Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 33 UMRÆÐAN REYKJANESBÆR og nærliggj- andi byggðir standa nú frammi fyrir stórkostlegu tækifæri. Norðurál í Hvalfirði hefur lýst yfir áhuga á byggingu nýs álvers í grennd við Helguvík á norðanverðu Reykjanesi. Í Helguvík er að finna nýja og fullkomna stórskipahöfn. Hitaveita Suðurnesja og Orku- veita Reykjavíkur sýndu á dög- unum sameiginlegan áhuga fyrir orkuöflun fyrir hið nýja álver. Nú þegar, af hálfu Norðuráls í Hval- firði, eru hafnar verkfræðilegar at- huganir um framtíðarstaðsetningu á væntanlegu álveri í grennd við Helguvíkurhöfn. Til samanburðar má nefna að framkvæmdir Hita- veitu Suðurnesja á Reykjanesvirkj- un eru hafnar og mun sú virkjun skila u.þ.b. 100 MW. Orkan úr Reykjanesvirkjun verður flutt til Norðuráls í Hvalfirði. Aðkoma Hitaveitu Suðurnesja að orkuöflun fyrir Norðurál í Hvalfirði er í sam- vinnu við Orkuveitu Reykjavíkur sem er leiðandi í orkuöflun fyrir þá stækkun sem nú er að eiga sér stað á álverinu í Hvalfirði. Við verkefnið sem framundan er í Helguvík má því segja að um stólaskipti verði að ræða hjá orku- fyrirtækjunum tveimur. Hitaveita Suðurnesja þarf nú á dyggum stuðningi Orkuveitu Reykjavíkur að halda svo tryggt verði að orku- öflun verði fullnægjandi fyrir nýtt álver í Helguvík. Frá viðskipta- legum sjónarmiðum er Helguvík einn besti kosturinn ef ekki sá allra besti í landinu fyrir nýtt ál- ver. Skal því engan undra að fyrir- tækið Norðurál skuli sýna metnað og áhuga á byggingu álvers í Helguvík. Útlitið er bjart en með samátaki er hægt að afla orku fyrir álverið. Áætluð orkuþörf fyrir 250.000 tonna álver er u.m.þ. 350 MW. Víða á Reykjanesi eru vænlegir virkjunarstaðir og er það sam- merkt með þeim öllum að geta afl- að orku með jarðvarma. Virkj- unarframkvæmdir eru fjárfrekar en að sama skapi er framtíðar- ávinningur fólginn í fjárfestingum af þessu tagi. Það er jákvætt, í ljósi reynslu okkar frá virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka og þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Reyðar- firði, að raunveruleg þensluáhrif sömu framkvæmda hafa verið langtum minni en áætlað var við upphaf framkvæmda. Í raun hefur þensla á fasteignamarkaði eignað sér helming þeirrar bólgu sem mælst hefur að undanförnu. Það er í raun allt sem syngur með álveri í Helguvík. Í Reykja- nesbæ hefur verið lyft grettistaki á allra síðustu árum. Bærinn hefur þróast í að vera eitt eftirsóttasta sveitarfélag landsins og hefur upp- byggingin á síðustu árum verið til fyrirmyndar. Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra hefur lýst yfir velþóknun sinni á fyrirhuguðu verkefni í Helguvík en hún heim- sótti svæðið á dögunum í fylgd Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Í kjölfarið fóru fjöl- margir bæjarfulltrúar, bæjar- stjórar og verkalýðsleiðtogar af Suðurnesjum ásamt nokkrum al- þingismönnum, í heimsókn til Norðuráls í Hvalfirði. Forsvars- menn Norðuráls gerðu þar grein fyrir áhuga sínum og notuðu jafn- framt tækifærið til að upplýsa gesti nánar um álframleiðsluna, áhrif hennar á umhverfið og mann- lífið. Við sömu kynningu stóð Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, upp og lofaði með skeleggum hætti þau miklu og jákvæðu áhrif sem ál- verið í Hvalfirði hefur haft á nær- liggjandi byggðir, þ.m.t. Akranes. Með nýju álveri í Helguvík verð- ur um stórkostlegan ávinning að ræða fyrir nærliggjandi byggðir. Meðallaun starfsmanna hjá stór- iðjufyrirtækjum er töluvert hærri en landsmeðaltal launa. Stoðfyr- irtæki s.s. verktakar, innflytjendur, skipafélög og fleiri fá einnig spenn- andi verkefni á meðan á bygging- artíma stendur og einnig samhliða rekstri álvers eftir uppbyggingu. Í náinni framtíð mun reyna á þverpólitíska samstöðu