Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 51
Gengið um Elliðaárdalinn, mánudaginn
13 júní. Lagt er af stað kl. 18 frá stóra
brúna húsinu í Elliðaárdalnum, ekið frá
Miklubraut. Gengið er upp í gegnum
hólmann í ánni og vestan megin við
hana upp að Vatnsveitubrú, þar sem
farið er austur yfir ána. Allir velkomnir,
ekkert þátttökugjald.
Mannfagnaður
Borgfirðingahátíð | Borgfirðingahátíð
verður haldin 10.–12. júní, og er það í
sjötta sinn sem Borgfirðingar bregða á
leik með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá.
Hátíðarhöldin standa fram á sunnu-
dagskvöld. Meðal viðburða má nefna
miðnætursund í Hreppslaug á föstu-
dagskvöld, útihátíð við Hyrnutorg á
laugardag, frían morgunverð í Skalla-
grímsgarði á sunnudagsmorgun og leiki
og létt grín á nýjum ferðaþjónustustað í
Fossatúni.
Fyrirlestrar
Raunvísindadeild Háskóla Íslands |
Mánudaginn 13. júní kl. 13 í Tæknigarði,
Dunhaga 5, mun Egill Skúlason verja rit-
gerðina: „Kennilegar rannsóknir á raf-
efnafræðilegum ferlum Myndun amm-
oníaks og vetnis“. Í þessari ritgerð er sá
möguleiki kannaður hvort hægt sé að
nota rafefnafræði til að mynda amm-
oníak við herbergishita og -þrýsting.
Námskeið
www.ljosmyndari.is | 3ja daga nám-
skeið (12 klst.) fyrir stafrænar mynda-
vélar. 13.–16. júní kl. 18–22. Verð kr.
14.900. Myndavélin * Myndatakan *
Ljósmyndastúdíó * Tölvan * Photoshop.
Fyrir byrjendur og lengra komna. Skrán-
ing á www.ljosmyndari.is eða síma
898 3911.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 51
DAGBÓK
Sjúk börn og
viðkvæmur gróður
MÉR krossbrá þegar ég sá í sjón-
varpsfréttum í fyrrakvöld hvernig er-
lendir hjólreiðamenn rótuðu upp við-
kvæmum gróðri á hálendi Íslands.
Og ekki varð ég síður undrandi
þegar sagt var að þar væru á ferð er-
lendir karlmenn að safna fé fyrir sjúk
börn í útlöndum. Á myndunum sást
að þeir hjóluðu ekki á veginum sjálf-
um heldur æddu yfir holt og hæðir og
þann litla gróður sem þar var að
finna. Einnig var sagt að tiltekin ís-
lensk ferðaskrifstofa hefði aðstoðað
við skipulagningu ferðarinnar.
Hvaða ábendingar eða fyrirmæli
ætli sú skrifstofa hafi gefið þessum
hjartagóðu útlendingum um um-
gengni við viðkvæma náttúru á há-
lendinu? Í lok fréttarinnar var sagt að
þeir hefðu hug á að koma aftur til Ís-
lands og safna meiri peningum.
Gunna.
Þakkir til Bergmáls
MIG langar til að koma á framfæri
þakklæti til félagsins Bergmáls sem
bauð mér og manni mínum, sem er
alzheimerssjúklingur, í eina viku að
Sólheimum í Grímsnesi. Þarna voru
um 50 manns á þeirra vegum og alls-
konar sjúklingar. Viljum við þakka
fyrir það góða atlæti sem við fengum
þessa sæluviku.
Allt fólkið í þessu félagi vinnur
sjálfboðavinnu og allt það góða sem
var fyrir okkur gert var ókeypis,
skemmtun á hverju kvöldi og fólkið
alveg yndislegt.
Lengi lifi Bergmál! Með hjartans
þökk fyrir yndislega viku.
Margrét.
Lyklakippa týndist
Lyklakippa með húslyklum, merkt
Creda, týndist við Aflagranda fyrir
nokkrum dögum. Finnandi er beðinn
um að skila lyklakippaunni í Mela-
búðina.
Kettlingar fást gefins
ÞESSIR fallegu kettlingar eru til-
búnir til þess að hoppa út í sumarið
og flytja að heiman. Kassavanir og
vel upp aldir. Upplýsingar hjá Maríu í
síma 695 7304.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og sstund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.-16. júní
Kl. 10 Fjallahjólakeppnin Hafnarfjörður – Bláa lónið. Lagt af stað frá
Íþróttahúsinu í Strandgötu og hjóluð svokölluð Djúpavatnsleið í gegn-
um Vigdísarvelli og Grindavík í Bláa lónið. Keppnin er opin öllu hjól-
reiðafólki 16 ára og eldra. Umsjón: Hjólreiðafélag Reykjavíkur.
