Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 43 MINNINGAR ✝ Haraldur Ein-arsson fæddist í Hjarðarnesi á Kjal- arnesi 4. nóvember 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 29. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Gottsveinsson, f. 9.6. 1867 á Árvelli á Kjalarnesi, d. 13.1. 1941, bóndi í Hjarð- arnesi og síðar á Melum, og Guðný Höskuldsdóttir, seinni kona hans, f. 26.3. 1881 í Stóra-Klofa í Land- sveit, d. 1.11. 1961. Haraldur var fimmta barn þeirra hjóna en alsystkinin voru átta og hálf- systkini sjö. Hinn 30. maí 1958 kvæntist Haraldur Guðríði Gísladóttur, f. 20.11. 1926 á Torfastöðum í Grafningi, d. 4.3. 1996. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Útför Haraldar fór fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Haraldur var dagfarsprúður, hógvær og stilltur í allri fram- göngu, reglufastur í siðum og at- höfnum. Það verður aldrei sagt að hann hafi verið skrafhreifinn. Hann hafði sig jafnan lítt í frammi en hlustaði frekar og skaut inn einu og einu orði eftir atvikum. Haraldur hafði gott skopskyn. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðmálum og í kring- um hann. Hann gat verið sposkur á svipinn þegar stjórnmál bar á góma. Hann hafði þó aldrei mörg orð um skoðanir sínar á þeim mál- um fremur en öðrum. Ég velti því stundum fyrir mér hve vel hann var upplýstur um ým- is mál í ljósi hógværðar hans. Þannig kom það fyrir að maður undraðist hve vel hann þekkti til þeirra sem voru með honum á Hjúkrunarheimilinu Eir. Augljóst var að fróðleik sinn fékk hann ekki í samræðum við heimilisfólk eða starfsfólk. Hann hefur þess í stað hlustað og meðtekið. Haraldur starfaði nánast alla sína starfsævi hjá Olíuverslun Ís- lands. Þeir sem þekkja hann frá þeim árum og voru samstarfsmenn hans þar bera honum vel söguna. Hann var samviskusamur, trúr sínu fyrirtæki og alltaf tiltækur til þess að leysa þau verkefni sem hann bar ábyrgð á. Haraldur vann sem lagermaður í Laugarnesinu síðustu árin hjá Olís. Þau hjónin voru samhent og áttu mörg sameiginleg áhugamál. Það voru einkum leikhúsferðir, bóka- lestur og ferðalög, jafnt hér innan- lands sem utan. Þau keyptu sér sumarhús í Þrastaskógi í Grímsnesi. Það var þeirra sælureitur síðustu árin áður en veikindi drógu úr þreki þeirra. Í Kotinu, eins og þau nefndu sumar- bústaðinn, áttu þau mörg handtök- in. Þar var gróðursett, hlúð að gróðri og hús lagað af kostgæfni. Haraldur naut sín í þessum verk- efnum. Hann fann rætur sínar í bú- skap en okkar síðasta samtal dag- inn fyrir andlát hans snerist einmitt um sauðburð og gróand- ann. Heilsu Haraldar hrakaði mjög í upphafi árs 1995 sem leiddi til þess að hann flutti inn á Hjúkrunar- heimilið Eir í febrúarbyrjun árið 1996. Við leiðarlok þökkum við Jó- hanna hjúkrunarfólki á 3. hæð á Eir fyrir það góða atlæti sem Har- aldur naut. Blessuð sé minning hans. Guðjón Skúlason. HARALDUR EINARSSON Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HALLGRÍMSSON, áður til heimils á Kleppsvegi 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 14. júní kl. 11.00. Jarðsett verður í Víkurkirkjugarði sama dag. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vinsamlega bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sími 588 7555. Sigurgrímur Jónsson, Sigrún Scheving, Erlen Jónsdóttir, Matthías Gíslason, Elín Jóna Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug vegna andláts elskulegrar eiginkonu, móður okkar, uppeldismóður, tengdamóður, ömmu og langömmu ERLU KRISTJÁNSDÓTTUR, til heimilis á Bakkastöðum 5a, áður Hjallalandi 22. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Hafsteinn Erlendsson, Eyrún Björg Hafsteinsdóttir, Neil Clark, Þórður Hafsteinsson, Jón Grétar Hafsteinsson, Dóróthea Siglaugsdóttir, Sigrún Hafsteinsdóttir, Úlfar Finnbjörnsson, Ásta Einarsdóttir, Emil Róbert Karlsson, barnabörn og langömmubarn. Elskulegur eiginmaður minn, HÖRÐUR JÓNASSON, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 14. júní kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Erna Þ. Jensen. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SKJÓLDAL KRISTJÁNSDÓTTIR, Lindasíðu 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 14. júní kl. 13.30. Ari Steinberg Árnason, Eiríkur Helgason, Ingunn Tryggvadóttir, Garðar Helgason, Védís Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar og mágur, EINAR VIGFÚS JÓNSSON, Köldukinn 20, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 8. júní sl. Útförin auglýst síðar. Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir, Guðni Jónsson, Berta Björgvinsdóttir, Jóhannes Jónsson, Guðrún Lárusdóttir, María Jónsdóttir, Jón Pálmi Skarphéðinsson. Elskulegur faðir okkar, SVAVAR VEMUNDSSON múrarameistari, Lækjasmára 6, Kópavogi lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 8. júní. Jarðarför auglýst síðar. Guðmundur Svavarsson, Hrafnhildur Björnsdóttir, Ósk Svavarsdóttir, Andrés Árnmarsson, Svava Hlíð Svavarsdóttir, Páll Breiðfjörð Eyjólfsson, Sandra Svavarsdóttir, Gunnar Svavarsson, Erla Kolbrún Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega, FANNEY GÍSLADÓTTIR, er látin. Fyrir hönd ættingja og vina, Bóel Ísleifsdóttir, Sigríður Guðlaugsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Dunhaga 17, lést mánudaginn 30. maí síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Neskirkju þriðju- daginn 21. júní kl. 13.00. Jón Örvar Skagfjörð, Guðfinna Alda Skagfjörð, Björgvin Gylfi Snorrason, Gísli Skagfjörð, Karen Lilja Björgvinsdóttir, Eva Björk Björgvinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reit- inn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@m- bl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.