Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 55
Nýr og betriMiðasala opnar kl. 14.30 KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 6 og 9 B.I 16 ÁRA Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 3   Frá framleiðendum Lock Stock & Snatch r fr l i t t - BARA LÚXUS 553 2075☎ JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10 kl. 3.20 5.40, 8 og 10.20 B.I 16 ÁRASýnd kl. 3, 6 og 9 B.I 10 ÁRA   HEIMSFRUMSÝNING HEIMSFRUMSÝNING „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11 B.i 14 ára Sýnd kl. 3, 6 og 9 B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 B.i 14 ára EMPIRE EMPIRE EMPIRE EMPIRE „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM Frá leikstjóra Bourne IdentityFrá leikstjóra Bourne IdentityBourne Identity Bourne Identity Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINSAÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS    SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  x-fm   SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  x-fm „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM „Skotheld frá A-Ö ---- Afþreying í hæsta klassa“  K&F - XFM 10.20 TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 55 Sjónvarp þarf ekki að segjasannleikann en þegar sömuósannindin koma upp aftur og aftur fara þau að líkjast sam- særi. Gott dæmi um slíkan blekk- ingarleik er að aldur leikkvenna í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum samræmist alls ekki alltaf raun- verulegum aldri þeirra. Auðvitað þurfa leikarar ekki að vera jafn- gamlir sjónvarpspersónu sinni, þetta er nú einu sinni leikið efni, en eitthvert samræmi er nauðsyn- legt. Besta dæmið sem ég hef fundið um þennan mun kemur úr sjón- varpsþáttunum The O.C. Hjónin Sandy og Kirsten Cohen eru ham- ingjusamlega gift og eiga soninn Seth. Eftir því sem ég kemst næst kynntust þau í skóla og eiga að vera á svipuðum aldri. Sú hugsun vaknar þá hversu ungleg hún Kirsten sé miðað við manninn sinn, greinilegt að þessar Kaliforníu- konur halda sér vel. Annar sann- leikur kemur hins vegar í ljós þeg- ar upplýsingavefurinn Imdb.com er skoðaður en tólf ára aldurs- munur er á „hjónunum“, Peter Gallagher er fæddur 1955 en Kelly Rowan 1967. Skólastrákinn soninn þeirra leikur Adam Brody en hann er fæddur 1979 og er því að leika niður fyrir sig í aldri. Ef Rowan hefði raunverulega alið Brody hefði hún þurft að vera tólf ára til að gera svo.    Þetta er ekki eina dæmið umtólf ára sjónvarpsmóður því ein slík er í þáttunum Nip/Tuck. Joely Richardson leikur Juliu McNamara en hún fagnar fertugs- afmæli sínu í ár. John Hensley leikur Matt, son hennar en hann er fæddur 1977. Ég þekki engar tólf ára mæður og held að það þætti saga til næsta bæjar. Enda reynist raunveruleikinn allt annar. Hann er sá að Hensley og Richardson áttu í ástarsambandi. Í okkar sam- félagi er áreiðanlega algengara að tólf ára aldursmunur sé á elsk- endum en mæðginum og er langt frá því sjálfgefið að karlmaðurinn sé eldri. Bæði Rowan og Richardson eiga að vera frekar náttúrulegar týpur í þáttunum og hafa ekki gengist undir neinar skurðagerðir. Með því að gefa í skyn að leikkonurnar séu eldri en þær eru í raun er ótví- rætt verið að setja pressu á konur. Þær þurfa að vera unglegar fram eftir öllum aldri til að standast þessar kröfur samfélagsins. Gervilegasta konan í The O.C., sem frekar er gefið í skyn að hafi látið eiga eitthvað við sig, er án efa Julie Cooper, sem Mel- inda Clarke leikur. Hún er fædd árið 1969, er 36 ára með ungling í mennta- skóla. Reyndar leik- ur yngsta leikkona þáttanna, Mischa Barton, dóttur hennar. Mischa, eða Marissa Cooper, er fædd 1986 og er því aðeins raunsærri aldursmunur á þessum mæðgum en öðrum. Það breytir því ekki að besta vinkona hennar, Rachel Bilson í hlutverki Summer Roberts, á að vera jafn gömul henni en hún er fædd árið 1981. Ef Julie væri móðir Summer væri komin enn ein tólf ára móðirin … Furðulegasta dæmið um svona aldursmun kemur frá Angelinu Jolie og Colin Farrell, sem leika mæðgin í stórmyndinni Alexander. Angelina er heilu ári eldri heldur en Colin og hlýtur því að vera ein- hver yngsta móðir kvikmyndasög- unnar. Hefði Isabella Rossolini ekki verið jafn góð í þetta hlut- verk með sína tímalausu fegurð?    Þetta er ekki sami hluturinn ogmaí-desember rómans, eins og það hefur verið kallað. Þar er karlmaðurinn mun eldri og konan á að vera yngri, ekki bara líta út fyrir að vera yngri. Margar leik- konur hafa verið í þessu hlutverki eins og til dæmis Audrey Hepburn í Sabrina en Humphrey Bogart var heilum þremur áratugum eldri en hún. Þó slíkur aldursmunur geti verið leiðigjarn á hvíta tjaldinu er þessi nýja tilhneiging ennþá verri. Tólf ára sjónvarpsmæður ’Með því að gefa í skynað leikkonurnar séu eldri en þær eru í raun er ótvírætt verið að setja pressu á konur.‘ AF LISTUM Inga Rún Sigurðardóttir Mæðginin Angelina Jolie og Colin Farrell í hlut- verkum sínum í Alexander. ingarun@mbl.is Reuters FIMMTA myndin í Stjörnustríðs-bálk- inum, sú önnur sem framleidd var, The Empire Strikes Back frá 1980, er sú besta af þeim öllum. Sú er niðurstaða óform- legrar könnunar sem staðið hefur yfir síð- ustu vikur á Fólkinu á mbl.is. Alls tóku 2304 þátt í könn- uninni og skiptust at- kvæði nokkuð jafnt á milli myndanna. Þó fékk The Empire Strikes Back áberandi bestu kosninguna; 22,7% töldu hana bestu myndina af þeim öll- um, eða 523. Næstbesta Stjörnu- stríðs-myndin að mati gesta á Fólk- inu er þriðja myndin í röðinni og sú nýjasta, The Revenge Of The Sith, sem hlaut 18,9% atkvæða eða 436. Í þriðja sæti lenti fjórða myndin og sú fyrsta sem gerð var, A New Hope með 16,5%, þá kom Kafli I: The Phantom Menace með 14,7%, svo Kafli II: The Attack of the Clones með 13,7%. Kafli VI: Return Of The Jedi þykir svo síst af þeim öllum í könnuninni, en hún fékk 13,4% eða 308 atkvæði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög í samræmi við aðrar sambæri- legar kannanir sem gerðar hafa verið erlendis en þar hefur sama mynd, The Empire Strikes Back, jafnan hafnað í efsta sæti. Í henni gerist það m.a. að Svarthöfði upplýsir Loga geimgengil um að hann sé faðir hans. Kvikmyndir | Niðurstöður könnunar á mbl.is The Empire Strikes Back besta Stjörnu- stríðsmyndin Dramatíkin rís hvað hæst í The Empire Strikes Back, eftirlætismynd flestra Stjörnustríðs-unnenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.