Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 45 MINNINGAR Það er svo erfitt að trúa að þú sért farin. Þrátt fyrir að hafa fylgst með þér minna á seinustu árum, þá standa uppi minning- arnar þegar við krakk- arnir gistum hjá ömmu, föndruðum, spiluðum, teiknuðum og lékum okk- ur úti. Við spiluðum svo mikið að þú LOVÍSA RUT BJARGMUNDSDÓTTIR ✝ Lovísa RutBjargmundsdótt- ir fæddist í Reykja- vík 13. september 1985. Hún lést af slysförum 5. maí síð- astliðinn og var jarð- sungin frá Árbæjar- kirkju 12. maí. byrjaðir að búa til spil eins og krókódílinn sem var síðan ómögu- legt að reyna að kenna öðrum. Þú varst alltaf svo hress og þorin. Amma horfði út um gluggann áhyggjufull af því þú skelltir þér í allt óhrædd án þess að hika en hún þurfti ekki að hafa áhyggjur, þú stóðst alltaf upp þótt þú dyttir og hélst áfram að skemmta þér. Það verður ekki eins um jólin né á samkom- um. Hefði verið gott að þekkja þig betur síðari árin. Eftir allar lýsing- arnar sem maður hefur heyrt missti maður greinilega af miklu með því að vera ekki oftar samvistum við þig. Bíðum eftir að hitta þig aftur. Fjölskylda er líkt og ljósakróna, lýsingunni hver mun pera þjóna. Þegar deyr á einni hjörtu hrærast. Hún er farin hvað lýsti skærast. Lovísu Rut kveðjum vér. Keðja fjölskyldunnar rofin er. Þó að hún sé horfin okkur frá hennar minning geymist okkur hjá. (Grímur afi.) Elsku Solla, Beggi, Kolla, Gummi, Hrabba og aðrir aðstandendur, megi Guð geyma ykkur og gefa ykkur styrk. Kristjana, Daníel, Kristján og Jocie. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuð í hjarta en ég veit að þú ert í góðum höndum. Þú varst alltaf svo yndislega falleg og góð. Við systurn- ar kölluðum þig stundum „ömmu pæju“ því þú varst alltaf svo vel til höfð og hafðir gaman af því að gera þig fína. Ég minnist þess að einu sinni komstu heim eftir að þú varst búin að vera á spítalanum og ég gaf þér handsnyrtingu og þú varst svo ánægð og þakklát. Það þurfti svo lít- ið til að gleðja þig, amma mín. Mig langar að láta þennan fallega texta fylgja með til þín: Þig sem í fjarlægð fjöllin bakvið dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu’ei storminn, kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Valdimar H. Hallstað) Þín Brynja. RAGNA ÁGÚSTS- DÓTTIR ✝ Ragna Ágústsdóttir fæddist íReykjavík 2. maí 1921. Hún lést á Landspítalanum við Hring- braut 27. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 3. júní. Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNAR (Evu) ANDRÉSDÓTTUR, Skjóli, áður Furugerði 1. Freddý Laustsen, Sveinbjörg Laustsen, Guðjón Guðmundsson, Fanný Laustsen, Þórhallur Stefánsson, Þórir Andrés Laustsen, Matthildur Laustsen, Ólafur Ólafsson, Helgi Freddý Laustsen, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir samúðina, kveðjurnar, blómin og þann mikla stuðning, sem þið hafið sýnt fjölskyldunni vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. SIGURJÓNS G. SIGURJÓNSSONAR, Birkigrund 71, Kópavogi. Anna Ásgeirsdóttir, Freyja Sigurjónsdóttir, Þórir Sigurgeirsson, Ásgeir Sigurjónsson, Silja Sverrisdóttir, Drífa Sigurjónsdóttir, Ólafur Baldursson og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar móður okkar og tengdamóður, LÁRU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Ási við Sólvallagötu. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, Ágúst M. Sigurðsson, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Manuela Gudrun Loeschmann, Sigrún V. Ásgeirsdóttir, Pétur Guðgeirsson, Þórdís Ásgeirsdóttir, Hjörtur Ingólfsson, Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir og fjölskyldur. Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Sendum myndalista Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall ástkærrar dóttur okkar og barnabarns, JÓHÖNNU MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTTUR. Sigurður Már Andrésson, Guðmunda Kristjánsdóttir. Jóhanna Margrét Axelsdóttir, Andrés Már Vilhjálmsson, Guðrún Torfadóttir. Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, GUÐBJARGAR J. PÁLSDÓTTUR frá Álfhólahjáleigu. Starfsfólki hjúkrunarheimilisins Víðihlíðar í Grindavík er sérstaklega þakkað fyrir hlýtt viðmót og alúð alla tíð. Guð blessi ykkur öll. Helga S. Elimarsdóttir, Gerður S. Elimarsdóttir, Kristján Ágústsson, Heiðar Elimarsson, Ragnheiður Björgvinsdóttir, Halla Elimarsdóttir, Friðfinnur Friðfinnsson, Auður Elimarsdóttir, Sigurður Þorkelsson, Margrét Elimarsdóttir, Jón Björn Vilhjálmsson, Rut Jónsdóttir, Guðmundur Ósvaldsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT ÞORSTEINSDÓTTIR frá Byggðarholti, Lóni, fyrrum húsfreyja, andaðist á Elliheimilinu Skjólgarði, Höfn, Hornarfirði, fimmtudaginn 9. júní. Guðmundur Þórðarson, Freysteinn Þórðarson, Guðlaug Þorgeirsdóttir, Arnór Þórðarson, Ólöf Rafnsdóttir, Erla Ásthildur Þórðardóttir, Hugi Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum návist, samhygð og kveðjur við and- lát og útför okkar elskulegu JÓNÍNU BENEDIKTSDÓTTUR, Klapparstíg 12, Reykjavík, sem dó sunnudaginn 29. maí og var kvödd í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 7. júní. Bragi Kristjónsson, Svandís Svavarsdóttir, Torfi Hjartarson, Benedikt Svavarsson, María I. Jónsdóttir, Gestur Svavarsson, Halldóra Bergþórsdóttir, Regína Guðmundsdóttir, Benedikt Franklínsson og aðrir aðstandendur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.