Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi „ÞETTA var mjög gáfulegt allt saman og það voru engar grúppíur til staðar, ég get fullyrt það. Þetta var bara svona stráka- partý með heimspekilegum umræðum. Og til að prófa útmörk mannlegrar hegðunar, og til að vita hvort það væri gaman, var sjónvarpið látið flakka,“ segir Sigtryggur Baldursson trommuleikari um það þegar hljómsveitirnar Sykurmolarnir og Ham köstuðu sjónvarpi út um hótelglugga í Leeds á Englandi. Nánar tiltekið á þriðju- dagsmorgni á 9. áratugnum. Sjálfur var Sig- tryggur reynd- ar sofandi á bak við sófa og heyrði því ekki þegar tækið lenti og mynd- lampinn sprakk – og sýtir það enn. Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er spjallað við Sigtrygg um goðsögnina um villta hegð- un rokkstjarna á hótelherbergjum, en blað- ið allt er helgað fjölbreyttri umfjöllun um hótel. Hótel eru heimur út af fyrir sig, hvert með sínu sniði og keppast við að bjóða gest- um sínum allt sem þeir sækjast eftir. Störfin þar eru mörg og á bak við útlit og umgerð liggur margs konar hugsun og vinna. Tímaritið fjallar um þessar hliðar og fleiri á hótelum og þau hafa líka verið ís- lenskum skáldum yrkisefni. Tilgreindar eru sex skáldsögur þar sem hótel koma við sögu á einhvern hátt. Höf- undar þeirra eru Gyrðir Elíasson, Arnaldur Indriðason, Auður Ólafsdóttir, Steinar Bragi, Bjarni Bjarnason og Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir. | Tímarit Sjónvarp af sjöundu hæð Sögufrægt atvik endurvakið og falsað, Sigtryggur glaðvakandi. LÖGREGLAN í Reykjavík tók fjóra einstak- linga með fíkniefni í fórum sínum við reglu- bundið eftirlit í fyrrinótt. Um aðskilin mál var að ræða og ekki liggur fyrir hvers eðlis efnin voru en lögregla telur líklegt að um kókaín eða amfetamín og kannabisefni sé að ræða. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu var magn efn- anna lítið og þau ætluð til eigin neyslu. Við- komandi einstaklingum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Fjögur fíkniefna- mál í Reykjavík KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram í gær undir yfirskriftinni „Áfram stelpur!“ en til- gangurinn er að vekja athygli á því hversu mikilvægt er fyrir konur, og þá ekki síst ungar stúlkur, að eiga sér heilbrigðar og sterkar fyrirmyndir. Hlaupið var á 90 stöðum víðs vegar um landið auk þess sem íslenskar konur á erlendri grund tóku þátt og í ár voru skipulögð hlaup á 14 stöðum í 9 löndum. Gígja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennahlaupsins, sagði að þátttaka í hlaupinu hefði verið mjög góð og taldi að um 18.000 konur hefðu tekið þátt. „Það lítur út fyrir að fleiri konur hafi hlaupið í ár en í fyrra. Þó hefur þetta náð ákveðnum stöðugleika og að jafnaði taka nú um 18.000 konur þátt í hlaupinu,“ segir Gígja en fjölmennasta hlaupið undanfarin ár hefur verið í Garðabæ þar sem á bilinu fimm til sex þúsund konur taka þátt á hverju ári. Kvennahlaupið fór vel fram í Mosfellsbæ en að sögn Ölfu Regínu Jóhannsdóttur, forsvarsmanns hlaupsins, voru þátttakendur rúmlega 800. „Hér hlupu konur á öllum aldri og skemmtu sér vel.“ Morgunblaðið/Jim Smart Um 18.000 í kvennahlaupi HEILDARGREIÐSLUR sveitarfélaga vegna húsaleigubóta námu tæpum einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári og hækk- uðu um tæpar 200 milljónir króna á milli ára. 40% af upphæðinni, eða tæpar 600 milljónir króna, eru greidd úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Áætlað er að greiðslur húsaleigubóta í ár til tæplega 12.300 manns nemi tæpum 1.800 milljónum króna og hækki um 300 milljónir, eða rúmlega 20%, milli ára. Langstærstur hluti húsaleigubóta er greiddur vegna leiguhúsnæðis á suðvestur- horni landsins, eða um einn milljarður króna. Greiðslur húsaleigubóta í Reykjavík námu þannig rúmum 700 milljónum króna í fyrra og greiðslur á Reykjanesi námu tæpum 300 millj- ónum króna. Utan höfuðborgarsvæðisins var Útgjöld vegna húsaleigu- bóta hafa farið jafnt og þétt vaxandi frá því að þær voru fyrst teknar upp fyrir tíu ár- um, árið 1995, og bótaþegum hefur að sama skapi fjölgað. Fyrstu árin var einungis um heimildarákvæði að ræða en frá árinu 1998 hefur sveit- arfélögum verið skylt að greiða húsaleigubætur. Á því ári voru tæpar 540 millj- ónir greiddar í