bæði hjá ríki og borg um hið mikla verkefni sem framundan er. Aðkoma Orku- veitu Reykjavíkur er afar mikilvæg framkvæmdunum og hefur fram- sóknararmurinn í R-listanum í Reykjavík sýnt með afgerandi hætti fram á stuðning sinn til verkefnisins. Það kemur engum lengur á óvart þegar Vinstri græn- ir segja nei og er því boltinn greinilega hjá Ingibjörgu Sólrúnu og félögum hennar í Samfylk- ingararmi R-listans í Reykja- víkurborg. Norðurál í Helguvík Gunnar Örn Örlygsson fjallar um stóriðju ’Í náinni framtíð munreyna á þverpólitíska samstöðu bæði hjá ríki og borg um hið mikla verkefni sem fram- undan er. ‘ Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er alþingismaður í þing- flokki sjálfstæðismanna. Opið mán. - fim. frá kl. 9–18 og fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali Glæsilegt einbýlishús á einni hæð, alls um 260 fm, með innbyggðum, mjög stórum, bílskúr með vinnuaðstöðu. Mjög stórar stofur og glæsilegt eldhús, stór svefnherbergi ofl. Mikið útsýni. Húsið er fallega innréttað og allur frágangur vandaður. V. 47,8 m. 6866 BRÖNDUKVÍSL - ÁRTÚNSHOLTI SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i idborg.is 59,3 fm góð 2ja herbergja íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, flísalagt baðherbergi, parketlagða stofu og parketlagt herbergi. Góð sam- eign. Nýir gluggar og gler eru á íbúðinni. Rafmagn hefur allt verið endurnýjað. Bergsteinn sýnir. Sími 696 5450. Hringbraut 115 Opið hús milli kl. 14.00 og 15.00 Gnoðarvogur 40 Opið hús milli kl. 14.00 og 15.00 Fífusel 13 Opið hús milli kl. 15.30 og 16.30 74,4 fm íbúð á fjórðu hæð (efstu). Íbúin skiptist í hol, flísalagt baðherbergi, tvö svefnherbergi, parketlagða stofu með út- gangi á svalir, flísalagt eldhús og geymslu. Í sameign er þvottahús og hjóla- geymsla. Ingi sýnir. Sími 698 4450. 106,1 fm góð 4ra herbergja íbúð ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, þvottahús, parketlagða stofu með útgangi á svalir, baðherbergi, þrjú svefn- herbergi og geymslu. Ingi sýnir. Sími 698 4450. Eyrarholt 16 Opið hús milli kl. 17.00 og 18.00 Veghús 1 Opið hús milli kl. 12.00 og 13.30 92,8 fm 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í hol, eldhús með borðkrók og verönd til suð- austurs, bjarta stofu með svölum til norð- urs, baðherb. með baðkari og lögn fyrir þvottavél og 3 svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla með hillum auk sameiginl. hjóla- og vagnageymslu. Sérm. bílastæði fylgir íbúð. Ingi sýnir. Sími 698 4450. Góð 58,1 fm 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist í hol, dúklagt eldhús, baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, parketlögð stofu og tvö parket- lögð herbergi með fataskápum. Í risi er sérgeymsla og sameiginlegt þurrkher- bergi. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús. Friðrik sýnir. Sími 663 7676. 166,4 fm glæsileg þakíbúð á tveimur hæðum við Veghús í Grafarvogi. Íbúðin skiptist í hol, stóra stofu með mikilli loft- hæð, snyrtilegt eldhús með borðkrók, tvö baðherbergi, sjónvarpshol, þrjú góð svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla. Ingi sýnir: 698-4450. Rauðarásstígur 32 Opið hús milli kl. 14.00 og 16.00 Fell í Bakkafirði Jörðin Fell í Skeggjastaðahreppi stendur við norðanverðan Bakka- fjörð við þjóðveg til Þórshafnar. Á jörðinni er rekið sauðfjárbú með 296 ærgildi en í dag eru þar um 350 fjár á fóðrum. Á jörðinni eru fjárhús fyrir allt að 600 fjár í tveim- ur húsum, annars vegar steypt fjárhús fyrir 300 fjár, byggt 1976, stálgrindarhús byggt 1971 fyrir 200 fjár. Einnig hefur hluta af vot- heysgryfju (flatgryfju) verið breytt í fjárhús fyrir allt að 100 fjár. Áburðarkjall- arar eru í öllum húsum og er bæði dælt út úr þeim og mokað með dráttar- vél. Ræktað