Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ U m þessar mundir eru fimm ár frá því sameining sér- greina á Landspít- ala – háskóla- sjúkrahúss hófst eftir að formleg ákvörðun um sam- einingu tveggja spítala var tekin. Enginn gerði ráð fyrir að það tækist átakalaust og allir vissu að samein- ingu fylgdu bæði erfiðleikar og um- stang.“ Þessi orð Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra, við upphaf árs- fundar Landspítala – háskólasjúkra- húss (LSH) í lok apríl sl., segja meira en mörg orð um það sem gerst hefur frá því ákveðið var að sameina Sjúkrahús Reykjavíkur og ríkisspít- alana. Birtingarmyndir erfiðleik- anna og umstangsins sem Jón nefnir hafa verið ýmsar. Kannanir sem gerðar hafa verið eftir sameiningu hafa sýnt töluverða óánægju starfs- fólksins og gagnrýni hefur komið fram á stjórnskipulag sjúkrahússins. Ljóst er að húsnæði LSH svarar ekki kröfum samtímans og óhagræði af því að starfrækja sjúkrahús á mörgum stöðum, er augljóst. Stjórn- völd hafa krafist aukins aðhalds í rekstri sem aftur hefur komið fram í auknu vinnuálagi og uppsögnum. Hefur þetta m.a. haft mikil áhrif á starfsfólkið. Þrátt fyrir þessa erfið- leika er það mat stjórnenda sjúkra- hússins að góður árangur, jafnt fag- lega sem rekstrarlega, sé af sameiningunni. Búið sé að sameina flestar sérgreinar lækninga sem áð- ur voru á fleiri en einum stað og auka framleiðni. Þó eru á þessu undantekningar. Ber þar hæst að slysa- og bráðamót- tökur eru reknar bæði við Hring- braut og í Fossvogi. Hefur það mikið óhagræði í för með sér jafnt fyrir sjúklinga sem starfsfólk og er auk þess mjög kostnaðarsamt fyrir sjúkrahúsið. Í nýjum spítala er ein- mitt gert ráð fyrir að fyrst rísi einn bráðakjarni þar sem allri bráðastarf- semi verður komið fyrir á einum stað. Mikil samstaða er um það með- al stjórnvalda og starfsmanna LSH. Fleiri þætti hefur verið bent á sem valda því að nauðsynlegt er að byggja nýjan spítala sem fyrst. Er þar fyrst og fremst bent á dreifða starfsemi, í öðru lagi óhentugt hús- næði og í þriðja lagi að með bygg- ingu nýs spítala við Hringbraut megi efla nauðsynleg tengsl við Háskóla Íslands. „Það var ljóst að það væri flóknara að taka ákvörðun um nýjan spítala nema að sameina fyrst,“ segir Ingi- björg Pálmadóttir, fyrrverandi heil- brigðisráðherra. „Sameiningunni er ekki endanlega lokið fyrr en búið er að byggja nýjan spítala. Því með sameiningunni ætlum við að ná fram hagkvæmni í þessari hröðu tækniþróun sem hefur orðið og verð- ur.“ Á sameinuðu Landspítala – há- skólasjúkrahúsi starfa nú yfir 5.000 starfsmenn í um 3.800 stöðugildum og er sjúkrahúsið því langstærsti vinnustaður landsins. Starfsfólkið er af 42 þjóðernum. Þar starfa yfir 1.300 hjúkrunarfræðingar, tæplega 600 læknar, yfir 500 sjúkraliðar, 160 meinatæknar, tæplega 60 náttúru- fræðingar auk sjúkraþjálfa, iðju- þjálfa, lyfjafræðinga, matvælafræð- inga og verkfræðinga svo dæmi séu tekin. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur verið flókið og viða- mikið viðfangsefni sem hefur bæði snert starfsfólk og sjúklinga, þar sem sameinuð hefur verið starfsemi á tuttugu stöðum í fimm sveitar- félögum. Þetta er umfangsmesti samruni fyrirtækja eða stofnana hér á landi, segir í skýrslu um samein- ingu árin 2000–2003 sem stjórnar- nefnd LSH gaf út. Langur aðdragandi Sameiningin átti sér langan að- draganda. Ljóst var orðið að byggja þyrfti nýtt sjúkrahús og var það ein forsenda þess að ákvörðun var tekin um sameiningu. Þá réðu hagræðing- arsjónarmið einnig ferðinni. Það var svo í árslok 1998 að stjórn- völd ákváðu að auka samvinnu sjúkrahúsanna í Reykjavík. 