Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Á nýjum spítala sem mun rísavið Hringbraut á næstu ár-um, er gert ráð fyrir að allarsjúkrastofur verði einbýli, bráðakjarni verði þungamiðja starf- seminnar og legudeildir og önnur starfsemi tengist honum. Lögð er áhersla á lífvísindasetur sem er mið- stöð kennslu-, vísinda- og fræða og að sú starfsemi tengist sjúkrahúsinu sem best. Við skipulag nýs sjúkrahúss verður gengið út frá því að hægt verði að sinna sjúklingum allt upp að gjör- gæslu á einni og sömu stofunni. Flutningar sjúklinga, með tilheyr- andi smithættu, verði lágmarkaðir. Er sérstök áhersla lögð á mikilvægi sveigjanleika og breytingarmögu- leika bygginga til að mæta framtíð- arbreytingum í starfsemi. Þá verður sjónum beint að uppbyggingu göngu- og dagdeildarhúsnæðis en slík starf- semi mun aukast verulega á næstu árum. Allar byggingar sem eru inni á Hringbrautarlóðinni mega víkja fyrir nýjum nema Landspítalinn gamli sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Nýjasta byggingin á lóðinni er Barnaspítali Hringsins sem tekinn var í notkun árið 2003. Umfangið kortlagt Til grundvallar útboðsgögnum hönnunarhópanna sjö sem taka þátt í hönnunarsamkeppni um skipulag á lóð LSH við Hringbraut, liggur ítar- leg skýrsla stýrihóps notendavinnu sem gefin var út í desember á síðasta ári. Kristján Erlendsson, sem nýverið tók við stöðu framkvæmdastjóra kennslu-, vísinda og fræða á LSH, leiddi vinnu stýrinefndarinnar en skýrslan gefur góða mynd af umfangi og fyrirkomulagi starfsemi spítalans í dag og hvernig þróun hennar gæti orðið fram til ársins 2025 að teknu til- liti til ákveðinna þátta. Leitað var fanga víða við gerð skýrslunnar, skip- aðir voru 39 vinnuhópar sem með tvo hópstjóra hver í broddi fylkingar fóru yfir starfsemi hverrar sérgreinar fyr- ir sig. Tóku um 300 starfsmenn sjúkrahússins þátt í þessari vinnu á einn eða annan hátt. Við byggingu nýs spítala verður unnið út frá ákveðinni hugmynda- fræði en samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að bráðastarfsemin myndi kjarna spítalans. Í tengslum við bráðakjarna verði legudeildir, dag- deildir, sjúklingahótel og göngudeild- ir, kennsluver, klínísk rannsókna- deild og bókasafn/upplýsingaveita spítalans og Háskóla Íslands. Kristján bendir á í samtali við Morgunblaðið að ný hugsun sé nú í gangi varðandi spítala framtíðarinn- ar. Hún sé allt annars eðlis en eldri hugmyndir og byggist á rannsóknum. Hönnunin sé kölluð „evidence based design“, eða sannreynd hönnun. Gera má ráð fyrir sparnaði Aðspurður hvort biðin eftir bygg- ingu nýs spítala hér sé af þessum sök- um að borga sig, segir Kristján: „Fyrst við erum búin að þreyja þetta svona lengi er þetta ekki slæmur tími til að hefjast handa.“ Í skýrslu stýrinefndarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir því að ný spítalabygging muni skila umtals- verðum sparnaði í rekstri spítalans. Því er eðlilegt að spyrja, þar sem sparnaður var eitt lykilorðið í samein- ingu sjúkrahúsanna, hvers vegna ekki sé þegar farið af stað með bygg- inguna? „Það þarf að vera ákveðinn hvati til að þetta sé gert,“ segir Kristján og veltir sjálfur upp spurningu sem hann hefur fengið í þessu samhengi. „Ég hef stundum verið spurður hvort sjúkrahúsið okkar sé bara ekki ágætt eins og það er? Við séum með gott heilbrigðiskerfi, hvort ekki sé vitleysa að vera að velta fyrir sér einhverjum veggjum, verður ástandið eitthvað betra þó að við fáum betri aðstöðu?