Morgunblaðið - 12.06.2005, Side 6

Morgunblaðið - 12.06.2005, Side 6
6 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í þessari spennandi ferð förum við um Norðurhéruð Spánar, grænar hlíðar Asturias og vogskornar strendur Baskalands. Margir markverðir staðir verða á leið okkar meðal annars skoðum við Gotnesku dómkirkjuna í Burgos og kynnumst einni fjölförnustu pílagrímsleið Evrópu, leiðinni til Santiago de Compóstela. Frá kr. 129.910 á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting með morgun- og kvöldverði, flestar kynnisferðir, akstur milli staða og fararstjórn. • Santiago de Compóstela • San Sebastian • Zaragoza • Oviedo • Galicia • Burgos Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 • www.terranova.is Norður - Spánn 2. - 14. sept. - Einstök ferð Spennandi valkostur Örfá sæti laus Fleiri ferðir í ágúst og sept. 19. ágúst - Sæludvöl í Þýskaland - örfá sæti 1. sept. Króatía - Slóvenía - Ítalía- Uppselt 23. sept. Tyrkland fyrr og nú - örfá sæti Ferðatilhögun: Flogið til Barcelona og gist þar í 2 nætur, ekið til Burgos þar sem líka er gist er í 2 nætur. Haldið til Santiago de Compóstela þar sem dvalið verður í 3 nætur. Þaðan er haldið í austur til Oviedo, gist í 1 nótt. Frá Oviedo er ekið til San Sebástian þar sem dvalið er í 2 nætur og því næst til Zaragoza þar sem líka er dvalið í 2 nætur Flogið heim frá Barcelona NOKKRIR þekktustu hagfræðingar heims eru væntanlegir á alþjóðlega ráðstefnu um áhrif hækk- aðs meðalaldurs þjóða á efnahagslíf þeirra undir yfirskriftinni „Höfum við efni á ellinni“ sem haldin verður hér á landi daganna 16. og 17. júní. Þar á meðal eru tveir sem hlotið hafa Nóbelsverðlaunin í hagfræði nýlega, auk fjölda annarra sem standa mjög framarlega í fræðigreininni. Ráðstefnan er haldin á vegum viðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Íslands og Hagfræðistofn- unar í samvinnu við sjálfstæða rannsóknastofnun við Columbia-háskóla í New York, sem heitir Cent- er on Capitalism and Society. Stofnun þessi stend- ur að slíkum ráðstefnum árlega og var síðasta ráð- stefnan haldin í New York-borg. Helsti hvatamaður þess að ráðstefnan skuli haldin hér á landi að þessu sinni er prófessor Edmund Phelps, heiðursdoktor viðskipta- og hagfræðideildar. Gylfi Zoëga, prófessor í Háskóla Íslands, sem unnið hefur að undirbúningi ráðstefnunnar, segir að á þeim sé alltaf tekið fyrir eitthvert tiltekið meg- inþema. Í ár sé það áhrif hækkaðs meðalaldurs á efnahagslíf þjóða innan OECD. Bandaríska rann- sóknarstofnunin hafi það meginverkefni að rann- saka eðli kapítalismans og drifkrafta hagvaxtar, eins og til að mynda hvað varðar hlutverk frum- kvöðla og þau öfl í samfélaginu sem ýta undir hag- vöxt og öflugt efnahagslíf til langs tíma litið. Megin- efnið snúist um væntanleg þjóðhagsleg áhrif hækkaðs meðalaldurs þjóða á útgjöld til heil- brigðis- og lífeyrismála og afleiðingar þessara út- gjalda fyrir hagvöxt og velmegun í framtíðinni. Fjölmennir árgangar Gylfi bendir á að eftir síðari heimsstyrjöldina, á árabilinu 1947–63 almennt talað, hafi fæðst gríðar- lega fjölmennir árgangar á Vesturlöndum, mun fjölmennari en þeir árgangar sem á eftir komu. Þessir árgangar nálgist nú óðum eftirlaunaald- urinn. Á sama tíma hafi fæðingartíðni lækkað mjög mikið og því sé ljóst að mun færri vinnandi hendur séu á hvern eftirlaunaþega en áður var, jafnframt því sem útgjöld heilbrigðis- og lífeyriskerfisins muni stórlega vaxa vegna öldrunar þessara fjöl- mennu kynslóða. Spurningin sé hvaða áhrif þetta