13. jan- úar árið 2000 ákvað heilbrigðisráð- herra að Sjúkrahús Reykjavíkur og ríkisspítalar skyldu sameinaðir. Landspítali – háskólasjúkrahús varð svo formlega til 3. mars það ár. LSH var skilgreint sem hátæknisjúkra- hús sem þjóna skyldi öllum lands- mönnum og jafnframt vera svæðis- sjúkrahús fyrir höfuðborgarsvæðið. Sameiningunni var ætlað að bæta þjónustu við sjúklinga og gera rekst- ur sjúkrahúsanna hagkvæmari en áður. Um langt árabil hafði verið gagnrýnt hversu rekstrarkostnaður sjúkrahúsanna væri mikill og vax- andi með hverju ári. Ingibjörg Pálmadóttir, sem var heilbrigðisráðherra á þessum árum, segir að mörg ár hafi tekið að sam- eina spítalana. Fyrst þurfti að fá samþykki hins pólitíska valds og ná þeirri sátt sem til þurfti inni á spítöl- unum. „Þegar það hafði tekist var hægt að hugsa um næstu skref. Margir voru á móti sameiningunni á sínum tíma en þeir voru samt tilbúnir að koma með á vagninn því þeir eygðu það að nú væri kominn tími og tæki- færi til að byggja nýtt sjúkrahús í framtíðinni.“ Árið 2002 kom út skýrsla nefndar sem Ingibjörg Pálmadóttir fór fyrir, þar sem lagt var til að framtíðarupp- bygging LSH yrði við Hringbraut. Gerði Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra þær að sínum. Aðrir mögu- leikar, t.d. Vífilsstaðalóðin og lóð Borgarspítalans í Fossvogi, höfðu einnig verið kannaðir í samstarfi við innlenda og erlenda sérfræðinga. Sýndist sitt hverjum um staðarvalið. Að lokum var það nálægð við Há- skóla Íslands sem segja má að hafi ráðið úrslitum um staðsetninguna en með stofnun Landspítala – háskóla- sjúkrahúss var eins og nafnið ber með sér, ákveðið að leggja mikla áherslu á mennta-, vísinda- og rann- sóknarhlutverk sjúkrahússins. „Sú sátt sem um sameininguna varð, byggðist fyrst og fremst á því fyr- irheiti að komið væri á fót háskóla- spítala sem stæði undir nafni og að starfsemin væri öll undir einu þaki,“ sagði Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri á ársfundi LSH, en hann var settur forstjóri spítalans sl. vetur í leyfi Magnúsar Pétursson- ar. Ekki verður í þessum greinaflokki fjallað nánar um aðdraganda sam- einingar sjúkrahúsanna í Reykjavík heldur verður tímabilið frá samein- ingu til dagsins í dag sérstaklega skoðað. Aðdragandinn er hins vegar viðfangsefni í doktorsritgerð sem Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórn- sýslufræðingur varði við London School of Economics and Political Science í maí sl. Rannsókn hennar sem ritgerðin byggist á leitar stjórn- mála- og stjórnsýslufræðilegra skýr- inga á þeirri spurningu hvers vegna ákvörðun um sameiningu var mögu- leg á síðasta áratug en ekki á níunda áratugnum þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri, Ragnhildur Helga- dóttir heilbrigðisráðherra og Þor- steinn Pálsson fjármálaráðherra. Tilraun sem þá var gerð til að selja ríkinu Borgarspítalann tókst ekki. Umræðan í nýjar hæðir Fjármögnun byggingar nýs spít- ala fékk loks byr undir báða vængi í byrjun janúar sl. er Davíð Oddsson utanríkisráðherra gaf undir fótinn með að hagnaður af sölu Símans yrði nýttur til framkvæmdarinnar. Ríkisstjórn Íslands ákvað svo á fundi sínum 18. janúar sl. að efnt yrði til skipulagssamkeppni um hönnun Spítali í spenni Með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 varð til langstærsti vinnustaður landsins með rúmlega 5.000 starfsmönnum í tæplega 4.000 stöðugildum. Ingibjörg Pálmadóttir, sem var heilbrigðisráðherra á þessum tíma, segir sameiningu ekki endanlega lokið fyrr en byggður verði nýr spítali. Stjórn- endur Landspítalans telja þó árangur sameiningar þegar mikinn, jafnt faglega sem rekstrarlega. Það hefur ekki verið sársaukalaust að ná þeim markmiðum. Krafist hefur verið aðhalds í rekstri, álag á starfsfólk hefur aukist og deilur hafa risið um stjórnun spítalans. Þá er hús- næðið alltof lítið. Hluta vandans má rekja til sameiningarinnar en spurningin er hins vegar sú hvort lausnin felist í byggingu nýs sjúkrahúss. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur Ljósmyndir Þorvaldur Örn Kristmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.