“ Og Kristján er með svarið á reiðum höndum: „Bara hlutir eins og einbýli, gjörbreytir öllu hvað varðar sýkingartíðni og slíkt. Það er sífellt meira farið að byggja spítala út frá rannsóknum, þar sem tekið er tillit til þátta eins og hávaða og ljóss og hversu oft þarf að flytja sjúklinga. Það er alveg ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif bæði á árangur meðferðar og legutíma. Og legutími og árangur er nú það sem við horfum sífellt í.“ Í skýrslu stýrinefndarinnar segir að gera verði ráð fyrir mikilli aukn- ingu í dagdeildarmeðferð í stað inn- lagna og í kjölfar innlagna. Þá er einnig rík áhersla lögð á markvissa aukningu í göngudeildarstarfsemi, m.a. vegna hlutverks LSH sem há- skólasjúkrahúss en ekki síður vegna samfellu í þjónustu við sjúklinga spít- alans. Það er nú þegar stefna sjúkra- hússins. Á nýjum spítala kemur til greina að starfsemi göngu- og dagdeilda verði í sérstakri byggingu tengdri bráða- kjarna og legudeildum. Er í skýrslu stýrihópsins tekið fram að í slíku húsi þurfi að vera miklir vaxtar- og stækk- unarmöguleikar og að huga þurfi sér- staklega að mismunandi rekstrar- formum fyrir framtíðar göngu- deildarstarfsemi sjúkrahússins. „Háskólaspítali þarf að hafa virka göngudeild,“ segir Kristján. „Menn óttast að þá sé spítalinn að fara í óeðli- lega samkeppni við starfsemi sér- fræðilækna úti í bæ sem jókst um 25% á tímabilinu 1999–2003. Við telj- um að spítalinn eigi klárlega að auka göngudeildarstarfsemi sína. Það er betra fyrir sjúklingana og betra fyrir háskólahlutverkið. Stundum fara sjúklingarnir út í bæ en stúdentarnir verða eftir inni á spítalanum. Þetta eru verkefni sem að mínu mati er hægt að vinna í mjög góðu samstarfi, án þess að níða skóinn af einum eða neinum.“ Kristján segist ekki hafa fundið fyrir óánægju af hálfu sérfræðinga vegna hugmynda um aukna áherslu á göngudeildir. „Enda erum við ekki að tala um að spítalinn komi til með að sölsa allt undir sig. Heldur að hann hafi markvissa stefnu í göngu- deildarþjónustu í þágu sjúklinganna.“ Bráðakjarninn verði fyrstur Í framkvæmdaáætlun nýs spítala er gengið út frá því að bráðakjarni verði settur í forgang. Í bráðakjarna verður starfsemi bráðamóttöku, skurðstofa, gjörgæsludeilda og blóð- banka sem og önnur bráðastarfsemi nátengd. Þetta er langdýrasti hluti spítalastarfseminnar, bæði í bygg- ingu og rekstri. Mikilvægt að mati Kristjáns er að háskólastarfseminni verði gert hátt undir höfði á nýjum spítala og er áhersla lögð á það í samkeppnisgögn- um. „Skilgreining háskólaspítala er að þjónusta við sjúklinginn og kennsla og rannsóknir sé samofið. Sjúklingarnir eru notaðir til kennslu en þeir fá líka betri þjónustu vegna þess að læknir sem þarf sífellt að vera að kenna verður að halda sér við.