Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 12.06.2005, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Inside Deep Throat kl. 7 - 9 og 11 b.i. 16 A Lot Like Love kl. 5.45 - 8 og 10.15 Voksne Mennesker kl. 5.45 - 8 og 10.15 Crash kl. 5.45 - 8 og 10.15 b.i. 16 The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl. 5.40 - 8 og 10.20 RÓMANTÍK GETUR EYÐILAGT GÓÐA VINÁTTU aston kutcher amanda peet Ó.H DV H.L MBL Ó.H.T RÁS 2  Halldóra - Blaðið Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað ROGER EBERT ROLLING STONE S.K. DV.  Capone XFM Kvikmynd eftir Óskarsverðlaunahafann, Paul Haggis (“Million Dollar Baby”). Sláandi og ögrandi mynd sem hefur fengið einvala dóma. Myndin var tekin á 6 dögum fyrir 25.000 dali. Ríkisstjórnin vildi ekki að þú sæir myndina. Hún var bönnuð í 23 ríkjum. Myndin halaði inn 600 milljónir dala á heimsvísu. Hún er arðsamasta mynd kvikmyndasögunnar. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Heimildarmynd frá Óskarsverðlaunahafanum Brian Grazer  PÉTUR ÞÓR Benediktsson útskrif- aðist fyrir rúmu ári úr Tónlistaskól- anum í Reykjavík. Hann hefur ekki setið auðum höndum síðan hann út- skrifaðist og hefur reyndar síðustu ár verið iðinn við margvíslega tónlist- arsköpun. Þessa dagana er hann að einbeita sér að tónsmíðum fyrir leik- rit og kvikmynd auk þess að vera við upptökur á nýrri plötu og spila reglu- lega á tónleikum. Hann gaf sér þó tíma til að setjast niður með blaða- manni og líta yfir farinn veg sem og til framtíðar. Talið berst fyrst að svotil nýloknu námi Péturs en hann upplýsir okkur nánar um út á hvað það gengur. „Ég lærði í tónfræðideildinni, hefð- bundið tónsmíðanám sem gengur út á það að læra að útsetja og greina verk auk þess sem ég tók ýmis grunnfög í tónsmíðum, t.d. hljóm- fræði og kontrapunkt. Svo reynir maður að finna sig sem tónskáld í þessu námi“ segir Pétur og bætir við í gríni að hið síðastnefnda hafi ekki tekist betur til hjá honum en svo að hann starfi sem trúbadúr í dag. „Nei ég lærði mikið á þessu námi og tók auk þess tónlistarstjórnun aukalega sem var mjög lærdómsríkt. Mér finnst nefnilega mikilvægt að geta sett sig í spor allra þeirra sem koma að tónlistarsköpuninni,“ segir hann. Aðalgrunnurinn í námi Péturs var klassísk tónlist þó hann fáist við ólík- ar tegundir tónlistar í dag. „Námið er bara eitthvað sem ég varð að gera á sínum tíma þegar ég hafði mikla ástríðu fyrir klassískri tónlist. Það er svo óvíst hvenær það kemur fram í tónlistinni minni. Það kemur allavega ekki fram á næstu plötu en gerir það örugglega ein- hverntíma seinna. Ég sé fyrir mér að ég verði trúbadúr núna kannski í eitt ár eða tvö eða alla ævi en það getur líka vel verið að ég fari í einhverja allt aðra átt. “ segir Pétur. „Námið hefur nýst mér kannski best við vinnuna mína í því að ég hef lært að temja mér agaðri vinnubrögð og lært að halda mér við efnið.“ Leikhúsið lifandi Pétur hefur sem fyrr sagði fengist talsvert við tónsmíðar fyrir leikrit en vinnur núna jafnframt í fyrsta sinn að kvikmyndatónlist. Hann samdi tónlistina við Draum- leik í leikstjórn Benedikts Erlings- sonar sem sett var upp í Borgarleik- húsinu fyrr á árinu Þessa dagana er hann ásamt Höskuldi Ólafssyni að semja tónlist við leikritið Örlagaeggin sem frum- sýnt verður í Borgarleikhúsinu í byrjun júní. „Höskuldur samdi leikgerðina og fékk mig til að hjálpa sér við að semja nokkur lög,“ segir Pétur og ber sam- starfi þeirra félaga vel söguna. „Þetta hefur verið mjög áreynslu- laust og skemmtilegt sem er svolítið sérstakt finnst mér. Við vinnum mjög vel saman og ritskoðum hvor annan vandræðalaust.“ Kvikyndi er svo bíómynd í leik- stjórn Ragnar Bragasonar sem hann vinnur ásamt Vesturports-hópnum. Það er í höndum Péturs að semja tón- listina við myndina og hann segist vera spenntur fyrir viðfangsefninu. „Ég veit ekki enn hvað Ragnar vill gera með tónlistina en hún verður að- allega unnin í samvinnu við hann og klipparann,“ segir Pétur. „Ég held að þetta verði aðallega samspil raddar, gítars og píanós og eigi að vera svona persónuleg tónlist. Ég er bara búinn að semja eitt lag en hitt kemur þegar ég fæ að sjá mynd- ina. Yfirleitt er þetta unnið þannig að eftir klippingu er tónlistin unnin í flýti við myndina. Í þetta sinn fæ ég, held ég, smám saman efni sem búið er að taka svo ég get verið að vinna við þetta í sumar.“ Er það svipað að semja tónlist fyrir bíómyndir og fyrir leikrit? „Þetta er mín fyrsta bíómynd svo það er ekki komin mikil reynsla á það ennþá. Mér finnst mjög gaman að vinna við leikhús og áhugavert að fylgjast með frá fyrsta samlestri og fram að sýningum,“ segir Pétur. „Leikhúsið er svo lifandi, út af því að þetta passi ekki allt saman. Með kvikmynd er maður búinn að ganga frá endanlegri útgáfu þegar myndin kemur út og hún breytist svo ekkert þannig að það er talsvert ólíkt.“ Pétur segist heillaður af fjölbreyti- leikanum við tónlistarsköpun sína og segist ekki vera tilbúinn til að festa sig í einni tegund tónlistar. „Mér finnst gaman að vita ekki hvað ég verð að gera eftir eitt ár eða tvö. Ég vona bara að ég verði jafn heppinn með verkefni og ég hef verið í ár,“ segir hann. Ekki í Evróvisjón En Pétur er ekki bara að semja tónlist fyrir leikrit og kvikmyndir. Hann er öflugur trúbador og iðinn við að halda tónleika. Auk þess er hann að taka upp plötu með eigin efni sem áætlað er að komi út með haust- inu. „Ég er búin að taka upp tvö lög með gömlu hljómsveitinni minni Tristian sem verða á plötunni og svo á ég eftir að fá fleiri hljóðfæraleikara með mér fyrir hin lögin,“ segir Pétur. Tónlistarmaðurinn Mugison hefur vakið mikla athygli í íslensku tón- listarlífi að undanförnu en Pétur spil- aði með honum á plötunni Mugi- mama is this Monkey Music? og samdi með honum lagið „Murr Murr“ sem var meðal annars valið lag ársins á íslensku tónlistarverðlaunahátíð- inni sem haldin var í febrúar síðast- liðnum. Mugison sagði í viðtali við Tónlist | Pétur Þór Benediktsson þykir efnilegur Morgunblaðið/Sverrir Pétur Þór: „Mér finnst gaman að vita ekki hvað ég verð að gera eftir eitt ár. Ég vona bara að ég verði jafn heppinn með verkefni og ég hef verið í ár.“ Heillaður af fjölbreyti- leikanum í tónlistinni Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.