Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 9

Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 9 FRÉTTIR Stökktu til Rimini 23. júní eða 30. júní frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini í júní. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Síðustu sætin Verð kr. 29.990 í viku Verð kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 23. eða 30. júní. Verð kr. 39.990 í viku Verð kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og ís- lensk fararstjórn. Stökktu tilboð 23. eða 30. júní. ’Við eigum nógu margar kjarna-sprengjur til að verjast árás af hálfu Bandaríkjamanna‘Kim guy Gwan aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu í viðtali við ABC- sjónvarpsstöðina. ’Ég hef stundum sagt að það sébeint samband milli úrgangs og kaupmáttar.‘Ögmundur Einarsson framkvæmdastjóri Sorpu í tilefni þess að 20% meiri úrgangur er frá fyrirtækjum fyrstu mánuði ársins. ’Bólivía er á barmi borgara-stríðs.‘Carlos Mesa forseti Bólivíu sem sagði af sér embætti eftir mikil mótmæli stjórnar- andstæðinga . ’Þá opnaði ég dyrnar og varskotin.‘Kona sem skotin var í dyragættinni á heim- ili sínu í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, á miðvikudag þegar lögreglumenn drápu 26 mótmælendur sem safnast höfðu saman til að andmæla svindli í kosningum. ’Við heyrðum mikinn hvell og égog fjölskylda mín drifum okkur út úr húsinu.‘Rikke Hvilshøj, ráðherra innflytjenda- mála í Danmörku eftir að kveikt hafði verið í bíl hennar við heimili fjölskyldunnar í Greve, suður af Kaupmannahöfn. Fjöl- skylduna sakaði ekki. Hópur sem lýst hef- ur sig ábyrgan kveðst með þessu hafa vilj- að mótmæla innflytjendastefnu stjórnvalda. ’Við höfum verið bænheyrð.‘Elsa Waage söngkona á Ítalíu en eig- inmaður hennar er móðurbróðir Clement- inu Cantoni, sem mannræningjar í Afgan- istan slepptu úr haldi á fimmtudag. ’Lagalega séð vantar grunninnundir þetta álver. Forsenda þeirra framkvæmda sem nú standa yfir er lögum samkvæmt mat á umhverfisáhrifum. Það mat er ekki til staðar. Lög voru brotin með því að ekki var látið fara fram sjálfstætt mat.‘Hjörleifur Guttormsson eftir að Hæsti- réttur Íslands staðfesti niðurstöðu Hér- aðsdóms Reykjavíkur og ógilti úrskurð umhverfisráðherra um að ekki þyrfti um- hverfismat vegna álsvers Alcoa í Reyðar- firði. ’Það verður ekki tekið á Skorr-dælingum með neinum silki- hönskum þegar kemur að því að endurmeta þá samstarfssamn- inga sem við eigum við þá.‘Helga Halldórsdóttir forseti bæjar- stjórnar Borgarbyggðar í Fréttablaðinu eftir að Skorrdælingar höfnuðu samein- ingu við fjögur sveitarfélög norðan Skarðsheiðar öðru sinni. ’Fótbolti er birtingarmynd ein-faldleikans en mennirnir gera hann, eins og lífið, flókinn og margbrotinn.‘Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðar- maður um mynd sína Africa United sem fjallar um fótboltalið í þriðju deildinni hér- lendis þar sem meðlimir eru innflytjendur. ’Það vita flestir að Höfn er á Ís-landi en fæstir vita að ÍS-land er á Höfn.