mynd- listin sjálf framleiðir sínar eigin táknmyndir þar sem form, litir, efni eða aðferðafræði verða að táknmyndum fyrir myndlistar- stefnur eða verða lógó ákveðinna listamanna. Svarti kassinn hans Malevichs er gott dæmi um það og sérstæður stíll listamanns getur jafngilt undirskrift hans. Í dag viðurkenna flestir listamenn að listin sé ekki aðeins undirseld ákveðnum markaðslögmálum held- ur taki einnig þátt í að búa þau til. Sýningarröðin gæti því skoðast sem fræðileg sýnikennsla í sjón- menningarfræðum og er í takti við þá áherslu sem menning samtím- ans leggur á vægi viðtakandans, hvernig áhorfandinn tekur þátt í að skapa merkingu þess sem hann sér í samhengi við persónulega reynslu sína eða vilja. En höfund- urinn er ekki dauður, gengist er við því að höndin kemur aldrei saklaus að verki sínu frekar en augað, annað væri óskhyggja í ætt við hugmyndina um hlutleysi hinna hreinu forma. Það má því líta á þetta sýningarferli end- urtekinna hringforma undir þeim formerkjum sem gefin eru sem innleiðingu nýrrar táknmyndar, sem vísi framvegis í þá umræðu og sýn sem liggur að baki sýning- arinnar. Hringurinn verður lógó listamannsins sem sameinar vís- indaleg fræði, menningarlega víð- sýni og (vegna þess að hið per- sónulega verður ekki umflúið) ákveðna lífsspeki og spámannlegt kennivald. Það má því ímynda sér að kynningin á hugmyndafræði vörumerkisins sé rétt hafin og ef neytandinn er áhugasamur þá verði markaðssetningin möguleg. Það áhugaverða í sýningunni er að hún nær að snerta sameigin- legan kjarna trúarbragða og lista, hugsjóna og markaðar þar sem einföldunin nær að ljá öllum þátt- unum eitthvert sakleysi sameigin- legs menningarlögmáls. Tímanna tákn MYNDLIST Safn Opið miðvikudaga til sunnudaga 14-18. Sýningin stendur til 12. júní. Ransu Homage to the Proxy Part 3, Allegory of perception Morgunblaðið/Golli „Það áhugaverða í sýningunni er að hún nær að snerta sameiginlegan kjarna trúarbragða og lista, hugsjóna og markaðs.“ Þóra Þórisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.