Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ etta er kraftaverki líkast.Sonur minn hefur fengiðnýja byrjun, nýtt tækifæri ílífinu. Í raun eru þetta al- gjör forréttindi og ég mun aldrei geta fullþakkað læknunum sem framkvæmdu aðgerðina né heldur íslenskum yfirvöldum sem gerðu honum kleift að fara í aðgerðina,“ segir Maggý Fe Bacolod, móðir hins fimmtán ára gamla Erwins Jóns Bacolod, sem í febrúarlok fór í afar flókna skurðaðgerð í þeim tilgangi að fjarlægja meðfæddan heilagúl sem þrýsti sér út um gat á höf- uðkúpu hans. Erwin er fæddur og uppalinn á Filippseyjum, en flutti hingað til lands ásamt móður sinni og tveimur bræðrum, þeim Gringo og Ennis, fyrir þremur árum. Að sögn Magg- ýjar var ljóst að Erwin gæti ekki farið í skurðaðgerð á höfði fyrr en hann væri fullvaxta. Hins vegar segist hún hafa haft litla von til þess að hann kæmist í að- gerð á Filippseyjum þar sem hún vissi að hún hefði ekki efni á slíkri aðgerð. Segir hún þarlenda lækna hafa tjáð sér að færi Erwin ekki í að- gerð fyrir þrítugt þá væri óvíst hvort unnt yrði að fjarlægja heil- agúlinn án vandkvæða, en á sama tíma sögðu þau henni alls ekki hættulaust að fara í slíka aðgerð. Ljóst var hins vegar að gúllinn myndi halda áfram að stækka og verða sífellt fyrirferðarmeiri í and- liti Erwins ef ekkert yrði að gert. Fyrir fimm árum kynntist Maggý íslenskum manni, Sverri Aðal- björnssyni, sem hún giftist og flutt- ist í kjölfarið hingað til lands. „Þá fyrst fór boltinn að rúlla, því um leið og Sverrir hitti Erwin þá einsetti hann sér að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að koma honum í aðgerðina sem á þurfti að halda. Hann hefur alla tíð haft einlægan áhuga á að hjálpa stráknum og hald- ið áfram að styðja hann eftir að við hjónin skildum,“ segir Maggý, en Sverrir var einn af þeim fyrstu sem heimsótti Erwin á spítalann eftir að- gerðina. Þegar Erwin er spurður út í það hvaða áhrif aðgerðin hafi haft fyrir sig vill hann lítið gefa út á það og er líkt og margir strákar á hans aldri feiminn að ræða um sjálfan sig. Maggý getur hins vegar upplýst blaðakonu um að sonur hennar hafi nánast tekið stakkaskiptum. „Mér finnst ég hafa orðið vitni að algjörri umbreytingu á honum. Fyrir að- gerðina var hann nokkuð einrænn, viðkvæmur og fullur sjálfs- vorkunnar, auk þess sem hann varð fyrir talsverðu aðkasti vegna útlits síns. Eftir aðgerðina hefur hann hins vegar endurheimt gleði sína og sjálfstraust. Honum líður greinilega miklu betur og þar með líður mér sem móður auðvitað betur.“ Talið berst að aðgerðinni sjálfri. Erwin viðurkennir að hann hafi bæði verið mjög stressaður og kviðið því að fara í aðgerðina á sama tíma og hann hafi hlakkað til að ljúka þessu af, en hann segist oft á tíðum hafa þjáðst af höfuðverkjum áður en hann fór í aðgerðina sem rekja má til þrýstingsins frá heilagúlnum. „Þeg- ar við fengum símtalið frá spít- alanum seint á síðasta ári þar sem okkur var tjáð að búið væri að tíma- setja aðgerðina þá hoppuðum við næstum hæð okkar af gleði,“ segir Maggý og tekur fram að hún hafi nánast ekki trúað því hversu flottur og hátæknivæddur