“ Kristján bendir á að kennsla í heil- brigðisvísindum sé nú mjög dreifð en ákvörðun hefur verið tekin um að hún verði sameinuð á vestasta hluta Landspítalalóðarinnar, svokölluðum Umferðarmiðstöðvarreit. Bjartsýni ríkjandi Kristján segir að bjartsýni ríki um að hægt verði að byrja að byggja nýj- an spítala sumarið 2008 eins og áætl- anir geri ráð fyrir. Allt sé ferlið þó háð því að ákvörðun um fjármögnun liggi fyrir á réttum tíma, þ.e. haustið 2006. Hann segir aðkallandi að hefjast handa sem allra fyrst og að ómögu- legt sé að þróa starfsemi sjúkrahúss- ins til langframa í núverandi húsnæði. „Dragist framkvæmdir úr hófi lend- um við í vandræðum. Núna erum við búin að undirbúa þetta vel og það er rétti tíminn til að skella sér í þetta.“ Rétti tíminn til að byggja VIÐ MAT á þörf á þjónustu Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH) studdist stýrinefnd notendavinnu m.a. við mannfjöldaspár Hagstofu Íslands. Þegar horft var til fram- tíðar var einnig tekið tillit til áætl- aðra breytinga á tíðni sjúkdóma, nýjum meðferðarmöguleikum, styttri meðallegu og tilfærslu úr legudeildarformi yfir í dagdeildarform. Með því að taka tillit til breyttr- ar aldurssamsetningar þjóð- arinnar, en ekki aðeins hrárra mannfjölgunarspár, er það nið- urstaða nefndarinnar að aukning innlagna verði meiri en mann- fjöldaaukning, sem stafar af því að öldruðum fjölgar mest en það er sá hópur sem þarf mest á sjúkra- húsbundinni læknis- og/eða hjúkr- unarmeðferð að halda. Þetta er skýringin á því að á meðan það verður aðeins 16% fólksfjölgun fram til ársins 2025 þá fjölgar sjúklingum um rúmlega 27% vegna aldurssamsetningar þjóð- arinnar. Ein af grundvallarspurningum sem lagðar voru fyrir notendahóp- ana voru hvernig þeir sæju starf- semi sinnar sérgreinar breytast út frá mannfjöldaspám og lækn- isfræðilegri þróun. Til dæmis hvernig offita eða krabbamein gæti haft áhrif á viðkomandi starf- semi/sérgrein. Með því að beita þessum aðferðum reiknast nefnd- inni til að færri rúm þurfi á nýjum spítala en ef aðeins hefði verið tekið tillit til einfaldrar mann- fjöldaspár og starfseminnar eins og hún er nú. „Við enduðum uppi með 15% færri rúm heldur en ef við hefðum aðeins tekið hráar mannfjöldaspár,“ segir Kristján Erlendsson, formaður stýrinefnd- arinnar og útskýrir frekar: „Ef við hefðum spáð fyrir fjölgun rúma vegna hjartaaðgerða fyrir tíu ár- um síðan hefði línan verið næstum bein upp á við. Nú hafa hins vegar ýmsar tæknilegar breytingar orð- ið til þess að farið er að gera ýms- ar rannsóknir og aðgerðir á kransæðum á allt annan hátt en áður. Þannig að fjölgun í opnum kransæðaaðgerðum hefur ekki orðið eins mikil og menn spáðu fyrir. Þetta skiptir mjög miklu máli því að annars gætum við skipulagt alltof stóran spítala.“ Sjúklingum fjölgar um 27% næstu tvo áratugina Tekið tillit til þróunar sjúkdóma við skipulag nýs sjúkrahúss "#$% &'( )' "#$%      (  $5 &  !#5 )8588 '( ? 0*@ ?  #5 0*@ ? -!  #5 0? !  -(+ 5$@! #5 0+   #5  6  ! ! +   #5 0*@ ? !   #5 *#  '$  '-  !+A! !+A! (  ,+ + A! '*  )?+ 8A 8 ?+ A! ;B  A!  A5 5 ! & %(5 C   #5 0@ !   +! '-  *+     8 3& 38 8 5  5 & *#& )  *  ' '*#  ' #%$# + #! , # $ ,( + ( -$'  % .%#% /#0%  ,1 2$!# D  D  D  E  E E E

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.