muni hafa á markaðssamfélagið almennt talað. Munu flest ríkin innan OECD fara í gegnum þetta tímabil án þess að það hafi mikil áhrif eða munu þessar þjóðfélagsbreytingar vegna breyttrar aldurssamsetningar reyna verulega á markaðs- hagkerfið? Til að mynda haldi einn þeirra fyrirles- ara sem verði á ráðstefnunni, Jeremy Siegel frá Pennsylvaníu-háskóla, því fram að þessar fjöl- mennu kynslóðir muni selja hlutabréf sem þær hafi safnað til elliáranna í verulegum mæli og það muni gera það að verkum að verulega reyni á hlutabréfa- markaðinn og að hlutabréfavísitölur lækki samfara aukinni innlausn. Tveir Nóbelsverðlaunahafar munu flytja erindi á ráðstefnunni, að sögn Gylfa, en þeir eru báðir kenn- arar við Columbia-háskóla í New York. Annar þeirra er Robert A. Mundel, sem fékk Nób- elsverðlaunin árið 1999 og er einna þekktastur fyrir kenningar á sviði þjóðhagfræði opinna hagkerfa, kosti og galla fljótandi gengis og fastgengis og hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til þess að þjóðir séu með sameiginlega mynt. Hinn Nóbels- verðlaunahafinn er Joseph E. Stiglitz, sem hlaut Nóbelsverðlaunin 2001 fyrir rannsóknir á markaðs- brestum á vinnu- og fjármagnsmörkuðum með til- liti til upplýsingastreymis innan kerfanna. Loks er Jeremy D. Sachs frá Columbia-háskóla, einnig frummælandi á ráðstefnunni, en hann er einna þekktastur fyrir að hafa verið einn aðalráðgjafa pólskra stjórnvalda við einkavæðinguna þar í landi. Einn frummælenda er einnig Laurence J. Kotli- koff frá Boston-háskóla, en hann hefur nýlega gefið út bók um efnið sem tekið er fyrir á ráðstefnunni, þar sem því er haldið fram að vandinn framundan sé svo mikill að nauðsynlegt verði að hækka skatta á næstu kynslóð, þ.e. á þá sem eru í skóla nú og fyrirtæki þeirra, um 78% í Bandaríkjunum til að standa undir auknum kostnaði vegna þessa. Einnig er frummælandi á ráðstefnunni Torben Andersen frá háskólanum í Árósum í Danmörku, sem fjallar um öldrun og velferðarríkið, en hann hefur stýrt nefndarstarfi á vegum danskra stjórn- valda um umbætur á danska velferðarkerfinu. Ráðstefnan er haldin í stofu 101 í Odda, hugvís- indahúsi Háskóla Íslands, og hefst klukkan 12 á fimmtudaginn kemur, 16. júní. Henni lýkur að áliðnum degi daginn eftir með pallborðsumræðum með þátttöku nokkurra helstu fyrirlesaranna, auk Geirs Haarde fjármálaráðherra. Ráðstefnan er öll- um opin. Frjór jarðvegur Gylfi segir að ráðstefnur eins og þessi séu frjór jarðvegur nýrra hugmynda og skapi vettvang til að fara ítarlega yfir viðfangsefnið frá ólíkum hliðum. Til að mynda hafi ríkisútgjöld og skatttekjur ekki verið reiknaðar svona langt fram í tímann hér á landi, eins og þessir kynslóðaútreikningar geri ráð fyrir. Hér hafi þetta ekki verið reiknað lengra fram í tímann en í áratug, en það sé nauðsynlegt að ein- hver setji dæmið upp og reyni að gera sér grein fyr- ir hversu mikið við sem þjóð þurfum að leggja fyrir til þess að eiga fyrir þessum útgjöldum í framtíð- inni, sem skapist vegna breyttrar aldursamsetn- ingar þjóðarinnar. Heimsfrægir hagfræðingar verða á ráðstefnu hér á landi 16.–17. júní Áhrif hærri meðalaldurs á efnahagslíf í brennidepli Morgunblaðið/Sverrir Gylfi Zoëga prófessor með strákunum sínum, Einari, Gunnari og Tómasi, en þeir eru þríburar. