Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
A
f hverju ertu að taka myndir af þeim?“
„Er þetta kannski landsliðið?“
Þrír ljóshærðir guttar hafa ekki augun af ljós-
myndaranum á hliðarlínunni.
„Nei, nei.“ Ljósmyndaranum vefst tunga um tönn.
„Spyrjið bara hana. Hún veit allt um málið.“
Hikandi færast þeir nær – tveir eins og einn með
húfu.
„Þetta er Africa-United. Þeir eru í þriðju deildinni.
Það er nýbúið að gera um þá heimildarmynd. Hún
verður sýnd á voða frægri kvikmyndahátíð í Tékk-
landi. Kannski verða þeir frægir.“
Þróttararnir kinka allir kolli samtímis.
„Það er líka eitt svolítið sérstakt. Leikmennirnir eru eiginlega allir fæddir í út-
löndum. Sumir hafa kannski neyðst til að flytjast frá heimalandi sínu. Aðrir hafa
kannski komið til Íslands til að vinna.“
„Af hverju kom þessi?“
Einn þremenninganna bendir á níuna.
„Ég veit það ekki. En ég gæti spurt – þegar þeir teygja.“
Vinátta og góður bolti
Við höldum áfram að fylgjast með upphituninni. „Ekki of hratt strákar,“ hróp-
ar þjálfarinn Zico Zakaria frá Marokkó yfir leikmannahópinn. „Við eigum leik á
morgun.“
Loksins kallar hann hópinn saman á miðjum vellinum. Hann talar til skiptis á
íslensku og ensku. Vegna leiksins er æfingin stutt í kvöld. Strákarnir slá á létta
strengi. Zico segir að Africa-United snúist um vináttu. „Ánægjan af því að vera
saman og spila fótbolta skiptir mestu máli. Við erum alltaf léttari og bjartsýnni
eftir æfingar,“ segir hann og bætir við að með Africa-United vilji þeir líka sýna
Íslendingum fram á að innflytjendur eigi sér heilbrigð, uppbyggileg áhugamál.
„Við erum ekki bara í einhverju rugli og dópi eins og sumir virðast halda.“
Leikmennirnir eru allt frá nýliðum upp í fyrrverandi atvinnumenn í fótbolta.
„Þessir eru frá Serbíu, Kosovo, Marokkó, Alsír, Kólumbíu, Gíneu og Taílandi.
Við erum bara með einn frá Asíu. Hann er sá eini sem sýnt hefur fótboltanum
áhuga. Runi er bara 17
ára – mjög gott efni,“
segir Zico. „Hérna eru
líka Tjörvi og Benni
þeir eru frá …“ Benni
lítur við. „Benni, þú ert
útlendingur,“ kallar
einn og hinir veltast
um af hlátri á gervi-
grasinu.
„Africa-United er
fyrir alla,“ heldur Zico
ögn íhugull. „Ég hringi
í stráka sem eru að
flytja til landsins og
býð þeim að koma á æfingu. Íslendingar eru alltaf velkomnir. Við erum stundum
heldur fáir. Sumir eru kannski í heimalandinu, aðrir með rauða spjaldið. Þá er
kannski bara b-liðið eftir.“
Nú ertu með menn víðs vegar að úr heiminum í liðinu. Hafa einhvern tíma
komið upp pólitískar erjur í Africa-United?
Zico á bágt með að neita því að komið hafi upp vandamál. „Já, ég hef þurft að
setja menn í æfingabann. En þeir koma aftur þegar þeir eru búnir að átta sig á
því hvað skiptir mestu máli – vináttan, boltinn,“ viðurkennir hann og tekur fram
að um þessar mundir séu engar erjur í liðinu. „Við erum allir góðir vinir; svartir,
gulir og hvítir. Fyrir utan æfingarnar hittumst við yfirleitt á kaffihúsi einu sinni í
viku og borðum saman þegar við vinnum. Við æfum og hlaupum saman úti á vet-
urna.“
Zico segir að liðinu hafi gengið ágætlega í sumar „Við gerðum jafntefli við
Augnablik úr Kópavogi í síðasta leik. Sumarið leggst vel í Africa-United. Við spil-
um á móti úrvalsliði Íslands í ágúst. Og Vodafone ætlar að styrkja leikinn,“ segir
Zico. „Annars hefur okkur vantað stuðningsaðila. Fótbolti er dýr íþrótt, búning-
arnir, skórnir og ferðalögin.“
Dansandi leikmaður
Ekki má gleyma því að efna loforðið við þremenningana úr Þrótti þótt þeir séu
horfnir á braut enda komið fram yfir lögbundin útivistartíma fólks á þeirra aldri.
Nían reynist heita Cheick og koma frá Gíneu. „Pabbi rekur dansskóla í Gíneu.
Hann heldur alltaf reglulega alþjóðleg dansnámskeið. Einu sinni komu Íslend-
ingar á námskeiðið. Ég kynntist þeim og flutti í framhaldinu hingað. Ég hef búið
á Íslandi í sex ár, kennt dans og unnið í leikskólanum Kirkjubóli í Garðabæ.“
Strákar, þá vitið þið það …
Morgunblaðið/Sverrir
„Teygja, teygja vel.“ Leikmennirnir hlýða þjálfara sínum í einu og öllu.
„Er þetta
landsliðið?“
Einn frá Kosovo, annar frá Kólumbíu, þriðji frá Gíneu, fjórði
frá Taílandi. Hver eftir annan tínast leikmenn Africa-United
inn á gervigrasvöll Þróttar í Laugardal. Æfingin verður stutt í
kvöld – leikur á morgun. Anna G. Ólafsdóttir fylgdist með af
hliðarlínunni, spjallaði við þjálfarann, leikmennina og þrjá
unga Þróttara.
Cheik og Zlatko bregða á leik.
Þótt áhersla sé lögð á vináttu er baráttan um boltann eitilhörð.
Ekki of hratt. Ekki of hægt. Annar frá hægri gætir Zico þess að leikmennirnir ofreyni sig ekki fyrir leikinn daginn eftir.
Þrír Þróttarar laumast yfir gervigrasvöllinn í Laugardal.