land er 30,4 ha og fæst um 70% af því heyi sem til þarf á þeim túnum en 30% er heyjað á næsta bæ. Stálgrindarskemma, 84,6 fm byggð 1969, er notuð til að geyma í vélar og tæki. Jörðin er sögð vera 3.700 ha mæld upp úr korti. Landið er mólendi, mýrar og lágir ásar. Véla- kostur er þrjár gamlar dráttarvélar og almenn heyvinnslutæki, einnig á bóndinn 1/3 í rúllu og pökkunarsamstæðu á móti öðrum bændum í sveit- inni. Í landi Fells er Krókavatn sem í er góð urriða- og bleikjuveiði. Við vatnið er veiðihús með gistiaðstöðu fyrir 6-10 manns. Krókavatn er 7 km frá Felli og er jeppavegur inn að vatninu. Einnig er rétt að geta þess að sil- ungsveiði er fyrir landi Fells í sjónum og í Finnafjarðará sem tilheyrir Felli var allgóð sjóbleikjuveiði og eitthvað um lax en áin hefur verið friðuð í nokkur ár. Á haustin er gæsa- og rjúpnaveiði í landi Fells. Á Felli var rekin bændagisting í nokkur ár og var byggt stórt og mikið íbúðarhús sem var að hluta til notað fyrir þá starfsemi. Íbúðarhúsið er 267,1 fm, kjallari og hæð, í kjallara eru þrjú svefnherbergi, eldhúskrókur, setustofa, tvær snyrt- ingar og sturta, ásamt geymslu. Gólf í kjallara eru lökkuð, á hæð eru 6 her- bergi, stofa, eldhús, búr, baðherbergi, snyrting og þvottahús, dúkur er á öllum herbergjum nema í stofu, þar er filtteppi og lakkað gólf í þvottahúsi. Upphitun er rafmagn (þilofnar), gler í gluggum er tvöfalt verksmiðjugler nema í opnanlegu fögunum, þar er tvöfalt mixað. Á jörðinni er íbúðarhús, byggt 1928, tveggja hæða steinhús, áfast við það er geymsla sem er gam- alt fjós, byrjað er að gera húsið upp. Fell er nyrsti bær í Skeggjastaða- hreppi við rætur Gunnólfsvíkurfjalls skammt frá sjó og stendur steinsnar frá þjóðveginum. Hér er góð sauðfjárjörð með góðum húsakosti. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Ásmundsson hjá Hóli fasteignasölu í Fjarðabyggð, sími 475 8000 eða 894 0559. Þverhamar 3 - Breiðdal Jörðin Þverhamar 3 er rétt fyrir ofan byggðina á Breiðdalsvík, þar er rekið sauðfjárbú með fullvirðisrétti upp á 230 ærgildi. Á fóðrum í vetur voru 300 kindur. Fjárhús eru steypt með vélgengum áburðarkjallara og rúma húsin 300 kindur. Áföst hlaða er við húsin sem býður upp á möguleika til að breyta í fjárhús ef menn vilja, 120 fermetra góð véla- og verkfærageymsla, ræktað land er tæpir 30 hektarar. Vélakostur eru fjórar dráttarvélar ásamt heyvinnuvélum og helmings eigna- hlutur í heypökkunarsamstæðu. Frjósemi hefur verið rétt um 2 lömb á hverja kind, fallþungi dilka hefur verið milli 17 og 18 kg. Á jörðinni er 297 fermetra glæsilegt íbúðarhús, vel staðsett með fallegu útsýni, einnig 73 fermetra gamalt uppgert íbúðarhús. Hér er góð jörð til sauðfjárræktar og með góðum húsakosti og í fallegu umhverfi. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Ásmundsson hjá Hóli fasteignasölu í Fjarðabyggð, sími 475 8000 eða 894 0559. Spennandi kostur á góðum stað! Til sölu er rekstur og húsnæði KK matvæla á Hafnargötu 1, 730 Reyð- arfirði. Fyrirtækið hefur verið starf- rækt í 18 ár og framleitt undir merki KK matvæla. Í dag eru 6 stöðugildi hjá fyrirtækinu í mjög góðu húsnæði, byggðu 1996. Húsnæðið, sem er 242,4 fm, skiptist í 100 fm vinnslu- sal, 100 fm lageraðstöðu þar sem er frystir og kælir í um 60 fm og um- búða- og vörumóttaka 40 fm. Skrifstofa og starfs- mannaaðstaða er í um 40 fm, auk þess er geymslu- loft yfir skrifstofu og starfsmannaaðstöðu. Vinnslu- og lagerrými er allt klætt með lituðu stáli. Lóð er full- frágengin og bílastæði eru malbikuð. Húsið er staðsett í hjarta bæjarins. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur Ásmundsson hjá Hóli fasteignasölu í Fjarðabyggð, sími 475 8000 eða 894 0 559. Sími 595 9000 Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.