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is TVÍTUGUR maður hefur í Héraðs- dómi Reykjavíkur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ölv- unarakstur og sviptur ökuréttindum í þrjú ár. Honum er gert að greiða rúmar 300 þúsund krónur í sakar- kostnað en hann játaði að hafa ekið bíl á 159 km hraða í Húnaþingi. Þegar lögreglan á Blönduósi stöðvaði bíl mannsins framvísaði hann ökuskírteini annars manns og gaf upp nafn hans og kennitölu og ritaði það nafn undir form sem lög- reglumenn fylltu út á vettvangi og undir lögregluskýrslu. Leiddi það til þess, að maðurinn sem þannig var nafngreindur, var ákærður fyrir brot gegn umferðarlögum og málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Sá maður neitaði sök og sagði að veski sínu með ökuskírteini í hefði verið stolið. Varð samkomulag um að gerð yrði DNA-rannsókn á blóðsýni úr manninum og blóðsýni úr öku- manninum, sem stöðvaður var í A-Húnavatnssýslu. Sú rannsókn leiddi í ljós, að sá sem ákærður var í málinu var ekki ökumaður bílsins. Í niðurstöðu dómsins segir, að með framferði sínu hafi maðurinn stofnað til umfangsmikillar lögreglu- rannsóknar sem leiddi m.a. til þess að annar maður var borinn röngum sökum. Hafi ákærði haldið til streitu synjun á að hafa verið ökumaður bif- reiðarinnar og ekki játað brot sitt fyrr en DNA-rannsókn staðfesti að blóðsýni úr ökumanni bifreiðarinnar væri úr honum Með hliðsjón af þessu öllu er refsing ákærða ákveðin fang- elsi í 4 mánuði og þótti ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp dóminn. Sigríður J. Frið- jónsdóttir saksóknari sótti málið fyr- ir hönd ákæruvaldsins en verjandi ökumannsins unga var Guðmundur Óli Björgvinsson hdl. Fangelsi í fjóra mánuði fyrir ölvun- arakstur HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, er nú í opinberri heim- sókn í Noregi í boði Stórþingsins og stendur hún til 14. júní. Með þingforseta í för eru eiginkona hans, Kristrún Eymundsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis, Jónína Bjartmarz, 2. varaforseti Alþing- is, Birgir Ármannsson, 6. vara- forseti Alþingis, og Karl M. Krist- jánsson, rekstrar- og fjármála-stjóri. Forseti Alþingis mun ganga á fund Haralds Nor- egskonungs. Sendinefndin á fundi með Jørgen Kosmo, forseta Stór- þingsins, og mun kynna sér starfshætti norska þingsins. Sendinefndin á einnig fund með fulltrúum atvinnumálanefndar þingsins og utanríkismálanefndar þess. Forseti Alþingis í opinberri heim- sókn í Noregi FJALLAÐ er um skipulagið í Urr- iðaholti í Garðabæ í dönsku tíma- riti um arkitektúr, undir fyrir- sögninni „Heitasti staðurinn á Íslandi“. Greint er sérstaklega frá hönnun þekkingarþorpsins í holt- inu, sem unnin var af Henning Larsens Tegnestue, einni virtustu arkitektastofu Danmerkur. Danska arkitektastofan hefur ver- ið í samstarfi með íslenskum starfsfélögum á stofunni Alta, sem vinna núna að því að uppfæra og endurskoða frekari hönnun á svæðinu. Sem kunnugt er stóð Há- skólanum í Reykjavík til boða að reisa nýjar höfuðstöðvar sínar í Urriðaholti en valdi Vatnsmýrina í staðinn. Urriðaholt í dönsku tímariti FÖSTUDAGAR eru harmonikudag- ar á Hrafnistu í Hafnarfirði, en þá koma þar saman harmonikuleikarar og leika fyrir dansi fyrir gesti og gangandi. Þessi hefð á dvalarheim- ilinu byrjaði smátt með einum harm- onikuleikara sem fékk félaga sinn í lið með sér en eins og gjarnan vill verða vatt hún upp á sig, og nú eru þeir gjarnan í kringum 10 talsins sem stilla sig saman. Á föstudaginn höfðu svo saxófónleikari og trommu- leikari bæst í hópinn til að halda uppi fjörinu sem var ósvikið enda sjálf- sagt að skemmta sér við tónlist við öll tækifæri. Morgunblaðið/ÞÖK Tíu harmonikuleik- arar léku fyrir dansi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.