Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í utanverðum Húnaflóa, rétt norðan við Blönduós, hefur undanfarna mánuði mátt sjá stóran og mikinn borgarísjaka strandaðan. Vilhjálmur Hall- grímsson kafari og Pálmi Dungal neðansjávarljósmynd- ari héldu ásamt höfundi á dögunum í leiðangur til þess að skoða þetta fer- líki, bæði ofan sjávar og neðan. Ísjak- ann rak inn á Húnaflóann í byrjun aprílmánaðar en þá var hann marg- falt stærri en nú. Samkvæmt upplýsingum frá Þór Jakobssyni, veðurfræðingi og sér- fræðingi Veðurstofunnar um hafís, er borgarísinn úr skriðjöklum Græn- lands. En frá árinu 2001 hefur ísinn við Grænland minnkað mikið og losn- að um hann og stóra ísfleka þannig rekið frá landi og þeir átt greiða leið með straumum og vindum. Flestir niður með austanverðu Grænlandi á meðan sumir hafa ratað norður fyrir Ísland og strandað þar. Erfitt er að geta sér til um aldur íss- ins en hann getur verið allt frá nokk- ur hundruð ára gamall og upp í tugi þúsunda ára, jafnvel hundrað þús- unda ára. Veit Þór ekki til þess að menn hafi áður kafað við borgarísjaka hér við land. Líklegast 80 metra hár Ísjakinn reis rúma 7 metra úr hafi og var augljóslega botnfastur því kröftugar öldurnar náðu ekki að hreyfa hann til. Dýpið á þessum slóð- um er um 75 metrar þannig að allt bendir til að ísinn hafi verið rúmum tíu metrum hærri en Hallgríms- kirkja, eða um 80 metrar. Hitastig sjávar í flóanum hafði náð u.þ.b. 8°C en líkt og ísmoli í volgum drykk hefur jakinn náð að kæla sjó- inn í kringum sig niður í 4° C. Við urðum að velja vandlega þann stað sem best væri að fara niður við ísjakann því að á sumum stöðum mátti sjá sprungur í honum sem ekki var hægt að vita hvenær myndu bresta. Úr jakanum gátu því fallið stór stykki og eftir að hafa gert athugun á því hvort hætta væri á því að hann myndi kollsteypast á meðan á köf- uninni stæði var ákveðið að stökkva út í sjóinn. Við tók veröld, að hluta til drunga- leg og dimm en töfrar þess að svífa um í þyngdarleysi vatnsins og berja augum kynjamyndir íssins urðu öll- um hugsunum um drunga og dimmu yfirsterkari. Rétt undir yfirborðinu kom í ljós stór og mikil sylla sem skagaði út frá honum tvo til þrjá metra. Þarna mátti sjá undursamlegt samspil ljóss og skugga. Hvítur ísinn endurkastaði sólar- ljósinu út í grænan sæinn en við þess- ar aðstæður sköpuðust miklar and- stæður við dimmt og svart hyldýpið sem við horfðum niður í til hliðar við ísinn. Heyra mátti þungan niðinn þegar aldan brotnaði á þessari fyrirstöðu sem ísinn var. Öndun íssins Það var líkast því að ísinn væri að anda – því upp frá honum streymdi gríðarlegur fjöldi örsmárra loftbóla. Loftbólurnar hafa pressast saman fyrir löngu undan fargi jökulsins og leysast nú úr læðingi þegar þrýsting- urinn minnkar og ísinn bráðnar. Í köldum sjónum mátti sjá ógrynni af smáum marglyttum – svo nefnda lirfuhala – og svo virtist sem þær hefðu fangað loftbólurnar því gegn- sær hjúpurinn sem umlykur lirfuhal- ann var líkt og mettaður smáum loft- bólum. Kannski er þetta enn ein sönnun þess að allt er í heiminum hverfult. Vatnið og loftið sem fast var í viðjum frera, mögulega í þúsundir ára, losnar nú úr læðingi. Á örlitlu broti af ævi jakans fá forvitnir land- krabbar séð hvar hann umbreytist, bráðnar og hverfur. Ljósmynd/Einar Magnús Magnússon Undir yfirborði sjávar tók við veröld sem var að hluta til drungaleg og dimm þó kynjamyndir íssins hafi orðið öllum slíkum hugsunum yfirsterkari. Ljósmynd/Einar Magnús Magnússon Ljósmynd/Vilhjálmur HallgrímssonLjósmynd/Vilhjálmur Hallgrímsson Vandlega varð að velja þann stað þar sem fara átti niður að ísjakanum, vegna hættu á að úr honum féllu stór stykki. Úr skriðjöklum Grænlands Á veturna láta íslenskir sportkafarar sig dreyma um hlýjan sjó sumarsins. Það skýtur því skökku við að nú í blíðviðri sumars og hækkandi hita gerðu þrír sportkafarar úr Reykjavík sér ferð norður í Húnaflóa til að kafa í ríki íss og kulda. Einar Magnús Magnússon var með í för og segir frá ævintýrinu. Höfundur er sportkafari. Jakinn hefur minnkað umtalsvert frá því hann strandaði í utanverðum Húna- flóa, rétt norðan við Blönduós, fyrir nokkrum mánuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.