Landspítalinn – háskólasjúkrahús sé. „Þegar við komum fyrst inn á spítalann fannst mér ég vera að upplifa eitthvað úr bíómynd. Ég hreinlega trúði því ekki Er upphafið að nýju lífi Höfuðkúpan hlutuð í sundur Til að komast að heilagúlnum sem kom út á milli augna Erwins þurfti að taka stykki úr höfuðkúpunni. Það var svo tekið í sundur, augntóftirnar færðar saman og beinið að því loknu skrúfað saman með títanskrúfum og sett á sinn stað. Erwin Jón Bacolod fór í febrúar sl. í afar flókna skurðaðgerð þar sem meðfæddur heilagúll var fjarlægður. Aðgerðin er umfangsmesta lýtaað- gerð sem framkvæmd hefur verið á LSH. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur segja Erwin og móðir hans, Maggý Fe Bacolod, frá aðdrag- anda aðgerðarinnar og ótrúlegu bataferli. T æplega fimmtán þúsundskurðaðgerðir voru fram-kvæmdar á Landspítala – há-skólasjúkrahúsi (LSH) á síð- asta ári. Sífellt fleiri tegundir aðgerða eru framkvæmdar hér á landi og er ein helsta viðbótin í stórum aðgerð- um nýrnaígræðslur og voru þrjár slíkar framkvæmdar í maí á sjúkra- húsinu. Í sama mánuði var gervi- hjarta komið fyrir tímabundið í hjartasjúklingi á Íslandi í fyrsta sinn. Gervihjartað var notað í þrjá daga til að hvíla hjarta sjúklingsins þar til hans eigið var tilbúið að taka við. Þá hefur bylting orðið í gerð gerviliða á síðustu árum. Þeir endast nú mun lengur og því er hægt að setja þá í yngra fólk en hingað til hefur tíðkast. Þetta er þó aðeins brot af því sem starfsfólk skurðsviða LSH fæst við. Átján skurðstofur eru á LSH; í Foss- vogi, við Hringbraut, og ein við Ei- ríksgötu þar sem augnaðgerðir eru framkvæmdar. Unnið er allan sólar- hringinn á skurðsviðunum tveimur og eru þau meðal dýrustu sviða LSH en rekstrarkostnaður þeirra var rúmir fimm milljarðar á síðasta ári. Sviðin tvö, skurðlækningasvið og svæfinga- og gjörgæslu- og skurð- stofusvið, eru nátengd svið og koma saman að rekstri skurðdeilda og tengdra deilda sjúkrahússins. Sam- anlagt starfa um 850 manns á þessum tveimur sviðum. Þó að fjármál svið- anna séu aðskilin eiga bæði yfirmenn og starfsmenn þeirra náið samstarf enda verkefni þeirra oftar en ekki sameiginleg. Sviðstjóri lækninga á skurðsviði er Björn Zoëga, sviðstjóri hjúkrunar er Lilja Stefánsdóttir. Sviðstjóri lækn- inga á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviðs er Oddur Fjalldal og sviðstjóri hjúkrunar er Helga Kristín Einarsdóttir. Sameiningu sérgreina lokið Sameiningu sérgreina er heyra undir skurðsviðin er nú að mestu lok- ið með flutningi lýtalækningadeildar frá Hringbraut í Fossvog fyrr á árinu. Er það mat sviðstjóranna að ekki sé hægt að ná fram viðbótarhagræðingu að neinu marki fyrr en öll starfsemin fari undir eitt þak í nýjum spítala. Mikil hagræðing hefur þó þegar náðst á skurðsviðunum, t.d. hvað varðar nýtingu á skurðstofum, öllum tækjabúnaði og í mannahaldi. Sérgreinar hafa að mestu eigin skurðstofur til umráða þótt undan- tekningar séu frá því í minni sér- greinum. Ein skurðstofa í hvoru húsi er sérstaklega frátekin fyrir bráðaað- gerðir þannig að truflun á valaðgerð- um vegna bráðatilfella sé