Hestamiðstöð Íshesta við Kaldárselsveg býður upp á hestaferðir á til-
boði. Verð kr. 1.500 og teymt frítt undir börnum á milli kl. 15 og 16.
Kl. 16 Þrjátíu ára afmæli Jazzvakningar í Hásölum, við Hafnarfjarð-
arkirkju. Á tónleikunum kemurfram Ziegler/Scheving kvintettinn. Að-
gangseyrir kr. 2.500/1.500 fyrir börn yngri en 12 ára. Forsala að-
göngumiða í þjónustuveri Hafnarfjarðar.
Kl. 18 Kakóbollinn í Gamla bókasafninu við Mjósund. Fram koma
Gítargrúppan Elect, Jón Ragnar, Tommi, We painted the walls, Pétur
Ben, Johnny Poo, Þorsteinn úr Hjálmum og KK.
Kl. 20 Tónleikar Schpilkas ásamt sérstökum gesti Ragnheiði Gröndal í
húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins að Strandgötu 50. Aðgangseyrir kr.
1000. Forsala í þjónustuveri. Hafnarfjarðar.www.schpilkas.ne
Bjartir dagar
Sunnudagur 12. júní
Kl. 11 Seltjarnarneskirkja Messa í Seltjarnarneskirkju Sr. Sigurður
Grétar Helgason, organisti Pavel Manasek. Kammerkór Seltjarnar-
neskirkju syngur. Ingibjörg Halldórsdóttir leikur á píanó og Geirþrúður
Guðjónsdóttir á fiðlu.
Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona og bæjarlistamaður 2004 les sögu.
Kaffi í safnaðarheimili.
Kl. 14-17 Hús eldri borgara við Skólabraut. Myndlistarnámskeið fyrir
eldri borgara. Nikulás Sigfússon listmálari og félagi í SÍM leiðbeinir.
Farið er yfir grundvallaratriði vatnslitamálunar með aðaláherslu á lands-
lagsmálun í hefðbundnum stíl. Menningarnefnd býður eldri borgurum á
námskeiðið og leggur til liti, pensla og pappír.
Skráning hjá Þóru Einarsdóttur í síma 5959 133.
Kl. 20 Kisuklappir við Norðurströnd (í fjörunni við hákarlaskúr).
„á mörkum byggðar og náttúru, lands og sjávar, himins og jarðar“. Kvika,
útilistaverk Ólafar Nordal vígt. Menningarhátíð slitið.
Menningarhátíð
Seltjarnarness
Sagnhafi á kost á tveimur svín-
ingum, í trompi og tígli. Fljótt á litið
virðist nóg að önnur svíningin heppn-
ist, en það er dulin hætta á ferðum.
Til að svína í trompi, þarf að fara inn
í borð á hátígul, en það skapar
stunguhættu í tígli ef trompsvíningin
misheppnast – austur gæti hafa byrj-
að með skiptinguna 2-6-1-4.
Spaðasvíningin er í rauninni óþörf.
Austur hefur þegar sýnt ÁDG í
hjarta og ef hann á spaðakónginn
líka, er hann varla með tíguldrottn-
ingu. Því er óhætt að spila spaðanum
heimanfrá.
En það er opin spurning hvort
byrja eigi á spaðaás eða spila litlum
spaða á G10. Með því að spila litlum
spaða skapast innkoma í borð, sem
nota má til að stinga lauf. Aðra tígul
innkomuna má nota til sömu hluta og
þannig er hugsanlegt að skapa hótun
í laufi á vestur hafi hann byrjað með
sexlit. Kannski neyðist vestur til að
henda tígli í endastöðunni og þá gæti
sagnhafi (hugsanlega) reynt að fella
Dx hjá austri frekar en að svína.
Hann verður að treysta á tilfinn-
inguna í lokin.
Fjölskyldunefnd Sjálfstæðisflokksins
heldur fund miðvikudaginn 15. júní
kl. 17.15-18.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1
Frummælendur:
• Mummi í Götusmiðjunni.
• Móðir fíkniefnaneytanda.
• Fulltrúi frá fíkniefnadeild.
Allir velkomnir
Opinn fundur
um fíkniefnamál
Landsins mesta úrval af
yfirhöfnum
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
Mörkinni 6, sími 588 5518