húsaleigu- bætur til rúmlega 2.700 manns, en í ár áætla sveit- arfélögin að tæplega 12.300 manns fái tæpar 1.800 millj- ónir króna í húsaleigubætur. Ef þær áætlanir ganga eftir fjölgar þeim um 2.800 milli ára sem fá húsaleigubætur, en um 9.500 manns fengu húsaleigubætur í fyrra. mest greitt á Norðurlandi eystra í húsaleigubætur, eða rúmar 150 milljónir kr. Þegar upphæð húsaleigu er skoðuð kemur fram að hæst húsaleiga er greidd á al- mennum markaði. Á árinu 2004 var meðaltal húsaleigu á mánuði á almennum markaði 50.590 kr. og hafði hækkað um tæp 5,5% frá árinu áður. Leigan var rúmlega fjórð- ungi lægri hjá bótaþegum á félagslegum leigumarkaði á mánuði, eða 36.850 kr. sem er mjög svipuð leiga og árið áð- ur. Húsaleiga á námsgörðum var nokkru lægri en þetta, eða 31.505 kr. á mánuði að meðaltali í fyrra sem jafngildir tæplega 5% hækkun milli ára. Sveitarfélög greiddu tæpan einn og hálfan milljarð í húsaleigubætur í fyrra Tæpar 1.800 milljónir í húsaleigubætur í ár Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is E E E E  E  E  E  E  F+    (? + , (! --./ & 5 *$!5 8 ( %+    8 8 8 8 8    PORTÚGALAR hafa tekið upp þá nýjung í um- ferðarmálum að setja upp umferðarljós til þess að stöðva þá sem aka of hratt þegar þeir nálg- ast þéttbýli. Þetta kemur fram í grein Rögn- valdar Jónssonar, framkvæmdastjóra fram- kvæmdasviðs Vegagerðarinnar, í hefti Framkvæmdafrétta, sem Vegagerðin gefur út. Hámarkshraði í þéttbýli í Portúgal er víðast hvar 50 kílómetrar á klukkustund og eru þessi sérstöku umferðarljós sett upp bæði þegar ekið er inn í og út úr þéttbýli. Þau standa því ekki við gatnamót heldur eru á miðjum vegi og er einungis ætlað að stöðva þá sem aka of hratt. Rögnvaldur, sem var nýverið á ferð í Portú- gal, segir að þegar bílar komi af þjóðvegum mæti þeim viðvaranir um að framundan séu hraðatakmörk. „Ef ökumenn fóru ekki eftir þessu, lentu þeir á rauðu,“ segir Rögnvaldur, sem lenti sjálfur á rauðu í ferðalaginu. Hann segir að ökumenn í Portúgal hafi al- mennt farið eftir þessu og að hraðahindrunin virtist virka vel. Aðspurður hvort Íslendingar ættu að taka upp svona hraðatakmarkanir, segir Rögnvald- ur að það geti vel verið. Hann segist ekki hafa upplýsingar um kostnað við að koma upp slík- um ljósum, en þetta væri ódýrara en að gera hringtorg. Rautt ljós á hraðakstur ♦♦♦ HORNAFJÖRÐUR er að öllum líkindum ekki nema um fjögur þúsund ára gamall, en áður var talið að hann væri frá lokum ísaldar, fyrir um tíu þúsund ár- um. Þetta kom fram í erindi Páls Imsland, jarðfræð- ings, á ráðstefnu um strandrannsóknir á Höfn í Hornafirði í vikunni. Páll segir að ísöldin hafi líklega enst lengur á Suð- austurlandi og jökullinn legið fram í sjó lengi. „Það eru ákveðnar vísbendingar um þetta og þá einkum vegna rostungstannar sem Gísli Sigurbergsson, bóndi á Svínafelli, fann langleiðina inn undir Hoffellsjökli, í nokkurra tuga metra hæð yfir sjó. Það hefur verið opinn sjór alla leið þarna inn eftir og rostungar legið þar við jökuljaðarinn. Það hafa fundist margar tenn- ur af þeim, svo þetta er ekki tilviljunarkennt eitt ein- tak.“ Árný Sveinbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Raunvís- indastofnun Háskólans, aldursgreindi tönnina og hún er ekki nema um 7.000 ára gömul. Páll segir að hluti af skýringunni sé líka að á þessu tímabili hafi sjór legið neðar, þar sem vatn var bundið í jöklunum. „Rifin sem í raun búa til Hornafjörð, geta aðeins hafa verið mynduð þegar sjór var kominn í svipaða hæð og í dag og það gerðist ekki fyrr en fyrir um 3500–5000 árum. Svo ástæðan fyrir niðurstöðu minni er í raun tvíþætt.“ Á síðustu ráðstefnu, árið 1994, talaði Páll um land- risið á svæðinu sem átti sér stað vegna bráðnunar Vatnajökuls á 20. öld. „Þá kom á óvart hvað ég fékk háa tölu. Sker á Hornafirði, sem ekki stóð upp úr sjávarmáli fyrr en árið 1950, var á 42 árum komið 75 cm upp úr vatninu. Jökullinn bráðnar og þynnist og þá er þungu fargi létt af landinu og það flýtur upp eins og bátur.“ Seinna í sumar mun Páll mæla skerið aftur og athuga hvort eitthvað hefur breyst. Hornafjörður aldursgreindur með aðstoð rostungstannar Fjörðurinn yngri en áð- ur var talið Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/RAX ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.