‘Inga Jónsdóttir verkefnastjóri jöklasýn- ingarinnar ÍS-lands sem opnuð var á Höfn um seinustu helgi eftir miklar breytingar. ’En þeir voru snöggir að átta sigá að við værum bara bjórdrekk- andi vitleysingar og þá losnaði um allt‘Sjónvarpsmaðurinn Pétur um ferðalag sitt, Auðuns Blöndals og Sveppa til Holly- wood þar sem látið var vita að von væri á frægum stjörnum frá Íslandi. Ummæli vikunnar ÁNÆGJA virðist ríkja meðal for- eldra grunnskólabarna með nú- verandi fyrirkomulag vordaga í skólum, þar sem vel er haldið utan um starfið og dagskrá kynnt for- eldrum í tíma. Óánægjuraddir heyrast hins vegar þar sem skipu- lag er ómarkvissara og mikið er um skerta daga. Þetta segir Elín Thorarensen, framkvæmdastjóri Heimila og skóla, landssamtaka foreldra. Samvinna við foreldra mikilvæg Lenging skólaársins tók gildi fyrir nokkrum árum og hafa skól- ar þreifað sig áfram með skóla- starf á vordögum, eins og Morgunblaðið fjallaði um í gær. Á vefsíðu Heimilis og skóla er greint frá mismunandi viðbrögðum for- eldra og bent á hvort ekki sé tíma- bært að skólar og sveitarfélög staldri við og geri úttekt á hvort skólar nái þeim markmiðum sem þeir hafi sett sér varðandi kennslu á þessum vordögum. Miður sé að heyra að dagarnir séu ekki alls staðar markvisst nýttir, einkum í ljósi átta vikna kennaraverkfalls síðastliðið haust. Meðal þess sem brennur á for- eldrum er kostnaður við vorferðir, að nemendur vinni ekki nægilega með upplifanir og efni tengt vor- dagskránni auk þess sem foreldr- ar unglinga telja margir betra að þeir gætu byrjað fyrr í sumar- vinnu. Heimili og skóli segja mikilvægt að foreldrar sýni skóla- starfi virðingu og stuðli að því að vorstarf verði markvissara frekar en að taka börn á skólaskyldualdri fyrr úr skólum. Þreifingar með óhefðbundnara skólastarf á vordögum Kannað verði hvort markmið hafi náðst NÝJASTA hefti hins virta þýska ferðatímaritsins Merian, sem út kom nú um mánaðamótin, er til- einkað Íslandi. Á forsíðu tímarits- ins er vísað til Íslands sem síðasta ósnortna víðernis Evrópu og Reykjavík er lýst sem borg ungu skapandi kynslóðarinnar. Í rit- stjórnargrein sinni bendir Andreas Hallaschka á að Reykjavík hafi tek- ið miklum stakkaskiptum síðan síð- asta Íslandshefti Merians kom út árið 1989. Þá hafi borgin minnt á svefnbæ, en í dag virki hún nánast eins og segull á unga borgar- ferðamenn bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Höfundar efnis eru bæði þýskir og íslenskir, þeirra á meðal er blaðakonan Andrea Walter sem bjó um tíma á Íslandi og Íslandsvin- urinn Henryk M. Broder. Meðal efnis í tímaritinu er grein um ís- lenskar bókmenntir eftir Arthur Björgvin Bollason, umfjöllun Auð- uns Arnórssonar um íslenskt efna- hagslíf og grein eftir Fred Langer um fiskveiðar og fiskvinnslu Íslend- inga. Fjöldi ljósmynda prýðir tíma- ritið og eru höfundar myndefnis bæði íslenskir og erlendir. Meðal ljósmyndara má nefna Sigurgeir Sigurjónsson, Ragnar Axelsson (RAX), Jóhann Óla Hilmarsson, Ragnar Th. Sigurðsson og Ara Magg. Ísland í brennidepli Fjársjóðurinn í silfurhafi er yfirskrift greinar Freds Langers um fisk- veiðar Íslendinga. ÁRSFUNDUR Atlantsnefndar Nora var haldinn á Grænlandi ný- lega. Var ákveðið að verja 39,4 milljónum til stuðnings 20 verkefna og voru íslenskir aðilar þátttak- endur í fjórtán þeirra. Starfssvæði Nora er Ísland, Færeyjar, Græn- land og Norður- og Vestur- Noregur og er markmið nefndar- innar að efla samstarfið með styrkj- um til atvinnu- og byggðaþróunar. Miðlun þekkingar og reynslu milli svæða við Norður-Atlantshaf er tal- in mikilvæg til að yfirvinna hindr- anir í strjálbýli. Styrkja 14 íslensk verkefni Helgin öll á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.