í lámarki. Slíkt fyrirkomulag hefur bætt þjón- ustu og eykur öryggi bráðveikra sjúklinga. Frá rekstrarlegu og faglegu sjónarmiði er brýnt að nýta skurð- stofur spítalans vel og að mati svið- stjóra er nýting skurðstofa á dag- vinnutíma góð. Oft eru framkvæmdar aðgerðir á tveimur skurðstofum í hvoru húsi eft- ir að dagvinnutíma lýkur fram undir kl. 19.00 og bráðaaðgerðir eru að sjálfsögðu gerðar allan sólarhringinn. Aðgerðum sem gerðar eru utan dag- vinnutíma hefur fækkað og þær færst meira inn á dagvinnutíma en það var eitt af markmiðum sameiningarinnar. Sviðstjórarnir benda þó á að ekki sé nóg að skipuleggja starfsemi skurðstofanna sjálfra vel, það þurfi að haldast í hendur við starfsemi og mönnun legudeilda. Hámarka þarf hagkvæmni og gæði þjónustu jafnt á legudeildum sem skurðstofum. Vel megi líkja þessu við verksmiðju þar sem öll hjól verða að snúast samtímis. Eftir því hefur verið tekið að mikil fækkun hefur orðið flestum biðlistum á skurðlækningasviði. Bætt skipulag við þjónustuna, meiri sérhæfing á öll- um sviðum, stækkun sérhæfðra ein- inga og ekki síst dugnaður og sam- stillt átak starfsfólksins hefur skilað þeim árangri að sögn sviðstjóranna. Eftir sameiningu spítalanna hafa auk þess verið settar skýrar reglur um biðlista, gerð þeirra og ábyrgð á þeim. Skurðstofur endurbættar Þó að búið sé að sameina sérgrein- arnar innan skurðsviðanna er ekki þar með sagt að öll vandamál séu úr sögunni. Undanfarin ár hefur tölu- vert verið unnið að endurbótum á húsnæði skurðsviðanna í tengslum við flutninga, t.d. hafa margar skurð- stofur verið endurbættar og legu- deildir fengið andlitslyftingu. Húsnæðið setur þó að mati svið- stjóranna starfseminni enn mikil tak- mörk, hvort sem það varðar sjúk- lingana sjálfa, aðstandendur þeirra eða starfsfólkið. Þótt húsnæðið geti litið vel út fyrir þá sem ekki þekkja til er það staðreynd að hvað stærð snert- ir er allt húsnæði LSH langt undir þekktum viðmiðum. Þá eru allar tengingar milli eininga oft mjög erf- iðar þannig hægt sé að koma hlut- unum haganlega fyrir. Endurhönnun vinnuferla getur því verið erfið. Sé lit- ið á heildarmyndina, staðsetningu deilda og tengsl þeirra á milli, koma augljósir hnökrar strax í ljós. Þegar verið var að hanna sjúkrahúsin okkar á síðustu öld voru önnur viðmið höfð en við byggingu nýrra sjúkrahúsa í dag. Þarfir nýrrar tækni og breyttra vinnuaðferða verður einungis leyst með nýju húsnæði og er það mat svið- stjóranna að okkur liggi á ef við eig- um ekki að dragast aftur úr. Lýtalækningar er síðasta sérgrein- in sem flutt var milli húsa og fór hún gömlu húsnæði við Hringbraut í ný- uppgerða deild að hluta í Fossvogi. Ekki var til nægilegt fjármagn til að gera deildina alla upp í einni lotu. Á þeirri deild er tekið á móti brunasjúk- lingum og öðrum sem þurfa á lýta- lækningum að halda. Aðstaða til að baða brunasjúklinga er nú t.d. allt önnur og varla sam- bærileg. Á fullkomlega útbúinni og rúmgóðri sjúkrastofu er hægt að stjórna hitastigi og raka í loftinu sem Betri nýting á skurðstofum og starfsfólki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.